Morgunblaðið - 03.10.1978, Side 37

Morgunblaðið - 03.10.1978, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 37 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA I0100KL. 10—11 , FRÁ MÁNUDEGI °t< Mujjarwasi'uw Ég var stödd í Reykjavík í síðustu viku nánar tiltekið á föstudag og gekk yfir Lækjartorg að strætisvagni í Hafnarstræti og fann þá þetta litla hjarta liggjandi á götunni. Þar sem það er leiðinlegt að týna svona hlutum og ekki hagstætt að ég liggi með það uppi á Skaga langar mig til að biðja þig að hjálpa mér að koma því til skila. Kona á Akranesi. Hér hjá Velvakanda liggur lítið hjarta úr gulli. Efst í vinstra horni er rauður steinn og á hjartað er ritað SH. Eigandi getur vitjað hjarta síns hjá Velvakanda á ritstjórn Morgunblaðsins. Velvakandi hefur fengið mikið af vísum og hér birtast nokkrar þeirra. Hinar verða að bíða betri tíma. • Móðurminning Karitas Ásgeirsdóttir sendi eftirfarandi vísur, sem hún sagðist hafa sett saman á unga aldri þegar hún var stödd fjarri heimili sínu, en það var árið 1922: Ó, mamma, elsku mamma, nú hugsa ég heim til þín er næturmyrkrið nálgast og dagsins ylur dvín; ég ligg einmana stúlka og fer nú vonin mín. Ég man þá vögguvísu er söngstu mér í sál, hún býr í brjósti mínu heilagt huldumál; hún er það eina í heimi sem aldrei reynist tál Ó, mamma, elsku mamma ég hugsa heim til þín. Ó, Jesús bróðir þér sendi ljósin sín, Guð þig gleðji þegar þú grætur, mamma mín. Kveðið í gufubaði 9.9. 1978 Króna á að fara frjáls Frelsi leysir vanda. Trygging, það er mergur máls meðan fjöllin standa. Tryggið hana, treystið vel, teljið vexti neina. Bróður-kana besta þel bjargar strikið eina. Látið skulda fúa fár Fortíð sína grafa, látið krónu öld og ár eyða skulda klafa. Flytjið krónu út og inn okurvaxta-lausa, þá mun hækka hagur þinn hauðrið dæmalausa. Gvendur. Hið pólitiska ball Um dansinn Ólaf inna má allt að stundu hinstri: — Á að halda um hringaná með hægri eða vinstri. ös. Þessir hringdu . . . • Þakkir Leikiistarunnandii Ég \il fá að þakka sjónvarp- inu fyrir hið ágæta framlag er það sýndi óperuna Fígaró á sunnudag- inn og ég vona að framhald verði á slíku. Einnig vil ég fá að þakka fyrir flutning leikritsins „Húsvörður- inn“ og fyrir frábæran leik í verkinu. Sérstaklega var ánægju- legt að heyra í Gunnari Eyjólfs- syni sem er alltof sjaldan í útvarpinu. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á IBM-skákmótinu í Anister- dam í sumar kom þessi staða upp í skák þeirra Riblis. Ungverjalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Langewegs. Hollandi. 20. Rxc5! (Bezti leikurinn, enda revndar sá eini í stöðunni) Dxdl+ 21. Kg2 - Rxc5. 22. Dxc5 (Nú hótar hvítur fyrst og fremst 22. Bh6! — Dxbl, 23. Dg5. Svartur á ekkert viðunandi svar og hann reyndi því): b6. 23. Dxf8+! og svartur gafst upp, því að hann verður manni undir. HÖGNI HREKKVÍSI ''þCl E.6T ALLTOF HeáSAgéMiH 06 fcANNT EKJíj ^OTT'UíA OAfaNRýM/ !" Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum: Er von til að úr rætist? Eftirtektarvert þótti mér það, sem ég í Lesbók Mbl. frá 31. sl. sá haft eftir Óskari Aðalsteini vita- verði og rithöfundi, að hjá þessum hulduverum, sem hann hyggur vera nábúa sína, en mér skilst að vera muni íbúar annars hnattar, hafi hann heyrt fara fram samtöl um ástandið hér á jörðu. En eftirtektarvert þykir mér það mest af því, að mér finnst einmitt svo líklegt, að slíkar umræður eigi sér nú stað meðal sumra þeirra, sem að viti og góðleik eru lengra komnir en jarðarbúar, en eitthvað lengra komið fólk skilst mér, að þessar sambandsverur Óskars muni vera. Og að svona umræður eigi sér stað meðal þeirra einmitt nú, kynni að stafa ekki einungis af því, hve illa hér horfir í mörgum greinum. Ástæðan til þeirra gæti einnig og engu síður verið sú, að þeir sjái nú meir en oft áður von til, að úr fari hér að rætast. Þykir mér sem slíka von mætti ekki sízt byggja á þeim áhuga, sem víðsveg- ar um jörð virðist nú vera að vakna varðandi fyrirbæri og ann- að slíkt, sem til skamms tíma hefir af hinu ríkjandi menntavaldi naumast þótt rannsóknarvert. Er ekki ofsagt, að til skamms tíma hafi meðal sálfræðinga ekkert þótt fráleitara en það, að ætla miðilfyr- irbæri stafa frá látnu fólki, þótt slíkt liggi þar jafnan beinast við og sé í rauninni óhjákvæmilegt stundum. En þó að aukinn áhugi fræðimanna í þessu efni sé mikils- verður, þá er það eitt ekki nóg. Vonin um að úr rætist mun hjá hinum lengra komnu vera bundin því, að einnig á sviði lífaflfræðinn- ar verði vaxið upp úr dulrænunni, en það mundi bráðlega verða, ef takast færi nú út í löndum að vekja athygli einhverra áhrifa- manna á íslenzkri heimspeki. Þykir mér hér ekki ástæðulaust að minna á bók Þorsteins Guðjóns- sonar, Astrobiology, sem hann samdi í þessum tilgangi, og væri frá rangstefnu horfið með því, að menn reyndust nú varðandi út- breiðslu hennar ekki óhollir í hugum. í góðu samræmi við fjarskynj- ana- eða sambandshæfileika Ósk- ars er það, sem haft var eftir honum á þá leið, að hann sé löngum utan við sig eða nær draumi en vöku, því að í rauninni er fjarskynjun aldrei annað en dreymi. Sofandi og dreymandi er maður ævinlega í sambands- ástandi, en hversu fjarskynjan hins hálfvakandi manns tengist og er háð umhverfi hans, kemur mjög greinilega fram í því, sem haft var eftir honum varðandi hringdansa huldufólksins, sem hann, þegar rökkva fer, þykist sjá á hvera- svæði austan við vitann. „En nú er enn of bjart til að sjá þetta,“ segir hann um leið og hann lítur þangað austur, stendur í blaðinu, ásamt mynd af hverasvæðinu, og minnti þetta mig á það, sem Einar H. Kvaran hefir einhversstaðar eftir Indriða Indriðasyni miðli stuttu fyrir dauða hans. Sérð þú enn hina framliðnu vini þína, spurði Einar eða eitthvað á þá leið, og svar Indriða var, að hann sæi þá jafnan, þegar rökkva tæki. Meðan skynjun hans á umhverfi sitt var nokkurnveginn skýr, hindraði það sambandskynjun hans eða fjarsæi, og virðist mér, að svo muni einnig hafa verið um Óskar. Það sem á hverasvæðinu bar fyrir hann í fullri birtu, var of ljóst og greinilegt til þess, að fjarskynjun- in yrði hjá honum ráðandi. Þaö hélt fyrir honum vöku eða hindr- aði hann frá því að verða nægjan- lega utan við sig til þess að fara að sjá annað. En þegar hinar óstöð- ugu þokumyndir hverasvæðisins verða hæfilega ógreinilegar, fer hann að sjá huldufólkið og hring- dansa þess. Verður þá það, sem hann raunverulega sér, að nokk- urskonar undirleik sambands- skynjananna og magnar þær jafnvel fram, og er ástæða til að ætla, að svo sé jafnvel ævinlega, þegar um vökufjarskyggni er að ræða. Eitthvert ástæði milli um- hverfis sjáandans og hins fjarséða, gæti ég trúað að þurfi ævinlega að vera til staðar, svo að fjarskynjun takist. Og hvort er það nú ekki örlítið spor í þá átt, að úr megi fara að rætast í þessum efnum, að gera sér ljóst það sem hér var vikið á? Þótt fáum virðist vera það ljóst, þá er það framar öllu undir réttum skilningi komið á einmitt þessum efnum, að úr flækjum og vandræðum jarðlífsins fari loks að greiðast. Undir því, að menn fari að vita af sambandi sínu við lifendur á öðrum stjörnum og að þeim lærist að skilja eitt og annað varðandi það samband, er sigur jarðlífsins framar öllu öðru kom- inn. Sovétríkin hættulegri heimi en aðrir Sameinuðu þjóðunum, 29. sept. Reuter. HUANG Hua utanríkisráðherra Kína réðst harkalega að Sovétríkj- unum í ávarpi því sem hann flutti á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í gærkvöldi. Tók Huang svo djúpt í árinni að segja, að Sovétríkin væru mesta ógnum við heimsfrið og öryggi nú. Hann gagnrýndi einnig Bandaríkin en taldi að Sovétríkin væru engu að síður mun varhugaverðari enda ófyrirleitnari í útþenslustefnu sinni. Hernaðarlega séð væri þungamiðjan barátta stórveld- anna í Evrópu þar sem ríkin tvö hefðu komið sér í þá stöðu að svo virtist sem hún væri nánast óleysanleg. Ekki mætti gera lítið úr þeim breytingum sem hefðu orðið á áhrifum meðal Afríku- þjóða og einnig í Miðausturlöndum væri valdastreitan augljós. Sykurframleiðsla í Hveragerði? í Ilveragerði er um þessar mundir unnið að könnun þess hvort hægt verður að hefja þar sykurframleiðslu. Sigurður Páls- son sveitarstjóri sagði í samtali við Mbl. að stofnað hefði verið félag áhugamanna um þetta mál og hefði verið unnið nokkuð lengi að þessari könnun. Yrði fram- leiðslan einkum fyrir innanlands- markað. en verið er að athuga með hvort finnskt fyrirtæki vill hefja samstarf um verksmiðju þessa. Ekki kvaðst Sigurður geta sagt til um hvenær könnun þessari lyki. en það yrði síðar í vetur eða vor. Þá sagði Sigurður að á vegum einkaaðila væri verið að athuga líillega hvort hægt væri að stofna til „korn-flakes“-framleiðslu, en lítið væri enn hægt að segja um það mál, en hann sagði að menn væru alltaf að athuga með ein- hvers konar iðpað sem gæfi fleiri atvinnutækifæri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.