Morgunblaðið - 03.10.1978, Page 38

Morgunblaðið - 03.10.1978, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 Skytta skotin í misgripum Belfast — 2. október — AP. BREZKIR öryggisliðs- menn skutu í misgripum fuglaskyttu skammt frá Belfast á laugardaginn var. Hermennirnir, sem voru ekki einkennisklædd- ir, töldu að þeir ættu í höggi við skæruliða, en skyldmenni hins látna, sem hét James Taylor og var 23 ára að aldri, segja að gripið hafi verið til skot- vopna eftir deilur. Lögreglan segir að her- mennirnir verði yfirheyrðir og muni skýrsla um málið verða send yfirsaksóknara. Sendiherrafrú myrt á baðströnd Ankara — 2. októhcr — Rcutor EIGINKONA austurrí.ska scndi- herrans í Tyrklandi var skotin til hana á baðstað á suðurströndinni í gær. dk dóttir hennar særðist li'fshættuleRa. Morðinxinn hefur ekki náðst en lögrcglan telur sig vita hver hann cr. Byssa hans var handsmiðuð, og er talið víst að tíhrpurinn hafi ekki vcrið framinn af pólitískum ástæðum. Marurét prinsessa. Margrét á sjúkrahús í Sidney Funafuti. Tuvalueyjum 2. okt. Reuter. MARGRÉT Bretaprinsessa hélt fluRleiðis frá Funafuti í sérstak- leKa úthúinni hervél frá fluKhcr Nýja Sjálands. Eins or sagt hefur verið var fyrirhuKað að Margrét kæmi fram fyrir hönd systur sinnar. Elísabetar drottningar, við háti'ðahöld vegna sjálfstæðis- tiiku Tuvalueyja sem áður hétu Ellieeeyjar. Hún veiktist um helRÍna á leið til Tuvalueyja or var flutt í sjúkrahús í Sidney. Búizt er við að hún verði þar í þrjá daga að minnsta kosti. Smith neitað um vegabréfsáritun? W ashington — 2. október — AP. ENDANLEG ákvörðun un það hvort Ian Smith, forsætisráð- herra stjórnar hvíta minnihlut- ans í Rhodesíu. far vegabréfs- áritun til Bandarikjanna eða ekki hefur enn ekki verið tekin, að því er bandaríska utanríkis- ráðuneytið sagði í dag. Erindi Smiths til Bandarikjanna er að flytja fyrirlestur um Rhodesíu- deiluna og framti'ðarhorfur 1' landinu í boði Ilayakawa öldunRadeildarþingmanns repúhlíkana frá Kaliforníu, en ásamt Smith hefur hann boðið leiðtoKum annarra deiðuaðila, Jeremiah Chirau. Sithole og Musorewa að koma og skýra mál sitt. Ilayakawa nýtur stuðninKs 26 annarra öldunga- deildarþingmanna í málu þessu, en hann heldur því fram að stjórn Carters geti ekki synjað um vegabréfsáritun án þess að brjóta í bága við yfirlýsta stefnu si'na í mannrétt- indamálum. Ian Smith. Engin vandkvæði eru á því að Muzorewa og Sithole fái vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna, en Chirau býður enn eftir því að niðurstaða fáist á sama hátt og Ian Smith. . Þetta gerðist 1977 — Indira Gandhi hand- tekin fyrir spillingu í embætti. 1976 — Schmidt heldur meirihluta sínum í þtngkosning- um. 1952 — Bretar reyna fyrstu kjarnorkusprengju sína við Ástralíu. 1941 — Bandaríkjamenn rjúfa Siegfried-línuna norðan við Aachen — Kanadamenn sækja að ánni Maas, Hollandi. 1935 — ítalir gera innrás í Eþíópíu. 1929 — Nafni konungdæmis Serba, Króata og Slóvena breytt í Júgóslavíu — Bretar taka aftur upp stjórnmálasamband við Rússa. 1918 — Max prins af Baden skipaður kanzlari. — Orðsending Þjóðverja og Austurríkismanna um vopnahlé send til Bandaríkjanna um Sviss. 1866 — Stríði Austurríkis- manna og ítala iýkur með Vínarsáttmálanum. 1574 — Vilhjálmur af Óraníu leysir Leyden úr 11 mánaða umsátri. Afmadi dagsins. George Gordon, jarl af Aberdeen, skozkur stjórnmálamaður (1637—1720) — Charles Camille St. Saens, franskt tónskáld (1835-1929). Innlent. Fiskveiðisamningnum við Breta sagt upp 1949 — fellur úr gildi 1951 — Brezk herskip og dráttarbátar út fyrir 50 mílurn- ar 1973 — Konungur staðfestir Benedikt Gröndal í viðtali við AP: U tanríkisstefnan breytist ekki með þessari ríkisstjóm Sameinuðu þjóðunum. 2. okt. AP. „VALDAJAFNVÆGIÐ milli hernaðarhandalaganna tveggja í Austur- og Vest- ur-Evrópu hefur leitt tii þess að friður hefur ríkt í þessum hluta heims frá því Atlants- hafshandalagið var stofnað og það er meira en hægt er að segja um ýmsa aðra heims- hluta.“ sagði Bencdikt Gröndal utanríkisráðherra í viðtali við AP-fréttastofuna í New York um helgina. Hann bætti við að engin brcyting yrði á aðildar- hluta íslands að Atlantshafs- handalaginu, þó svo að ný stjórn hefði verið mynduð á Islandi með þátttöku ráðherra sem aðhyllast hugmyndir hins svonefnda Euro-komm- únisma. I AP-skeytinu er talað um hernaðarlegt mikilvægi Islands vegna legu sinnar, fyrir varnir vestrænna þjóða og að ísland hafi frá upphafi átt aðild að Atlantshafsbandalaginu en hafi engan her. Viðbúið sé að tilraunir verði reyndar til aö mynda svipaðar ríkisstjórnir í öðrum Vest- ur-Evrópuríkjum ef Euro kommúnisma vaxi enn fiskur um hrygg, til dæmis á Spáni, Ítalíu og víðar. Segja megi að þeir sem aðhyllast Euro-komm- únisma gagnrýni Sovétríkin fyrir brot á mannréttindum en styðji í meginatriðum utanríkis- stefnu landsins. I ske.vtinu segir að Gröndal hafi lagt sterka áherzlu á að hann væri fylgjandi áframhald- andi aðild Islendinga að banda- laginu og sama sé uppi á teningnum innan flokks hans, Alþýðuflokksins. Sá flokkur hafi ekki haft styrk til að mynda stjórn upp á eigin spýtur, og reyndar hafi enginn annar flokkur getað það að loknum kosningunum í júnímánuði. Benedikt Gröndal Lyktir hafi verið þessi ríkis- stjórn: Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðubanda- lags — sem komist einna næst því af flokkunum á Islandi að kallast kommúnistaflokkur. Rakinn er aðdragandi að tilurð flokksins og getið að 1938, hafi kommúnistaflokkur Islands ver- ið af lagður. Sumir félagar í Alþýðubandalaginu séu komm- únistar, aðrir ekki. Flokkurinn vilji að íslendingar hætti aðild að Atlantshafsbandalaginu og stöð varnarliðsins í Keflavík verði lögð niður. Þá er tekið fram að forsvars- maður flokksins, Ragnar Arn- alds, sem gegni stöðu mennta- málaráðherra, hafi tekið undir þau fyrirheit stjórnarinnar að engin breyting verði á utanríkis- stefnunni. Hins vegar hafi flokkurinn látið bóka það í samstarfsyfirlýsingu að það væri andsnúið aðild áð Atlants- hafsbandalaginu og veru varn- arliðsins á Islandi. Benedikt Gröndal sagði í viðtalinu við AP að hann treysti sér ekki til að spá neinu um það hvort aðrar þjóðir myndu fylgja fordæmi Islands og bætti við að Islendingum fyndust þeir sjálfir harla sérstæðir í ýmsu tilliti. Hann benti á að enda þótt einn stjórnarflokkanna væri á móti aðild að NATO styddi stjórnar- andstöðuflokkurinn, Sjálfstæð- isflokkurinn, aðild að bandalag- inu. Þannig væri traustur þing- meirihluti fyrir því í þinginu og þessi ríkisstjórn gæti því aðeins verið til ef hún viöurkenndi þá staðreynd. í skeytinu segir að enda þótt Benedikt Gröndal styðji Atlantshafsbandalagið sjálfur hafi hann þó fyrirvara á. Hann hefði sagt aðspurður að hann teldi ekki fært að líta svo á að þessari spurningu hefði verið svarað í eitt skipti fyrir öll. Hann benti á að enginn flokkur á Islandi vildi til dæmis viður- kenna að vera erlends hers um alla eilífð væri æskileg á íslandi. Hann sagði einnig að Atlants- hafsbandalagið hlyti óhjá- kvæmilega að breytast með breyttum aðstæðum en hann teldi að nauðsynlegt væri að fara að öllu með gát varðandi að gefa bandalagið upp á bátinn þar til aðilar væru sannfærðir um að þeir hefðu fengið jafn gott eða betra fyrirkomulag í staðinn. Heimildir Atlantshafsbanda- lagsins í Brússel sem ekki voru tilgreindar nánar bættu -við að íslendingar fengju enn allar upplýsingar sem fyrrum, en að Atlantshafsbandalagið krefðist þess að þeim væri dreift innan stjórnarinnar eftir metnum þörfum á þeim. Þetta myndi verða til að ráðherrar kommún- ista yrðu afskiptir. I fréttum annarra heimilda segir að venj- an sé sú á Islandi að leyndarmál Atlantshafsbandalagsins séu auk utanríkisráðherra afhent forsætisráðherranum og hann sé ekki heldur kommúnisti. Milljón manns í neyð vegna flóða í Kalkútta Nýju Delhi, 2. okt. Reuter. AP. MIKIÐ hörmungiarástand er nú í Vestur-Bengal á lög um breytingar á stjórriar- skránni 1903 — Skjaldarmerki íslands hvítur íslenzkur fálki 1903 — Oddgeirshólareið 1473 — Jón biskup Vilhjálmsson hrindir árás Skagfirðinga á Hólum 1431 — Bretar hefja útvarp hér 1940 — Brezkur togari siglir á „Ægi“ 1958 — Reglur um aðstoð við sjúka menn af brezkum togurum 1958 — „Gná“ hrapar í Skálafelli 1973 — F. Pétur Pétursson biskup 1808. Orð dagsinsi Forlögin reyndu að fela hann og kölluðu hann Smith — Oliver Wendell Holmes, bandarískur rit- höfundur (1809-1894). Indlandi vegna flóða og í Kalkútta hefur ein milljón manns orðið fyrir meira og minna tjóni eða erfiðleik- um og orðið að flýja heimili sín. Þar er að minnsta kosti 200 manna saknað og óttast að sú tala sé óraun- hæf með öllu og hundruð manna ef ekki þúsundir hafi farizt í þessum verstu og hræðilegustu flóðum sem yfir Indland hafa gengið á þessari öld. í fréttum í dag segir að indverski herinn herði enn björgunarstarf á flóða- svæðunum, en eigi við mikla örðugleika að glíma, þar sem víða færist flóð enn í aukana. Sömuleiðis er matarskortur og hjúkrunargagnaskortur er farinn að gera vart við sig víða, einkum þó í úthverf- um Kalkútta. Jyoti Basi, forsætisráðherra Vestur-Bengal, skoraði í dag á stjórnina í Delhi að leggja þegar fram um 300 milljónir rúpa (jafnvirði um 12 milljarða ísl. króna) til að hægt yrði að bæta úr allra brýnustu þörfinni. Basu staðfesti að um milljón manns í Kalkútta og næsta nágrenni væru innikróaðir vegna flóðanna og biðu björgunar. Hann sagði að ef takast ætti að koma í veg fyrir algerlega ólýsanlegar hörmungar yrði Delhistjórnin að leggja tafarlaust fram 200 hraðbáta og mjög mikið magn af matvælum og lyfjum. Basu sagði að sums staðar væri sulturinn svo mjög farinn að sverfa að fólki að ekki mætti dragast lengur en nokkrar klukku- stundir að koma matvælum til þurfandi. Sums staðar á þeim svæðum í Kalkútta þar sem ástandið er skárra er þó vatnselgurinn svo mikill að sums staðar er um 4,5 m dýpi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.