Morgunblaðið - 05.10.1978, Side 1

Morgunblaðið - 05.10.1978, Side 1
60 SÍÐUR MEÐ 20 SÍÐNA AKUREYRARBLAÐI 226. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Utför Jóhannesar Páls páfa: Frá útför Jóhannesar Páls páfa I. — Viðhafnartjald var breitt yfir altarið við útför páfa í gær, en athöfnin fór fram utan dyra í hellirigningu. Á myndinni má sjá kistu páfa framan við altarið og á henni opna biblíu. Aftan við altarið sitja kardinálar en til hliðar við þá eru erlendir gestir með regnhlífar á lofti. (Símamynd AP). „Hann var sem ljós, er lýsti upp himininn” Róm. 4. október. Reuter. AP. JÓHANNES Páll páfi I. var lagður til hinztu hvfldar í dag að lokinni virðulegri athöfn undir berum himni framan við Péturskirkjuna í Páfagarði. Um eitt hundrað þúsund manns fylgdust með athöfninni, sem fram fór f mikilli rigningu. þar á meðal fjöldi virðingarmanna frá erlendum ríkjum og 95 kardinálar kaþólsku kirkjunnar. en þeir munu eftir 10 daga koma saman til að velja nýjan páfa. Carlo Confalonieri kardínáli prédikaði við athöfnina og fór hann mjög lofsamlegum orðum um Jóhannes Pál páfa, sem aðeins sat á páfastóli í 34 daga, styttri tíma en nokkur páfi á þessari öld. Sagði Confalonieri að hinn látni páfi hefði á stuttum páfaferli sínum áunnið sér hylli um heim allan, jafnt meðal kaþólskra manna sem annarra, fyrir hlýlegt fas sitt og alþýðlega framkomu. Líkti kardínálinn páfa við ljós sem skyndilega hefði lýst upp himin- inn. Að athöfninni lokinni var kista Jóhannesar Páls borin inn í Péturskirkjuna og henni valinn staður skammt þar frá sem forverar hans, Páll páfi VI. og Jóhannes XXIII., hvíla. Meðal gesta við athöfnina voru fulltrúar 108 ríkja þeirra á meðal Lilian Carter, móðir Bandaríkja- forseta, Súarez forsætisráðherra Spánar og Christian Bonnet inn- anríkisráðherra Frakklands. Einnig voru við athöfnina Pertini forseti Italíu og ýmsir fleiri ítalskir ráðamenn. Sjónvarpað var beint frá athöfn- inni um allan hinn kaþólska heim. 500falla í Beirut Öryggisráð S.Þ. fundar um ástandið í Líbanon New York, Beirut, 4. október. AP. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna kom saman til óformlegs fundar í New York í kvöld til að fjalla um nýjustu atburði í Líbanon og hina miklu og mannskæðu bardaga, sem orðið hafa í Beirut undanfarna daga. Ráðið var kvatt saman að undirlagi Frakka, en utanríkisráðherra Frakklands, Louis de Guiringaud, reyndi í dag allt hvað hann gat að fá kristna hægri menn og hersveitir Líbanonstjórnar til að taka höndum saman og hætta bardögum við hermenn Sýrlendinga í Beirut. Nýnazismi í A-Þýzkalandi Vestur-Berlín, 4. október. Reuter. LEIÐTOGI Gyðinga í Vest- urBerlín. Heinz Galinski. sagði í dag að unglingar í Aust- ur bý/.kalandi aðhylltust naz- isma í vaxandi mæli og sagðist hann vita til þess að hópar táninga hefðu haldið upp á afmælisdag Hitlers í aprfl sl. Sagði hann einnig að kirkju- garðar Gyðinga í Aust- ur-Þýzkalandi hefðu vcrið sví- virtir með því að mála haka- krossa á legsteina. Asakanir þessar komu fram í nýjasta hefti málgagns Gyðinga í V-Berlín. Þar segir jafnframt, að andgyðinglegur áróður fari í vöxt i Austur-Þýzkalandi og öðrum löndum handan járn- tjaldsins. Segir Galinski að hér sé um að kenna áhrifum frá eldra fólki í A-Þýzkalandi, sem aðhyllst hafi nazismann, en einnig því að í Austur-Þýzka- landi sé af hálfu stjórnvalda haldið uppi linnulausum áróðri gegn Ísraelsríki. Búizt er við að Öryggisráðið samþykki áskorun á alla aðila í Líbanon um að leggja niður vopn og að Frakkar leggi fram áætlun um að draga úr skærum í landinu. Fréttir frá Beirut hermdu i dag að mjög harðir bardagar hefðu Stokkhólmi, 4. október. Reuter. TILKYNNT verður á morgun í Stokkhólmi hver hlýtur Nóbels- vcrðlaunin í bókmenntum í ár, að verið í borginni í allan dag og hefði aldrei verið barizt þar jafnhart síðan í borgarastyrjöldinni í land- inu 1975-76. Útvarpsstöð hinna hægri sinn- uðu falangista sagði í dag að um 500 manns hefðu beðið bana eða því er sænska vísindaakademían tilkynnti í dag. Tilkynnt verður um hverjir hljóta Nóbelsverðlaun í öðrum grcinum síðar í mánuðin- um. særzt frá því bardagarnir hófust fyrir dögun í morgun. Sýrlenzkar hersveitir og herflokkar kristinna manna beittu stórskotaliði, skrið- drekum og eldflaugum í bardögun- um í dag og hefur þegar orðTð gífurleg eyðilegging í Beirut vegna skothríðarinnar. Stjórn Eliasar Sarkis forseta kom saman til skyndifundar í dag BANDARÍKJASTJÓRN hefur ákveðið að veita Ian Smith forsætisráðherra Rhodesíu vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og mun hann halda þangað um næstu helgi í fylgd með blökkumannaleiðtoganum sr. Sithole í boði banda- rískra öldungadeildarþing- manna. í forsetahöllinni en höllin varð í morgun fyrir harðri skothríð sem m.a. leiddi til þess að sjö varð- menn þar særðust. Óvíst er til hverra ráðstafana stjórnin getur nú gripið, en neyðarástand ríkir í borginni og liða íbúar hennar, þair er ekki hafa flúið, nú miklar hörmungar vegna stríðaástands- ins, sem þar ríkir. Bandaríkjastjórn hefur ekki viðurkennt stjórn Smiths og hefur vegabréfsáritun honum til handa af sumum verið talin jafngilda óbeinni viðurkenningu á stjórn- inni. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, Tom Reston, sagði hins vegar í dag að alls ekki væri um neina slíka viðurkenningu að ræðá, og teldi stjórnin að heimsókn Smiths og annarra leiðtoga bráðabirgðastjórnarinnar sem nú situr í Rhódesíu gæti komið að gagni við lausn Rhodesíudeilunnar. Nóbelsverðlaun í bók- menntum tilkynnt í dag Ian Smith til Bandaríkjanna Washington, Salisbury, 4. október. A.P. Reuter. Rauðu herdeildirnar þ jálf aðar í A-Evrópu? París, 4. október. Reuter. ÍTALSKUR vinstrisinni sagði í dag í blaðaviðtali, sem í dag er birt í París, að hryðjuverka- samtökin Rauðu hcrdeildirnar á Ítalíu nytu herþjálíunar í búðum t einu ríkja Aust- ur-Evrópu. Renzo Rossellini, sem er einn stofnenda sjóræn- ingjaútvarpsstöðva á Ítalíu, segir í viðtali við franska vinstriblaðið Le Matin, að á Ítalíu sé nú starfandi „raun- verulegur sovézkur flokkur“, sem hafi það að markmiði að grafa undan þjóðskipulagi á Italíu. Segir Rossellini að við lok síðari heimsstyrjaldar hafi mikilvægur hluti ítölsku and- spyrnuhreyfingarinnar fallið í hendur sovézka Rauða hernum, og hafi Sovétmenn síðan beitt fyrir sig þessum armi við að eyðileggja ítaiskt þjóðh'f í núverandi mynd. Sagði hann að hópur þessi hefði verið vakinn upp að nýju á síðari hluta síðasta áratugar og hefði nú víða fótfestu í röðum öfgasinn- aðra vinstri manna. Segir Rossellini, að þessi sé uppruni Rauðu herdeildanna sem nú njóti hernaðarlegs stuðnings Austantjaldslandanna. en þangað eigi þær rætur að rckja. Bandarísku öldungadeildarþing- mennirnir, 27 talsins, sem buðu Smith og blökkumannaleiðtogun- um til Bandaríkjanna, segjast telja rétt að þeir fái tækifæri til að kynna viðhorf sín þar í landi eins og skæruliðaleiðtogunum Nkomo og Mugabe hafi verið heimilað. Mikil.ánægja ríkti í Salisbury með ákvörðun Bandaríkjastjórnar í dag, en Sovétríkin fordæmdu þessa ákvörðun mjög harðlega og kváðu hana beinan stuðning við kynþáttaaðskilnaðarstefnu Smiths. í London var tilkynnt að Bretar hefðu ekkert á móti heim- sókn Smiths til Bandaríkjanna, en hann fengi eftir sem áður ekki að koma til Bretlands, heldur ekki á leiðinni til Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.