Morgunblaðið - 05.10.1978, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.10.1978, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 Framkvæmdastjórar Tímans, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins: Tilkynning blaðanna um 20% hækkun var sanngjörn Árekstrar í Reykjavík urðu aítur 20 í gær eins og í fyrradag en ekki urðu nein slys. Sama daga í fyrra urðu árekstrar heldur færri eða 11, en þá urðu slys í tveimur tilvikum. Ljósm. Emilía. Dagblaðið selur rík- inu eintök með sömu kjjörum og hin blöðin segir stjórnarformaður útgáfufélags Vísis UAÐ ER saradóma álit fram- kvæmdastjóra Tímans. I>jóóvilj- ans ok Alþýðuhlaðsins. aó til- kynninií hlaðanna um 20% hækk- un á áskriftarverði hafi verið fyllilejía sanngjörn og verðlaKsyf- irvöld hafi að ósekju skorið ha'kkunina niður um helminx. Ilins vejíar hafi þeir kosið að fara að liÍKum með því að yirða ákviirðun verðla^snefndar svo ósanngjiirn sem hún væri. og reyna að sa'kja á um leiðréttinxu. Kristinn FinnboKason, fram- kvæmdastjóri Tímans, sagði í samtali við Mbl. að hann teldi 207Í hækkunina hafá átt fyllilega rétt á sér og mætti tína til mörg rök fyrir henni. Allir vissu um þær launahækkanir sem orðið hefðu, en þó skipti enn meira máli að t.d. hefði gengi ísl. krónu fallið um DAGBLÖÐIN selja ríkinu 200 hliið í áskrift »g er greiðsla fyrir þessi blöð sérstaklega ákveðin á fjárlögum. Samkvæmt upplýsing- um sem fram koma í annarri frétt í Morgunblaðinu í dag mun Daghlaðið keypt af ríkisstofnun- um beint. Fyrir hálfu þriðja ári var þessi hlaðafjiildi 150 blöð. en hinn 16. marz 1976 var þannig keyptum hlöðum fækkað í 200. A síðustu diigum þingsins í vor samþykktu þingmenn að fjölga blöðunum aftur um 250. en sú ákvörðun hefur ekki komizt í framkvæmd. Því fá blöðin nú 25% gagnyart norskri krónu en það atriði skipti aftur verulegu máli fyrir blöðin vegna pappírs- kaupa þeirra, sem væri einn veigamesti kostnaðarliðurinn í rekstri blaðanna. Um stuðning ríkisvaldsins við blaðaútgáfuna sagði Kristinn að annars vegar væri um að ræða að ríkið keypti 200 blöð af Tímanum fyrir ýmsar stofnanir sínar, sem reyndar væri alls ekki unnt að kalla opinberan stuðning við blöðin, þar sem einstakar stofnan- ir hefðu keypt blöðin áður og auk þess léti blaðið hinu opinbera margvíslega þjónustu í té, svo sem birtingu margs konar fréttatil- kynninga og dagskrá útvarps og sjónvarps án nokkurrar þóknunar. Eina eiginlega framlagið sem Tíminn fengi væri hluti af þeirri greidda áskrift af 200 bliiðum. Þau blöð, sem Morgunblaðið selur með þessum hætti, dreifast þannig: Sjúkrahús og dvalarheim- ili innan heilbrigðisþjónustunnar fá 155 eintök, Alþingi fær 8 eintök, lögreglu- og dómaraembætti fá 9 eintök, menntaskólar úti á landi fá 6 eintök, sjómannastofur fá 8 eintök og eftirtaldir aðilar fá eitt eintak: Örnefnastofnun, Ferða- skrifstofa ríkisins og Helga Kress. Samtals eru þetta 189 eintök. Það er u því 11 eintök, sem ríkið nýtir ekki af þeim eintakafjölda, sem ríkissjóður greiðir fvrir. fjárhæð sem þingflokkur Fram- sóknarflokksins fengi af fjárlögum til ráðstöfunar til útgáfustarfsemi á vegum flokksins en hlutur Tímans af þessari fjárhæð í ár væri orðinn um -3,7 milljónir króna, svo að allir mættu sjá að þetta framlag skipti sáralitlu máli fyrir rekstur blaðsins. Kristinn sagði það þess vegna vera skoðun sína, að blöðin hefðu átt allan siðferðilegan rétt á að fá þessa 20% hækkun á gjöldum sínum en hins vegar væri ekki stætt á öðru en að virða ákvörðun verðlagsyfirvalda — „því við förum að lögum hér á Tímanum," sagði Kristinn. Eiður Bergmann, framkvæmda- stjóri Þjóðviljans, hafði svipuð sjónarmið á lofti. Hann taldi tilkynningu blaðanna um hækkun hafa verið eðlilega í alla staði en hins vegar hefði ekki annað þótt fært en virða úrskurð verðlags- nefndar þegar hann lá fyrir. Hann kvað hið eiginlega framlag ríkis- ins, þ.e. fjárhæð þá er blaðið fengi fyrir tilstilli þingflokksins, skipta sáralitlu máli f.vrir rekstur blaðs- ins en það sem af er árinu væri blaðið búið að fá hálfa aðra milljón króna með þessum hætti. Eiður taldi einsýnt að blöðin yrðu að sækja á um frekari hækkanir. Jóhann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðublaðsins, kvaðst eiga erfitt með að taka afstöðu i þessu máli varðandi blað sitt vegna sérstöðu þess, þar eð það hefði verið smækkað og væri nú aðeins fjórar síður. Hins vegar veitti Alþýðublaðinu ekki síður af auknum tekjum en öðrum blöðum og sagði að tilkynning blaðanna um 20% hækkun hefði verið fyllilega sanngjörn. Hann kvað Alþýðublaðið ekki fá annað fram- lag af opinberu fé en fyrir þau 200 blöð sem ríkið keypti. Á FJÁRLÖGUM er varið 10 milljónum króna „til blaðanna samkvæmt nánari ákvörðun rík- isstjórnarinnar að fengnum til- lögum stjórnskipaðrar nefndar". eins og það heitir í lögunum. Að sögn Iliiskuldar Jónssonar. ráðu- neytisstjóra í fjármálaráðuneyt- inu. er hluta af þessum fjármun- um varið til kaupa á 200 eintökum fimm daghlaða en Dagblaðið er þar undanskilið. og eftir útreikn- ingum Mbl. nemur sú fjárhæð í ár tæplega 23 milljónum króna en það sem eftir er af hinu 40 milljón króna framlagi rennur til þingflokkanna til styrktar út- gáfustarfsemi á vegum flokk- anna. Ilörður Einarsson. stjórn- arformaður Reykjaprents, út- gáfufélags Vísis. staðhæfir að Dagblaðið selji ekki færri bliið til ríkisins en hin dagblöðin. „Morgunblaðið spurði Hörð hvað hann ætti við í Mbl. í gaer þegar hann segði þar að Dagblaðið seldi ekki færri blöð til ríkisins en hin blöðin í ljósi þess að Höskuld- ur Jónsson, ráðuneytisstjóri upp- lýsti að ríkið keypti ekki 200 eintök af Dagblaðinu í einu lagi eins og tíðkaðist um hin blöðin. „Eftir því sem ég veit bezt,“ svaraði Hörður, „þá er það rétt að Dagblaðið selur ekki eintök sín í einu lagi, en hins vegar selur það ríkinu blöð með nákvæmlega sömu kjörum og önnur blöð og það er ekki til þess vitað, að það selji ríkinu færri eintök en hin blöðin. Munurinn er aðeins sá að þau selja ríkinu blöðin í einu lagi en Dagblaðið aftur á móti í mörgu lagi.“ Hörður sagði að ætti hann að segja skoðun sína á því hvor leiðin væri eðlilegri, þá teldi hann réttara að fjármálaráðuneytið tæki ákvörðun um það hversu mörg blöð væru keypt af ríkissjóði, svo að það væri ekki komið undir geðþótta og duttlungum forsvars- manna einstakra ríkisstofnana hvaða blöðum þeir vildu hygla og hversu mörg þeir vildu kaupa. „Mér finnst ekkert athugavert við þaö að þessi viðskipti fari fram gegnum fjármálaráðuneytið í einu lagi. Hitt fyrirkomulagið býður upp á misnotkun,“ sagði Hörður. N ef ndarmenn snerust gegn formanninum Á FUNDI verðlagsnefndar 31. marz 1976 snerist nefndin á móti formanni sínum er fjallað var um verðha'kkunarbeiðni dagblað- anna. er samþykkt var tillaga fulltrúa launþega og atvinnurek- enda en hafnaó tiilögu formanns- ins. Á fundinum lagði verðlagsstjóri til að auglýsingaverðhækkunin yrði látin áfskiptalaus, en mánað- aráskrift og lausasöluverð hækk- aði um 12,5%. Eftir umræður á fundinum var samþykkt tillaga Árna Árnasonar, sem lagði til að hækkunarbeiðni dagblaðanna yrði látin afskiptalaus, en formaður nefndarinnar kvaðst sammála verðlagsstjóra. Að fundarhléi loknu urðu fullltrúar launþega og atvinnurekenda sammála um að láta hækkunarbeiðni dagblaðanna afskiptalausa og var samþykkt tillaga Árna Árnasonar þess efnis með 7 atkvæðum, en formaður sat hjá. Fjölmenni hlýddi á Graham hvert kvöld Er uppörvun og hvatning segir Sigurður Pálsson SÍÐASTA samkoma í Nes- kirkju. þar sem sýndar voru myndsegulbandsupptökur frá herferð Billy Grahams í Stokk- hólmi. var á þriðjudagskvöld og var húsfyllir eða um 800 manns. Á mánudagskvöld var einnig álíka margt fólk eða milli 7 og 8 hundruð manna og var þá hvert sæti skipað og staðið í göngum. Sigurður Pálsson. formaður KFUM. sem stjórnaði samkomunum. sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að aðsóknin hefði vcrið vonum betri. kirkjan full á hverju kvöldi og margir setið í sal í kjallara. en þar voru einnig sjónvörp. — Það sem dregur fólk til að hlusta á predikun Billy Grahams af myndsegulbandi er m.a., að hér er um að ræða vel þekktan mann og mikið auglýst- an og hitt að hann hefur boðskap að flytja sem skírskotar til áheyrenda og því koma menn hér kvöld eftir kvöld, en hér er mikið sama fólkið þótt nokkur skipti séu einnig, sagði Sigurð- ur. í upphafi síðustu samkom- unnar gat Sigurður þess að þótt samkomuherferðinni lyki nú héldu félögin, sem að henni stæðu, KFUM og K, KSS, KSF og Samband ísl. kristniboðs- félaga, áfram starfi sínu og kynnti hvað á dagskrá þeirra væri. Jafnframt sagði hann að ákveðið hefði verið að efna til tveggja samkoma, með venju- legum hætti, á föstudagskvöld í Neskirkju og laugardagskvöld í húsi KFUM og K við Amt- mannsstíg. Sigurður sagði að samkomuhald þetta kostaði nálægt 3 milljónum króna og hefði þegar safnast nálega helmingur þeirrar upphæðar með samskotum. í grein í Þjóðviljanum í gær, „Sálnaveiði af skerminum", var m.a. talað um „Sirkus Billy Graham í Neskirkju" og var Sigurður spurður hvort hann vildi eitthvað segja um frásögn Þjóðviljans af samkomunni: — Viðtalinu við mig sem birt var á 3. síðu blaðsins var mjög skilmerkilega til skila komið en frásögnin af samkomunni sem birt er í opnu finnst mér skóiadæmi um vonda blaða- mennsku. Það er ekki óeðlilegt áð fram komi gagnrýni á svona samkomuhald einkum ef það hefur mikil áhrif og síður en svo óalgengt að menn séu neikvæðir gagnvart slíku. Hins vegar geta menn gagnrýnt og meira að segja gagnrýnt mjög harkalega ákveðna hluti á heiðarlegan hátt. En það er ekki gerð tjlraun til þess í grein Þjóðviljans, því þar ægir saman misskilningi sem virðist stafa af takmarkaðri málakunnáttu, rangtúlkunum, útúrsnúningum og hálfsann- leika, auk þess sem rétt er lýst. Sem dæmi má nefna þar sem blaðamaðurinn talar um að menn hafi verið boðnir velkomnir til the closing circus sem hann þýðir sem lokasirkus- inn, en á samkomunni voru þeir m.a. boðnir velkomnir sem horfðu á closed servicc. eða lokasamkomuna, en hvergi var talað um sirkus. Annað dæmi um takmarkaða málakunnáttu er það sem haft er eftir söngkonunni Evie Torn- quist, en í þeirri endursögn er ekki heil brú, eins og þeir vita sem voru í Neskirkju og skildu það sem fram fór. Undir einni myndinni er þessi texti: Kirkju- gestir létu fúslega af hendi peninga til styrktar Billy Graham, enda þótt það hafi komið skýrt fram á samkom- unni og í viðtali á 3. síðu Þjóðviljans þennan sama dag, að Billy Graham og samtök hans hafi engan fjárhagslegan hagnað af fyrirtækinu, heldur renni samskotin til greiðslu kostnaðar við samkomuhöldin í Neskirkju. Sigurður var að síðustu spurð- ur hvort samkomurnar hefðu einhver áhrif á starf félaganna er að þeim stóðu og hvernig þær hefðu gengið: — Það skilur alltaf eftir sig spor þegar fagnaðarerindið er boðað með þeim hætti að menn taki afturhvarfi. Starf sem ber árangur uppörvar og hvetur hlýtur með þeim hætti að hafa áhrif á starf þessara félaga. — Við höfum aldrei gert neitt þessu líkt áður og þessi boð- unaraðferð var eins framandi fyrir okkur og öðrum. Við vorum uggandi yfir því hvernig tækni- lega hliðin myndi ganga, en ánægðir með hvernig til tókst á því sviði. Við erum hins vegar enn ánægðari með aðsóknina og viðtökur fólks. Hvert fara þau 200 eintök Mbl,. sem ríkissjóður kaupir?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.