Morgunblaðið - 05.10.1978, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.10.1978, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 11 „Stórum hluta af tekjum hreppsfélags- ins varið til hlutafj áraukningar í fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækinu,, „Þaö má segja aö málin hér hafi bæði góða og vonda hlið. Góða hliðin veit að atvinnu- málunum sem eru að mínu mati í mjög góðu lagi síðan skuttogar- inn Kambaröst kom. Togarinn hefur fiskað ágætlega og yfirleitt er unnið í frystihúsinu 6 daga vikunnar, þannig að atvinna hefur verið óhemjumikil hér í þorpinu s.l. ár. Eðlilega hefur ekki alltaf hafst undan að vinna fiskinn, en það hefur bjargast með því að vinna stóran hluta hans í salt, sem nú er reyndar afskaplega erfitt sökum stöðunn- ar á saltfiskmörkuðunum. Við höfum reynt að finna leiðir til þess að þurfa ekki að verka fiskinn í salt, en þó ströndum við alltaf á því, að það vantar meira fólk,“ sagði Björn Kristjánsson oddviti og hreppstjóri þegar Mbl. ræddi við hann, og síðan bætti Björn við: „Vonda hliðin er sú, að nú liggjum við með miklar birgðir af saltfiski, eins og raunar flestir aðrir, sem fást við fiskverkun og svo leggjast vaxta- málin með ægiþunga á fyrirtæk- ið, þar setn við erum nýbúnir að byggj a okkar útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki á Stöðvarfirði upp.“ Stöðfirðingar fengu á síðasta ári nýjan skuttogara frá Noregi og á sama tíma luku þeir við að endurbyggja frystihúsið á staðn- um, þannig að það er nú orðið mjög fullkomið. Áður fyrr voru mörg fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtæki á stöðvarfirði, en þegar Stöðfirðingar réðust í uppbygg- ingu frystihússins og skuttogara- kaupin sameinuðu þeir öll fyrir- tækin í eitt. Björn var spurður að því hvort ekki væri alltaf eitthvað um framkvæmdir á vegum hreppsins. „Það er alltaf eitthvað um framkvæmdir á vegum hreppsins, en þær eru þó í lágmarki á þessu ári. Sveitarstjórnin tók þá stefnu, að verja stórum hluta þess fjármagns, sem hún ræður yfir, í atvinnuuppbygginguna og treysta þannig grunninn fyrst. Var því verklegum framkvæmd- um sem liggja fyrir frestað um sinn. Við héldum borgarafund um málið, og þar lagði sveitarstjórn- in til að 15 millj. kr. af tekjum sveitarfélagsins þetta ár og það næsta yrði varið til þess að auka hlutafé í útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækinu og var þetta samþykkt einróma," segir Björn. En þess má getá að gjaldtekjur sveitarfélagsins eru 40 millj. kr. á þessu ári. — Hvernig hefur sameining fyrirtækjanna gefist? „Ég hef ekki trú á að neinum blandist hugur um að sameining- in var það eina rétta, því að við stöndum ekki frekar sundraðir en sameinaðir." — Þú minntist á að af 40 millj. kr. tekjum færu 15 millj. kr. beint í að byggja upp höfuðfyrirtæki staðarins; í hvað er öðrum tekjum varið? „Við höf.um nýlokið við mikla holræsagerð og ennfremur varanlega gatnagerð. Til þessara framkvæmda þurfti vissar lán- tökur, sem við erum nú að greiða af. Þá eru ýmiss konar lögboðin gjöld, sem hreppurinn verður að standa skil á og þegar staðið hefur verið gert, er ekki mikið eftir." — Er mikið byggt á Stöðvar- firði um þessar mundir? „Það er alltaf einhver hreyfing í byggingarmálum, en þó hefur ekki verið byggt mjög mikið s.l. 4 ár. Hér búa nú um 340 manns og hefur íbúum fjölgað nokkuð. Þá heyrir það til undantekninga, ef ungt fólk hefur flutzt á brott héðan á síðustu árum. Af byggingarframkvæmdum hreppsfélagsins er það helzt að segja að fyrirhuguð er stækkun skólans og er undirbúningur í fullum gangi." — Nú hefur togarinn Kamba- röst fiskað mjög vel; hver var aflinn fyrsta árið? „Það er nú liðið rétt ár síðan togarinn kom, og er hann nú í árs skoðun hjá skipasmíðastöðinni í Noregi. Heildarafli togarans mun hafa verið á milli 3300—3400 tonn þetta ár. Skipstjórar á togaranum hafa verið til skiptis þeir Auðunn Auðunsson og Jens Albertsson. Þegar minnst er á togarann er ekki úr vegi að benda á, að það er mjög þýðingarmikið fyrir okkur að bæta hafnarskil- yrðin. Höfnin er orðin alltof þröng og viðlegurými í skjóli hefur lengi verið alltof lítið. Það verður að segjast eins og er að í vetur vorum við einfaldlega heppnir með veður og þar af leiðandi gekk skipum nokkuð vel að athafna sig í höfninni, en annars er hætt við að illa hefði farið. Þá er það svo að alltaf er landað töluverðu magni af loðnu hér yfir vetrartímann, en eins og hafnarmálin eru hér í dag, fer það ekki saman að landa hér loðnu og bolfiski. í vetur komu hingað 6000—7000 lestir af loðnu, en verksmiðjan bræðir á milli 100 og 200 tonn á sólarhring, okkur fannst þetta vart nógu mikið í vetur, því að stundum höfum við fengið mun meiri loðnuafla," sagði Björn að endingu. Fyrirlestur um byggingar- hætti í Skotlandi Dr. Alexander Fenton. for- stöðumaður skoska Þjóðminja- saínsins í Edinborg. flytur opin- heran fyrirlestur í Arnagarði (stofu 201) laugardaginn 7. október kl. 16.00. Fyririesturinn nefnist „Byggingarhættir á Norð- ur-Skotlandi. samhengi og þróun". Dr. Fenton á að baki langan starfsferil við þá deild safnsins sem helguð er atvinnumenningu og bjargræðisvegum skoskrar alþýðu á liðnum öldum og hefur skrifað mikinn fjölda vísindalegra ritgerða um þau efni. Á næstunni mun koma út eftir hann mikið rit um skosku eyjarnar. Skoska Þjóð- minjasafnið er nær tveggja alda gömul stofnun og hefur Alexander Fenton verið skipaður forstöðu- maður þess nú fyrir skömmu. Fyrirlesturinn er fluttur í boði Minningarsjoðs Ásu G. Wright. Varð hált á bóndósinni Lundúnum. 3. október. Reuter. PETER nokkrum Jeakins, sem á tveimur árum tókst að stela varningi úr glæsiverzlunum Lundúnaborgar fyrir kvartmilljón sterlingspunda, varð á endanum hált á bóndós, og lauk þar með gripdeildum hans. Jeakins var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi, en geðlæknir sem kallaður var til ráðuneytis bar fyrir rétti að sakborningurinn væri haldinn því sem kalla mætti „kynferðislegri stelsýki". Jeakins sagði í réttinum, að á stundum hfföu honum fundizt sem hann væri með huliðshjálm, til dæmis þegar hann hefði stolið málverki meðan væntanlegur kaupandi var að virða það fyrir sér. Öðru sinni bar hann fé á dyravörð stórverzlunar og bað hann síðan að hjálpa sér með sjónvarpstæki út í leigubíl. Jeakins, sem er 33 ára gamall, játaði á sig 23 þjófnaði, meðal annars á Minton-postulíni, sjald- gæfum bókum og fornum glitvoð- um. Ferli Jeakins lauk með því að vörður í stórverzlun sá hann grípa bóndós og pakka af þvottaefni. Hann veitti þeim fingralanga eftirför og hleypti úr dekkjunum á reiðhjóli hans til að tryggja að hann slyppi ekki. IB-lánin: Nokkrar nýjungar 566.880 .001.100 Þessar tölur sýna breytingar á ráðstöfunarfé eftir 6 og 12 mánaða sparnað. IB lánin hafa vakiö veröskuldaöa athygli. Þau eru raunhæf leið til lána fyrir almenning. En til þess að þau haldi kostum sínum þarf að endur- skoða kerfið reglulega, m.a. með tilliti til verðlags- þróunar. Þetta hefur Iðnaðarbankinn einmitt gert. Því hefur verið ákveðið að gera eftirtaldar breytingar; 2. Hámark mánaðarlegra innborgana hefur verið endur- skoðað. Gildir það um nýja reikninga og er sem hér segir: 16 mánaða flokki kr. 30.000 (12 mánaða flokki kr. 40.000 f 18 mánaða flokki kr. 50.000 [ 24 mánaða flokki kr. 60.000 (36 mánaða flokki kr. 60.000 [ 48 mánaða flokki kr. 60.000 1. Stofnaður hefur verið nýr 18 mánaða flokkur. Hámarks innborgun er kr. 50.000. Ráðstöfunarfé (eigin sparnaður ásamt IB-láni) að loknu sparnaðartímabili, með slíkri innborgun, nemur þá 1.8 milljón króna auk vaxta. 3. Þá hefur Iðnaðarbankinn ákveðið, að fengnum fjölda til- mæla, að gefa fólki kost á að lengja sparnaðartímabilið, enda lengist þá lánstíminn og upphæð IB-lánsins hækkar að sama skapi. Nánari upplýsingar veita IB ráðgjafar hver á sínum afgreiðslustað — þeir vita allt um IB lán. Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni Iðnaðarbankinn Aðalbanki og útibú

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.