Morgunblaðið - 05.10.1978, Page 15

Morgunblaðið - 05.10.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 15 Sigurþór Jakobsson í Norræna húsinu Ungur listamaöur aö nafni Sigurþór Jakobsson sýnir verk sífi í Norræna húsinu þessa dagana. Hann hefur tekið þátt í nokkrum sýningum FIM áður og sýnt á MOKKA tvisvar. Ennfremur hefur hann haldið sýningu í vinnustofu sinni. Allar þessar sýningar hafa farið framhjá mér, og er það þvi í fyrsta sinn, sem ég sé einkasýn- ingu frá hendi þessa unga manns. Sigurþór sýnir nokkuð margar myndir á þessari sýningu. Þar getur að líta vaxkrítarmyndir, pappírsklippur, olíumálverk og myndir, gerðar úr mismunandi efni. Alls eru 102 verk á þessari sýningu Sigurþórs. Það er á þessari sýningu eins og svo mörgum öðrum, þar sem ungir menn eru að mótast í listinni, að misjöfn eru verkin, en það er skemmtilegur og hressilegur heildarsvipur, sem Sigurþór getur verið ánægður með. Hann er að vísu nokkuð áberandi undir sterk- um áhrifum frá sumum Pop-meisturum, aðallega dettur mér í hug Jasper Johns, en um það er raunverulega ekkert nema gott að segja. Ungir menn eiga að vera undir áhrifum og fikra sig hægt og sígandi i það að finna sinn innri mann. Sumum gengur það nokkuð seint, aðrir eru sneggri í viðbrögð- um, en allt er það einstaklings- bundið, enda held ég að fullyrða megi, að enginn stöðull sé til viðmiðunar. Það eru ágætir sprettir í þessum verkum Sigurþórs, og ég er ekki í nokkrum efa um, að hér eru hæfileikar á ferð. Ef til vill hafa þeir ekki fengið að njóta sín enn til fulls. Á ég þá fyrst og fremst við, að Sigurþór virðist ekki hafa lagt nægilega mikla vinnu i hlutina. Þetta er ekki sagt honum til lasts, Myndllst heldur til varnar. Það er nefnilega ótrúleg vinna, sem listin krefst af þeim, er verða fyrir því að ánetjast herini að nokkru ráði. Eg held, að mestur árangur sé í hinum litlu pappírsklippum hjá Sigurþóri. Sumar þeirra eru mjög aðlaðandi, einkum og sér í lagi þegar hann heldur litnum í skefjum í sam- ræmi við einfaldleika formsins. Einnig hafði ég ánægju af sumum krítarmyndum Sigurþórs, en þar gætir samt nokkuð mikils gæða- mismunar, ef vel er að gáð. Olíumálverkin eru sum mjög snotur og höfundi til sóma, en samt verður að segja sem er, að einmitt á því sviði verður þess helst vart, að vinnubrögð mættu vera hnitmiðaðri en raun ber vitni. Þarna er á ferð ýmisiegt, sem er þess virði, að eftir sé tekið. Það er gaman að .lifa í myndlist þessa dagana. Hver sýningin rekur aðra, og margt er að sjá. Það, sem af er þessu síðsumri á erfiðum tímum, hefur verið bæði uppörvandi og ánægjulegt andlega, Vonandi verður framhald á þessu. Skamm- degið er framundan og ekki veitir af að veita birtu og yl inn í tilveru okkar, meðan sólin svikur okkur. eftir VALTÝ PÉTURSSON Kristín frá Skálpastöðum (olía á pappa. 1970). frumlegustu verkunum á þessari sýningu. Einnig verður að benda á nokkur önnur verk, sem mér finnst hafa heppnast með ágætum hjá Sigríði: Fúga, Sónata í D-dúr, Landslag, Tvö tré og einnig þrjú tré, sem hér fylgir mynd af. Heildarsvipur þessarar sýningar er hreinn og litirnir verka sterkt og óhikað. Um tæknihliðina er ég ekki fær að dæma, en ef til viil væri best að segja eins og Jón minn Hreggviðsson forðum: Ég drekk allt sem rennur, Maddama góð. Sem sagt allt, sem hefur kraft og fegurð, er vel gert að mínum dómi, en þeir vísu vita galla á öllu og geta þá tjáð sig, ef vinnubrögð eru fyrir neðan meðallag. Ég hafði mikla ánægju af þessari sýningu Sigríðar Candi, og ég held að óhætt sé aö stefna fólki til að sjá þessi teppi. Þau éru lífleg og fyrst og fremst án tildurs og yfirboðsmennsku. Tónninn í þess- ari sýningu er hreinn. Og má ég spyrja? Getur nokkur fengið betra hól en einmitt þaö. Vonandi verður nú áframhald á starfsemi FÍM-salarins, ég nefni þetta hér vegna einskærrar hræðslu um dug og kraft félags- manna. Nú hafa þeir gullið tæki- færi til að sýna, að þeir þurfa á húsnæði aö halda og geta staðið undir því sjálfir.' Það yrði ánægju- legt, ef sýning Sigríðar væri aðeins byrjun á fleiri einkasýningum. Þær mega gjarnan vera mismun- andi; sannleikurinn er sá, að allar sýningar eru það, og ekkert við því að segja í sjálfu sér, en alltaf verður samt einhver hluti þeirra til að gleðja andann og mannfólk- ið. Ekki veitir nú af, þegar hausta tekur og frelsa verður frystihúsin. Valtýr Pétursson. Eondon 5 dagar 12. og 26. okt. 9. og 23. nóv. Innifaliö: Flug, flugv.sk., gisting, enskur morgunv. FERÐASKRIFSTOFAN tmOMTK iðnaöarhúsinu, Hailveigarstíg 1. Símar 28388 - 28580. Vel sóttir fundir hjá Ör- uggum akstri KLÚBBARNIR ÖRUGGUR AKSTUR beittu sér fyrir 7 um- ferðarmálafundum á tímabilinu 15. til 23. sept. s.l. Fyrir utan hefðbundna afhendingu viður- kenningar- og verðlaunamerkja Samvinnutrygginga og almennan málflutning varðandi umferðarör- yggi heima fyrir og almennt, mætti formaður Landssamtaka Klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR, Hörður Valdimarsson, á öllum fundunum sem frummælandi, og flutti þar erindi. Þessir fundir voru haldnir þann- ig: 15/9 í Stykkishólmi, og stóð að þeim fundi einnig klúbburinn í Ólafsvík — 17/9 á Sauðárkróki — 18/9 á Siglufirði — 19/9 á Hofsósi — 20/9 á Ólafsfirði — 29/9 bæði á Hvammstanga og Blönduósi. Miðað við það, sem nú almennt gerist, voru þessir fundir allvel sóttir og umræður að vanda bæði almennar og fjörugar. (Fréttatilk.) SXít'^. w .• . + • > ' ^ fjJ.... - "tst '• ’r* ’mrmáf* •*** rv<^T ■■ . ■ -■ ■ • ^ 'S W l|f| :•-- -"• ■ ■ >'• •- s->>>^ r*.4 w* •*■'■"% ÍTí*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.