Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978
21
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22400.
Askriftargjald 2200.00 kr. á mánuói innanlands.
í lausasölu 110 kr. eintakió.
Verðlagsmál
blaðanna
172. grein stjórnarskrárinnar
segir m.a., að „ritskoðun og
aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi-
má aldrei í lög leiða“. Það má
ljóst vera, að í því felast „tálman-
ir“ á prentfrelsi, ef opinber
stjórnvöld reyna að skapa fjár-
hagslega erfiðleika í útgáfu
dagblaða með ákvörðunum í
verðlagsmálum. Dagblöðin eru
einn helzti vettvangur lands-
manna fyrir lýðræðisleg skoð-
anaskipti um menn og málefni
um leið og þau miðla fréttum og
margvíslegum upplýsingum, sem
almenningur þarf á að halda, og
veita víðtæka þjónustu, sem
samfélag okkar getur ekki án
verið. Með bráðabirgðalögum
hefur ríkisstjórnin tekið sér vald
til þess að ákveða allt verðlag í
landinu ef henni sýnist svo, en
ákvæði slíkra laga hljóta að víkja
fyrir ákvæðum íslenzku stjórnar-
skrárinnar.
í því er fólgin mikil hætta fyrir
lýðræðið í landi okkar, ef opinber
stjórnvöld komast upp með að
beita dagblöðin fjárhagslegum
þvingunum í formi verðlagshafta.
Það liggur í augum uppi, að þá
getur ríkisstjórn, sem telur
tiltekin blöð sér óvinveitt, reynt
að koma þeim á kné með því að
beita verðlagshöftum, sem
byggja á geðþóttaákvörðunum en
engum rökum. Slíkt kverkatak
stjórnvalda á frjálsum blöðum í
frjálsu Iandi er óþolandi, ekki
einungis fyrir dagblöðin og þá,
sem vinna við útgáfu þeirra,
heldur og fyrir allan almenning í
landinu. Um leið og stjórnvöldum
hefur tekizt að koma frjálsum
blöðum á kné er stutt í annars
konar höft og þvinganir á daglegt
líf fólks.
Þetta er gert að umtalsefni hér
nú vegna þess, að fyrir nokkru
sendu öll blöðin tilkynningu til
verðlagsstjóra um fyrirhugaða
hækkun á áskriftargjöldum og
lausasöluverði blaðanna. Dag-
blöðin hafa aldrei viðurkennt, að
verðlagsnefnd eða ríkisstjórn
hafi ákvörðunarrétt um það
gjald, sem þau taka fyrir þjón-
ustu sína, vegna þeirra ákvæða
stjórnarskrárinnar, sem að fram-
an er vitnað til. Að jafnaði hefur
verðlagsnefnd afgreitt þessar
tilkynningar dagblaðanna á þann
veg, að nefndin hefur ekki haft
afskipti af þeim en blöðin hafa á
hinn bóginn beðið með að láta
nýtt verð taka gildi þar til sú
afstaða verðlagsnefndar hefur
legið fyrir. Vorið 1974 tilkynntu
blöðin hins vegar verðhækkun án
þess að bíða afgreiðslu verðlags-
nefndar og var engum athuga-
semdum hreyft af hálfu opin-
berra aðila á þeim tíma, þannig
; ð fordæmi er fyrir slíkri ein-
iða ákvörðun blaðanna, sem
: uín hefur verið athugasemda-
laus af stjórnvöldum. Nú bregður
hins vegar svo við, að verðlags-
nefnd undir forystu fulltrúa
viðskiptaráðherra bregst við til-
kynningu blaðanna á þann veg,
að bóka þá skoðun verðlagsnefnd-
ar, að blöðin hafi ekki heimild til
hækkunar nema sem nemi helm-
ingi af því, sem þau töldu
nauðsynlega. Þessi afgreiðsla
verðlagsnefndar er tvímælalaust
andstæð ákvæðum stjórnarskrár-
innar. I þessu sambandi má geta
þess, að verðlagsnefnd hefur
engin afskipti af verðlagningu
annarra blaða, tímarita og bóka,
sem hér eru gefin út, né verðlagn-
ingu erlendra blaða, sem þó eru
inni í vísitölunni og hafa hækkað
mjög mikið undanfarna mánuði.
Morgunblaðið lýsti því yfir í
fyrradag, að það teldi blöðin hafa
heimild til þess að ákveða sann-
gjarnt verð til kaupenda án
afskipta verðlagsnefndar. Hins
vegar tók blaðið fram, að það
mundi einungis hækka áskriftar-
verð og lausasöluverð um 10% nú
en áskildi sér allan rétt í þessum
efnum og mundi leitast við að fá
verðlagsnefnd til þess að endur-
skoða afstöðu sína. M.ö.o: Morg-
unblaðið vill leitast við að leysa
þá deilu, sem upp er risin milli
blaða og stjórnvaldá, með friði og
væntir þess, að sú afstaða verði
til þess, að stjórnvöld horfist í
augu við þau rök sem liggja til
grundvallar upphaflegri tilkynn-
ingu blaðanna allra um hækkun.
Hins vegar hafa Vísir og Dag-
blaðið hækkað verð til kaupenda
um 20%.
Gefið hefur verið í skyn, að
stjórnvöld vilji koma til móts við
rekstrarvandamál blaðanna með
einhvers konar styrkjum. Morg-
unblaðið tekur ekki við ríkis-
styrkjum til útgáfu sinnar. Blað-
ið selur ýmsum aðilum. á vegum
ríkisins um 200 eintök, og er
áskriftargjald þeirra greitt úr
ríkissjóði. Það er endurgjald fyrir
þjónustu en ekki styrkur. Morg-
unblaðið mun ekki taka við
nokkrum ríkisstyrkjum til útgáfu
sinnar og hafnar þeirri leið með
öllu.
Hin eðlilega afgreiðsla á mál-
efnum blaðanna er sú, að þau
hækki verð á þjónustu sinni eins
og nauðsynlegt er í þeirri óða-
verðbólgu, sem hér ríkir og
veldur miklum vandræðum í
rekstri yfirleitt allra fyrirtækja í
landinu. Morgunblaðið lítur svo
á, að verðlagsnefnd hafi engan
rétt til að blanda sér í þá
ákvörðun blaðanna, heldur sé það
kaupendanna að meta, hvort þeir
vilja halda áfram að kaupa blöðin
á hærra verði. Afstaða ’kaupenda
er það aðhald, sem blöðin hafa,
og það aðhald, sem dugar. Morg-
unþlaðið væntir þess, að stjórn-
völd verði reiðubúin til þess að
leysa þessa deilu á þann veg, sern
samrýmanlegt er ákvæðum
stjórnarskrárinnar.
Kristján Albertsson:
Heimska
á íslandi
Vitleysan er þó okkar versti
fjandi.
Matthias Jochumsson
I.
Maður skyldi halda að öllum
sæmilega skynibornum mönn-
um hlyti að vera ljóst að mesta
gæfa íslands í veraldlegum
efnum, önnur en hin auðugu
fiskimið, er í því fólgin að svo
skuli til haga fyrir guðsmildi að
land vort liggur í þeim sí-
minnkandi hluta jarðar sem
ekki er á valdi einhverra
harðstjórnar-gaura — þeim
hluta heims þar sem menn búa
við mest frelsi í hugsun og
athöfn, lífskjör eru best og
menning stendur með mestum
blóma. Maður skyldi halda að
auðskilið væri hve mikil ham-
ingja er lítilli þjóð, sem einskis
væri megnug frelsi sínu til
varnar ef á hana yrði ráðist, að
vera aðili að varnarbandalagi
hins vestræna lýðfrjálsa heims,
og njóta sérstakrar verndar
voldugs stórveldis sem í öllu
virðir rétt hennar, hag og sóma,
og hefur reynst Islandi vel í
hvívetna. Maður skyldi halda að
allir ættu að geta orðið sam-
mála um að lítilli þjóð í stóru
landi, sem óvarið hlyti þegar í
upphafi átaka um heimsyfirráð
að verða bitbein sem um yrði
barist, verður aldrei lagt til
lasts þótt hún þiggi vernd sem
er knýjandi nauðsyn.
En þótt almennt megi segja
að ekki skorti þjóð vora góða
greind, og ekki hverskonar
ágæta hæfileika, stendur samt
með einhverju móti undarlega á
um íslenskan þroska, eða vilja,
til skynsamlegrar hugsunar.
Einum vitrasta og góðgjarnasta
manni sem land vort hefur átt,
Matthíasi Jochumssyni, fannst
um aldamótin vitleysan vera
versta mein sinnar þjóðar. Og
fleiri hafa furðað sig á því að
ekki ógreindari þjóð skuli jafn-
framt vera töluVert heimskari
en hún eftir öllum sólarmerkj-
um eiginlega ætti að vera.
Rögnvaldur Pétursson, einn
hinn merkasti Vestur-íslend-
ingur á sinni tíð og tryggðavin-
ur sinnar ættjarðar, skrifaði
Stephani G. Stephanssyni 1913,
og hafði þá dvalið um skeið á
íslandi: „Eg held að það sé stórt
vafamál hvort í víðum heimi sé
samankomið meira vit, mann-
vit, á jafnstórum bletti sem
Reykjavík. En það skrítilega um
leið er það, að þar er meiri
óláns-bjánaskapur, slysinn
aulaskapur, en á nokkrum
öðrum stað í veröldu hér.“
Væri með öllu ólíklegt að
glöggskyggn Vestur-íslendingur
sem hingað kæmi á vorum
dögum gæti hugsað eitthvað
svipað? Gæti honum ekki að
minnsta kosti komið furðulega
fyrir í hvert óefni er komið,
stjórn efnahagsmála í ekki
stærra né margflóknara þjóðfé-
lagi — eftir nálega samfellt
góðæri áratugum saman? Vér
búum nú einir að bestu fiski-
miðum heims, afurðir landsins
eru í háu verði, ekkert atvinnu-
leysi, og getum varið öllu sem
aflast til að mennta þjóðina sem
best og láta henni liða vel —
þurfum engu að verja til her-
varna, en sá kostnaður hvílir
þungt á öllum öðrum þjóðum
álfunnar. Vér ættum að geta
verið miklum mun farsælli þjóð
en raun er á. Hvað er þá að — af
hvaða orsökum er velmegunar-
þjóðfélag á góðæristímum orðið
að veraldarundri fyrir að því er
virðist ólæknandi fjármálaöng-
þveiti? Flestir skirrast við að
nefna hinar raunverulegu or-
sakir. En Sveinn Jónsson
aðstoðarbankastjóri Seðlabank-
ans gengur hreint til verks í
grein sinni í Morgunblaðinu 19.
sept. s.l. og hygg eg að ekki
verði í stuttu máli gerð réttari
grein fyrir meginorsök vand-
ræðanna: j,Öllum má ljóst vera,
að vandi Islendinga í dag felst
ekki í raunverulegum efnahags-
vandamálum, eins og illu ár-
ferði, aflabresti eða verðfalli á
útflutningsmörkuðum ... Hinn
raunverulegi vandi íslendinga í
dag felst í slagsmálum ein-
stakra þjóðfélagshópa um
skiptingu þeirrar ríkulegu
framleiðslu sem til fellur í
þjóðarbúinu á hverju ári. Þessi
slagsmál hafa sífellt verið að
harðna og þess gætir í vaxandi
mæli, að reglan „tilgangurinn
helgar meðalið", sé frumregla
slagsmálanna."
I Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð hefur gengi dollara og
sterlingspunds ekki haggast
veruleg frá því síðari heims-
styrjöld lauk. Launþegasamtök
þessara landa ganga ekki fram-
an að þjóðarbúinu og krefjast
þess sem þeim þóknast að
heimta, og með dólgslegum
hótunum: Peningana eða lífið!
Verkalýðsforusta þessara landa
hefur i þjónustu sinni kænustu
hagfræðinga sem segja til um
hve langt megi ganga í kaup-
kröfum án þess hætt sé á að af
hljótist gengisfall — sem meðal
annara afleiðinga jafngildi
stuldi af öllu sparifé almenn-
ings. Slíkt aðhald hefur ber-
sýnilega aldrei komið til greina
á íslandi, eða þá einskis mátt
sín. Þess vegna hefur krónan
okkar fallið og fallið, og stöðugt
orðið styttra bil þangað til
sparifjáreigendur voru féflettir
enn á ný. Og svo aumur er
orðinn okkar vesalings innlendi
gjaldmiðill, að nú þarf að greiða
307 krónur fyrir dollara, sem í
stríðslok kostaði þó aðeins sex
krónur og fimmtíu aura.
II
ísland hefur nú Evrópumet ef
ekki heimsmet í óðaverðbólgu
og sífelldum gengisfellingum —
og allir vita að þessi óheilla
þróun er nær eingöngu sjálf-
skaparvíti, en enginn hvenær
ósómanum linni. Því hér er
sannarlega úr vöndu að ráða.
Fólki hefur verið innrætt að það
megi aldrei sætta sig við minna
en svo, að ekki sé því hverju
sinni úthlutað meiru fé — en til
er. En hins vegar mun svo vera,
að hvenær sem nokkuð er frá
liðið síðustu gengisfellingu, þá
veiti fólki engan veginn af að fá
meira fé en til er — því
einhvernveginn hefur tekist að
gera Island að einu af dýrustu
löndum í heimi.
III
Og svo eru hér til samtök sem
kallast Félag herstöðvarand-
stæðinga og stundum láta all-
mjög á sér bera, krefjast
úrsagnar íslands úr Nato og
vilja að hafnað sé hervernd
Bandaríkjanna. En í hennar
stað skuli sjálfstæði landsins
verndað með hlutleysisyfirlýs-
ingu (enda þótt alkunnugt sé
hve illa slíkar yfirlýsingar hafa
dugað smáþjóðum, og þótt ólíkt
væru stærri og máttarmeiri en
íslenzka þjóðin) — ennfremur
fullkomið traust á vægð og
góðmennsku þess stórveldis sem
nú eykur vígbúnað sinn í
norðurhöfum af mestu kappi —
og fyrir skemmstu hefur séð
þann leik á borði að koma sér á
laun upp herstöð á Svalbarða,
landi sem lýtur norskum yfir-
ráðum — Norðmönnum til
mikillar skelfingar.
Svo sem frægt er var eitt sinn
talið rétt að fyrirgefa misindis-
mönnum með þeim orðum, að
þeir vissu ekki hvað þeir gerðu
— og ekki þarf að efa að svo sé
um allan þorra herstöðvarand-
stæðinga (þótt fullvíst megi
telja að í þeirra fylking séu líka
menn sem vita hvaða málstað
þeir þjóna — slíkir menn eru til
í öllum löndum.
Meginröksemd þeirra manna
sem hamast gegn amerískri
hervernd er sú staðhæfing, að
dvöl útlends hers í landi voru sé
ósamrýmanleg sjálfstæði Is-
lands. Eg held að þurfi ís-
lenskan heila til að láta sér
detta slíkt i hug. í
Vestur-Þýskalandi eru banda-
rískar herstöðvar og allir vita
að tilgangur þeirra er að
undirstrika svo að ekki veröi um
villst, að árás á landið sé
jafnframt árás á Bandaríkin —
og eins væri um árás á ísland
meðan þar er bandarísk her-
stöð. Margsinnis hefur komið
fram að jafnt blöðum sem
stjórnarvöldum Vestur-Þýska-
lands stendur ógn af þeirri
tilhugsun að bandaríski herinn
verði kvaddur heim. Og eg tel
óhætt að fullyrða að enginn
mundi þar í landi telja minnstu
sjálfstæðisskerðingu í hervernd
vinveittrar bandalagsþjóðar —
og víst heldur ekki einföldustu
kommúnistar.
En á íslandi var svo komið
fyrir nokkrum árum að ekki var
annað sýnt en að til stæði að
gera land vort varnarlaust og
láta skeika að sköpuðu um hvað
af kynni að hljótast. Þá var það
að 12 menn gengust fyrir
undirskriftum um land allt til
að mótmæla því að varnar-
samningnum. við Bandaríkin
yrði sagt upp. Varið land
kölluðu tólfmenningarnir sam-
tök sín. Enginn þeirra var
virkur þátttakandi í stjórn-
málabaráttu, enginn í neinu
framboði, neinni liðsbón fyrir
sjálfan sig til vegs og valda.
Aðgerðir þeirra til varnar frelsi
og giftu landsins var eitt
drengilegasta framtak í opin-
beru lífi á íslandi á síðari
tímum. Og fyrir þetta framtak
kom í ljós svo almenn skömm á
þeirri heimsku, sem verst var í
landi voru, að síðan hefur hún
einskis mátt sín.
Þeir tólfmenningar voru
ausnir því níði að þeim þótti
rétt að láta höfunda þess sæta
ábyrgð fyrir dómstólum. Þá yar
stofnaður sjóður til að greiða úr
sektir fyrir níðritendur, og
nefndur Málfrelsissjóður
íslands. Tæpast er hægt að
hugsa sér óviðfelldnara tilefni
til stofnunar sjóðs með slíku
nafni.
Það sem nú hefur gerst á
Svalbarða ætti að geta minnt á
hvað orðið getur á eylöndum í
norðurhöfum, jafnvel á friðar-
tímum.
Ef ísland hafanði hervernd
þyrfti enginn að efa hvernig
fara mundi fyrir landi og þjóð,
og hvort sem bráðlega yrði
barist að nýju um heim allan,
eins og Kínverjar óttast að
verða muni, eða friður helst, og
þá farið hægar í sakir, en jafnt
og þétt, eitt og eitt land tekið í
einu, þegar óhætt þykir.
Sem betur fer bendir sumt til
þess að leiðtogum, sem telja sig
verða að halda áfram að amast
við varnarliði á íslandi, sé samt
nú orðið ekki eins leitt og þeir
láta — og hafi kannski aldrei
verið.
Og þá má ef til vill segja að
héðan af skipti litlu þótt öðru
hverju sé stofnað til hávaða og
gauragangs og ljóts munn-
safnaðar — ef þess er jafnan
vandlega gætt að aldrei komi til
neinna heimskulegra aðgerða af
hálfu þings né stjórnar.
Enda myndi reynast óhægara
um vik að svipta landið einu
frelsisvernd sem því getuT
hlotnast — eftir að sannast
hefur að þjóðin skilur hvað í
húfi væri ef að slíku yrði
hrapað.
K.A.
Vilja að heilbrigðisyfirvöld eigi aðild
að ráðstöfun vistrýma fyrir aldraða
MORGUNBLAÐINU heíur
borizt til birtingar álykt-
un, sem samþykkt var á
sameiginlegum fundi
stjórnar og læknaneíndar
Öldrunaríélags íslands 27.
september s.l.«
íslendingar hafa um
nokkurt skeið átt yfir að
ráða fleiri vistrýmum fyrir
aldraða á stofnunum en
gengur og gerist meðal
nágrannaþjóða okkar á
Norðurlöndum. Mestur
hluti þessara vistrýma lýtur
stjórn þeirra félagasamtaka
og einstaklinga sem að
miklum dugnaði komu þeim
á fót. Vegna hins mikla
kostnaðar, sem reksturinn
hefur í för með sér, hefur
hann á undanförnum ára-
tugum verið greiddur nær
eingöngu af opinberum aðil-
um, aðallega í formi lífeyris
vistrýmisþega og daggjalda
til sjúkrarýma. Þrátt fyrir
hinn mikla vistrýmafjölda,
sem Islendingar hafa yfir
að ráða, eru víða erfiðleikar
á heimilum og ýmsum
sjúkrastofnunum varðandi
sjúka, sem sumir hverjir
þyrftu vistunar við.
Af því tilefni vill stjórn
og læknanefnd Öldrunar-
fræðifélags íslands beina
þeim tilmælum til heil-
brigðisyfirvalda að þau eigi
aðild að ráðstöfunum vist-
rýma fyrir aldraða í land-
inu og stuðli að því að sá
kostnaður, sem fer í rekstur
þeirra, nýtist þeim einstakl-
ingum, sem mesta þörfina
hafa hverju sinni. Benda
má á að vistrýmaþörf af
þessu tagi fer minnkandi
meðal þeirra nágranna-
þjóða okkar sem tekist
hefur að skipuleggja heil-
brigðisþjónustu fyrir aldr-
aða á víðtækari hátt en
áður gerðist, einkum með
fyrirbyggjandi aðgerðum
utan stofnana og sérhæf-
ingu öldrunarþjónustu við
sjúkrahúsin. Stjórn og
læknanefnd Öldrunarfræði-
félagsins vill einnig minna
á að landslög um heilbrigð-
isþjónustu á Islandi kveða á
um að þegnar landsins skuli
eiga jafnan aðgang að bestu
heilbrigðisþjónustu sem völ
sé á, samrýmist ekki því
sjónarmiði að einangra
aldraða sjúka fjarri helstu
sjúkrastofnunum landsins.
Halldór Guðiónsson:
Draugaganour
Það fór sem mig uggði að
kurteisleg blaðaskrif væru lítt til
þess fallin að setja niður drauga.
Blöðin eru með þeim ósköpum gerð
að það gle.vmist óðar hvað í þeim
stóð, nýtt efni, sem lífið leggur
blöðunum og þau hljóta að birta,
ríður flestum menjum skrifa
gærdagsins úr hugum lesenda. Af
þessu ræðst það annars vegar að
menn hneigjast til ábyrgðarleysis
í skrifum sínum; þeir geta treyst
því að ýkjur þeirra eða misferli
muni gleymast; en hins vegar það
að leiðr'éttingar eða endurbætur á
eldri skrifum falla ómerkt. Þannig
eru blöðin miklu verri umræðu-
miðill en venjulegar samræður eða
bækur. í venjulegum samræðum
getur sérhver þátttakandi svarað
fyrir sig þegar í stað eða beðið
frekari skýringa. Þegar umræða
fer fram í bókarformi geta menn
rökrætt við bókina sjálfir eða
borið hana saman við aðrar
bækur.
Blöðin eru því sérstaklega frjór
vettvangur fyrir agaleysi hvers
konar, tilgangsleysi og tímasóun
auk þess sem þau gefa óprúttnum
mönnum tækifæri til að reyna að
blekkja lesendur án þess að þeir
eigi á hættu að aðrir geti véfengt
þá á raunhæfan hátt. Til þess að
kveða niður drauga þótt smáir séu
verður að hafa á hendi trúverðugri
ritningar en dagblöðin.
Það er því í nær algeru vonleysi
um árangur að ég reyni aftur að
svara Hannesi Gissurarsyni. Ég
geri mér engar vonir um að það
sem ég hef að segja hafi áhrif á
Hannes sjálfan. Ég hef þrisvar
rætt við hann í síma um skrif hans
um Pál Skúlason og reynt að leiða
honum fyrir sjónir að skrifin voru
ómakleg, röklaus og heimskuleg.
A meðan á seinasta símtalinu
stóð sat hjá mér maður sem vissi
við hvern ég var að tala. Þetta
síðasta samtal bar engu meiri
árangur en hin fyrri, ef til vill
vegna þess að símasambandið
slitnaði án míns tilverknaðar áður
en samtalinu var lokið. Sá sem hjá
mér sat getur borið að ég skellti
ekki á Hannes og reyndar líka það
að ég var alls ekki reiður útaf
samtalinu heldur skemmti mér hið
besta við það. Ég gat þess reyndar
við gest minn að nú myndi Hannes
líklega bera það á mig að ég hefði
skellt á hann símanuip. Með því að
gera einmitt þetta hefur Hannes
verulega aukið sjálfstraust mitt,
ég er ekki aðeins svo heppinn að
símakerfi Háskólans leggur mér
lið, heldur er ég líka forspár.
Annars veit ég ekki hvaða erindi
þessi smáskrítna saga á fyrir augu
almennings nema þá sem
skemmtilegheit, eða dæmi um
taumlausa ímyndun Hannesar
Gissurarsonar, en hvorugt er, að
mér virðist, markvert fyrir al-
menning, þótt það sé dæmigert um
löng samskipti okkar Hannesar.
Við Hannes erum allgóðir kunn-
ingjar, jafnvel góðkunningjar á
stundum, eins og lesendur geta séð
af tíðum símasamtölum okkar
síðustu vikurnar. Við erum það
góðir kunningjar að ég myndi taka
upp fyrir hann hanskann ef veist
væri að honum í blöðum með
ómaklegum hætti. En auðvitað
væri það háð mínu mati hvað
teljast bæri svo ómaklegt að
ástæða væri til svara. Þannig
mundi ég gera það að skilyrði fyrir
svörum af minni hendi að veist
hefði verið að persónu Hannesar
beint, t.d. með því að kalla hann
níðskrifara, loddara eða skrumara.
Annað skilyrði einfaldara er það
að ég hefði sjálfur heyrt eða lesið
ummælin sem ég vildi andmæla.
Nú vill svo til að Hannes ber það
á mig að ég hafi nítt hann með því
að kalla hann níðskrifara, loddara
og skrumara. Þetta hef ég aldrei
gert hvorki viljandi né óviljandi.
Ég hef aldrei vikið einu orði á
prenti að persónu Hannesar í heild
fyrr en þá núna rétt áðan að ég
nefndi að hann væri nokkuð
taumlaus og hefði oft verið mér til
skemmtunar.
Það er reyndar rétt að ég sagði
að grein Hannesar um Pál Skúla-
son væri níð. Ég vil banna honum
að draga þá ályktun að hann sé í
mínum augum níðskrifari. Ég hef
að sjálfsögðu manna mestan rétt
til að banna Hannesi slíkar
rökfærslur þar sem þær snúast um
það sem ég einn veit með fullri
vissu. Þá var — þvert gegn túlkun
Hannesar á orðum mínum, — að
greinin um Pál væru mistök eða
villa í hugsun sem Hannes gæti
leiðrétt.
- Það er reyndar ævinlega fráleitt
að dæma persónu til fullnustu af
einu verki hennar eða jafnvel
Ilalldór Guðjónsson.
fleirum. Ef sálmaskáld hefði ort
eina klámvísu eða tíu, en þúsund
og einn sálm, væri þá skynsamlegt
að einkenna hann sem klámskáld?
Hitt er þó enn fráleitara að dæma
verk manna eingöngu eftir per-
sónulegum eiginleikum þeirra aðe
afstöðu eða eftir félagslegum
aðstæðum og skoðunum sem ekki
koma verkunum við. Þannig er það
fáránlegt að hafna ritverki, mál-
verki eða tónverki manns af því að
hann er drykkfelldur eða sálsjúk-
ur, vinstrimaður eða hægrimaður,
ljóshærður eða þeldökkur. Hannes
drýgir í grein sinni um Pál báða
þessa rökglæpi. Annars vegar
hafnar hann öllu því sem Hegel,
Heidegger og Sartre hafa sagt
vegna einstakra ummæla þeirra
eða athafna, en reynir hins vegar
að rýra verk Páls með því að
dylgja um persónu hans og heild-
arafstöðu.
Ég hef heldur ekki kallað
Hannes loddara eða skrumara. Ég
sagði hins vegar að í greininni um
Pál hefði hann beitt brögðum
loddarans og skrumarans. Ég hélt
að Hannes hefði beitt þessum
brögðum af leiðréttanlegu^ hirðu-
leysi eða fávisku. Ég hélt alls ekki
að brögðin væru órjúfanlegur hluti
af afstöðu hans allri, en svör hans
bera vott um að svo kunni þrátt
fyrir allt að vera. Ég reyndi
einmitt að vara Hannes við því að
beita þessum brögðum. Ef hann
beitir þeim nógu oft verður hann
að lokum að teljast aðeins loddari
og skrumari
Til gamans og skýringar á
ofansögðu er rétt að geta þess að
við samningu fyrri greinar minnar
um níð Hannesar studdist ég við
ritgerð um þrætur eftir þýska
heimspekinginn Arthur
Schopenhauer. Því má með sanni
segja að ég hafi beitt brögðum
snillingsins Schopenhauers.
Má af þessu draga þá ályktun að
ég sé snillingurinn Schopenhauer?
Greinilega ekki, ég er af eðlis-
fræðilegri og ættfræðilegri nauð-
syn Halldór Guðjónsson af náð
stjórnvalda kennslustjóri Háskól-
ans, af sannfæringu sjálfstæðis-
maður, af virðingu fyrir réttu máli
hundleiður á skrifum Hannesar
Gissurarsonar.
Ég drap á það hér áðan að mér
þætti það forsenda þess að ég
ræddi af alvöru eða ritaði um
ummæli annarra að ég hefði heyrt
ummælin eða lesið þau. Þessi
almenna siðaregla mín — sem ég
skil ekki hvernig breyta mætti — á
sérstaklega við um þau skrif sem
Hannes álasar mér í síðustu grein
fyrir að hafa ekki svarað fyrir
nokkrum árum. Hann spyr tvisvar
hvar ég hafi verið fyrir fjórum
árum og beitir þá brögðum dr.
Þorsteins Sæmundssonar er hann
réðst að Jóhanni Hannessyni. (Að
gefnu tilefni tek ég hér fram að af
þessu má ekki álykta að sami rass
sé undir Hannesi og Þorsteini). Ég
veit satt að segja ekki hvar ég var,
en ég er viss um að ég las hvorki
greinarnar í Stúdentablaðinu né
heldur þær greinar í dagblöðunum
sem málaferli spruttu síðan af.
Þar sem mig skortir þannig bæði
upplýsingar um verustað minn og
málavexti skortir mig allar for-
sendur til að álykta nokkuð um
afstöðu mína til þessara mála eða
um málin sjálf. Nokkuð sama máli
gegnir reyndar um skrif Hannesar
um Hjalta Kristgeirsson og Gísla
Pálsson, fyrri greinina las ég að
vísu mjög lauslega en hina alls
ekki, en ég veit varla nokkur deili
á þessum mönnum tveimur eða
verkum þeirra, því þykir mér
siðlegast að þegja um þá með öllu.
En af þögn minni má þó að
sjálfsögðu enga ályktun draga um
réttmæti þess sem Hannes skrif-
aði um þá.
Þar sem ég hef nefnt dr.
Þorstein Sæmundsson á nafn hér
að ofan og þar sem hann hefur
áður í þessari deilu sagt að ég fari
með rökleysu vil ég segja þetta. Ég
tel dr. Þorstein vera einhvern
heiðvirðasta, grandvarasta og
drenglyndasta mann sem ég þekki.
Ef hann þykist einhvern tíma
þurfa liðsinnis míns í réttu máli
sem ég þekki eða get kynnt mér
væri mér sæmd að veita það. En ég
get líklega ekki án allra fyrirvara
tekið undir allar skoðanir hans. Og
ég get áreiðanlega ekki falið
honum endanlegan dóm um hvað
eru rök og hvað ekki. Um rök veit
ég engu minna en dr. Þorsteinn.
Að lokum þetta: Ég er ekki
málsvari allra sem verða fyrir níði
eða öðrum ómaklegum miska. Ég
hef aldrei verið skipaður til slíkrar
umhyggju af öðrum og ég hef enga
löngun til að skipa mig sjálfur.
Vegna embættisleysis míns í þessu
efni fæ ég ekki séð að mér hafi
borið skylda til að taka málstað
dr. Þorsteins og samstarfsmanna
hans fyrir nokkrum árum, þótt
mér hafi reyndar þá fundist
málstaðurinn góður og finnist svo
enn. Og menn hljóta að vera afar
ákafir og kappsfullir ef þeir telja
eðlilegt að ég lofi nú að taka til
máls fyrir fjórum árum síðan.