Morgunblaðið - 05.10.1978, Síða 40

Morgunblaðið - 05.10.1978, Síða 40
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 Fiskverðshækkun 5% Aðför að sjómönnum segir Óskar Vigfússon YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi sínum í gær að lágmarksfiskverð 1.10.—31.12. skyldi hækka um 5%. í bókun fulltrúa kaupenda scgir að þeir hafi greitt þessari ákvörðun atkvæði sitt í trausti þess að ríkisstjórnin standi við fyrirheit samstarfsyfirlýsingar sinnar að hún muni bcita sér fyrir iækkun framleiðsiukostnað- ar útflutningsatvinnuveganna og í hókun fulltrúa seljenda segir að á 12 siðustu mánuðum hafi fiskvcrð hækkað um 36% meðan kaupgjald í landinu hafi hækkað um 50—70% og kjör sjómanna því versnað. Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins sagði í samtali við Mbl. að megn óánægja væri með þessa ákvörðun og sjómenn teldu sig ekki bundna þeirri hvatningu ASÍ að falla frá samningsuppsögnum. Taldi Óskar vera hér um að ræða aðför að sjómannastéttinni. Ingólfur Ingólfsson forseti FFSÍ sagðist síður gera ráð fyrir að gripið yrði til nokkurra aðgerða vegna hins nýja fiskverðs, en taldi vanda þann er leysa þyrfti um áramótin stærri með því að ekki var hækkað meira að sinni og taldi hallað á sjómenn. Sjá bls. 18 Nemendur í Hagaskóla koma hjólandi til skóla síns, en þeir sem stunda nám og störf í Háskólan- um virðast kjósa að ferð- ast um í bflum. Ljósm. Ól.K.M. Fisksölur hefjast í Grimsby: Löndunarmenn samþykktu að hefja landanir úr fiskiskipum LÖNDUNARKARLAR í Grimsby samþykktu í fyrrakvöld að opna Grimsby á ný fyrir sölum ís- lenzkra fiskiskipa og nú er ckkert því til fyrirstöðu að íslcnzk skip hefji fisksölur þar á ný. en þau hafa ekki selt fisk í Grimsby frá því að þorskastríðið hófst 1972. Nokkuð er síðan að útgerðar- menn og sjómenn í Grimsby samþykktu að opna Grimsby Laugardagskvöldsfárið í Háskólabíói á laugardag HÁSKÓLABÍÓ tekur nk. laugardag til sýninga bandarísku myndina Laugar- dagsfárið eða „Saturday Night Fever," sem náð hefur meiri vinsældum meðal unga fólksins en dæmi eru til og er með tekjuhæstu kvikmyndum í sögunni. Laugardagskvöldsfárið hefur einnig vakið athygli fyrir þá sök, að í myndinni varð aðalleikarinn, John Travolta, stórstjarna á einu kvöldi, ef svo má segja, en í myndinni leikur hann plötusnúð enda er diskóteklífiö — músíkin og tízkan sem þar þrífst bakgrunnur myndarinnar. Fræg rokk- hljómsveit, Bee Gees, sér um tónlistina í myndinni að verulegu leyti en hljómplata með þessari tónlist og einstök lög á henni lögðu undir sig vinsældalistana fljótlega eftir að mvndin kom fram. íslenzkum skipum, en löndunar- mennirnir neituðu hins vegar að hefja landanir. Héldu þeir síðan fund með Austin Mitchell þing- manni Grimsby í fyrramorgun og var þá samþykkt að þá um kvöldið skyldi fara fram atkvæðagreiðsla um hvort þeir hæfu landanir úr íslenzkum skipum eða ekki. Alls eru löndunarmennirnir 240 talsins og féllu atkvæði þannig að 120 samþykktu að hefja landanir úr ísl. skipum, en 70 sögðu nei. Gert er ráð fyrir því að fyrstu íslenzku skipin selji í Grimsby þegar í næstu viku. Fjárlagafrumvarpió samþykkt segir Tómas Arnason: Y firlýsing f jármálaráð- herra kemur mjög á óvart — segir Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins Sú yfirlýsing Tómasar Árna- sonar fjármálaráðherra í hlaða- viðtali í gær. að fjárlagafrum- varpið fyrir 1979 haíi verið samþykkt í ríkisstjórninni á þriðjudag, olli miklu uppnámi í þingflokki Alþýðubandalagsins í gær en afstaða Alþýðubandalags- ins mun vera sú að engar endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar um meginatriði fjárlaga- frumvarpsins. Brynjólfur Sigurðsson settur hagsýslustjóri segir í blaðasamtali í gær. „Allar meginákvarðanir í sambandi við fjárlagafrumvarpið haía þegar vcrið teknar, og er nú unnið að því af fuilum krafti að koma Ökumaður á 132 km hraða á Reykjanesbraut AREKSTRUM í Rcykjavík virðist ekki fækka, en í gær urðu þeir 20 frá því snemma í gærmorgun þar til kl. 22.30 í gærkvöldi. Ekki urðu ncin slys. Fimmta októbcr í fyrra urðu árekstrar í Reykjavík 11 en slys tvö. í Kópavogi varð enginn árekstur né heldur í Hafnarfirði. Óskar Ólason yfirlögreglu- þjónn hafði þetta að segja um umferðina í Reykjavík. — Við erum alveg undrandi á hegðun sumra ökumanna, sagði Óskar, ekki sízt vegna þess mikla áróðurs sem haldið hefur verið uppi að undanförnu og þeirrar hvatningar, sem allir vegfarendur hafa fengið um að sýna aðgæzlu. — Algengt er að ökumenn séu teknir í radar á 80—90 km hraða í íbúðahverfum og úr tók steininn í morgun kl. 11.29 er ökumaður kom inn í radarinn á Háaleitisbraut á 108 km hraða. Lagt var strax hald á ökuskír- teini hans og viðurkenndi öku- maðurinn brot sití og kvaðst hafa verið að reyna bifreið sína, sem er sérhönnúð fyrir mikinn ökuhraða. Á svipuðum tíma var utanbæjarmaður tekinn fyrir 90 km hraða akstur á Laugavegi milli Kringlumýrarbrautar og Nóatúns og þar yfir gangbraut. Einnig um þetta leyti voru vegalögreglumenn við radar- mæiingar á Reykjanesbraut við Straumsvík og þar tóku þeir á skömmum tíma fjóra ökumenn sem allir óku yfir 100 km hraða og sá er hraðast fór ók á 132 km hraða og var hann færður til lögreglunnar i Hafnarfirði er lagði hald á ökuskírteini hans. Þessi ökumaður viðurkenndi hraðann, en hafði það til afsök- unar að hann hefði verið að aka skipsverja til skips og hefðu þeir verið of seinir. — Oft heyrir maður um það, sagði Óskar ennfremur, að hegðun gangandi vegfarenda sé ámælisverð og það ber sannar- lega að viðurkenna, en það afsakar ekki ofsaakstur sumra ökumanna nema síður sé. Eg segi sumra ökumanna, því þegar rætt er almennt um ökumenn þá má ekki gleyma því, að þeir eru flestir til fyrirmyndar Lögreglan vill fá að koma á framfæri þökkum til þessara ágætu manna en jafnframt segir hún þeim, er engar reglur virða, stríð á hendur og mun lögreglan gera allt, sem í hennar valdi stendur til að hafa hendur í hári þeirra er af sér brjóta í umferðinni, sagði Óskar Ólason frumvarpinu í prentun." Gera má ráð fyrir fundum forystumanna stjórnarflokkanna um þetta mál í dag. Mbl. tókst ekki í gær að ná tali af Lúðvík Jóepssyni formanni AlþýÖubandalagsins, en Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að sér kæmi þessi yfirlýsing fjármálaráðherra mjög á óvart." Eg veit ekki til þess að það sé búið að taka ákvarðanir um meginatriði fjárlagafrum- varpsins fyrir 1979, hvað þá samþykkja slíkt frumvarp. Það hefur alla vega ekki verið sam- þykkt af Alþýðuflokknum." Sighvatur benti á að veigamiklir þættir fjárlagafrumvarps, eins og tekjustefnan og mörkun skatta- stefnu, yrðu ekki ákveðnir án samþykkis þingflokks Alþýðu- flokksins og hann hefði engar slíkar samþykktir gert. Þegar Mbl. spurði hvort ætlunin væri að styðjast við drög að fjárlagafrumvarpi frá tíð fyrri ríkisstjórnar sagði Sighvatur, að það hefði komið til tals að byggja að einhverju leyti á þeirri vinnu varðandi ýms atriði en þó gæti ekki farið hjá því að ný ríkisstjórn markaði eigin stefnu í veigamikl- um atriðum eins og þeim sem að framan greinir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.