Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER.1978
7
Hömlur og
bönn
Hugtakíö „vinstri" í
stjórnmálum er óljóst og
hangandi. Þaö sést m.a.
glöggt á Því, aó stjórnar-
flokkarnir kenna sig allir
vió Þetta „vínstri." Og
Magnús Torfi líka.
Á hinn bóginn virðist
svo sem Þetta „vinstri"
hafi einn sameiginlegan
eiginleika, hvað sem öðru
líður, og Það er trúin á
boð og bönn. Eða m.ö.o.
vantrúin á Það, að ein-
staklingurinn kunni fót-
um sínum forráð. Þess
vegna Þurfi ríkið að
hugsa fyrir hann.
Hömlurnar geta veriö
með margvíslegum
hætti. Lúxusskattar eru
eitt tækið, sem Þessum
„vinstri“ er gjarnt að
grípa til. Þegar slíkt er
yfirvofandi, raskar Það
sðlilegum viðskiptahátt-
um og kaupæöi brýst út.
Nærtækt dæmi af Því tagi
er frá valdatöku Þessarar
ríkisstjórnar, Þegar
hljómplötur og snyrtivör-
ur seldust upp á svip-
stundu. 30% lúxusskatt-
ur til viðbótar gengisfell-
ingu olli Því.
Nú á að banna innflutn-
ing á efnum til öl- og
vtngerðar. Byrjað er á að
lýsa Því yfir opinberlega,
að slíkt standi til. Það
voru eðlileg viðbrögð, að
hinn almenni borgari
birgði sig upp af Þvílíkum
varningi, — jafnvel fólk,
sem aldreí heföi látið sér
til hugar koma að kaupa
Þess háttar fyrr. Afleið-
ingin verður svo sú, að
miklu fleiri veröa til Þess
að brugga en ella myndi.
Fleiri aðgerðir af sama
toga hafa séö dagsins
Ijós eða komiö til tals.
Viðbrögð almennings er
ávallt á sama veg. Hann
er á móti boöum og
bönnum, sem grípa inn í
einkalíf og daglegar
neyzluvenjur manna.
Þess vegna hafa opinber-
ar aðgerðir af slíku tagi ill
áhrif og hvetja til lög-
brota, til lengri tíma litið.
Þetta hefur reynsla okkar
sannað, eins og glögg-
lega kom í Ijós við hin
snöggu umskipti, sem
urðu, pegar Viðreisnar-
stjórnin geröi innflutning
frjálsan og lagði niður
hátollana.
Friölýsing
er óraunhæf
Eitt af hinum
sovét-marxísku trúarat-
riðum AIÞýðubandalags-
ins er Þaö, að ísland eitt
landa Þurfi ekki varna við
og ber að skoðast sem
slíkt. í Þessu eina tilviki
telja AIÞýðubandalags-
menn að hlutleysisyfir-
lýsing vopnlausrar smá-
Þjóðar veröi virt og eru
eðlilega ófáanlegir til að
setja Þessa niðurstööu í
„sögulegt samhengi,“,
sem Þeim er svo tíörætt
um en skilja svo illa.
Til Þess að drepa ör-
yggismálum íslands á
dreif hafa Alpýðubanda-
lagsmenn varpað fram
hugmyndinni um „friölýs-
ingu“ Norður-Atlants-
hafsins, m.a. Gils Guð-
mundsson sbr. Tímann
30. sept. sl. Þar er m.a.
haft eftir honum, að slík
friðlýsing mundi „stugga
sundur risaveldunum á
Þessu hafsvæði og Þann-
ig yrði dregið úr peirri
spennu, sem flotaæfing-
um Þeirra á svæðinu
hefur fylgt.“ Þá telur
hann, „að út af fyrir sig
ætti ekki að vera mjög
torvelt að fá meirihluta-
samÞykkt á Allsherjar-
Þingi S.Þ. fyrir friölýsing-
unni sbr. hið mikla fylgi
sem friðlýsing Indlands
hlaut Þar.“
Benedikt Gröndal ut-
anríkisráöherra svarar
Þessu í Tímanum í gær:
„Þessi hugmynd hefur
oft verið rædd undanfar-
in ár og er komin frá
AlÞýðubandalagsmönnum
Mér er kunnugt um Það,
aö einn Þingmanna
Þeirra mun hafa fengið
Þessa hugmynd á Þingi
Sameinuðu Þjóöanna,
Þar sem fjallað hefur
verið um Það, hvort unnt
væri að koma á friðlýs-
ingu Indlandshafs. Sann-
leikurinn um friðlýsingu
Indlandshafs er hins veg-
ar sá, að hugmyndinni
var vel tekið, hún var
samÞykkt og manni
sýndist að petta gæti
gengið, af Því aö risa-
veldin voru Þá ekki búin
að koma sér upp flotaað-
stöðu við Þetta haf og
Þar voru engin sterk
flotaveldi. En nú höfum
við margra ára reynslu af
Því, að prátt fyrir Þessar
tiltölulega góðu aöstæð-
ur, Þá hefur Þessi friðlýs-
ing ekki gengið. Bæði
Sovétríkin og Bandaríkin
hafa komið sér upp
stöðvum Þarna Þannig að
friðlýsing Indlandshafs
situr föst. Þess má og
geta að S.Þ. settu á
laggirnar sérstaka nefnd
til að fara með Þetta mál
en hún hefur verið starfs-
laus ár eftir ár vegna
Þess að stórveldin neita
að taka Þátt í henni."
Utanríkisráðherra segir
ennfremur: „Hver vill ekki
búa á friðlýstu svæði, ef
Það væri raunveruleg
friðlýsing, sem hægt væri
að treysta á?“
(í^) krommenie gólfdúk: níðsterkur,
einstæð hönnun, hágstætt verð og
það er auðvelt, að halda honum
m hreinum.
Hvers getið
þér krafist
frekaraf A
gólfdúk? m
■■■$?■.é-.
Seljum málningavörur
og margt fleira.
Gólfdúkur á gólf og veggi!
Síöumúla15 sími 3 30 70
VERKSMIÐJU-
HURÐIR
Smíðum
verksmiðjuhurðir eftir máli.
Auðveldar og þægHegar í
notkun. Renna upp undir loft.
Pantið með góðum fyrirvara.
Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1. SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
Félag einstæöra foreldra heldur
flóamarkað
laugardag og sunnudag
í Félagsheimili Fáks við Elliðaár
Opnað kl. 2 eh. báða dagana.
Á boöstólum meðal annars á gjafverði:
nýr og glæsilegur fatnaður, leikföng, lukkupakkar, matvæli, hjónarúm,
sófasett, prjónavél, saumavél, barnarúm, stálvaskur, skápar, svefnbekk-
ir, borðbúnaöur og búsáhöld, plötuspilarar og sjónvörp, notaöur
fatnaður og ótal margt fleira.
Komið og gerið reyfarakaup og styrkiö gott málefni.
Allt rennur í Húsbyggingasjóð FEF. Stjórnin
AUSTURSTRÆTI
kulcfla
jakkar
M EffRADE ■ LD