Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978
17
Magnús II. Kristjánsson ásamt Kristjáni syni sínum við eitt verkanna á sýningunni á Mokka.
Fór tilSpánar að skoða
söfn en settist þar að...
Majínús H. Kristjánsson list-
málari heldur um þessar mundir
sýningu á verkum sínum á
Mokka. Magnús er fæddur í
Reykjavík, sonur Kristjáns
Magnússonar listmálara og
Klöru Helgadóttur, og hóf hann
nám í Myndlista- og handíöa-
skólanum árið 1952. í þrjú ár
eða frá árinu 1953—56 stundaði
Magnús nám í Bandaríkjunum.
Ennfremur var honum boðið til
framhaldsnáms í eitt ár á
vegum skólans og var hann um
leið kennari við skólann.
Magnús fór til Spánar árið 1958
og settist að i Tossa de Mar á
Costa Brava. Þar festi Magnús
kaup á landi og reisti hótel,
Hótel Hekla, og starfrækir það
nú. Magnús er giftur spænskri
konu og eiga þau 3 börn, 19 ára
dóttur og tvo syni 15 og 7 ára.
Sonur Magnúsar, Kristján, sem
er 15 ára er með honum hér á
landi nú.
A sýningu Magnúsar eru 10
olíumálverk og eitt svart-hvítt,
teiknað með krít en málverkin
eru öll til sölu.
Áður en Magnús kom hingað
með sýninguna var honum boðið
að halda sýningu á Spáni.
Magnús sagði að mikið af
verkum hans hefði selst á
þessari sýningu og á háu verði
miðað við það að þetta var
fyrsta einkasýning hans en
hann hefur áður tekið þátt í
samsýningum í Bandaríkjunum.
„Þegar ég fór til Spánar fór ég
til þess að skoða mig um og
Magnús H.
Kristjánsson
sýnir verk
sín á Mokka
heimsækja listasöfn. Þá voru
foreldrar mínir látnir og ég
kunni svo vel við mig í Tossa að
ég ákvað að setjast þar að.
Hótelið átti í upphafi að hjálpa
mér til þess að geta málað en
það fór þannig að ég varð að
mála til þess að koma upp
hótelinu. Þetta var nú kannski
of mikið sem ég færðist í fang
þar sem kostnaðurinn var mikill
en ég hafði litla peninga í
höndunum.“
Magnús sagði að stíllinn í
myndum sínum væri algjörlega
hans eign.
„Ég hef haft það mikið að
gera á Spáni að ég hef einfald-
lega ekki haft tíma til að skoða
söfn þannig að enginn utan-
aðkomandi áhrif hafa breytt
stílnum. Þegar ég hélt
sýninguna á Spáni fékk ég þann
dóm að myndirnar væru ekki
aðeins góðar heldur væri stíll-
inn einstakur."
Bærinn sem Magnús býr í
ásamt fjölskyldu sinni er vin-
sæll ferðamannastaður. í Tossa
er nýr salur sem bæjarstjórn
staðarins hefur látið byggja og
er listamönnum víðs vegar að
boðið að sýna verk sín þar.
Magnúsi hefur einmitt verið
boðið að sýna í þessum sal á
næsta ári.
„Ég hef líka hugsað mér að
koma með stærri sýningu
hingað á næsta ári. Ég verð því
að vinna mikið þegar ég kem
heim og ég ætla algjörlega að
snúa mér að málaralistinni.
Börnin mín tvö eldri eru orðin
það stór og hafa áhuga á
hótelrekstri svo að þau geta
tekið við rekstrinum, og ég hef
látið gera teikiiingar og ætla að
stækka hótelið sem tekur nú
30—35 manns. En í Tossa er
bannað að byggj'a hús sem eru
hærri en þrjár hæðir. Tossa er
þannig dæmigerður spánskur
bær meðan hinir bæirnir á
ströndinni eru komnir með um
10 hæða há hótel. Tossa virðist
ekki breytast af ferðamanna-
straumnum heldur breytir hann
fólkinu. Á Hótel Heklu koma
t.d. sumir ár eftir ár og þangað
hefur komið fólk í 8—9 ár á
hverju sumri," sagði Magnús.
Kristján sonur Magnúsar
undi sér vel á Islandi.
„Ég hef ætlað að koma hingað
með hann í ein þrjú ár, en það
hefur alltaf breyst á síðustu
stundu.svo að hann trúir því
naumast að hann sé kominn
hingað. Þetta er eins og draum-
ur fyrir hann,“ sagði Magnús að
lokum.
Hilmar Helgason formaður S.Á.Á.:
Sala á öl- og vín-
gerðarefnum brýt-
ur áfengislöggjöfma
ÞAÐ ER engin Ieið að stöðva
heimabrugg á meðan hér eru
ra'ktaðar kartöflur og sykur er
íluttur inn." sagði Hilmar Ilelga-
son formaður S.Á.A. í viðtali við
Mbl.
„Eina leiðin fyrir ríkið að
stjórna neyzlu landsmanna á
heimabruggi er með verðlaginu.
Það er mín persónulega skoðun að
ríkið hafi verið að horfa á menn
brjóta landslög með því að leyfa
sölu á öl- og víngerðarefni. Eg sem
sagt er á þeirri skoðun að sú sala
brjóti í bága viö áfengislöggjöfina.
Menn eru ekki að brugga sér til
gamans. Ég hef aldrei hitt neinn
sem þykir gott bragðið af áfengi.
Fólk er fyrst og fremst að brugga
til þess að fá efnið alkóhól og til
þess að njóta þess efnis. Fólk getur
líka sparað sér tugi eða hundruð
þúsunda með því að framleiða
sjálft vín og öl,“ sagði Hilmar
Helgason.
o:
INNLEftT
Skil óánægjuna, en
mörkvarð að setja
— Mér finnst óána'gja banka-
manna með að eiga ekki fulltrúa í
vísitölunefndinni skiljanleg. en
einhver takmörk varð að setja.
sagði Ólafur Jóhannesson for-
sa'tisráðherra er hann var spurð-
ur hvort hann vildi svara gagn-
rýni bankamanna.
— Það var litið svo á að
hagsmunir bankamanna varðandi
vísitölumálin féllu nokkuð saman
við hagsmuni BSRB og BHM og
því var ekki leitað til þeirra með
tilnefningu í nefndina. Ef hefði átt
að taka með fulltrúa frá þeim
hefði verið erfitt að neita t.d.
fulltrúa frá Stéttarsambandi
bænda o.fl. hópum og því varð að
setja einhver mörk.
r
Olafur Jóhannesson:
Ok á fjögur hross
sem öll drápust
FYRIR nokkru gerðist sá atburð-
ur á þjóðveginum við Iláls í Kjós.
að bifreið ók á fjögur hross með
þeim afleiðingum að tvö þeirra
drápust strax en hinum tveimur
varð að lóga. Af þessum fjórum
hrossum voru þrjár merar. allar
fylfullar.
Atburður þessi gerðist seint um
kvöld. Broncobifreið var ekið í
áttina til Reykjavíkur. Fyrir
neðan Háls mætti hún annarri
bifreið og vegna þess að ljós
hennar blinduðu ökumanninn sá
hann ekki hrossin fjögur á vegin-
um. Ók bifreiðin á þau hvert á
eftir öðru áður en ökumaðurinn
gat stöðvað hana. Var aðkoman á
vettvangi vægast sagt ömurleg.
Tvö hross lágu þegar dauð á
veginum en önnur tvö voru í
andarslitrunum og blóð og innyfli
voru um allt. Menn dreif að og var
byssa sótt hið snarasta og hrossin
tvö aflífuð. Var síðan sótt skurð-
grafa og hrossin dysjuð utan
vegar.
Fólkið á Hálsi átti hrossin og
voru þau í girðingu, sem tilheyrði
bænum. Eitthvert fólk mun fyrr
Fremri-
Emstruá
brúuð
Ferðafélag íslands hefur látið
gera göngubrú yfir Fremri-
Émstruá hjá Þórsmörk og hefur
þar með opnast ný gönguleið um
mjög fagurt landsvæði. Var nýja
göngubrúin vígð sl. laugardag.
Það var Vegagerðin sem annað-
ist brúargerðina en Landhelgis-
gæzlan sá um flutning á henni upp
í óbyggöir. Ferðafélagið kostar
hins vegar algjörlega brúarsmíð-
ina og uppsetningu hennar, og að
sögn Þórunnar Lárusdóttur, fram-
kvæmdastjóra Ferðafélagsins, er
kostnaðurinn við brúna á bilinu
2.5—3 milljónir króna.
Þórunn sagði að með tilkomu
þessarar brúar opnuðust nýjar
gönguleiðir fvrir ferðalanga um
þetta landsvæði, því að áin væri
ófær og hefði þá ýmist þurft að
krækja fyrir hana upp við jökul
eöa freista þess að vaða hana við
illan leik. Þá lagði Þórunn áherzlu
á, að nú væri orðið mögulegt að
ganga milli Þórsmerkur og Land-
mannalauga. Búið er að reisa tvo
litla ferðaskála á þessari leið og í
ráði að byggja þann þriðja, fyrir
ferðafólk sem kemur til vikudvalar
i Þórsmörk er þess vegna tilvalið
orðið að verja 2—3 dögum til að
ganga milli Þórsmerkur og Land-
mannalauga með því að gista í
skálunum. Þá kvað hún í ráði að
stika þessa leið á næstunni, því að
þarna væri einatt villugjarnt enda
hætt við þoku á þessum slóðum.
um daginn hafa farið um girðing-
una á leið niður í fjöru og láðst að
loka hliðinu. Sluppu hestarnir út
úr girðingunni og var það skýring-
in á ferð þeirra um þjóðveginn. Er
vissulega ástæða til að brýna fyrir
fólki að loka hliðum þegar það er á
ferð um annarra manna lönd.
Eins og nærri má geta varð
þarna mikið tjón, því að hrossin
voru verðmæt og bifreiðin stór-
skemmdist við áreksturinn.
Brunabótamat
Sambandshúss-
ins 520 millj.
ÞAÐ hefur komið til um-
ræðu nýverið, að mennta-
málaráðuneytið seldi Víðis-
húsið og keypti í staðinn
skrifstofubyggingu Sam-
bands íslenzkra samvinnu-
félaga, samkvæmt því sem
Erlendur Einarsson for-
stjóri hefur skýrt frá í
blöðum.
Morgunblaðið fékk þær
upplýsingar hjá Húsatrygg-
ingum Reykjavíkur, að
brunabótamat hússins sé 519
milljónir 916 þúsund krónur.
Þetta mat var gert um
síðustu áramót og hefur það
hækkað talsvert síðan, enda
miðað við byggingarvísitölu.
Samkvæmt upplýsingum
fasteignasala, sem Mbl.
ræddi við, er söluverð skrif-
stofuhúsnæðis eins og Sam-
bandshússins venjulega ná-
lægt brunabótamati.