Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreíósla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Er Alþýðubandalagið veiki hlekkurinn? Tíminn, málgagn forsætisráðherra, fjallar í forystugrein í fyrradag um tengsl vísitölu og verðbólgu. Þar koma fram þrjú atriði, sem sérstaklega skera í augu: 1) Staðhæft er, að núverandi vísitölukerfi, með sjálfvirkri vísitöluskrúfu, tryggi ekki almenn launakjör, allra sízt hinna tekjulægstu. Þar um sé reynslan ólygnust. 2) Ennfremur að leiðin út úr vísitölu- og verðbólguvandanum sé sú að leggja þróun þjóðar.tekna, viðskiptakjara og kaupmáttar — ásamt tekjujöfnun — til grundvallar. Með þeim hætti einum sé unnt að standa vörð um kaupmátt launa og þann rekstrargrund- völl atvinnuvega, sem er í samræmi við efnahagslegar staðreyndir. 3) Loks er staðhæft að grein Lúðvíks Jósepssonar, formanns Alþýðubandalagsins, i Þjóðviljanum um sl. helgi, þar sem framangreindum atriðum sé andæft, sé hættumerki eða viðvörunarljós í stjórnarsamtarfinu og hafi „valdið vonbrigðum", eins og það er orðað í Tímanum. Lúðvík leggi höfuðáherzlu á verðtryggingu launasamninga en ekki á hagfellda þróun kaupmáttar til langs tíma, tekjujöfnun né hyggilega hagstjórn í landinu. Leiðari Tímans kemur á ýmsa grein heim og saman við sjónarmið Agústs Einarssonar, eins af varaþingmönnum Alþýðuflokks, sem birt eru í rammagrein á forsíðu Alþýðublaðsins sama dag. Þar segir m.a. orðrétt: „Framtíðarsýnin í efnahagsmálum verður hins vegar að nást bæði pólitískt og hagfræðilega. Verkalýðshreyfingin hefur líf þessarar ríkisstjórnar í hendi sér. Ef uppskurðurinn á vísitölukerfinu tekst ekki fyrir 1. desember, þá situr þessi stjórn aðeins fram í byrjun næsta árs.“ Þá er látið að því liggja í grein Agústs Einarssonar, að „veiki hlekkurinn" í stjórninni sé Alþýðubandalagið. Hræðsla sé innan hinna flokkanna um að það geti svikið, „þegar vel stendur á fyrir því“, eins og það er orðað. Höfundur lætur að vísu í ljós von um, að þessi hræðsla eigi ekki við rök að styðjast, þar sem Lúðvík hafi áskilið sér foreldrisrétt á ríkisstjórninni. Kjarni greinar Ágústs Einarssonar er viðvörun vegna veikrar stöðu atvinnuveganna af völdum langvarandi verðbólgu. Púls atvinnuveganna er veikur, segir hann, ekki bara sjávarútvegs, heldur ekki síður iðnaðar, einkum byggingariðnaðar. Ekkert efnahagslíf þoli til lengdar viðlíka verðbólgu og hér nagi rætur efnahagslífsins. Ef áfram haldi sem horfi springi blaðran og afleiðingin verði atvinnuleysi, sem erfitt geti reynst að uppræta. Þar um vitni reynsla annarra þjóða. Full ástæða er til að taka einlæglega undir viðvörunarorð um vanda atvinnuveganna og nauðsyn verðbólguhjöðnunar. Samdóma tortryggni málsvara Alþýðuflokks og Framsóknarflokks í garð Alþýðubandalagsins og djúpstæður skoðana- og persónuágreining- ur lofar hins vegar ekki góðu um „uppskurð vísitölukerfisins" né stjórnarsamstarfið. Ritstjórinn og ráðherrann Fyrir fjórum árum gengu nokkrir þjóðkunnir menntamenn fram fyrir skjöldu og sannreyndu í undirskriftasöfnun, sem náði til flestra byggðra bóla á landinu, að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningi við Bandaríkin. Þetta framtak kallaði fram í Þjóðviljanum dæmalausa hatursherferð, þrungna grófu persónu- níði, á hendur forystumönnum Varins lands, en svo var þessi undirskriftasöfnun nefnd. Að gefnu tilefni í nýlegum blaðadeilum vekur kunnur skólamaður, Jón Á. Gissurarson, athygli á því í grein í Mbl., að Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri en nú ráðherra, hafi verið „einna ötulastur á ritvelli þessara fögru bókmennta og hlotið fyrir kárínur". Ennfremur að Svavar hafi þegið úr sérstökum sjóði „bókmenntaverðlaun, sem fari hækkandi eftir því sem ritverkin stangast meir á við landslög“. Enn segir Jón Á. Gissurarson: „Nú er Svavar Gestsson alþingismaður og ráðherra. í sjónvarpsþætti (um verðlagsmál) taldi hann það einsýnt að allir færu að landslögum, jafnvel þeir sem yrðu fyrir barðinu á þeim, og teldu þau, vægast sagt, hæpin ...“ Hér er dreginn fram í dagsljósið dæmigerður tvískinnungur Þjóðviljamanna. Þeim finnst sjálfgefið að brjóta prentfrelsislög með óvenju sóðalegum hætti, á mönnum, sem ekkert hafa til saka unnið annað en. það að fylgja eftir sannfæringu sinni í öryggismálum þjóðarinnar, á málefnalegan og lýðræðislegan hátt. En komnir í ráðherrastóla krefjast þeir löghlýðni, jafnvel við hæpnustu lagaboð. Morgunblaðið tekur undir hverja heiðarlega hvatningu, sem tur að löghlýðni. Það vekur hins vegar athygli á því, að agkúrulegur tvískinnungur ráðherrans ber hvorki reisn né áttsýni vott. Því miður rær hann ekki einn á báti í þeim efnum. Um nýjan Nóbelsverðlaunahafa SÖGUSAGNIR um væntanlega veitingu bókmenntaverðlauna Nóbels voru furðu litlar í ár, en þó flaug fyrir að átök væru innan akademíunnar sem er skipuð átján fulltrúum. Annar hópurinn væri þess fýsandi að veita Graham Greene verðlaun- in en hann hefur iðulega verið nefndur í tengslum við þau. Hinn höfundurinn var tyrkneski höfundurinn Yasar Kemal sem er marxisti. Hvað sem því líður fékk verðlaunin hvorugur og ýmsir álíta vissulega að margir séu fullt eins verðugir og Singer. Þar á meðal hann sjálfur eins og orð hans benda til eftir að honum var frá því skýrt að hann hefði fengið verðlaunin sem í ár eru að jafnvirði rösklega 50 millj. ísl. króna. Isaac Bashevis Singer var tuttugu og eíns árs þegar hann hélt frá Póllandi þar sem hann var alinn upp. Faðir hans var rabbí og móðir hans var einnig af mjög trúaðri Gyðingafjölsk- yldu. Hann sleit barnsskónum í Varsjá við mikla fátækt og vaxandi Gyðingaofsóknirgerðu milljónum Gyðinga þar óbæri- legt, einnig áður en ofsóknir nasista hófust fyrir alvöru. Bernsku og uppvaxtarára hefur hann minnzt á eftirminnilegan hátt í ýmsum bókum sínum. „í þeim dregur hann upp ógleym- anlega mynd, margslungna og í senn þunglyndislega og dramat- íska og þó kímni klædda... þessi pólska veröld... að eilífu horfin í þjóðarmorði nasista, vaknar til lífsins í verkum Singers og hefur sett mark á manninn bæði sem rithöfund og manneskju," segir m.a. í greinargerð sænsku akademíunnar. Áður en hann hélt frá Varsjá hafði hann spreytt sig á að skrifa og hann hafði einnig lagt stund á blaðamennsku ásamt með eldri bróður sínum. Hann stundaði framhaldsnám í Var- sjá 1920—27 og fékkst við þýðingar úr jiddish og hebresku í nokkur ár. Langflest verk Singers eru skrifuð á jiddish en síðar þýdd á ensku og hefur hann sjálfur snúið sumum þeirra á ensku. Eitt af helztu verkum hans er söguleg skáldsaga í þremur bindum er komu út á nítján ára tímabili. Meðal þekktra bóka eftir hann má nefna The Family Moskat sem var fyrsta bókin er kom út eftir hann í Bandaríkj- unum og síðan má nefna Gimpel the Fool 1957, The Magician of Lublin 1960, The Spinoza of Market Street 1961 og nýjustu bækur hans Passions 1976, A Crown of Feathers 1973 og einnig bækur fyrir börn sem hafa fengið mikla útbreiðslu og er þekktust þeirra bókin „A day of Pleasure" sem kom út 1970. Singer mun upphaflega ekki hafa ætlað sér að setjast að í Bandaríkjunum fyrir fullt og allt og fór þangað til að vinna fyrir Gyðingadagblað í New York. Þegar ofsóknirnar mögn- uðust í heimalandi hans sá hann hins vegar fram á að ekki yrði aftur snúið og hann varð band- arískur ríkisborgari 1943. Hann hefur hlotið margs konar viður- kenningu þar og situr meðal annars í Lista- og vísindaaka- demíu Gyðinga og þeirri bandarísku. „Togstreitan milli gamalla hefða og viðleitni og þörf til endursköpunar og endurmats gengur eins og rauður þráður um verk Singers. Trú og dul annars vegar og frjálshyggja, efi og nihlismi hins vegar. Hann er dæmigerður Gyðingur til orðs og æðis en hann hefur boð að flytja sem eiga erindi til allra manna, ekki hvað sízt til okkar á Vesturlöndum," segir m.a. í akademíu greinargerðinni um úthlutun verðlaunanna í ár. Laxness um Nóbels- verðlaunin Morgunblaðið hafði í gær samband við Halldór Laxness, sem nú er að leggja síðustu hönd á nýjustu ritgerðir sínar í skáldsöguformi, og spurði hann um úthlutun Nóbelsverðlauna að þessu sinni. Halldór Laxness sagði, að það væri athyglisvert, að sænska akademía-n verðlauni ameríska gyðinga með stuttu millibili. í fyrra hefði Saul Bellow fengið verðlaunin fyrir skáld- sögur sínar og þekkti hann sumar þeirra, og nú hefði annar amerískur gyðingur hlotið verðlaun- in, en hann kvaðst ekki þekkja neitt til Singers.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.