Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 Námskeið í fiármálastjórn STJÓRNUNARFÉLAG íslands gengst hinn 12. október n.k. fyrir námskeiði um fjármálastjórn fyrirtækja. Námskeið þetta er eða „námstefna" eins og það er nefnt í frétt frá félaginu. er nýjung í starfi þess og með þessu fundar- formi er sérfræðingum og áhuga- mönnum á ákveðnu sviði gefinn kostur á að hittast og kynnast nýjungum í sinum fræðum og fræðast um vandamál starfs- bræðra í öðrum fyrirtækjum og ræða sameiginleg vandamál, seg- ir í fréttinni. Dagskráin er sem hér segir: Kl. 10 Setning námstefnunnar, Ragn- ar S. Halldórsson formaður S.Í., kl. 10:15 Nýjungar á sviði fjár- málafræði, prófessor Árni Vil- hjálmsson, kl. 11:15 ræðir Helgi Backman forstöðumaður hagdeild- ar Landsbanka íslands um fjár- málastjórn og bankaviðskipti, kl. 13 ræðir Hörður Sigurgestsson Ingveldur Hjaltested framkvæmdastjóri um fjármála- stjórn hjá stærri fyrirtækjum, um fjármál meðalstórra og smærri fyrirtækja ræðir Steinar Berg Björnsson kl. 13:30 og kl. 14 ræðir Björn Friðfinnsson um fjármála- stjórn hjá borgarfyrirtæki. Klukk- an 15 ræðir Páll V. Daníelsson framkvæmdastjóri um fjármála- stjórn hjá ríkisfyrirtækjum og Sigurður R. Helgason fram- kvæmdastjóri ræðir kl. 15:30 um fjármálastjórn og verðbólgu. Að loknum erindum þessum eða kl. 16 verða pallborðsumræður. Sérstaklega hefur verið boðið til námskeiðs þessa forstjórum, framkvæmdastjórum, fjármála- stjórum og öðrum er fást við fjármálastjórn fyrirtækja, en í frétt Stjórnunarfélagsins segir að efni þetta eigi erindi til banka- stjóra, starfsmanna hagdeilda, endurskoðenda og annarra er hafi eftirlit með fjármunum fyrir- tækja. Jónína Gísladóttir Tónleikar í Austurbæiarbíói ÞRIÐJU tónleikar fyrir styrktar- félaga Tónlistarfélagsins verða haldnir laugardaginn 7. október 1978 klukkan 14.30 í Austurbæjar bíói. Á tónleikunum syngur Ing- veldur Hjaltested og Jónína Gfsla- dóttir píanóleikari leikur á píanó. Á efnisskrá tónleikanna eru tón- verk eftir Franz Schubert, Johannes Brahms, Richard Strauss, Pál ísólfs- son, Edvard Grieg, Jean Sibelíus, og G. Puccini. 13 Mikið endurbótastarf hefur verið unnið við húsið í Skeljanesi G og unnið er nú að innréttingu íbúða á neðri hæðunum og í rishæð eftir að þaki var lyft. Húsið verður væntanlega tilbúið til notkunar um áramót en þar verður neyðar- og bráðabirgðahús- næði á vegum FEF. UM HELGINA, á morgun, laugardag. og á sunnudag. heldur Félag einstæðra for- eldra árlegan flóamarkað sinn og verður hann í Fáksheimil- inu eins og í fyrra. Markaður- inn verður opnaður kl. 2 eh. báða söludagana. Flóamarkað- ir FEF eru löngu orðnir árviss viðburður og vinna félagar mikið sjálfboðastarf við undir- búning þeirra. Allur ágóði af markaðnum rennur til að kaupa innréttingar í húsið að Skeljanesi 6 sem tekur til starfa um áramót. ef vel gengur. Flóamarkaðurinn nú er mjög fjölbreyttur. Á boðstólum er nýr fatnaður og notaður, leik- föng. lukkupakkar, sjónvörp. svefnbekkir. matvæli. plötu- spilari, eldunarplötur. bús- áhöld og skrautmunir og er þá aðeins fátt eitt upp talið. (FréttatilkynninK) Stuöningi vid iðnad líkt við eiturlyfjaneyzlu Stuðningsaðgerðir við iðnað er aðalmálefnið á dagskrá fundar Efnahags- og félags- málanefndar EFTA, sem nú stendur yfir í Genf. Fyrir fundinum lágu skýrslur einstakra EFTA-landa um opinberar stuðnings- aðgerðir. Miklar umræður urðu um málið, aðallega þar sem í ljós kom að skýrslur sumra landanna voru ófullkomnar. Gætti þar greinilegr- ar tregðu að skýra opinskátt frá ástandinu. Þá kom þó berlega fram í ýmsum skýrslum, að styrktar- og stuðningsaðgerðir eru orðnar mjög víðtækar í sumum landanna og virðist sem þær kalli á stöðugt auknar styrktaraðgerðir, þannig að þiggjendur styrkjanna verða þeim háðir. Að þessu leyt-i var styrkjunum líkt við eiturlyfja- neyslu, þar sem neytandinn verður eiturlyfjunum háður og þarf stöðugt stærri skammta. Þá kom einnig berlega í ljós, að margar þessara stuðningsaðgerða snið- ganga fríverslunarsamningana. Upphaflega var þetta málefni tekið á dagskrá að íslensku frumkvæði og hefur það nú verið til umfjöllunar hjá EFTA í um eitt ár. Mun lokaniðurstaða Efnahags- og félagsmálanefndarinnar væntanlega liggja fyrir seinni hluta vetrar. Mestan stuðning hafa Finnland og Sviss veitt Islandi í að knýja könnunina áfram. Af íslands hálfu sóttu fundinn Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðn- rekenda, og Haukur Björnsson, aðalframkvæmdastjóri F.Í.I. (frá Fél. ísl. iðnrek.) Peningaveski fannst í Hafnarstræti LlTIÐ pcningaveski fannst í Ilafnarstræti í gærdag um klukk- an 13.40. í veskinu voru engin skilriki en nokkur peningaupp- hæð. Eigandi getur vitjað veskis- ins í síma 16458 eða 16983. Metsöluplatan: Prakkarinn í Kattholti Þriöja sending af hinni bráöskemmti- legu barnaplötu um sjónvarpsstjörn- urnar Emil og ídu í Kattholti komin í verzlanir. Pöntunarsímar: 26139 — 16112 A.A. hljómplötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.