Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 Þórshamar GK leigður til Bretlands: Gerður út á makríl- veiðar frá Plymouth ÞÓRSHAMAR GK 75 frá Grinda- vík hefur verið leigður til Bret- lands í f jóra mánuði, en þaðan er báturinn gerður út á makrílveið- ar. Að sögn Erlings Kristjánsson- ar skipstjóra, eins af eigendum Þórshamars, hefur Þórshamar verið í leigu frá 18. september og í lok síðustu viku hafði skipið iandað 300 lestum af makríl í Skotlandi, en veiðar skipsins hófust ekki fyrr en í byrjun si'ðustu viku. Þórshamar er gerður út frá Plymouth í Englandi, en áhöfn skipsins er svo til eingöngu írsk. Einn íslendingur er um borð í skipinu, Sigmar Björnsson vél- stjóri, og verður hann einhvern tíma um borð. Þórshamar er 325 lestir að stærð, byggður í Noregi árið 1974. Þórshamar var keyptur til Grinda- víkur frá Færeyjum, en áður hét skipið Götunes. Almenna bókafé- lagið gefur út 10 bækur fram til jóla ALMENNA bókafélagið ráðgerir að senda frá sér nú fram til jóla 10 bækur og kemur ein þeirra, skáldsagan Hægara pælt en kílt, eftir Magneu Matthíasdóttur, út á næstu dögum. Hér er um að ræða fyrstu bók ungrar skáld- konu og gerist bókin annars vegar í heimi eiturlyfjanna og hins vegar í ævintýraheimi. Þá kemur út fyrra bindi af ævisögu Rögnvalds Sigurjónsson- ar píanóleikara, sem Guðrún Egilson hefur skráð. Kallað í Kremlarmúr nefnist bók, sem Agnar Þórðarson rithöfundur hefur skrifað og hefur að geyma frásögn af ferð Agnars og fleiri til Sovétríkjanna 1956 en með honum Tveir seldu í Þýzkalandi TVEIR íslenzkir bátar seldu í Þýzkalandi í gær, báðir í Bremerhaven. Höfrungur III seldi 67 tonn fyrir 21 millj- ón, meðalverð 313 krónur fyrir kg og Bylgjan frá Vestmannaeyjum seldi 35,4 tonn fyrir 9,6 milljónir, meðalverð 270 krónur fyrir kg. Uppistaðan í aflanum var ufsi. í hópnum voru meðal annars Steinn Steinarr, Jón Óskar og Jón Þórarinsson en það var að aflok- inni þessari för, sem skáldið Steinn Steinarr hóf að gagnrýna Sovétríkin og þjóðskipulagið þar. Eftir Guðmund L. Friðfinnsson frá Egilsá kemur út bók með heitinu Blóð og er þar á ferðinni skáldsaga. Sagan Hoppit eftir J. R. Tolkien en saga þessi hefur verið mikið lesin í Evrópu. AB gefur í haust út bók Per Olaf Sundmanns, Sagan af Sámi, en efnivið sögunn- ar hefur skáldið sótt í Hrafnkels- sögu Freysgoða. Þrjár ljóðabækur koma út á vegum Almenna bókafélagsins nú í haust en það er bókin Fyrir stríð eftir Erlend Jónsson, sem þegar er komin út, Jón úr Vör sendir frá sér sína tíundu ljóðabók og eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka kemur út ljóðabókin Vængir draumsins. Þá kemur út bókin Efnahagsmál eftir hagfræðingana Ásmund . Stefánsson og Þráin Eggertsson og er hún byggð á sjónvarpsþáttum, sem höfundarnir önnuðust í fyrra. Út kemur Matreiðslubók eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Einnig sendir AB frá sér reyfara eftir Helen Maclnnes, sem nefndist Njósnari í innsta hring og hefur Björn Thors þýtt söguna. Gott verð fæst á markaðnum í Grimsby „ÉG á von á því að íslenzk skip selji afla í Grimsby áður en langt um líður," sagði Ágúst Einarsson hagfræðingur hjá LÍÚ við Mbl. í gær, en sem kunnugt er hafa hafnarverkamenn í Grimsby af- létt löndunarbanni á íslensk skip. Ágúst sagði að ekkert skip hefði enn tilkynnt að það ætlaði að selja í Grimsby, enda skammt um liðið síðan opnað var fyrir íslenzkum skipum. Mjög gott verð hefur fengist á brezkum mörkuðum og þar á meðal Grimsbymarkaðnum, yfir 400 króna meðalverð fyrir- kílóið. Hins vegar hefur dregið úr söluferðum íslenzkra skipa til Bretlands og er ástæðan fyrst og fremst sú, að sögn Ágústs að óvenju lítið hefur aflast af þorski og ýsu að undanförnu. Hæst verð fæst fyrir þorsk, ýsu og kola á brezkum mörkuðum. Sovézki sendiherr- ann staðinn að ólög- legum silungsveiðum SOVÉZKI sendiherrann á ís- landi, Guergui N. Faravonov, var fyrir skömmu staðinn að ólögleg- um silungsveiðum ásamt fleiri sendiráðsstarfsmönnum í' Kirkju follsvatni. að því er dagblaðið Tíminn greinir f rá. Samkvæmt frásögn blaðsins voru það gangnamenn sem voru að smala Landmannaafrétt er komu að hópi sovézkra sendiráðsstarfs- manna í vatninu og var sendiherr- ann sjálfur þar á meðal. Öll veiði hefur hins vegar verið bönnuð í vatninu nú um skeið, en eftir því sem Tíminn segir voru Rússarnir þarna að veiðum í beztu trú, þar eð þeir höfðu í höndunum veiðileyfi er gefin voru út af íslenzkum manni. Var það sonur þess manns er síðast hafði með höndum veiðivörzlu við vatnið skamman tíma áður en veiði þar var bönnuð. Ekki hefur enn verið stofnað veiðifélag um veiðiréttindi í vatn- inu. - rVJ ¦r Fullar búðir af haustfatnaói ? Axlabandabuxur alls kyns flauelsbuxur ? galfabuxur ? skyrtur ? blússur ? mussur ? peysur ? leöurkápur ? vesti ? vatteraöir kuldajakkar o.fl. o.fl ~~Sv X &m<m TfZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Laugaveg 20. Laugaveg 66. Austurstræti 22. Glæsibæ. Sími 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.