Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 29 VELVAKANDI SVARAR j SÍMA 0100 KL. 10—11 FRA MÁNUDEGI QmjAmofiija'u ir Þessir hringdu • Jákvæð fjölmiðlun Erla Haraldsdóttiri „Eg til taka undir orð konunn- ar hjá Velvakanda í gær um að sjónvarpið taki til sýningar mynd- segulband af Billy Graham sem var sýnt í Neskirkju því fáir komust sem vildu t.d. foreldrar með ungabörn. Það vantar meira í fjölmiðla af jákvæðu efni í amstri dagsins. Það er víst nóg af öllum hlutum hér í heimi sem íþyngja fólki. Við viljum meira af því sem er mannbætandi fyrir okkar þjóð. Ég vil senda Mbl. þakkir fyrir greinarnar um Billy Graham, og svör hans og allt sitt jákvæða efni.“ • Kemur ekki niður á bruggurum? Húsmóðiri „Ég held að það veiti ekki af að við húsmæður látum heyra í okkur varðandi germálið. Veit ráðherrann ekki að ger er notaður í margt annað en til að brugga úr. Það eru nú orðið fjöldamargar húsmæður, sem nota ger sem í sjálfu sér er mjög hollur, til baksturs brauða, bolla og fl. og hvað með pizza, sem er orðinn mjög vinsæll matur á mörgum heimilum. Það er útilokað að búa hana til án gers. Á að banna okkur að búa til hollan og góðan mat? Það er greinilegt að það mun koma langverst niður á okkur og á bakaríum er minnst á þeim sem sem brugga af því að þeir munu bara fara aðrar leiðir og rækta þetta sjálfir. Það verður varla selt meira áfengi þótt bannað verði að flytja inn gerinn.“ • Snýst á móti Bergljóti — Ég vil fá að taka undir með þeim sem ræðir um reykingaáróð- SKÁK Umsjón: Margeir Pitursson Á IBM skákmótinu í Amsterdam í sumar kom þessi staða upp í skák þeirra Pflegers, V-Þýzkalandi, sem hafði hvítt og áttí leik, og Langewegs, Hollnadi. ur hjá Velvakanda í gær þar sem sagt er að áróðurinn geti gengið of langt. Það er nú svo komið að menn sem reykja eru farnir að snúast öndverðir gegn þessum mikla áróðri og telja hann of mikinn. Áróðurinn á rétt á sér, en má hann ekki fremur vera samur og jafn, en í svona bylgjum? Liggur stundum við að mönnum finnist allt að því frekja í þviíólki, sem ekki reykir og það sé hortugt yfir því að reykja nú ekki, en ég hefði haldið að allt reykingafólk, sem á annað borð kann sig, spyrði leyfis áður en það kveikti sér í sígarettu, þannig að ekki þarf alltaf að vera um ókurteisi eða illgirni reykingamanna að ræða í garð hinna, því eftir þennan áróður gera reykingamenn sér far um að trufla ekki heilsurækt hinna. • Leiðrétting Sveinn Sveinsson bað fyrir leiðréttingu við grein hans í gær þar sem fjallað var um turninn. — Það sem ég vildi segja um málefni turnsins var, sagði Sveinn, að ég skoraði á hinn nýja borgarstjóra og borgarstjórn að ganga frá Bernhöftstorfunni niður Banka- strætið og virða fyrir sér staðsetn- ingu turnsins, og dæma síðan um það hvort þeim finnst hann ekki skemma útsýnið eftir Austur- strætinu og myndi ég sem aðrir Reykvíkingar hlíta úrskurði þeirra eftir þessa athugun. • Fasteigna- skattarnir hverfi H.J.t — Ég er mjög sammála grein Herdísar Hermóðsdóttur í Mbl. í gær þar sem hún ræðir m.a. skattamálin og mættu þessir fasteignaskattar vel hverfa. Það er í raun verið að refsa duglegu fólki sem drífur upp húsnæði yfir sig, greiðir fyrir það fullt verð og skatta af öllum atriðum og þarf svo að greiða árlega svo og svo mikla skatta í viðbót. Svo er alltaf verið að hnýta í þetta fólk og því haldið fram að þetta séu hin breiðu bök og talað er um að það eigi líka að byggja yfir leigjendur. Leigjendur biðja líka mikið um réttmæta húsaleigu, en hvað er réttmæt húsaleiga? Ég held það megi ekki stefna feigjendum og húseigendum saman sem andstæð- ingum eins og oft er gert, því hagsmunir þeirra eiga ekkert að þurfa að rekast á. HOGNI HREKKVISI - - Jtt/A N' HCLOOíeM ÁÐ ’feö MÍ6I PA ÖLAe\Ð MITT ry/2|£ " 52? SIGGA v/gga g hLvtteu Hafnarfjöróur Frá 1. október hættir Magnús Kristinsson afgreiðslu Morgunblaðsins í Hafnarfirði. Kaup- endur blaðsins í Hafnarfirði eru vinsamlega beðnir að snúa sér framvegis til afgreiöslunnar í Rvík í síma 10100. Opið til kl. 7 í kvöld og til hádegis á morgun. H ERRADE I LD AUSTURSTRÆTI 14 HRAUST BORÐA SMJÖR Þau eipa heilsu sína og hreysti undir þeim mat sem þau fá.Gefið þeim ekta fæóu. Notió smjör. Smjörió veitir þeim A og Dvítamín. Avítamín styrkir t.d. sjónina og D vítamín tennumar. 34. Rh6+! - gxhf), 35. Df6 - He5. 36. Bxe5 - dxe5, 37. IId7 - Dc6. 38. Dxf7+ - Kh8, 39. Hd8 og svartur gafst upp. Timman varð sigurvegari á mótinu, hann hlaut 9 Vá vinning af 13 mögulegum. Næstur kom ungverski stór- meistarinn Rihli með 8V2 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.