Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 Raggi Bjarna aftur á ról Hljómsveit hans skemmtir á Sögu í vetur ásamt ngrri söngkonu RAGNAR Bjarnason or aftur kominn á kroik moð hljómsveit sína o(í mun í votur skommta jíostum í Súlnasal Ilótel Söku. þar som hann hefur skommt lcngi — svo lcngi segja sumir samstarfsmanna hans að hann fyljjdi toikninjíunni af húsinu á sínum tíma. RajíKÍ og hljómsveit hans hyrja formloKa á Sögu í kvöld. föstudaj? ok munu vora þar á forðinni moð aihliða dansmúsík um holgar í allan vctur. Rajínar hefur stokkað hljórn- sveitina töluvert upp frá því í fyrra en þau tíðindi eru þó helzt að hann hefur fenfjið nýja sönfíkonu, Eddu Sifíurðardóttur, sem sá auglýsingu frá Ragnari um að hann væri á höttunum eftir söngkonu fyrir hljómsveit sína og sótti um. Edda er þó ekki algjör nýgræðingur í söngnum, því að hún söng með bítlahljóm- sveit fyrir allmörgum árum, meðal annars með Jónasi Jóns- syni, meðan Lídó var og hét. Var hún valin úr hópi allmargra umsækjenda eftir að hafa sung- ið 1—2 lög til reynslu. Að öðru le.vti verður hljóm- sveitin í vetur skipuð þeim Karli Möller á hljómborð, Eyþór Stefánssyni á bassa, Stefáni Jónssyni á trommur og Jóni Sigurðssyni á bassa, sem ásamt Ragnari annast útsetningarnar. Jón er búinn að vera í bransan- um í 30 ár og er gamalreyndur útsetjari, en hann fer einnig lofsamlegum orðum um Ragnar sem útsetjara. Svo má ekki gleyma því við upptalningu hljóðfæraleikara að Ragnar grípur sjálfur í píanóið. Það kemur draumkenndur glampi í augun á nestorunum, þeim Jóni og Ragnari, þegar þeir rifja upp hina gömlu góðu daga. „Þetta er orðið allt öðru vísi núna,“ segir Jón bassi, þegar blaðamaður Mbl. hitti þá félaga á æfingu. „Hérna áður fyrr gat maður spilað þá tónlist sem maður hafði sjálfur mestan áhuga á og dansgestir komust ekki upp með moðreyk. Nú verður maður hins vegar að elta vinsældalistann til að tolla í þessu.“ Og Ragnar segir dapurlega sögu af því, þegar hann fyrst brenndi sig á því að nýir tímar voru runnir upp í þessu efni. Þá settu þeir nokkrir félagarnir saman band og ætluðu að spila í Sjálfstæðishúsinu einmitt þá tónlist sem þeir báru sjálfir mest fyrir brjósti. Þeir voru reknir eftir viku, enda var þá gestaauðn orðin í húsinu. Ragn- ar segist hafa látið sér þetta að kenningu verða, en eftir sem áður vilji hann leitast við að skapa dálítið mótvægi gegn dískótekfárinu sem sé að verða alls ráðandi. „Ég veit að það er fullt af fólki sem vill dansa eftir lifandi danstónlist," segir Ragn- ar. Ragnar tekur einnig fram, að hann sé að miklu leyti að hætta að syngja sjálfur, og það sé reyndar ástæðan fyrir því hvað heyrist sjaldan í honum á nýjum hljómplötum nú orðið. Hann segist láta unga fólkinu í hljómsveitinni sönginn eftir í æ ríkara mæli. „Hér í eina tíð var þetta þannig, að fólk hlustaði á mig í útvarpinu kannski um daginn og dansaði undir söng mínum á Sögu um kvöldið en svo þegar ég keyrði þetta sama fólk heim í leigubílnum um nóttina voru víst einhverjir farnir að fá nóg af mér,“ segir Ragnar. Illjómsveit Ragnars Bjarnasonar — Fremst er nýja söngkonan Edda Sigurðardóttir milli þeirra Ragnars og Jóns bassa en í aftari röð eru frá vinstri: Eyþór Stefánsson, Karl Möller, Andrés Ingólfsson Og Stefán Jónsson. I.jósm. Mhl. Kristján. Pastor 0. J. Olsen Minningarorð „Haustátak” Kristi- legs stúdentafélags KRISTILEGT stúdentaíélag stendur um þessar mundir fyrir kynningarherferð í Háskóla íslands og er með henni verið að kynna starfsemi KSF, boðskap þess innan Háskólans og eru í þessu skyni haldnir ýmsir fundir og fyrirlestrar þar sem rædd eru ýmis atriði er snerta kristna trú. í kvöld stendur fólagið ásamt öðrum kristilegum félögum fyrir samkomu í Neskirkju. Um næstu helgi messar sr. Gísli Jónasson skólaprestur kl. 11 í Neskirkju og kl. 17 þann dag ræðir Asgeir B. Ellertsson dr. med. efnið Kristindómur og nútíma læknis- fræði á fundi í Norræna húsinu og síðasti liður haustátaksins verður fundur á þriðjudag 10. okt. kl. 20:30 í stofu 102 í Lögbergi þar sem fjórir einstaklingar svara spurningunni Hvers virði er Krist- ur mér? . í framhaldi af haustátaki þessu heldur Kristilegt stúdentafélag mót í Vatnaskógi dagana 13,—15. október og verða þar ýmsir HauMtálak *7B B6kaáigAfiin SAI.T Kristilegt stúdentafélag kynnir Haust- átak f blaði sínu Salti — kristilegu stúdentablaði. dagskrárliðir, biblíulestrar, erindi og hópumræður. Til að kynna „Haustátak" meðal stúdenta í Háskólanum hefur KSF gefið út blað sitt „Salt — kristilegt stúdentablað" og hefur það þegar verið sent til háskólastúdenta. Þar er greint frá því sem félagið býður uppá í tengslum við haustátakið og má þar nefna að á sérstökum bókaborðum verða boðnar ýmsar kristilegar bækur til sölu og bæklingar á íslenzku og erlendum málum. I blaðinu segir Ragnar Gunnarsson formaður KSF svo um haustátakið m.a.: „Ég vona að þetta haustátak megi ná tilgangi sínum, sem er að fleiri stúdentar fái áhuga á að kynnast félaginu okkar og því sem það byggir á, trúnni á Jesúm Krist. Einnig vona ég að stúdentar noti þetta tækifæri til þess að leita svara við spurningum sem þeir kunna að bera í brjósti varðandi kristindóminn.“ Fæddur 6. ágúst 1887 Dáinn 24. sept. 1978. Foringinn er fallinn. Einn aðal- burðarás og brautryðjandi Aðventstarfsins á Islandi. Olav Johan Olsen, en svo hét hann fullu nafni, kom hingað til landsins ungur að árum, rúmlega tvítugur að aldri, árið 1911. Hóf hann þá starf sitt fullur áhuga og orku og hikaði hvergi. „Ég er norskur Norðmaður frá Noregi,“ sagði hann oft í góðlátlegu gamni. Hér á landi sá hann fyrir sér víðáttumikinn ósáinn akur, enda fór hann víða. Þá var lítið um samgöngumöguleika, óvíða vegir og bílar engir. Annað hvort varð að fara fótgangandi um landið eða með seingengum flóabátum sjó- leiðina í kringum land, og hvort tveggja var gert, því að maðurinn var bæði hraustur og þrekmikill og kunni ekki að hlífa sér. Honum var sérlega létt um hvaða erfiðisvinnu sem var og dró ekki af sér, því að hann var hamur duglegur ekki sízt í byggingarvinnu. Um rúmlega hálfrar aldar skeið starfaði hann hér og lagði oft land undir lúinn fót við að flytja fólki fagnaðar- og friðarboðskap Jesú Krists. Fræddi hann alla, sem heyra vildu, um spádómsorð heilagrar Ritningar. Hann var þaulkunnugur spádómum Biblíunnar, gerði sér far um að þekkja þá vel og tilgang þeirra. Varði hann jafnan miklum tíma, í prédikunum sínum, til þess að sýna fram á uppfyllingu þeirra í bókum Nýjatestamentisins. Oft- lega benti hann á þessi ummæli postulans: „Því að ekki fylgdum vér spak- lega uppspunnum skröksögum, er vér kunngjörðum yrður um mátt og komu drottins vors Jesú Krists, — Vitið það umfram allt, að enginn Ritningar-spádómur verður þýddur af sjálfum sér. Því aldrei var nokkur spádómur bor- inn fram að vilja manns, heldur töluðu menn frá Guði, knúðir af heilögum anda,“ 2. Pét, 16—20. Hafði sumum tilheyrendum hans fundist hann stundum kveða fullsterklega að orði í málflutningi sínum, mun eilfíðin ein sýna sannleiksgildi orða hans, hvernig hann lagði sig fram til þess að vísa mönnum vandlega til vegar og byggði þær leiðbeiningar á heilögu spádómsorði Guðs, „sem skín eins og Ijós á myrkum stað.“ Um landið fór hann þvert og endilangt og byggði kirkjur, sam- komuhús og skóla. En út frá slíkum stöðvum barst boðskapur- inn um „Ríkið." Allir, sem kynntust O. J. Olsen náið, komust að raun um hér fór meira en meðal maður. Hann var stórbrotinn í lund og hjartahlýr, viðkvæmur og góðviljaður. Sýndi það sig bezt m.a. það árið, sem spánska veikin gekk hér og lagði fjöldann allan að velli. Þá bjó hann í Hafnarfirði og gekk þá um bæinn, inn í heimilin, í samráði við bæjarlækninn og lagði heita bakstra á sjúklingana. Þannig gekk hann dag eftir dag og viku eftir viku, án þess að taka nokkra greiðslu fyrir, unz sótthitinn hvarf og fólkið komst til heilsu. Og enn í dag man fólkið þessa tíma og segir: „Olsen var einstakur maður, hann kom til okkar og bað fyrir okkur og hjúkraði okkur af alúð.“ En þar sem mest kvað að Olsen, var á ræðupallinum. Hann var mikill kennimaður, eldheitur andans maður, skýr og rökfastur í málflutningi. Hafði mikinn og sterkan persónuleika. Talaði alltaf blaðlaust og gaf tilheyrendum sínum mikið veganesti. Olsen var tvíkvæntur maður, fyrri kona hans var frá Noregi, Alíne að nafni. Er hún látin fyrir mörgum árum. Þeim varð 6 barna auðið, sem flest eru búsett í Noregi. Esther sjúkraþjálfari, Haraldur læknir, látinn fyrir nokkru, Ruth, Ólafur, Jósef læknir í Svíþjóð og Víola. Síðari kona hans er Kristín Guðmundsdóttir, sjúklingur á sjúkrahúsi hér í Reykjavík. Síðustu æfiár sín hefur Olsen dvalið í Noregi og nú upp á síðkastið hjá börnum sínum, sérstaklega hjá Ester og Josef sem hafa hlúða að honum og annast af mikilli alúð., Fjötur dauðans hlífir engum, fyrir honum eru allir jafnir, enda féll nú þessi aldna hetja fyrir valdi hans, saddur lífdaga, 91 árs að aldri. Nú gat hann sagt eins og postulinn forðum: „Því það er nú svo komið að mér er fórnfært, og tíminn er kominn að ég taki mig upp. Ég hefi barist góðu barátt- unni, hefi fullnað skeiðið, hefi varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlæsisins, sem Drottinn mun gefa mér á þeim degi, hann hinn réttláti dómari, en ekki einungis mér, heldur og öllum, sem elskað hafa opinberun hans.“ Tím. 4, 6—8. Útför Olsens fer fram í dag að Borás í Svíþjóð og minningarat- höfn fer fram einnig í dag kl. 2 síðd. í Aðventkirkjunni í Reykja- vík. Við biðjum eiginkonu hans, börnum öllum svo og öðrum ástvinum hans blessunar Guðs og styrks í baráttu lífsins og kveðjum hann öll hinstu kveðju með orðum sálmaskáldsins: Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. B) 01. Guðmundson. Afmœlis- og minningar- greinar ATHYGLI skai vakin á því, e" afmælis- og minningargrr ii.,.i . verða að berast blaðir.með góðum fyrirvara. Þ-.nnig verð- ur grein, sem óirtast á í miðvikudagshl ði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.