Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 31 Ingunn og Jón í KA Frjálsíþróttkonan góð- kunna, Ingunn Einarsdótt- ir,, sem keppt hefur undir merki íþróttafélags Reykjavíkur (IR) frá 1972, hefur nú ákveðið að snúa til bernskustöðvanna og keppir hún því í nafni Knattspyrnufélags Akur- eyrar (KA) á næsta ári. Ingunn var skorin upp í sumar við brjósklosi en er á góðum batavegi og byrj- uð að æfa smávegis á ný. Ennfremur mun Jón S. Þóröar- son ganga í raöir akureyrska frjálsíþróttamanna á næsta ári og er ekki að efa að þau Ingunn og Jón vei-ða frjálsíþróttum á Akur- eyri mikil lyftistóng. Margir efni- 'legir Akureyringar hafa vakið athygli fyrir góðan árangur á frjálsíþróttamótum í sumar. — ágás. Pétur með freistandi tilboð frá Feyenoord Fer til Hollands á morgun að líta á aðstæður _________________________Mark Jóns 200 mílna hlaupið félí niður frægt orðið! ÞVI miður verður ekkert af 200 mflna hlaupinu. sem áformað var nú í haust. Jón Guðlaugsson langhlaupari hafði sem kunnugt er skorað á alla hlaupara heims eð etja við sig kappi í þessari vegalcngd. Einn hlaupari tók áskoruninni. Ágúst Ásgeirsson. ÍR. Þegar til kom. gat Jón ekki komið því við að hlaupa nú í haust en mögulegt er að hlaupið fari íram na>sta haust. Jón var ákaflega óánægður yfir því að ekki skyldu fleiri hlauparar taka áskoruninni. Átti hann von á því að erlendir hlauparar kæmu til leiks en sú von brást. Jón hefur sem kunnugt er hlaupið 200 mílna hlaup áður. I því hlaupi fann hann upp hinn fræga hlaupastíl, sem kallaður er hjóla- stíll. ¦ Watford fyrirbærið Það kom auðvitað gífurlega á óvart, þegar Watford, lið Eltons Johns í 3. deild, gerði sér lítið fyrir og vann risana Manchester United á Old Trafford í fyrrakvöld í 3. umferð deildarbikarkeppninnar. En ekki var það einsdæmi, síðast þegar Watford kom í heimsókn til United, í FA-bikarleik árið 1969, náði Watford jafntefli og vann síðan 2—0 á heimavelli sínum og vöktu þau úrslit ekki síður athygli þá heldur en nú. Kisánoer á kaf í tatsppuna TILKYNNT var í gær að fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkj- anna Henry Kissinger. hefði verið kjiirinn formaður Bandaríska knattspyrnusambandsins. Þá kom fram að eitt aí meiri háttar verkefnunv hans verður að fá heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu til Bandaríkjanna 1990. Verður það erfitt verkefni við að glíma. Alþjóða knattspyrnusam- handið hefur ekki samþykkt þær reglur sem leikið er eftir í Bandaríkjunum. Kissinger hefur alltaf verið mikill áhugamaður um knatt- spyrnu og mætt sem áhorfandi á þrjár síðustu HM-keppnir. — Ég hef alltaf. haft mikinn áhuga á knattspyrnu og hef ávallt reynt að koma því viö á ferða- lögum mínum að sjá spennandi leiki ef þess hefur verið nokkur kostur sagði Kissinger við frétta- menn. Marka-Pele s**tölur.á Landslið Brasilíu hefur leikið 490 leiki allar götur síðan 1914. Liðið hefur unnið 317 sigra, gert 91 jafntefli og tapað aðeins 82 leikjum. Liðið hefur skorað 1177 mörk en fengið á sig 537. bað cr athyglisvert, að á ferli sínum skoraði Pele fleiri mörk heldur en landslið Brasiliu allt aftur til 1914! Arið 1969 skoraði Pele sitt 1000 mark. Á myndinni hér fyrir ofan fagnar hann 1221 marki sínu, það skoraði hann árið 1975 í Dallas Texas í leik með Cosmos. ÞAD var sannkb'lluð haustslátrun í Laugardalshöllinni í gærkvöldi, en þá fóru þar fram þrír leikir í Reykjavíkurmótinu í handbolta. Minnsti sigur kvöldsins var 9 marka sigur Vals yfir ÍRingum 25-16 (11-10). Víkingur lagði Þrótt með 10 mörkum, 25—15 (12—7) og verstu útreiðina hlaut lið Leiknis, er það mætti Fram og tapaði 17-32 (5-15). Það var sami haustbragurinn á handboltanum í gærkvöldi og raunar lítið um leikina að segja. Leiknir skoraði ekki mark fyrstu 18 mínútur fyrri hálfleiks og þegar Hafliði Kristinsson loks skoraði úr víti, var staðan orðin 10—0 fyrir Fram. Leiknismenn söxuðu enn á forskot Framara 6 mínútum síðar, er Hafliði breytti stöðunni úr 13—1 í 13—2! Kæruleysi Framara gerði Leiknismönnum kleift að skora nokkuð er á leið, en án Hafliða Péturssonar v'ar hvorki haus, sporður né uggar á liði Leiknis. Þó fóru fram í Hafnarfirði í gærkvöldi leikir milli FH og Hauka, bæði í karla og kvennaflokki. Konurnar léku um Emblu-bikarinn, en karlarnir um ESSO-bikarinn. FH vann báða leikina, 21 — 19 í karla- flokki og 17—12 í kvennaflokki. -gg. MARGIR hafa ekki gleymt því. þegar Jón Þorbjörnsson. mark- vörður ÍA. skoraði beint úr útsparki gegn Víkingum. Diðrik missti boltann milli fóta sér. Nú vcit alheimur af þcssu spaugilcga marki. í hinu víðlesna enska knattspyrnuriti Shoot er sagt frá atviki þessu. með þeim orðum að IIM í Argentínu hafi sýnt fram á langskot sem mikilvægan þátt í sóknarleik. cn hér væri full langt gcngið. enda meira en 90 metrar! A FUNDI. scm knattspyrnu- maðurinn Pétur Pétursson átti með P. Stcphan. framkvæmda- stjóra Feyenoord. á Hótel Loft- leiðum í gærkvöldi. bauð fram- kvæmdastjórinn Pctri atvinnu- mannasamning hjá Fcyenoord. Pétur mun íhuga þetta tilboð, sem mun vera mjög freistandi, eftir þvi sem Mbl. kemst næst. Fer Pétur utan til Hollands á morgun ásamt P. Stephan til þess að líta á aðstæður hjá Feyenoord. Pétur sagði í samtli við Mbl. í gærkvöldi, að hann vildi ekkert um málið segja að svo stöddu. Telja má líklegt, að Pétur taki þessu tilboði, enda freistandi fyrir ungan knatt- spyrnumann að byrja atvinnu- mannsferil hjá jafn þekktu knatt- spyrnuliði og Feyenoord er, en liðið varð m.a. Evrópumeistari í knattspyrnu árið 1970. Karl Þórðarson átti einnig viðræður við framkvæmdastjóra Feyenoord í gærkvöldi, en honum var ekki boðinn samningur að svo stöddu a.m.k. Fleiri félög hafa sýnt áhuga á Karli og mun það vafalaust skýrast á næstunni hvort hann fer út í atvinnu- mennsku. - ss *<& */s<? -^ Lækkuö verö a þegar stórlækkuöum veröum á Stórútsölu "S» verksmiójuútsölu Karnabæjar Belgjagerðarinnar í kjallara Idnadarmannahússins á ^. ad Hallveigarstíg 1. ^" 7f O Pólar úlpur, barna- unglinga-, fullorðinna. D Anorakkar barna- unglinga, fulloröinna, O Sloppar, O O Stórkostlegt úrval af alls konar efnum. O Kakhi buxur O Terylenebuxur O Herraskyrtur O Dömupeysur O Dömudragtir O Tweed pils O Kjólar O Bolir O Mussur O Flauelsbuxur O Denimbuxur O Dömublússur O Dömujakkar O Mittisjakkar O PilsO Herrajakkaföt m. vestiO DressO HerrajakkarO o.m.fl. o.m.fl. Þessa utsölu er ekki hægt að láta fram hjá sér fara á þessum síðustu og verstu tímum. Tökum fram drengja- og herraskyrtur L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.