Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 23 Fæddur 11. janúar 1926. Dáinn 30. september 1978. Jónatan var fæddur á Patreks- firöi, en þar bjuggu foreldrar hans, hjónin Kristín Haraldsdóttir og Guðbrandur Jpnatansson. Voru þau bæði ættuð af Snæfellsnesi. Bæði eru þau látin og gengin til feðra sinna. Kristín og Guðbrandur eignuð- ust 8 börn og var Jónatan þeirra yngstur. Erfitt árferði var á uppvaxtarárum Jónatans. 14 ára er hann byrjaður að létta undir, er farinn að stunda sjó, sem hann gerði um mörg ár. 15 ára gamall ræðst hann í skipsrúm austur á Norðfirði. Síðar lá leið hans suður og var hann um árabil á togurum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar: Jónatan Guðbrands- son - Minningarorð Liðtækur og duglegur að hverju sem gengið var. Vegna bilaðrar heilsu hætti Jónatan sjóverkum. Vann eftir það við uppbyggingu Straumsvíkur og síðar hjá Hafn- arfjarðarkaupstað. Heilsubilun Jónatans stafaði af því að maginn sprakk í honpm, er hann var 32 ára. Sjálfsbjargarviðleitnin var honum í blóð borin, einbeitni hans og lífsorka bauð honum að gefast ekki upp. En enginn má sköpum renna. Heilsufar Jónatans beygði hann, en braut hann ekki. Bjargaði honum þar einlæg og barnsleg trú, er bar hann yfir erfiðleikana. 21. júlí 1951 varð örlagadagur Jónatans. Þá gekk hann að eiga Guðmundu Guðmundsdóttur úr Hafnarfirði. Stóð heimili þeirra þar alla tíð. Lengst af í Lækjar- götu 28. 10 urðu börnin og lifa þau öll, nema drengur er andaðist í fæðingu. Börnin eru talin í aldursröð, Sævar búsettur á Hvammstanga, kvæntur Hólmfríði Bjarnadóttur. Eiga þau fjögur börn. Sigrún býr í Keflavík, gift Pétri Jóhannssyni, eiga þau þrjú börn. Grétar býr í Vestmannaeyjum, kvæntur As- laugu Bjarnhéðinsdóttur, eiga þau eitt barn. Þórunn Inga býr i Reykjavík, gift Birni Jónassyni, eiga þau þrjú börn. Kristín Helga býr í Hafnarfirði, gift Sigurði Trausta Sigurðssyni, eiga þau þrjú börn. Guðbrandur býr í Vest- mannaeyjum, kvæntur Hrönn Sig- urjónsdóttur og eiga þau tvö börn. Guðrún Lára býr í Keflavík, gift Ólafi Asgeirssyni, eiga þau eitt barn. Yngstir og dvelja í foreldra- húsum eru bræðurnir Jónatan og Sigurbergur. Af framanrituðu sést að lífið var ekki einber leikur fyrir þau hjón. Heldur barátta með vonbrigðum og sigrum. Sigurinn er alltaf sætur og ber allt uppi. Við ævilok Jónatans stóð hann að öllu yfir- unnu. Hjálpaði honum þar svo ómetanlegt var barnsleg Guðstrú og traust á Jesú Kristi. Jarðneskt mótlæti og heilsuleysi, gat ekki brotið þetta niður. Þó svo að Jónatan sýndist bogna undir byrðunum, þá brotnaði hann aldrei. Trú sína á Jesú innrætti hann börnum sínum. Var það besta veganesti er þau gátu fengið. Jónatan unni öllu því sem fagurt er í sköpun Drottins. Hann var hrifnæmur maður og hafði yndi af söng og hljómlist, enda sjálfur ágætur hljóðfæraleikari og lék hann á orgel af list. Góður drengur er genginn langt um aldur fram. Sár söknuður er kveðinn að eiginkonu hans, börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um, ásamt systkinum og stórum vinahópi. Fullvissa trúarinnar gefur huggun á skilnaðarstund. Jónatan vissi að hverju stefndi og fól hann sig í hendur þeim Drottni er skapað hefir himin og jörð. Honum var það hvorki hulið eða ráðgáta. Hann átti fulla vissu um frelsandi náð Guðs í Jesú Kristi. Gat hann sagt með Páli postyla: „Lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur". Á harmastundu þeg- ar góður eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi er kvaddur, þá er það huggun harmi gegn, að Jónatan er farinn heim til Jesú og englanna, til þess staðar, sem í Biblíunni er kallaður Paradís, þar sem enginn sjúkdómur er og engin synd. Þar er betra að vera. Farmaður á lífsins hafi er lentur í lífsins höfn. Blessuð veri minning Jónatans Guðbrandssonar. Einar J. Gislason. í dag er til moldar borinn minn kæri tengdafaðir, Jónatan Guðbrandsson, Breiðvangi 32 í Hafnarfirði. Hann lést á Borgar- sjúkrahúsinu aðfaranótt 30. sept. s.l. Dauðinn kemur ætíð að óvör- um. Við vildum njóta návistar Jónatans svo miklu lengur, en dómurinn mikli var kveðinn upp um miðja nótt öllum að óvörum. Sjúkdómurinn var erfiður en batamerkin voru greinileg og bjartara virtist framundan. Minningarnar eru margar er hugurinn reikar um þau ár sem við áttum samleið. Er ég tók fyrst í hönd hans, vinnulúna og harða, fann ég hlýhug og styrk mæta mér sem ætíð síðan, nú síðast á sjúkrabeði hans skömmu fyrir andlát hans. Jónatan var sannur vinur, ást- ríkur eiginmaður og faðir, en síðast en ekki síst ylríkur afi litlu sólargeislunum sínum, barna- börnunum. Það voru hans dýrðarstundir þegar þau komu til hans eða hann til þeirra. Afi þurrkaði tárin og lyfti lítilli manneskju og þá birti til og bros færðist yfir lítið andlit. Heilsan gaf sig nú hin síðari ár og þá voru það barnabörnin sem bezt hjálpuðu afa að gleyma þjáningunum um stund. Nú minn- ast þau afa og þakka honum samveruna um leið og þau spyrja: „Af hverju þurfti hann afi að deyja." Guð blessi afa og styrki ömmu í hennar miklu sorg. Við þökkum tengdapabba fyrir samfylgdina. Það var gott að ganga með honum en gatan var of stutt. Megi Jónatan fara í friði og friður Guðs blessa hann. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Tengdadóttir. Og meir en þaö. Þvi auk þess aö nýja platan þeirra hefur aö geyma afburðarhress og skemmtileg lög eins og t.d. DANSAÐ Á DEKKI, ÞÚ ERT YNDISLEG, ÁSTIN EINA, og SÓLIN SKEIN o.fl. frábær stuölög, sem haldið hafa uppi fjöri víöa um land aö undanförnu, þá hefur platan einnig aö geyma hiö undurljúfa og failega lag í ÖRMUM ÞÍNUM, sem nú nýtur geysilegra vinsælda á öldum Ijósvakans, sem og annarsstaðar. Við vorum nú að taka upp nýja sendingu af plötu Fjörefnis „DANSAÐ Á DEKKI“ og veitir ekki af, Því pjóðin er aö veröa veik í Fjörefni. sUÍAor hf S.28155 Dreifing um Karnabæ hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.