Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
227. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kjarnorkukafbáturinn USS Trepang við sjósetningu 1970. s,mamyn<i ap
Ætluðu að ræna
k j arnorkukafbát
St. Louis, Missouri, 5. október. AP.
BANDARISKA alríkislögreglan FBI hefur handtekið tvo menn í St.
Louis og einn í New York-ríki fyrir sams«ri um að stela bandaríska
kjarnorkukafbátnum Trepang sem hefur bækistöð í New London,
Connecticut.
Þeir sem voru handteknir voru
Edward J. Mendenhall, starfsmað-
ur tryggingafyrirtækis í St. Louis,
Kurtis J. Schmidt, teppahreinsari í
sömu borg, og James W. Cosgrove
frá New York-ríki.
Roy B. Klager, fulltrúi FBI í St.
Louis, segir að málið hafi komið
fram í dagsljósið í síðasta mánuði
Edward J. Mendenhall, 24 ára
gamall. sést hér er var verið að
flytja hann til yfirheyrslu í St.
Louis í gær eftir að hann hafði
ásamt tveimur öðrum verið ákærð-
ur fyrir samsæri um að stela USS
Trepang.
þegar Mendenhall og Cosgrove
reyndu að fá til liðs við sig mann
nokkurn sem var á mála hjá
alríkislögreglunni og fá hann til að
vera með í áhöfninni. Áhöfnin átti
að vera tólf manna og hún átti að
sigla Trepang út á Atlantshaf til
fundar við óþekktan kaupanda.
Mennirnir ætluðu að myrða 100
manna áhöfn kafbátsins og
sprengja síðan upp birgðaskip
Trepang þar sem það lægi við
hliðina á kafbátnum til að dreifa
athyglinni og hindra eltingaleik
annarra herskipa í flotastöðinni í
New London.
Gert var ráð fyrir því að ef
nauðsynlegt reyndist að auðvelda
flótta kafbátsins skyldi skjóta
kjarnorkueldflaug á flotastöðina
eða stórborg á austurströndinni að
sögn Klagers.
Talsmaður bandaríska sjóhers-
ins, David Cooney aðmírall, segir
að slík áætlun hefði aldrei getað
heppnazt. „Tólf menn af götunni
gætu ekki siglt kafbáti eins og
þessum," sagði hann. Hann sagði
að til að sigla Trepang þyrfti 100
manna sérþjálfaða áhöfn.
Trepang er af Sturgeon-gerð og
búin gagnkafbátavopnum sem kall-
ast Subroc og eru með kjarnaodd-
um,
Stjórn Fálldins sagði af sér:
„Við getum ekki sam-
ið af okkur sálina”
Stokkhólmi, 5. okt. AP
RÍKISSTJÓRN Thorbjörns Falld
ins, fyrsta borgaraflokka stjórn í
Svíþjóð í nálega hálfa öld. sagði
af sér í kvöld eftir langvarandi
ágreining innan þeirra fiokka
sem áttu aðild að stjórninni,
einkum með tilliti til kjarnorku-
mála svo sem iðuiega hefur komið
fram.
Fálldin afhenti forseta sænska
þingsins afsagnarbeiðni sína síð-
degis og skýrði síðan ákvörðun
sína á blaðamannafundi sem var
haldinn skömmu síðar í þinghús-
inu.
Deildar meiningar borgara-
flokkanna þriggja um afstöðuna
til kjarnorkumála og framtíðar-
þróunar kjarnorku í Svíþjóð hefur
sett mikinn svip á þessa ríkis-
stjórn og hefur það verið henni
fjötur um fót að flestra dómi
hversu djúpstæður sá ágreiningur
hefur verið. Flokkur Fálldins
hefur verið hvað einarðastur í
afstöðu sinni til þess að ekki verði
byggð fleiri kjarnorkuver í
Svíþjóð.
Sænsk blöð veðjuðu í kvöld á að
næsti forsætisráðherra Svíþjóðar
yrði Ola Ullsten formaður Frjáls-
lynda flokksins. Á blaðamanna-
Thorbjörn Falldin forsætisráð-
herra Svíþjóðar sést hér afhenda
forseta sænska þingsins. Henry
Allard. lausnarbeiðni stjórnar-
innar í gær. Símamynd AP
fundinum eftir afsögn stjórnar-
innar gagnrýndi Fálldin þá Boh-
man og Ullsten fyrir að vilja ekki
fallast á þjóðaratkvæði um kjarn-
orkumálin og taldi að þeir tækju á
sig mikla ábyrgð með því að
samþykkja ekki þá lýðræðislegu
leið til að kanna hug almennings.
Fálldin kvaðst hafa verið reiðu-
búinn til málamiðlunar og að
semja ef unnt reyndist „en ég tel
ekki rétt að semja af sér sálina"
sagði hann á blaðamannafundin-
um.
Annað
glasabarn
Nýju Delhi. 5. okt. Reuter.
ÞRIR indverskir læknar tilkynntu í
Kalkútta í kvöld að annað tilrauna-
glasabarnið í heiminum hefði fæðzt
þar í borg á þriðjudag. Svipaðri
tækni hefði verið beitt og við hið
fyrsta. Foreldrarnir höfðu verið gift
í 19 ár án þess að eignast barn. Þeir
hafa óskað eftir að nöfn þeirra verði
ekki birt. Barnið var stúlka sem vó
um 3,35 kg. Mæðgunum heilsast
báðum vel.
Árás gerð á vestur-
Beirut í gærkvöldi
Beirut 5. okt. Reuter.
í KVÖLD varð gerð eldflaugaárás á
vesturhluta Beirut þar scm Múham-
eðstrúarmcnn búa. í fyrstu fréttum
var sagt að ekki væri vitað hverjir
stæðu að atlögunni. brír fallbyssu-
bátar komu skyndilega inn á
höfnina og hófu skothríðina. Sveitir
Sýrlendinga svöruðu skothríðinni.
Seint í kvöld sagði að Israelar
hefðu gert árás á skæruliðastiið
við striindina.
Heiftúðugir bardagar héldu áfram
allan daginn í austurhlutanum milli
kristinna líbanskra hægrimanna og
hermanna Sýrlendinga og er vitað að
mannfall var mikið, líklega um tvö
hundruð manns. Forsvarsmenn
kristinna manna höfðu í hótunum að
senda eldflaugar frá austurhluta
Beirut er komast myndu inn fyrir
landamæri Sýrlands, en í fréttum í
kvöld kemur ekkert fram um að það
hafi verið reynt.
Málgagn Baathflokksins í Sýr-
landi, Al-Baath, sagði í dag að friður
kæmist því aðeins á í Líbanon að
þurrkaður yrði út í eitt skipti fyrir
öll liðsafli kristinna manna.
Fær Khomeiny
að hverfa heim?
Teheran 5. október AP.
RÍKISSTJÓRN írans hefur gefið í
skyn, að ekki sé óhugsandi að trú-
arleiðtoginn Ayatullah Khomeiny,
fái að snúa heim. í yfirlýsingu sem
utanríkisráðuneytið gaf út í morgun
sagði að stjórnin hefði enga skoðun á
því hvar Khomeiny ætti að búa og
túlka sérfræðingar þetta sem upphaf
að samningum um að trúarleiðtog-
inn hverfi heim. Hann fór í útlegð
vegna fjandsemi við keisarann.
Khomeiny var í gær vísað úr landi
í írak hvar hann hefur átt hæli.
Hann freistaði þess að komast inn í
Kuwait en var synjað og fékk leyfi til
að vera í írak til bráðabirgða.
Enn kemur valSœnsku
akademíunnar á ómrt
Isaac Bashevis Singer, bandariskur Gyðingur
af pólskum ættum fékk bókmenntaverðlaun Nóbels
Miami. Stokkhólmi. 5. október. Reuter. AP.
„ISAAC Bashevis Singer hlýtur
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum
í ár vegna meistaralegrar frá-
sagnarsnilldar sem á sér rætur í
pólskri og gyðinglegri hefð,“
segir meðal annars í forsendum
sænsku akademíunnar fyrir veit-
ingu bókmenntaverðlaunanna í
ár. Val Nóbelsnefndarinnar kom
mjög á óvart, en furðu lítið hafði
þó frétzt út um hvað hún hygðist
fyrir í ár. Lars Gyllenstern,
formaður sænsku akademíunnar,
var spurður að því hvers vegna
akademían léki ár cftir ár þann
leik að veita verðlaunin höfund-
um sem mjiig lítt væru þekktir.
Hann sagði að það væri eitt af
hlutverkum akademfunnar og
með því að lyfta Isaac Singer
þannig upp á yfirborðið hefði
akademían uppfyllt markmið sín.
Isaac Bashevis Singer skrifar á
jiddish og hafa bækur hans verið
þýddar á mörg tungumál. Hann er
annar rithöfundurinn Gyðinga-
ættar á þremur árum sem hlýtur
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
AP-fréttastofan náði tali af
Singer á Miami síðdegis, nokkru
eftir að tilkynnt hafði verið um
verðlaunin. Þar kvaðst Singer
vera að halda upp á hátíð Gyðinga
vegna áramótanna skv. þeirra
tímatali. Singer sagði við blaða-
mann að hann tryði varla eigin
eyrum. „Ég er fjarska þakklátur,
en ég er einnig leiður yfir því að
höfundar mér meiri skuli ekki fá
þessi verðlaun. Ég vona að í
framtíðinni fái allir menn viður-
kenningu sem hana verðskulda.
Singer sagðist ekki hafa trú á því
að neinn höfundur skrifaði til að
vinna til verðlauna: „Tolstoj kom
til greina og síðan fékk verðlaunin
annar höfundur. Svo að enda þótt
gleðilegt sé að fá verðlaun, vil ég
ekki staðhæfa að þau skeri í eitt
skipti fyrir öll úr því að einn
höfundur standi öðrum framar.
Fjarri því...“
Isaac Bashevis Singer er sjötíu
og fjögurra ára að aldri. Hann
fæddist í Radzymin í Póllandi 14.
júlí 1904 en hélt til Bandaríkjanna
1935 og settist þar að. Hann hefur
ritað skáldsögur, endurminninga-
bækur og barnabækur. Fyrsta bók
hans hér Satan in Goray kom út
áður en hann flutti frá Póllandi.
Hann hefur verið afkastamikill
höfundur og síðasta bók hans
„Shosha“ kom út á þessu ári.
Sjá „Um nýjan
Nóbelsverðlaunahafa“
og ummæli
Halldórs Laxness
bls. 16.