Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 Verðlagsmál blaðanna: Morgunblöðin skrifa ríkisstjórninni - og lýsa áhuga sínum á viðræðum „ÞAÐ MÁ segja að við höfum stigið skref til að reyna að kanna vilja stjórnvalda til viðræðna við dagblöðin með því að senda ríkisstjórninni þetta bréf og nú bíðum við undirtektanna," sagði Haraldur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Morgunblaðsins, í samtali við blaðið, en í gærmorg- un sendu framkvæmdastjórar Morgunblaðsins, Tímans. Þjóð- viljans og Alþýðublaðsins ríkis- stjórninni bréf þar sem sagt var að af hálfu þessara blaða væri áhugi fyrir hendi til viðræðna við ríkisstjórnina um stöðuna í verð- lagsmálum blaðanna. Haraldur Sveinsson sagði ennfremur: „I blaðaviðtali í morg- un kom fram áhugi hjá viðskipta- ráðherra á viðræðum milli ríkis- stjórnarinnar og dagblaðanna. í samræmi við það sem við á Morgunblaðinu höfum gert taldi ég rétt að eiga aðild að því að dagblöðin sendu ríkísstjórninni orð um að þau hefðu áhuga á viðræðum. Síðar kom í ljós að fulltrúar Vísis og Dagblaðsins treystu sér ekki til að skrifa undir bréfið. Þetta bréf okkar hinna fór inn á ríkisstjórnarfund í morgun og nú bíðum við bara svars." Við höfðum samband við Svavar Gestsson — segir framkvæmdastjóri Vísis „ÞAÐ er nú ekki rétt hjá Svavari að við höfum ekki haft samband við hann vegna þessa máls. Um leið og hann tók við ráðherra- starfi hafði ég samband við hann fyrir hönd blaðanna til að minna hann á hækkunartilkynningu blaðanna. Hann sagði þá að hann gerði sér fulla grein fyrir hækkunarþörfum blaðanna og kvaðst telja þetta sjálfafgreitt mál en vildi þó skýra samráðherr- um sínum frá því fyrst," sagði Davíð Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Vísis í samtali við Mbl. í gær, en í blaðaviðtölum í gær kvartar Svavar Gestsson viðskiptaráðherra yfir því að forráðamenn Vísis og Dag- blaðsins hafi ekki haft samband við sig um hækkunarmálið. Davíð Guðmundsson sagði enn- fremur: „Síðan kom í ljós í viðtölum við Svavar að einhvers konar fyrirstaða var fyrir málinu og að úrslitavaldið virtist vera í höndum einhvers annars en hans. Þannig getur Svavar tæpast haldið því fram að ekki hafi verið haft samband við hann né að hann hafi ekki rennt grun í að hverju stefndi." Borgarstjórn: Meirihlutinn treysti sér ekki til að samþykkja atkvæðis- rétt starfsmannafulltrúa Á FUNDI borgarstjórnar í gær- kvöldi lágu frammi tillögur frá meirihluta borgarstjórnar um að starfsmenn SVR og Borgarbóka- safns fengju rétt til að kjósa einn fulltrúa til að sitja stjórnarfundi stofnananna með málfrelsi og tillögurétti. Framsögu af hálfu meirihlutans hafði Adda Bára Sigfúsdóttir. Birgir ísleifur Gunnarsson taldi hins vegar eðlilegra form að koma á sant- starfsnefndum í hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar, en fyrst málið væri komið í þennan farveg vildu borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins stfga skrefið til firlls og láta starfsmenn viðkomandi stofnana kjósa tvo fulltrúa með fullum rétti á stjórnarfundum þar með töidutn atkvæðisrétti. Nokkrar umræður urðu um málið og töldu fulltrúar meirihlutans ástæðu til að kanna málið betur, en rétt væri að samþykkja tillögu þeirra sem fyrsta áfanga. Birgir ísleifur Gunnarsson lýsti undrun sihni á óákveðni meiri- hlutans. Tillögur meirihlutans voru síðan samþykktar með atkvæðum meiri- hlutans og tillögur minnihlutans hlutu 7 atkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en meirihlut- inn sat hjá. fjölmiðlum að ég viti til en hér eru það sjálfir framleiðendurnir sem sýna fram á skaðsemi bjórsins. En samt sem áður er talað um áfenga drykki af mikilli hræsni og bera menn það gjarnan saman við matvörur svo sem mjólk og kjöt. En áfengi er vímugjafi og það er ekki raunhæft að tala um það nema í sambandi við aðra vímu- gjafa. Þó að maður hafi t.d. reykt einn vindil hefur það ekki sömu áhrif á hann og vín þar sem hægt er að fá dagfarsprúða menn til að fremja glæpi undir áhrifum áfeng- is. Við erum í nánu sambandi við Noreg og Kanada í áfengismálum og við höfum fengið þær upplýs- ingar að þótt einhverjar tegundir kunni að bætast við á markaðnum þá hefur það ekki áhrif á áfengis- neyzluna né heldur tjónið af völdum hennar. Tjón er í beinu hlutfalli við neyzlu áfengis og þeir sem þekkja eitthvað til þeirra hluta gera sér glögga grein fyrir því. Eg veit ekki hvort bann á innflutningi gersveppa komi til með að stóðva heimabrugg en það mun vissulega torvelda það. Það verður t.d. ekki eins auðvelt og það er nú fyrir fermingarbarn að brugga. Þegar verið er í þessu sambandi að nefna þá sem hafa sitt lifibrauð á því að selja vörur til bruggunar tel ég það ekki raunhæft. Þessir menn geta varla verið það fullkomnir að geta sagt hug sinn hlutlaust. Við hjá áfengisvarnaráði höfum frá upphafi reynt að vinna á móti heimabruggi og höfum veriö í stöðugu sambandi við yfirvöld til þess að reyna að koma í veg fyrir brugg. Við höfum reynt að fylgjast með áhrifum þess og dreifingu og höfum reynt að vekja athygli yfirvalda á þessu vandamáli. Við erum í þessu sambandi alls ekki að hugsa um hag ríkisins. Mig langar til þess að lokum að vitna í orð Vilmundar Jónssonar landlæknis en hann flutti einu sinni ræðu og sagði þá þessi orð: „Það er gömul bábilja og kerlinga- bók að nokkur sú hófdrykkja sé til sem sé skaðlaus." Austurstræti simi: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.