Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 vj ^r £ Vel víða um fiir , heim Amsterdam 14 rígning Apena 26 heiðríkt Berlín 13 rigning Brussel 15 bjart Chicago 16 skýjao Frankfurt 12 skýjao Genf 13 «61 Helsinki 9 skýjaö Jerúsalem 30 bjart Jóhannesarb. 26 skýjaö Kaupmannahöfn 12 skýjað Lissabon 25 sói London 17 skyjao Los Angeles 26 skýjao Madrid 22 aól Miami 31 hálfskýjað Montreal 14 skýjað Moskva 4 skýjað Nýja Delhi 35 sói NewYork 16 bjart Ó8ló 11 8ÓI Rio de Janeiro 34 sól Rómaborg 16 skýjað San Franctsco 16 bjart Stokkholmi 11 bjart Sidney 13 rigníng Teheran 24 bjart TefAviv 27 bjart Tókí6 21 rigning Vancouver 15 sól Vínarborg 15 akýjaö Búlgarar bjóða að- stoð við rannsókn dul- arfullu mannslátanna London, 5. okt. Reuter. Búlgaríu í London sagði í dag að TALSMAÐUR sendiráðs ríkisstjórn Búlgaríu væri reiðu- Þingmaður fær vítur fyrir mútu Washington. 5. október. Reuter. ÞINGNEFND sem hef ur rannsakað hlutverk þingmanna í suð- ur-kóreska mútuhneykslinu í W'ash- ington hefur mælt með því að einn þingmaður verði víttur og tveir aðrir áminntir. Um tíma var talið að rúmlega 100 þingmenn væru viðriðnir málið. Einn fyrrverandi þingmaður hefur verið dæmdur í málinu og annar fyrrverandi þingmaður á eftir að svara til saka. Tuttugu mánaða rannsókn siða- nefndar þingsins á málinu virðist hafa lokið í gærkvöldi þegar hún samþykkti að John McFall, þingmað- ur demókrata frá Kaliforníu, skyldi fá áminningu fyrir að tilkynna ekki eins og lög kveða á um að hann hefði tekið við 3.000 dollurum í kosninga- sjóð frá Suður-Kóreumanninum Tongsun Park, fyrrverandi hrís- grjónakaupmanni í Washington. Nefndin felldi niður tvær ákærur gegn Edward Patten, þingmanni demókrata frá New Jersey. I síðasta mánuði samþykkti nefndin að víta þingmanninn Edward Roybal og að áminna þingmanninn Charles Wil- son. Þeir eru báðir demókratar frá Kaliforníu. Rannsókn nefndarinnar grund- vallaðist á þeim vitnisburði Parks að hann hefði gefið þingmönnum alls 850.000 dollara. Hann var ákærður fyrir 36 sakir, þar á meðal mútur, en honum var veitt friðhelgi. Norski stofninn minnkar Frá fréttaritara Mbl. í Ósló í gær. NORSKI þorskstofninn er veikari en vísindamenn höfðu gert ráð fyrir og það mun hafa áhrif á ákvörðun aflakvóta næsta ár. Samkvæmt síðasta yfirliti haf- rannsóknastofnunarinnar norsku var hrygningarstofninn 1978 um það bil 500.000 lestir, það er helmingur þess sem talið er gefa hámarksnýtingu. búin að veita Bretum alla þá aðstoð er hún mætti við rannsókn á tveim dularfullum dauðsföllum Búlgara sem bjuggu í útlegð í Englandi. Mennirnir hétu Georgi Markov og hefur verið ítarlega frá afdrifum hans sagt í Mbl. og hinn hét Vladimir Simenov. Tals- maður brezka utanríkisráðuneyt- isins sagði að ekki hefði borizt formlegt boð þessa efnis til ráðuneytisins en Bretar myndu fagna aðstoð við könimn málsins frá bllum hliðum. Simenov fannst látinn sl. mánu- dag fyrir neðan stiga á heimili sínu í London. Hann var vinur Markovs sem lézt af torkennileg- um sjúkdómi hinn 11. september eftir að hafa sagt að hann hefði verið stunginn með eitraðri regn- hlíf. Síðar var staðfest að Markov var myrtur. Báðir störfuðu menn- irnir hjá útlendu fréttadeildinni innan BBC. I fyrstu vildi búlgarska sendi- ráðið í London ekkert um málið segja nema að því var þverlega neitað að búlgörsk stjórnvöld ættu á einhvern hátt þátt í dauða mannanna. Nú hefur hins vegar verið snúið við blaðinu og boðin fram „öll aðstoð til að upplýsa þessi mál og reka til föðurhúsanna ástæðulausan óhróður sem uppi hefur verið hafður í þessu sam- bandi" eins og segir í tilkynning- unni. Indira í framboð Nýju Delhi, 5. okt. AP. INDIRA Gandhi, fyrrverandi for- sætisráðherra Indlands, sagði í dag að hún hygðist fara í framboð í aukakosningum þann 5. nóyem- ber. Indira sagði fréttamönnum að hún hefði gert þetta að áeggjan flokksmanna sinna í klofnings- armi Kongressflokksins en sjálf hefði hún verið á því að hún gæti gert gagn ekki síðra utan þings. Talið er nær öruggt aö Indira nái kjöri í Chickmagular en það er nafn kjördæmisins. Þetta verður í fyrsta sinn sem Indira Gandhi efnir til kosningafunda og hittir kjósendur sína síðan hún missti þingsæti sitt í kosningunum 1977 þegar Janatabandalagið komst til valda. Sólarfií á Kanari SMárvetur- Brottfarardagar í vetur: '78 28/10, 17/11, 1/12, 8/12, 15/12, 22/12, 29/12. '79 5/1,12/1,19/1,26/1,2/2,9/2,16/2,23/2, 2/3, 9/3,16/3,23/3,30/3,6/4,13/4,20/4, 27/4.________________________________ Þú getur valið um viku, - 2ja vikna, 3ja vikna eða 4ra vikna ferðir. Verð pr. mann, t.d. í 2ja vikna ferð, er kr. 185.000.oo (4 í íbúð) Endurnýið andlegan og líkamlegan þrótt í sól og sjó suður á Kanarí. Dragið ekki að panta. FLUCFÉLAC LOFTLEIÐIR URVAL LAHDSÝN ÚTSYH ÍSLANDS Lækjargötu 2 Sími 25100 v/Austurvöll Sími 26900 Skólavöröustíg 16 Austurstræti 17 Sími 28899 Sími 26611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.