Morgunblaðið - 08.10.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.10.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 13 Erfitt fyrir verðlags- dóm að ákveða um st j órnarskr ármál - segir ritstjóri Dagbladsins „ÉG vil segja það eitt að það ræmda vörn yrði að ræða hjá hijóti að vera mjög erfitt fyrir verðlagsdóm að ákveða um stjórnarskrármál — að hugsa í þeim anda og ég held að það gerist varla fyrr en á síðari dómsstigum." sagði Jónas Kristj- ánsson ritstjóri, þegar Mbl. spurði hann álits á kæru verð- lagsstjóra á hendur Dagblaðinu og Vísi til verðlagsdóms. Jónas kvað ekki hafa verið rætt um það milli forráðamanna Dag- blaðsins og Vísis að um sam- þessum aðilum fyrir verðlagsdómi, en þó kynni slíkt að koma upp. Jónas kvaðst þó síður gera ráð fyrir því að til slíks kæmi. Fyrir verðlagsdóm hefur verið stefnt öllum forsvarsmönnum þessara tveggja dagblaða, sem viðlátnir eru, og sagði Jónas að af hálfu Dagblaðsins myndu mæta hann sjálfur og stjórnarformaðurinn, Björn Þórhallsson. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af forráðamönnum Vísis til að fá viðbrögð þeirra við stefnunni. Bílamálun Guðmundar Einarssonar Opnum í nýju húsnæöi á Smiöjuvegi 40, Kópavogi, sími 74540. Leik aldrei með Víkingi framar — segir Arnór Guðjohnsen ARNÓR Guðjohnsen leikmaðurinn ungi og snjalli úr Víkingi sem gert hefur samning við belgíska félagið Lokaren, er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem gerir atvinnumannasamning í knattspyrnu þannig, að hann er gjaldgengur eftir sömu reglum og gilda um Belgíumenn sjálfa. Arnór f landsleik með ungl- ingalandsiiði íslands. Ferill Arnórs sem knattspyrnumanns hófst á Húsavík þar sem hann lék með Völsungi, þá aðeins 6 ára gamall. Er Arnór fluttist til Reykjavíkur gekk hann í IR og lék fyrir félagið í eitt ár. Arnór gekk síðan í Vík- ing og hóf að leika með félaginu í 4. flokki. Arnór vakti snemma athygli fyr- ir leikni sína í knattspyrn- unni og orðstír hans barst víða. Nú hefur hann skrif- að undir atvinnumanna- samning í Belgíu Mbl. hafði samband við Arnór í gær í gær, og spurði hann um það mál sem upp hefur komið vegna félagaskiptanna. Arnór sagði: — Þessi leiðindamál eiga vonandi eftir að skýrast. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu, að svona yrði komið fram við mig. Ég vil að það komi fram, að leiki ég aftur heima á íslandi leik ég ekki með Víkingi. í það félag fer ég aldrei aftur. Mér líkar dvölin hér í Lokaren vel. Við æfum tvisvar á dag og eru æfingarnar allstrangar. Sel þig inn í dæmió Sparilán Landsbankans eru í reynd einfalt dæmi. Þú safnar sparifé með mánaðarlegum greiðslum í ákveðinn tíma, t.d. 24 mánuði og færð síðan sparilán til viðbótar við sparnaðinn. Lánið verður 100% hærra en sparnaðar- upphæðin, — og þú endurgreiðir lánið á allt að 4 árum. Engin fasteignatrygging, aðeins undirskrift þín, og maka þíns. Landsbankinn greiðir þér al- menna sparisjóðsvexti af sparn- aðinum og reiknar sér hóflega vexti af láninu . Sparilánið er helmingi hærra en sparnaóar- upphæðin, en þú greiðir lánið til baka á helmingi lengri tíma en það tók þig að spara tilskylda upphæð. Biðjið Landsbankann um bæklinginn um sparilánakerfið. Sparifjársöfnun tengd rétti til lántöku Sparnaður þinn eftir Mánaðarleg innborgun hámarksupphæð Sparnaður í lok tímabils Landsbankinn lánar þér Ráðstöfunarfé þitt 1) Mánaðarleg endurgreiðsla Þú endurgreiðir Landsbankanum 12 mánuði 25.000 300.000 300.000 627.876 28.368 á 12 mánuðum 18 mánuði 25.000 450.000 675.000 1.188.871 32.598 á 27 mánuðum 24 mánuði 25.000 600.000 1.200.000 1.912.618 39.122 á 48 mánuðum 1) í tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytst miðað við hvenær sparnaður hefst, Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. LANDSRANKINN Sparilán-tiygging í framtíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.