Morgunblaðið - 08.10.1978, Qupperneq 23
Stofnað lands-
samband KFUM
og KFUK
NÝLEGA hafa KFUM og KFUK
félögin á íslandi stofnað með sér
landssamband, en áður var til
Landssamband KFUM og það
hefur nú verið lagt niður og
félögin sameiginlega gengist
fyrir stofnun nýs landssambands.
Stofnfund sambandsins sóttu
fulltrúar allra KFUM og KFUK
félaga á landinu, sem eru í
Reykjavík, Hafnarfirði, Vest-
mannaeyjum, Akureyri og
Akranesi, auk þess sem yngri
deildir eru starfræktar í Kópavogi,
Garðabæ, Seltjarnarnesi og í
Keflavík.
í byrjun næsta árs eru liðin 80
ár frá því sr. Friðrik Friðriksson
stofnaði félögin og verður þess þá
minnst. Hlutverki Landssam-
bandsins er þannig lýst í lögum
þess, að þvi sé ætlað að auka og
efla kristilegt starf meðal ungs
fólks í landinu og auka samstarf
aðildarfélaganna svo sem með
gagnkvæmum heimsóknum,
miðlun fundarefnis, samræmdri
útgáfu- og fræðslustarfsemi og
almennri upplýsingamiðlun. For-
maður Landssambandsins er
Ástráður Sigursteindórsson skóla-
stjóri.
Gandhi spáð
öruggu sæti
Nýju Dehlí. 6. október. AP
INDIRA Gandhi fyrrverandi for-
sætisráðherra Indlands lagði inn
framboðsgögn í dag vcgna auka-
kosninganna f Chickmagalur 5.
nóvember næstkomandi. Með
þessu framboði hyggst frú
Gandhi vinna sæti á þingi á ný, en
hún hefur haft nokkuð hægt um
sig frá því að hún missti völd sín
og þingsæti í þingkosningunum á
Indlandi í marz 1977.
Kunnugir telja nær öruggt að
frú Gandhi sigri í kosningunum í
Chickmagalur. Chickmagalur er
1.800 kílómetra fyrir sunnan
Nýju Dehlí. Fjöldi stuðnings-
manna frú Gandhi hyllti hana og
lék á hljóðfæri þegar hún lagði
framboðsgögn sín inn.
Sovézkur skip-
stjóri sektaður
fyrir veiðar
í landhelgi
Kanada
St. Johns, Kanada. 6. október, AP.
SOVÉSKUM togaraskipstjóra
var í dag gert að greiða 2,000
Kanadadali í sekt eða sæta að
öðrum kosti 30 daga fangelsisvist
fyrir að veiða ólöglega í
kanadískri fiskveiðilögsögu.
Einnig var helmingur aflans
gerður upptækur, en áætlað
andvirði hans var um 29,000
dalir.
Sami skipstjóri, Yevseny Gusev,
var fyrr á árinu dæmdur til að
greiða 1,000 dali í sekt fyrir að
veiða með ólöglegum veiðarfærum
í kanadískri fiskveiðilögsögu. Afli
hans var einnig gerður upptækur
þá. Gusev er skipstjóri á 2,300
rúmlesta togara sem ber nafnið
Vyborgskya Storona.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978
23
Fjölritunarstofan Festa auglýsir
Tökum aö okkur offsettfjölritun á eyöiblööum,
bæklingum, pöntunarlistum, leikskrám og fleira.
Einnig Ijósrit og koperingu.
Fjölritunarstofan Festa
Hamraborg 7, Kópavogi
Sími: 41623.
Hraðhreinsun Kópavogs
Borgarholtsbraut 71, sími 43290 auglýsir:
Frá 9. október er opiö frá kl. 9—12 og 13—16
mánudaga — fimmtudaga.
Föstudaga 9—12 og 13—19. Laugardaga kl.
9—12.
Hraðhreinsun — pressun — kílóhreinsun — pvottur
Kynning á
Christian Diar
snyrtivörum
a morgun,
mánudag
9. október
kl. 2-6.
^Hohsapótek snyrtivöradeild
cLangholtsvegi 84 Simi35213
Hef opnað
tannlæknastofu
að Hraunbæ 102
(Heilsugæslustöðifini) sími 71500.
Elín Guðmannsdóttir.
Stjórnunarfélag íslands
Námstefna um
„fjármálastjórn
fyrirtækja“
Stjórnunarfélag íslands mun gangast fyrir nám-
stefnu um „fjármálastjórn fyrirtækja“ aó Hótel Sögu,
12. október og hefst hún kl. 10 árdegis.
Dagskrá:
Setning námstefnunnar
— Ragnar S. Halldórsson formaöur Stjórnunarfélags íslands.
Nýjungar á sviði fjármálafræöi
— Prófessor Árni Vilhjálmsson
Fjármálastjórn og bankaviðskipti
— Helgi Backmann forstöðumaöur Hagdeildar Landsbanka
íslands.
Hádegisverður
Fjármálastjórn hjá stærri fyrirtækjum
— Höröur Sigurgestsson framkvæmdastjóri fjármálasviös
Flugleiöa h.f.
Fjármálastjórn hjá meöalstórum og smærri fyrirtækjum
— Steinar Berg Björnsson framkvæmdastjóri Pharmaco h.f.
Fjármálastjórn hjá borgarfyrirtæki
— Björn Friöfinnsson fjármálastj. Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Kaffi
Fjármálastjórn hjá ríkisfyrirtæki
— Páll V. Daníelsson framkvæmdastjóri Fjármáladeildar Pósts-
og símamálastofnunarinnar.
Fjármálastjórn og veröbólga
— Siguröur R. Helgason framkvæmdastjóri Hagvangs h.f.
Pallborósumræöur
Þeir sem hyggja á bátttöku hafi samband vió skrifstofu
Stjórnunarféiagsins aó Skiphoiti 37, sími 82930.
Já nú bjóðum vid 5 mismunandi gerdir af MAZDA 323
Frá því að Mazda 323 var kynntur árið
1977 hefur hann verið einn vinsælasti bíil-
inn á markaðnum í sínum stærðarflokki,
rómaður fyrir sparneytni, góða aksturs-
eiglnleika og frábæra plássnýtingu.
Nú þjóðum við 1979 árgerð af Mazda 323 i
5 mismunandi gerðum. Flestar gerðirnar
eru nú með stærri og aflmeiri 1400cc vél,
og 5 gíra kassa, sem er svar Mazda við
hækkandi bensínverðí. Ennfremur eru
allar gerðír fáanlegar með sjálfskiptingu,
Mikið úrval Mazda 323 auðveldar hverj-
um og einum að finna gerð við sitt hæfi.
Einn af þeim hentar þér örugglega.
Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum
okkar í simum 81264 og 81299.
SMIDSHÖFDA 23 simar. 81264 og 81299
lASÝti ^lOiclag kl. 10-5