Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978
SLAGBRANDUR
MORAZ GEIVGll
í MOODY BLSES
Hljómborðsleikarinn
Patric Moraz, er áður lék
með hljómsveitinni Yes,
hefur nú gengið í hljóm-
sveitina Moody Blues. Mor-
az kemur í stað Mike
Pinders, sem hefur sagt að
hann hafi enga löngun til
að fara í hljómleikaferða-
lag um hinar ýmsu heims-
álfur, en til stendur að
Moody Blues hefji ferðalag
sitt um miðjan október.
Hljómleikaferðalagið er
hið fyrsta sem þeir í Moody
Blues hafa farið í mörg ár
og raunar eru þetta fyrstu
hljómleikarnir, sem hljóm-
sveitin heldur í fimm ár.
Trommuleikari Moody
Blues, Greame Edge, sagði
að Moraz myndi engin
áhrif hafa á tónlist hljóm-
sveitarinnar. Hans hlut-
verk væri aðeins að leika
hana eins og hinir hefðu
samið hana.
Hljómleikaferðalagið
hefst í Vestur-Þýzkalandi
19. október. Samhliða
ferðalaginu mun hljóm-
sveitin senda frá sér
tveggja laga plötu og ber
hún nafnið „Driftwood“ og
er væntanleg á markaðinn
í Bretlandi 6. október.
Lagið samdi Justin Hay-
ward, en hann á drjúgan
þátt í þremur breiðskífum,
sem eru ofarlega á blaði
hvað vinsældir snertir í
Bretlandi, nefnilega
„Classic Rock,“ „War Of
The Worlds“ og plötu
Moody Blues „Octave“.
Moraz kvað hljómleika-
ferðalag sitt með Moody
Blues ekki munu hafa nein
áhrif á sólóleikara feril
hans, en í nóvember er
væntanleg, ný plata með
Moraz. „Ég hef farið í
hljómleikaferðalag með
Nice, Yes og nú Moody
Blues,“ sagði Moraz. „Það
eina sem upp á vantar, er
að ég fari í hljómleika-
ferðalag með Led
Zeppelin.“
Moody Blues eins o« hljómsveitin er skipuð í dag. Moraz er lengst til
hæKri í efri röð.
Tínicunót
Þegar eitthvað nýtt er hafið er vaninn að setja fram markmið og
stefnur. Þó að nú hefjist nýr kafli í sögu Slagbrands með nýjum
mönnum er ekki þar með sagt að við hyggjumst gera neina
byltingu og að allt verði betra en áður.
Það sem til stendur er að Slagbrandur birtist í blaðinu á tveim
síðum á hverjum sunnudegi.
Efnið kemur til með að verða klassískt, popptónlistin verður
eftir sem áður í forsæti, og munum við reyna að sinna innlendu og
erlendu efni til jafns í því tilfelli.
Slagbrandur verður byggður upp á fréttum úr tónlistarlífinu,
viðtölum sem koma til með að verða af og til við íslenska aðila,
greinar um erlenda listamenn, þar sem áhugi tónlistarunnenda er
ekki síðri á erlendri tónlist.
Allar íslenskar plötur hljóta umsögn á meðan þær berast
Slagbrandi og má búast við að þær taki nokkuð drjúgt rými fram
að áramótum. Auk þess stefnum við að því að taka eina erlenda
plötu fyrir vikulega eftir því sem pláss leyfir.
Vinsældalistabirtingar eru í athugun, og allt eins líklegt að
eitthvað verði um þá.
Auk alls þessa höfum við í hyggju að taka fyrir ýmis félagsleg
vanda- og dægurmál eftir því hvernig viðrar á þeim vettvangi. Og
þar að auki allt hitt sem á eftir að koma upp meðan á samstarfinu
stendur.
Svo vonumst við líka til þess að fá ærlega svörun frá lesendum
og fá að vita um óskir, þarfir og skoðanir þeirra. —
Umsjónarmenn.
Doomed
stofnuð
nrrustnm
Damned
Hljómsveit að nafni
Damned kannast eflaust
nokkrir við. Hún hætti fyrir
nokkru, en nú hafa þrír
fyrrverandi meðlima hennar
stofnað nýja hljómsveit,
Doomed. Þremenningarnir
eru Dave Vanian, Rat
Scabies og Captain Sensible,
en fjórði meðlimur Doomed
er Henry Badowski.
Badowski lék áður með
kaftcininum í hljómsveitinni
King. Nú hefur hljómsveitin
í huga að leggja af stað í
hljómieikaferðalag um Bret-
land í október og seinna á
árinu er ætlunin að skreppa
til annarrra landa Evrópu.
Þá er Doomed á höttunum
eftir góðum hljómplötu-
samningi, en allt er óljóst
um þróun mála á þeim
vettvangi.
Fjórði meðlimur Damned
Brian James stofnaði
skömmu eftir að hljómsveit-
in hætti sína eigin hljóm-
sveit, og bar hún nafnið
Tanz Der Youth. En nú er sú
hljómsveit einnig hætt en um
áform James er ekkert vitað.
PÉTUR OG ÚLFURINN
(Steinar hf SMÁ201)
Flytjenduri Philadelphia Orch-
estra undir stjórn Eugene
Ormandy, sögumaður Bessi
Bjarnason.
„Pétur og úlfurinn“ er án efa
það verk Sergei Prokofieff sem
mestar vinsældir hefur hlotið.
Þessi útgáfa Steina hf. er að
því er ég veit best fyrsta
hljómplötuútgáfan á verkinu
hérlendis með íslenskum sögu-
manni, þó verkið hafi oftsinnis
verið sýnt.
Mig minnir að verkið hafi þó
tvisvar verið tekið upp hjá
útvarpinu, í annað sinn af Helgu
og/eða Huldu Valtýsdætrum, og
í hitt sinnið í flutningi Lárusar
Pálssonar og voru sögumenn í
báðum þessum tilfellum. Var
flutningur sögumanns með
ágætum.
Flutningur Bessa Bjarnason-
ar er í þessu tilfelli kannski ekki
eins tilþrifamikill og maður
skyldi ætla af manni með hans
hæfileika. Hér og þar hefði
þurft meiri kraft í frá'sögnina og
meiri blæbrigði. En hér er
maður eflaust farinn að bera
saman við það sem aðrir hafa
gert best við verkið án þess að
líta á galla þeirra sem kunna að
vera á öðrum sviðum.
Flutningur tónlistarinnar og
hljómgæði hennar eru óaðfinn-
anleg. Það kann eflaust mörgum
að finnast lélegt að ekki sé
notuð okkar eigin sinfóníu-
hljómsveit til undirleiks. En um
það er það að segja að forsvars-
mönnum hljómsveitarinnar var
á sínum tíma boðin hlutdeildin
en höfnuðu þeirri samvinnu af
einhverjum ástæðum.
Hvað um það, svo virðist sem
margir hafi beðið eftir að verk
þetta kæmi út á íslensku og
flestir sem heyrðu verkið sem
krakkar hafa jafngaman af
verkinu og yngri kynslóðin sem
nú tekur eftir því í fyrsta sinn.
Þó er eitt neikvætt við þessa
útgáfu. Verkið er það stutt að
það hefði auðveldlega komist á
eina plötuhlið og þá hefði ekki
þurft að stoppa flutninginn á
meðan plötunni er snúið við.
Svar útgefandans við því virðist
vera lægra verð en á öðrum
plötum, sem er á sinn hátt
virðingarvert.
Annars má benda á aðra
útgáfu, ekki síður merkilega.
Það er reyndar sama upptakan,
Philadelphia Orchestra undir
stjórn Eugene Ormandy, en þar
er sögumaður enginn annar en
David Bowie, þess má líka geta
að á þeirri plötu tekur verkið
eina hlið, en á hinni hliðinni er
„Young Person’s Guide To The
Orchestra" eftir Benjamin
Britten, sem hefur líka náð næst
„Pétri og úlfinum" í að ná áhuga
yngstu hlustendanna á band
slíkrar tónlistar.
En þess má líka geta að
hulstur Péturs Halldórssonar á
íslensku útgáfunni er eitt al-
smekklegasta og veglegasta hér-
Pjetnr og nlfarn-
ir „Plaiaðir”
Það gerist því miður ekki oft hér
á Fróni að út komi hljómplötur
með einstaklingum, sem ekki hafa
fyrr skotið upp kollinum í
pop-heiminum. Ein slík er þó
nýkomin út (eða er að koma út) og
ber hún nafnið Pjetur og Úlfarnir
„Plataðir".
Þeir sem skipa þá hljómsveit eru
fjórir nemendur Menntaskólans við
Hamrahlíð og heita þeir Eggert
Pálsson, Kjartan Ólafsson, Kristj-
án Sigurmundsson og Pétur Jónas-
son, auk þess sem þeir bera allir
nafnið Úlfur, í það minnsta segir
svo á plötuumslaginu.
En áöur en lengra er haldið er
bezt að víkja lítillega að plötunni.
Það sem fyrst og fremst vekur
athygli við plötuna er að hún er
lítil 33 snúninga plata, en ár og
dagar eru síðan lítil plata kom út
hérlendis. Á plötunni eru fjögur
lög, „Stjáni saxafónn", „Where No
Plants Grow“, „Borðstofubúkí" og
„La Cartera Negra". Öll lögin, utan
hið fyrst talda eru frumsamin, en
texta við tvö laganna gerði Ásgeir
Rúnar Helgason. • „La Cartera
Negra" er nokkuð sérstakt lag, þar
sem það er sungið á spænsku og á
Pétur Jónasson heiðurinn af þeirri
textasmíð og lagið syngur hann
náttúrulega sjálfur. Að sögn
þeirra, sem eitthvað til spænsku
þekkja, mun lag þetta verið samið
um tösku eina svarta, sem fylgt
hefur hljómsveitinni í gegnum súrt
og sætt. En textinn höfðar til
íslenzkra ferðamanna og þá vænt-
anlega þeirra er til Spánar fara.
Lagið sjálft er með spænsku
yfirbragði og slagverk setja
skemmtilegan blæ á það.
Um önnur lög er það að segja að
þau eru furðugóð, sérstaklega þótti
undirrituðum „Borðstofubúkí"
skemmtilegt. En annað lag, „Stjáni
saxafónn" á þó sennilega eftir að
verða vinsælla, enda hefur það allt
til þess að bera. Hljóðfæraleikur
allur er góður, en lögin virka
nokkuð hrá á hlustandann, af
þeirri ástæðu að þau eru ekki
ofhlaðin. Með þessu er átt við að
ekki hefur verið farið út í þá sálma
að bæta kórum og strengjum við
sjálf lögin, eins og svo mjög tíðkast
Kemur
tími...
Neil Young er einn af þeim
erlendum listamönnum sem
margir íslendingar bíða eftir
plötum með þegar eitthvað er
liðið frá útkomu þeirrar síðustu.
Síðasta plata Neil Young, hin
ágæta „American Stars And
Bars“ kom út í júní 1977, svo nú
er liðið hátt á hálft annað ár
síðan. í desember 1977 hóf Neil
Young upptökur í Nashville á
breiðskífu, sem bera átti heitið
„Gone With The Wind“ ásamt
hljómsveitinni Stray Gators og
átti hún þá að koma út í apríl
1978.
Skömmu síðar fréttist af
annarri plötu, hljómleikaplötu,
sem Neil Young tók upp ásamt
hljómsveitinni Ducks (sem
skipa nokkrir fyrri Moby Grape
meðlimir). Sú plata átti að vera
tvöföld og koma út skömmu
eftir áramót.
I febrúar kom svo sú frétt að
„Gone With The Wind“ hefði
verið lögð á hilluna að sinni en
plata ásamt Crazy Horse „Com-
es A time“ ætti þess í stað að
koma út í mars.
Síðan hefur „Comes Time“
verið frestað í hverjum einasta
mánuði, og var síðast áætluð í
októberlok. Ekkert hefur frekar
heyrst af hinum plötunum
tveim. Þess má líka geta að
hann hefur áður tekið upp
nokkrar plötur sem aldrei hafa
sést.
Fyrir þá sem frekari áhuga
hafa birtast hér heiti laganna
sem eiga að vera á „Comes a
Time“.
Four Strong Winds, Goin’