Morgunblaðið - 08.10.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÖBER 1978
29
rekstur heimamanna jókst smátt
og smátt eftir síldarævintýrið og
hefur síðan aukist æ meir.
Þess ber að gæta í sambandi við
fiskvinnsluna, áð í upphafi var
hráefnisöflunin frekar fálmkennd,
einn bátur var hér fyrir og annar
var keyptur. Þessir bátar reyndust
ekki nógu góð togskip og við
urðum fljótlega með í skuttogara-
útgerðinni og nú eru gerðir héðan
út tveir skuttogarar, auk þess sem
Hreiðar Valtýsson gerir út tvo
báta.“
— Finnst þér þú ekki vera oft
einangraður á Seyðisfirði yfir
vetrartímann, þegar kannski
hvorki er hægt að komast hingað
né fara, nema þá sjóleiðina?
„Fyrir mína parta verð ég að
segja, að mér hefur fundist ég vera
hvað einangraðastur þegar farið
er að vora og Fjarðarheiði kannski
illfær vegna aurs. Ég hef ekki
fundið svo mikið til þessa yfir
sjálfan veturinn, en sem sagt, það
hefur komið fiðringur í mig á
vorin eins og farfuglana."
— En er ekki oft erfitt að veita
bankaútibúi úti á landi forstöðu,
sérstaklega þegar að kreppir.
„Þó að hér hafi oft verið erfiðir
tímar, hafa þau ár sem ég hef
dvalið á Seyðisfirði verið verulega
þroskandi. Þá er Austurland
einhver fallegasti staður, sem ég
þekki. Eftir einangrunina á vet-
urna, er hreint dásamlegt að
komast upp á Hérað, þar hefur
hver blettur sinn sjarma og það
sama má segja um Austfirðinga
almennt. Ég kann yfirleitt vel við
þá sem ég hef kynnst.
Þú spyrð um hvort ekki sé erfitt
að veita litlu bankaútibúi á
erfiðum tímum. Því er til að svara,
að ég get ekki beint dæmt um það.
Hins vegar er það staðreynd, að
fram á þennan tíma, hefur maður
ekki getað skotið sér undan neinu
og oft þarf maður að taka
ákvarðanir um hlutina á stund-
inni, hvort sem það er á nóttu eða
degi,“ sagði Matthías að lokum.
- Þ.Ó.
ig að við getum ekið fiskinum
beint í kæligeymslu með lýfturun-
um, en alls tekur kælimóttakan
200 tonn. Þa erum við með eigið
netaverkstæði og vélaverkstæði,
þannig að við erum sjálfum okkur
nógir.
Það er alltaf verið að endurbæta
fiskiðjuverið, eftir því sem ráð
leyfa, og nú síðast er verið að setja
stál utan á húsið og vonum við að
það gjörbreyti öllu hugarfari í
umhverfismálum kringum fisk-
iðjuverið. Frystihús eiga að vera
eins ssnyrtileg og sjúkrahús."
— En ertu ekkert hræddur um
að eitthvað dragi úr fiskveiðum á
næstunni, samanber spár fiski-
fræðinga?
„Eftir að erlendir togarar hurfu
hér af miðunum, hefur afli fremur
aukist heldur en hitt og svo '
framarlega sem rétt er á spilunum '
haldið, sé ég ekki betur en að
Austfirðingar geti staðið sig með
prýði.“
— Segðu mér, Ólafur, voru
síldarárin ekki ógleymanlegur
tími?
„Þau eru kannski ógleymanleg,
en ekkert sérstaklega skemmtileg,
í það minnsta ekki fyrir mína
parta. Þessi ár voru erfið fyrir
mig. Ég átti mikið af kunningjum í
flotanum og ef einhvern kunningja
minna vanhagaði um eitthvað, þá
var hringt í mig og þessi ár svaf ég
með símann á náttborðinu. En
maður var hraustur þá og þoldi
allt.
Þá fannst mér ólíkt skemmti-'
legra að fara á vetrarvertíð til
Vestmannaeyja, en því miður er
þar nú engin raunveruleg vertíð,
árið er ein samfella," sagði Ólafur
að lokum. — j, ()
Á dögunum var ég dreginn
út í horn í spilasal Domus
Medica á keppniskvöldi eins af
bridgefélögunum í Reykjavík.
Reyndur spilari, ágætur kunn-
ingi með nokkra landstitla upp
á vasann. hafði ýmislegt að
segja um óheppni sína. Og
vangaveltur um spilin höfðu
bersýnilega ekki bætt skap
hans.
„Hún er erfið við að eiga þessi
veika grandopnun, sem allir
ungu mennirnir eru að leika sér
með,“ sagði hann og dró úr vasa
sínum miða, sem á var hripuð
hönd vesturs:
S. DG63
H. K4
T. ÁD652
L. 93
Allir voru utan hættu og
gjafarinn, sem var suður, opnaði
á einu grandi. „Ég var næstur
með þessa skrap-hönd,“ skýrði
þessi ágæti kunningi, „og vissi
að andstæðingarnir notuðu
Bridge
eftir PÁL
BERGSSON
þrautreyndir spilarar, ófeimnir
við háu sagnstigin. í fyrsta
spilinu fór suður tvo niður á
einu grandi og í því næsta skaut
suður félaga sínum í slemmu,
sem tapaðist eftir góða vörn
austurs.
Og hann hélt áfram: „Ég var
orðinn nokkuð öruggur með mig
og farinn að hugsa um að opna
létt í þriðju hendinni í þessu
spili. En þá opnaði suður á
tveim laufum, sem sýndi lauflit
og þokkalega opnun, og ég hætti
öllum sagnhugleiðingum. Spilið
virtist mundu liggja illa fyrir
andstæðingana og ég bæti hér
sögnunum við á blaðið."
Saga úr Domus
Suður
2 Lauf
2 Grönd
5 Spaðar
6 Grönd
Norður
2 Tíglar
4 Grönd
6 Spaðar
pass.
12—14 punkta grand utan
hættu. Auðvitað sagði ég pass
með alla þessa tapslagi. Norður
hikaði örlítið áður en hann
passaði einnig. Makker sagði tvö
hjörtu og þá kom vandinn.
Suður, sá er opnaði, passaði og
mér fannst ég vera í óþægilegri
stöðu með þessa hönd. Gott
hefði verið að hafa sagt tvo tígla
í upphafi en þá væri sjálfsagt að
segja pass núna. Þrír tíglar
hefðu varla misskilist. Makker
hefði skilið þá sögn sem ein-
hvers konar stuðningssögn við
hjarta en það var dálítið lagt á
spilin og punktarnir þrír í
spaðanum hefðu gjarna mátt
vera kóngur. Jæja, ég sagði pass
minnugur þess, að yfirslagirnir
eru oft dýrmætir í tvímenning."
Það þurfti ekki mikinn spá-
mann til að vita, að ákvörðunin
var röng. En fullur hluttekning-
ar spurði ég um framhaldið.
„Það var ekki nóg með, að
gameið stæði alltaf. Makker
fékk ellefu slagi þegar vörnin
var ekki upp á það besta. Þó átti
hann aðeins 11 punkta. En suður
átti tvo hæstu spaðána og
spilaði út ásnum.“
Vestur
S. DG63
H. K4
T. ÁD652
L. 93
Austur
S. 84
H. ÁG10953
T. 107
L. ÁD9
inn. Vörnin hafði þá fengið
aðeins einn slag á spaða en í
staðinn tvo á lauf þar sem suður
átti kónginn eins og gera mátti
ráð fyrir eftir opnunina.
Og ekki gaf hann mér tæki-
færi til að benda á hve opnunar-
sögnin, eina grandið veika, hafði
átt mikinn þátt í góðri skor
andstæðinganna og gert honum
sjálfum erfitt fyrir. Næsta spil
var komið á blaðið, en ég sný hér
áttum til hagræðis fyrir lesend-
ur.
Austur gaf, allir utan hættu.
Tveir tíglar voru biðsögn og
með tveim gröndum sagði suður
frá háspilum í tveim litum utan
laufs. Fjögur grönd spurðu um
ása og suður kvaðst eiga tvo
ásamt laufkóngnum.
„Ég spilaði út hjartaáttu og
mér varð ekki um sel þegar ég sá
spil norðurs koma á borðið.
Sagnhafi tók útspilið með ásn-
um í borðinu og síðan fékk ég að
henda mörgum spilum í spaða-
slagina. Eftir tvö eða þrjú
afköst hugsaði ég næstum upp-
hátt, að makker yrði að eiga
laufdrottninguna en allt kom
fyrir ekki. Með fimm spil á
hendi var staðan þessi.
„Eftir spaðaásinn skipti suður
í tígul, drottningin fékk slaginn,
hjartadrottningin kom frá
norðri í kónginn og eftir að hafa
tekið fjórum sinnum tromp
spilaði austur spaða. Suður vildi
slaginn en eftir það gat vörnin
ekki fengið fleiri.
„Þrír yfirslagir dugðu lítið,“
hélt blessaður maðurinn áfram.
„Á hinum borðunum voru allir í
fjórum hjörtum svo andstæð-
ingarnir fengu topp fyrir að
gefa ellefta slaginn."
Því má skjóta hér inn, að
vinurinn var þegar byrjaður að
skrifa upp næsta spil. Hann lét
mig um að sjá hvernig vörnin
gat og átti að fá þriðja slaginn.
Þegar austur hafði tekið tromp-
in og spilaði spaðanum var
betra fyrir suður að gefa slag-
Norður S. KDG9875 H. ÁD93 Vestur Norður S. - H. D93 Austur
T. 10 ^ L. 3 Vestur S. - H. - T. 10 L. 3 S. — H. KG
Austur T. Á L. G763 Suður T. 8 L. 85
S. 4 H. 84 T. ÁDG63 T. G7642 S. 1032 H. KG76 T. 8752 L. 85 S. - H. - T. K L. ÁKD10
Suður
S. Á6
H. 1052
T. K94
L. ÁKD109
Kunninginn lét móðan mása
meðan ég virti fyrir mér spilið.
Hann hafði setið í vestur í
fyrstu umferð tvímennings-
keppni og verið nokkuð heppinn
í tveim fyrstu spilunum. Ánd-
stæðingarnir voru sterkir og
„Næsta slag fékk ég að eiga á
tígulásinn. En um leið sýndi
suður mér spilin sín og ég gafst
upp. Sex grönd unnin og hroða-
legt núll,“ sagði þessi ágæti
kunningi um leið og hann
kvaddi.
Þar sem ég lét í ljós samúð
mína með þessa óheppni kunn-
ingjans, sem er auðvitað að öllu
leyti ímynduð, hef ég trú á, að
hann láti mér í té efnivið í fleiri
greinar af þessu tagi í vetur.
OMEGA 203 LJÓSRITUNARVÉL
SMA EN KNA
Lausnin fyrir skrifstofuna er
einföld, hraóvirk, áreiöanleg og
hvehsem er getur notfært sér
hana. Pappírsforði á rúllu, stærð
Ijósrits skorið eftir stæró
frumrits og pappírsverð
mjög hagstætt.
Leitið nánari upplýsinga
o
Olympia
Intemational
KJARAINI HF
skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8, sími 24140