Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1978 19 Sigurður Jóhanns- son—Minningarorð Lítilla sanda, lítilla sæva, má segja um þá kynslóð alþýðufólks, sem um og upp úr aldamótunum síðustu lagði út á lífsbrautina. Þrátt fyrir það hefur mörgu af þessu fólki vegnað vel á lífsleiðinni og hefur þá oftast ráðið eigið atgervi og áræði. Einn slíkan, Sigurð Jóhannesson, kveðjum við í dag. Hann var fæddur að Miðkrika í Hvolhreppi hinn 26. janúar 1903, sonur hjónanna Valgerðar Guð- mundsdóttur og Jóhanns Þorkels- sonar, sem þar bjuggu. Hann var einn af 7 systkinum, en af þeim eru nú aðeins 3 á lífi. Þar sem börnin voru þetta mörg, leiðir að líkum, að ekki voru not fyrir allan þennan mannafla í heimahúsum, eftir að þau uxu úr grasi, enda fór svo með Sigurð sem og bræður hans, að hann sótti snemma vinnu til verstöðva sunnanlands og þá aðallega til Vestmannaeyja. Varð hann snemma eftirsóttur starfs- kraftur, enda kom fljótt í ljós, að hann var öðrum hæfari til starfa, bæði hvað snerti verklagni, ósér- hlífni, svo og góða umgengni og sérstætt skaplyndi og umhyggju- semi gagnvart starfsfélögum sín- um. Kynni okkar Sigurðar hófust fyrst, er ég, sem ungur piltur, starfaði hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu. Vann þá Sigurður í slátur- húsi, sem rekið var þar á staðnum og man ég fyrst eftir honum sem eins konar „þjóðsagnapersónu", sakir þeirra einstæðu afkasta hans í verki því sem hann vann á fyrstu árum ákvæðisvinnutilhögunar, sem hér þekktist. Síðar var hann ráðinn verzlun- arstjóri hjá Kaupfélaginu Þór. Var hann mér þá óvandabundinn, en seint mun ég þó gleyma þeim heilræðum og hlýju ábendingum, sem ég naut af hans hendi. Hefur það veganesti enzt, þá ungum dreng og á stundum óstýrilátum, drjúgt veganesti á lífsleiðinni og mun ég síður en svo vera einn um það. Sigurður gengdi sínu starfi á Hellu um margra ára skeið við mjög góðan orðstír, en árið 1942 höfðu þau umskipti orðið í lífi hans óg okkar í milli, að hann •fluttist ásamt heitkonu sinni og systur minni, Sylvíu Sigfúsdóttur til Reykjavíkur og hófu þau þar búskap. Sigurður hélt í fyrstu uppi fyrra starfi og vann við verzlunina Málmey í nokkur ár, en réðst árið 1951 til Áburðarverksmiðju ríkis- ins, sem þá var nýlega stofnuð. Starfaði hann þar æ síðan á meðan kraftar entust og aldursskilyrði verksmiðjunnar leyfðu. Þar, sem annars staðar vann hann sitt vandasama starf af stakri kostgæfni og svo meira sé sagt, þá lagði hann sitt eigið líf og heilsu í veð, til þess að valda ekki mönnum og mannvirkjum á staðn- um óbætanlegu tjóni og væri vel, ef slíkt hefði verið metið sem skyldi. Á vin minn og mág vil ég ekkert oflof bera, enda mundi honum slíkt sízt að skapi. Þó get ég ekki látið hjá líða, að telja fram ýmsa af þeim einstöku eiginleikum hans, sem fáir eru búnir. Eg vil þá fyrst og fremst telja umhyggju hans fyrir heimili sínu og fórnfýsi því til handa, en þeim Sylvíu varð 6 barna auðið, en þau eru: Sigurþór, verzlunarm., kvæntur og búsettur í Reykjavík, Omar, skipstjóri, kvæntur og búsettur á Blönduósi, Kristín, gift og búsett í Svíþjóð, Pálmi, kvæntur og búsettur í Reykjavík, Sonía, gift og búsett í Reykjavík, og Sigfús, ókvæntur og búsettur hjá móður sinni. Öllum sínum börnum, eiginkonu og öðr- um vinum og venzlamönnum, reyndist hann hinn sí hjálplegi og óeigingjarni heimilisfaðir, sem lagði nótt við dag með sinni gjörvu hönd til að bæta og betra hag fjölskyldunnar. Ég vil í þessu tilefni nefna, að árið 1966 réðst hann í að byggja húsið að Hraun- bæ 51 og lauk hann því verki á rúmum tveim árum, þrátt fyrir lítil efni. Hans gjörva hönd bætti hins vegar þar um og voru ekki fleiri handtök fagmanna unnin þar en ýtrustu kröfur gerðu, enda var Sigurður fagniaður af Guðs náð á hverju því sviði, sem hann beitti sér. Margt mætti segja, fátt eitt er talið, en hér skal staðar numið. Um leið og ég votta systur minni, börnum hennar, tengda- börnum og systkinum Sigurðar samúð mína og minnar fjölskyldu með kærri þökk fyrir öll samskipti okkar og alla þá hjálp sem hinar högu hendur og góði og gjöfuli hugur Sigurðar hefur veitt okkur á umliðnum árum, vil ég láta í ljósi þá bjargföstu skoðun mina, að hann mun, á þeim brautum, sem hann nú gengur, njóta þejrrar dyggu þjónustu, sem hann lét eftirlifendum í té. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Björgunaræfing fyrir áhafnir Fokker-véla Þjálfunardeild Flugleiða hélt björgunaræfingu fyrir áhafnir Fokker Friendship véla félagsins s.l. þriðjudag og hófst hún kl. 9 að morgni og lauk um kl. 20. Var fyrst farið yfir meðferð björgunartækja og viðbrögð við hættuástandi og endaði æfingin í flugvél þar scm „ha-ttuástand" skapaðist á flugi og lauk cftir lendingu með því að farþegar voru látnir yfirgefa vélina. í frétt frá Flugleiðum segir m.a. svo um hvernig æfingin tókst til, en hún var haldin í samráði við loftferðaeft- irlit ríkisins: „Æfingin tókst í alla staði vel og árangur var mjög góður. Sem dæmi má nefna, að eftir „nauðlendingu" var slökkvilið Reykjavíkurflugvallar, samkvæmt beiðni áhafnar við turn- inn, mætt á „slysstað" innan 3ja mínútna frá lendingu, og slökkvilið Reykjavíkurborgar, lögregla og sjúkrabifreið mætt 5 mínútum eftir lendingu, og allir farþegar, sem í vélinni voru, komnir út og burtu frá vélinni á 30 sekúndum, eftir að vélin hafði stöðvast. Um þessa æfingu vissu aðeins eftirtaldir aðilar: þjálfunarflugmenn, kennari þjálfunardeildar og einn yfirmaður í flugturni Reykjavíkur- fiugvallar, aðrir voru óundirbúnir." Að lokum ein staka úr Sólarljóð- im Sæmundar Eddu: lér vit skiljumk k hittask munum foKÍns-doKÍ fira. Iróttinn minn. :efi dauðum ró n hinum Ifkn. es lifa. Jónas Gunnarsson. Þegar ég hugsa nú til baka, eftir að mér bárust þær fregnits að minn kæri vinur og tengdafaðir væri farinn af þessari jörð, þá minnist ég þeirra mörgu ánægju- legu stunda, Sem við áttum saman yfir þeim leik, sem ég held að hafi verið honum kærastur í þessu lífi og á ég þá við skáklistina. Þær voru ekki fáar stundirnar, sem við glímdum við hina og þessa þrautina, en aldrei enduðu þessar viðureignir okkar nema á þann eina veg, að Sigurður hefði vinninginn. Ég held líka, innst inni, að Sigurður hafi farið héðan með þann stærsta vinning, sem hægt er að öðlast í þessu lífi, sem við lifum hérna mégin við landamærin, þann sigur er Sigurður vann yfir hjörtum allra með góðvild sinni og trausti. Samvizkusemi, heiðarleiki og iðjusemi voru þeir eiginleikar, sem prýddu hann og aldrei heyrðust kvörtunarorð af hans vörum. í gegnum veikindi sín hélt hann ávallt höfðinu hátt og enginn fékk í raun að vita. hverjar tilfinningar hann bar í brjósti, en til síðustu stundar stóð hann eins og óbifandi drangi upp úr brimróti lífsins, en að lokum sigrar þreytan okkur öll. Ég fæ ekki með fleiri orðum lýst tilfinningum sínum í garð mins gamla vinar. Megi allir menn líkjast honum. Þá yrði allt gott í þessum heimi. Megi hann ávallt ganga á Guðs vegum og hans ljós lýsa honum. ltúnar. Kveðja frá dóttur Mig langar til að kveðja minn ástríka föður með nokkrum orðum og.þakka honum fyrir allar góðu stundirnar, sem hann gaf mér og börnunum mínum. Þó ég sé langt í burtu þá er hugurinn hjá honum! Ég veit, að hann var orðinn þreyttur, svo Guð gaf honum hvíldina. Megi hann hvíla í Guðs friði. Stína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.