Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1978 23 hún hrærðist í á hverjum tíma. Það var sannarlega gaman að ræða við hana Unu um það sem var. Hún vissi skil á svo afar mörgu, mönnum og málefnum frá liðinni tíð. Við höfðum oft um sameiginlegt að ræða, Guðmundur faðir hennar var leikbróðir og félagi Guðmundar Gíslasonar afa rníns er þá átti heima í Garðbæ Klemensar Þórðarsonar í Stapa- koti Jóhanns Kr. Jónssonar í Narfakoti og Snorra Pálssonar í Innri-Njarðvík. Þeir voru allir þekktir Njarðvíkingar á sinni tíð og vegna æskuvinskapar þeirra með Guðmundi föður sínum þótti Unu mikil ánægja að minnast þeirra. Það var æði margt og mikið sem hún Una Guðmundsdóttir sagði og gerði á sinni löngu ævi, öðrum til gagns og blessunar. Hún byrjaði ung að kenna börnunum í sínu byggðarlagi allt það besta er hún vissi og kunni þeim til góðs. Og áfram hélt sú leið til hinna fullorðnu. Þeir eru orðnir æði margir er sótt hafa haiia Unu heim, skrifað henni bréf, talað við hana í síma, flestir þeirra hafa átt svipuðum erindum að gegna, leita hennar aðstoðar til hins betra, fá snertingu við hennar gáfu og góðleika, þeir eru margir sem þakka í dag fyrir að hafa kynnst þessari sérstæðu sómakonu. Er sá mikli andans maður og frændi Unu Grétar Fells nefndi Völvu Suðurnesja og bókin hennar vitnar svo vel um. Eg vil þakka henni Unu af hjarta allar okkar samverustund- ir, þann fróðleik og þá ánægjulegu viðkynningu er ég fékk að njóta á þeim stundum. Eins vil ég þakka fyrir vinskap við mína frændur og mitt fjölskyldufólk er kynntist henni. Nú er sá heimur sem hún Una þekkti betur en við hin orðinn hennar heimur. Blessuð sé minning vinkonu minnar hennar Unu Guðmundsdóttur frá Sjólyst í Garöi. Guðmundur A. Finnbogason. Una Guðmundsdóttir — Völva Suðurnesja — er látin. Ég kynntist henni betur en flestu öðru sam- ferðafólki. Og ég skr.faði um hana bók, sem heitir Völva Suðurnesja. Þegar ég nunnist Unu nú við brottför hennar, verður mér fyrst fyrir að grípa til þess, er ég segi um hana í upphafi bókarinnar: — Húsið hennar* stendur á sjávarbakkanTim og þangað heyr- ist, þegar báran svakar að fyrir neðan. Það heitir Sjólyst, en hví skyldi það ekki vera kallað Unuhús og kennt við konuna sem hefur átt þarna heima í árátugi — hana Unu — þessa fágætu konu, sem einn af andans mönnum hefur kallað „völvuna á Suðurnesjum", — annar hefur nefnt hana konuna á klettinum, — táknrænni merk- ingu, — þessa skyggnu spákonu, sem margir vita um að býr yfir leyndardómsfullum hæfileikum, góðum gáfum og þó öllu fremur prúðu hjarta. Hún er menntuð kona, hefur lesið mikið og á gott og fallegt bókasafn. I því eru úrvalsbækur. Hún hefur starfað mikið meðal barna og kennt þeim undirstöðu hinnar bóklegu menntar. Auk þess hefur hún unnið mikið að félags- málum og starfað með ungmenn- am á fundum og skemmtunum. Það er alkunna, að í Garðinum er tápmikið dugnaðarfólk. Og unglingarnir alast þar upp við mikil umsvif í atvinnu. Þar hafa alizt upp fílefldir sægarpar og aflamenn. Þeir minnast þess nú margir, sem eru á miðjum aldri og yngri, þegar þeir, meðal æsku Garðverja sátu undir stjórn Unu og leiðsögn hennar á fundum og í félagsmálum. Einn þjóðkunnur afreksmaður úr Garðinum, Eggert Gíslason aflakóngur, sagði við þann, er þetta rftar: — Þegar Una kom á fundina inn í ærslafjörugan hópinn og fór að tala við okkur eða segja okkur sögur, þá varð allt svo stillt og hljótt, — svo mikil þögn, að það hefði mátt heyra saumnál detta milli þess er hún talaði. Það fylgdi henni einhver hlýr og góður andi, sem hafði þessi áhrif á okkurr Við minnumst hennar sem merkilegr- ar og góðrar konu. Herbergin hennar eru ekki stór, en maður finnur ekki fyrir neinum veggjum, — þar er ekkert, sem þrengir að, hér færist allt út og víðernin blasa við. Það er ekki einungis, að fyrir hennar sjónum eru ekki veggir, gesturinn hrífst með henni út fyrir hin venjulegu takmörk. Hún er hrein í máli og létt í tali og það er auðvelt að setjast eins og lítill drengur við fótskör hennar og fara að spyrja um heiminn og hlusta á skilning hennar á því, sem við köllum sál, — hvernig hún rekur athafnir og afléiðingar í lífi fólksins, — verkstjóri yfir þeim, sem unnu með henni á hverri nóttu að ræstingu og neyslulega í höndum þeirra gagnmerku mannkosta systra, Steinunnar og Margrétar Valdemarsdætra, sem um skeið ráku gisti- og veitingahúsið Skjaldbreið og voru við það kenndar. Gat þeim málum ekki verið betur komið í höndum neinna annarra, að öðrum ólöstuð- um. Nú eru þessar þrjár konur gengnar fyrir ætternisstapann. Var mikil vinátta með þeim og varð hver maður ríkari að, er fékk að kynnast þeim. Kristín var hin dæmigerða íslenska alþýðukona síns tíma. Hún gekk ekki menntaveginn, en var mjög vel gefin. Hún var ekki margmál, en það sem hún sgaði var kjarngott og vel meint. Það var ekki lítill stuðningur fyrir mann, sem aldrei hafði áður fengist við skrifstofustörf, en var fyrirvaralítið ráðinn til virðuleg- ustu skrifstofu landsins, að eiga Kirstínu að bakhjarli við að halda skrifstofunni hreinni og öllu svo sem vera bar. Það var auðfundið hve vel hún vildi skila sínu verki. Var það einnig vel metið af þeim, sem hún vann fyrir. Nú er þessi sérstæða og æðru- lausa alþýðukona að kveðja í dag og fylgja henni góðar bænir allra vina hennar og vandamanna. Sérstakur söknuður verður alltaf að henni kveðinn hjá Önnu, dóttur hennar, Halldóru og Hallgrími, barnabörnum hennar og barna- barnabörnunum fjórum. Mér eru efst í huga þakkir fyrir ævarandi vináttu og velvilja sem hún sýndi mér og öllum sem kynntust henni. Gunnlaugur Þórðarson hvernig hún sér örlagaþræðina rakna og fléttast, — hvernig hún er í sambandi við hin góðu öflin. Una Guðmundsdóttir er skyggn kona. Hún sendir einnig frá sér kraft til sjúkra og sorgmæddra og kveðst öðlast lífsfyllingu við slík tækifæri. — Foreldrar Unu voru Guðríður Þórðardóttir frá Syðri-Hömrum í Rangárvallasýslu, en faðirinn hét Guðmundur Jónsson frá Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd. Var Una yngst af sjö börnum þeirra hjóna. Er Una var tæplega átta vikna gömul lézt móðir hennar, og faðir hennar drukknaði, er hún var á fimmta ári. Miðaldra kona, Sigurlaug Sveinbjarnardóttir, ætt- uð frá Hjallanesi í Rangárvalla- sýslu, tók að sér forstöðu heimilis- ins eftir lát Guðmundar. Hún var góð kona og dugleg og vildi í hvivetna láta gott af sér leiða. Þær Una og Sigurlaug voru síðan saman alla tíð, þar til Sigurlaug lézt 1927, 82 ára að aldri. Una fékk hið bezta uppeldi hjá þessari konu. Una giftist ekki, en gekk í móðurstað Stefaníu Guðríðar Kristvinsdóttur, hugþekkrar stúlku og var einkar kært með þeim. En Stefanía lézt áðeins 27 ára að aldri. Una var fædd að Skúlahúsum í Garði og ól allan aldur sinn í Garðinum, lengst af í Sjólyst. Af störfum Unu í héraði sínu má nefna: Hún var bókavörður í Garðinum í 15 ár, hafði lengi smábarnaskóla, var gæzlumaður ungtempiara og sinnti öðrum félagsmálum. Hún hafði undrahæfileika, en var hógvær og hafði sig lítt í frammi. Hins vegar sótti fólk til hennar sér til hugarhægðar og fróþleiks. Hún var ekki hærri í lofti en tólf ára telpa, en þar sem hún var meðal fólks, reis persóna hennar yfir aðra. Hún fór sálför- um, jafnvel til fjarlægra landa. Þetta er sannað með því að lýsing á því, sem hún sá og skynjaði, t.d. í Þýzkalandi eða Ameríku, bar nákvæmlega saman við lýsingu viðkomandi á atburðum. Hún sá í. gegnum síma. Ég sannprófaði það. Ég var í Reykjavík og hringdi til hennar í Sjólyst í Garði. Ég lauk erindi því, er ég átti við hana, og sagði svo: — Jæja, veiztu nú, hvar ég er. — Ég var ekki heima hjá mér. Hún tók að lýsa herberginu, sem ég var í, borði, bókahillu við þennan vegg, þarna var þessi mynd, allt stóð heima. Márgt fleira sannprófaði ég af atvikum í lífi hennar. Til hennar sótti fólk hvaðanæva. Skáld, predikarar og klerkar settust við kné hennar. Og í viðræðum við alla var hún andleg- ur veitandi. Það er gaman að geta við brottförina kvatt þessa konu með þökkum fyrir samfylgdina þennan spöl, óskað henni blessun- ar pg góðrar ferðar. Gunnar M. Magnúss. Á NÆSTU dögum mun strengjasveit Hjálpræðishersins í Álaborg í Danmörku heimsækja Reykjavík. Þessi 26 manna sveit mun koma fram á samkomum á ýmsum stöðum hér í borginni, en auk þess heimsækir strengjasveitin Akureyri og Húsavík, sem er vinarbær Álaborgar. Hér í Reykjavík hefst þessi heimsókn þegar á morgun, laugardag, með hljómleikum í Neskirkju. Því næst heldur hljómsveitin til Ákureyrar og Húsavíkur. Hún verður aftur hér í Reykjavík miðvikudaginn 18. þ.m. og verður þá enn samkoma í Neskirkju. Síðan verða svo nokkrar samkomur í sal Hersins, Fíladelfíu og lokasamkoma í Fríkirkjunni laugardag 21. okt. Kapt. Daníel Óskarsson, íslenskur Hjálpræðisherforingi, verður með hópnum sem túlkur og fararstjóri. (Úr fréttatilk.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.