Morgunblaðið - 25.10.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 25.10.1978, Síða 1
32 SIÐUR Búizt við niðurstöðu ísraelsstjórnar í dag Jerúsalem — Kaíró — 24. október — Reuter — AP ENN ER ólokið umræðum ísraelsstjórnar um drög að friðarsamningunum við Egypta, en Begin forsætisráðherra kvaðst í kvöld búast við að niðurstaða lægi fyrir á morgun. Mikil leynd hvílir yfir ríkisstjórnarfundunum, en áreiðanlegar heimildir herma að enn eigi sex eða sjö ráðherrar af sautján, sem sæti eiga í stjórn Begins, eftir að tjá sig um málið, áður en þeir Moshe Dayan utanríkisráðherra og Weizman varnamálaráðherra geti snúið aftur til Washington til fundar við samninganefnd Egypta siðar f þessari viku. Áreiðanlegar heimildir herma að bæði ísraelsmenn og Egyptar muni hafa breytingartillögur fram að færa á fundinum í Washington. Hryðjuverkamenn sízt á undanhaldi Róm — 21. októbor — Routor. — AP. VOPNUÐ lögregla lét til skarar skríða gegn hryðjuverkahópum á að minnsta kosti 20 stöðum í mörgum borgum Ítalíu í dag. Upplýsingar um árangurinn hafa ekki fengizt aðrar en þær að verulegt magn vopna hafi verið gert upptækt og að tveir menn, grunaðir um hryðjuverk, hafi verið handteknir. Rognini dómsmálaráðherra birti í dag skýrslu um starfsemi Rauðu herdeildanna og annarra öfgahópa, þar sem fram kom það álit að hryðjuverkamenn væru sízt á undanhaldi í landinu, enda væru þeir vel f jáðir og vopnum búnir. Þá gerðist það í Róm í dag, að tveir menn gerðu skotárás á lögreglubíl. Særðist lögregluþjónn þar lífshættulega, og bendir allt til þess að þar hafi Rauðu her- deildirnar verið að verki. I Veróna skýrði lögreglan frá því að tveir hryðjuverkamenn hefðu skotið fætur undan fangaverði, en sá er þrítugasta og fimmta fórnarlamb- ið, sem fyrir slíku verður á ítaliu í ár. Sadat Egyptalandsforseti árétt- aði í kvöld þá afstöðu sína að tryggja yrði sjálfsákvörðunarrétt Palestínuaraba á Gaza-svæðinu og á vesturbakka Jórdanárinnar, en það atriði virðist nú vera það sem einkum tefur fyrir endanlegu samkomulagi. Háttsettur embættismaður í Kaíró sagði í dag, að stjórn Saudi-Arabíu hefði tjáð sérlegum sendimanni Sadats í Riyadh, að þar ríkti nú „betri. skilningur" á nauðsyn samkomulagsins milli Israels og Egypta en verið hefði. Egypzki embættismaðurinn sagði þó að enn væri of snemmt að gera ráð fyrir fullum stuðningi Saudi- Araba við samkomulagið, en Súdan er eina Arabaríkið, sem hingað til hefur lýst stuðningi sínum við málið opinberlega. EZER WEIZMAN varnarmálaráðherra ísraels og Moshe Dayan utanríkisráðherra við upphaf umræðna um friðarsamkomulagið í ríkisstjórninni í gær. Sadat býður páfa upp á Sínaí-fjall Vatíkaninu — 24. október. — AP. ANWAR Sadat Egyptalandsforseti hefur boðið Jóhannesi Páli páfa H. að koma til Egyptalands og flytja bænagjörð á Sínaí-fjalli þegar friðarsamningar ísraelsmanna og Egypta hafi verið undirritaðir. Sendiherra Egypta í Vatíkaninu skýrði frá þessu í dag og sagði að páfi hefði sýnt málinu mikinn áhuga. Af hálfu Vatíkansins hefur þessi fregn ekki fengizt staðfest enn sem komið er. Fjallið á Sínaískaga hefur verið undir yfirráðum ísraelsmanna frá þvi í stríðinu 1967. Sadat hefur hug á því að reisa þar mosku, kirkju og synagógu þegar ísraelska herliðið hverfur á brott eins og gert er ráð fyrir í Camp David-samkomulaginu. Helgi mikil er á fjallinu, þar sem Móses fékk vitrunina um boðorðin forðum daga, hvort sem snýr að Gyðingum, knstnum mönnum eða múhameðstrúarmönnum. Mannfall íÍRAN Teheran — 24. október — AP TIL ÁTAKA kom milli lögreglu og andstæðinga stjórnarinnar í tveimur borgum írans í dag. í Grogan. sem er nyrzt í landinu. létu 11 manns lífið. hið fæsta en upp úr sauð er mótmælendur. sem voru um 30 þúsund. báru eld að bækistöðvum öryggislögreglunn- ar. í Qum. sem er skammt suður af Teheran, skarst einnig i odda. en að því er næst verður komizt. varð ekki mannfall. Um tíu þúsund námsmenn tóku þátt í mótmælafundi við Teheran- háskóla í dag. Fyrir atbeina rektors háskólans fór fundurinn fram án þess að öryggislögreglan kæmi á vettvang, en námsmenn kröfðust þess meðal annars að trúarleiðtoginn Khoumani kæmi heim úr útlegð. Uppreisn í Kambódíu? BanKkok — 21. októbor — AP — Reuter. IIANOI-útvarpið hefur í gær og í dag flutt fregnir af uppreisn innan hcrsins í Kambódíu. Mcðal annars segir í fregnum þessum, að óbreyttir hermenn hafi hópum saman gengið í lið með uppreisnar- mönnum vfðs vegar í landinu og hafi komið til mikilla bardaga, þar sem ýmir háttsettir foringjar hafi ýmist látið lífið eða gefizt upp. Ýmislegt bendir til að fregnir þessar séu orðum auknar, cn heimildarmenn í Thailandi. sem yfirleitt eru áreiðanlegir, telja þó að átök eigi sér stað. Haft er eftir heimildum leyni- þjónustu hersins í Thailandi, að I sex víetnömsk herfylki séu komin | inn fyrir endilöng landamæri Kambódíu að austanverðu. Vest- rænir fréttaskýrendur telja að um fámennara lið sé að ræða, en samkvæmt yfirlýsingum stjórna bæði Kambódíu og Vietnams eiga harðir bardagar sér stað á landa- mærunum. Þeir, sem vel fylgjast með gangi mála í Indókína frá Bangkok, eru flestir þeirrar skoðunar að upp- reisnarmenn í Kambódíu gangi erinda víetnömsku stjórnarinnar. Varaforsætisráðherra Kambódíu, Ieng Sary, lýsti því yfir á fundi með fréttamönnum í Jakarta í dag, að fréttaflutningur Víetnama af uppreisnaraðgerðum i Kambódíu sé ekki annað en áróðursbragð, en Vietnamar séu nú að undirbúa meiriháttar innrás í Kambódíu í næsta mánuði. Furðu- hlutir vekja undrun Melbourne — Charleston — 24. okt. - AP SÍÐAN um helgi hafa fregnir af fljúgandi furðuhlutum vakið undrun og athygli. bæði í Bandaríkjunum og Ástralíu. Þá hafa borizt fregnir úr Mývatns- sveit af Ijósagangi. sem ekki hefur fengizt skýring á (sjá nánar fregn á bls. 12). Eins hreyfils Cessna 182 flug- vél frá ástralska flughernum hvarf sporlaust á laugardaginn og hefur ekkert til hennar spurzt, enda þótt fjöldi flugvéla og skipa hafi síðan tekið þátt í víðtækri leit. Áður en samband rofnaði við vélina sagði flugmaðurinn að furðulegt loftfar veitti honum eftirför og flygi í um 300 metra hæð yfir flugvélinni. Það síðasta sem heyrðist frá flugmanninum, tar sem hann var staddur yfir Bass-sundi, var þetta: „Það færist nær úr austurátt. Það virðist vera í einhvers konar leik ... flýgur með hraða, sem ég get ekki áætlað." Síðan: „Það flýgur framhjá. Það er aflangt, — get ekki lýst því nánar. Nú er það alveg að ná mér.“ Einni mínútu síðar heyrðist í flugmanninum á ný: „Mér sýnist það ekki færast úr stað. Ég snýst líka ... hlutur- inn snýst líka fyrir ofan mig. Ég sé grænt ljós og utan á er ljós, sem er með einhvers konar málmslikju." Síðan skýrði hann frá því að hreyfill vélarinnar starfaði óreglulega og væri far- inn að hökta. Voru það síðustu skilaboðin frá honum, en upp- lýsingar hans voru hljóðritaðar í flugturninum í Melbourne. Lýsandi furðuhlutir sáust víða í Vestur-Virginíu í Bandaríkjun- um um helgina og komu fram í ratsjám víða í fylkinu, auk þess sem margir ábyrgir menn, eins og lögreglumenn, greindu þá með berum augum. Yfirvöld á þessum slóðum hafa fengið yfir þrjátíu tilkynningar um slík fyrirbæri, en Don Sharpe, yfirmaður í fylkislögreglunni, er einn þeirra, sem segjast hafa fylgzt grannt með þeim. „Ég treysti mér ekki til að fullyrða hvað þetta var. Ég hef aldrei séð neitt hreyfast í líkingu við þetta,“ segir Sharpe. Sjónarvottum ber flestum saman um að yfirleitt hafi þrír furðu- hlutir farið saman, og mest hafi borið á grænum, bláum og hvítum ljósum, en einnig hafi borið fyrir rauð og gul ljós. Segir Sharpe að fyrirbærin hafi borið mjög hrátt yfir, líkt og stjörnu- hrap, en síðan hafi dregið mjög skyndilega úr ferðinni. Hafi flugvélar nálgast hafi ljósin dofnað og síðan horfið um stund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.