Morgunblaðið - 25.10.1978, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1978
Gáfu upplýsingar um
upplag Vísis og Dag-
blaðsins fyrir dómi
OMEGA 203 LJÓSRITUNARVÉL
Lausnin fyrir skrifstofuna er
einföld, hraðvirk, áreiðanleg og
hver sem er getur notfært sér
hana. Pappírsforði á rúllu, stæró
Ijósrits skorið eftir stærð
frumrits og pappírsveró
mjög hagstætt.
Leitiö nánari upplýsinga
YFIRHEYRSLUM var fram haldið í verðlagsdómi Reykjavíkur í gær
ve>;na kæru verðlagsstjóra á hendur Dagblaðsinu h.f. og Reykjaprenti
h.f. fyrir að hækka lausasölu- og áskriftarverð meira en verðlagsnefnd
hafði samþykkt. Komu þá m.a. fyrir dóminn þeir Sveinn Reynir
Eyjólfsson framkvæmdastjóri Dagblaðsins og Hörður Einarsson
stjórnarformaður Reykjaprents (Vísir) og gáfu þeir upplýsingar um
upplag blaðanna og seld eintök en þær upplýsingar kunnu að skipta
máli ef blöðin verða sakfelld og reiknað verður út hve miklar tekjur
þau hafa haft umfram það, sem verðlagsnefnd heimilaði. Dómarar f
verðlagsdómi eru Sverrir Einarsson sakadómari og Egill Sigurgeirs-
son hrl.
Axel staðfesti að hann væri í
stjórn Dagblaðsins h.f. Hins vegar
kvaðst hann hafa verið erlendis
þegar ákvörðunin um hækkun
Dagblaðsins var tekin og hefði
hann fyrst haft vitneskju um málið
þegar hann las um það í blöðunum
við heimkomuna fyrir 10 dögum.
Hefði hann því hvergi komið hér
nærri.
Að svo búnu vék hann úr
dóminum og var klukkan þá 13,41.
Medalupplag Vísis
23 púsund eintök
Sveinn R. Eyjólfsson framkvæmdastjóri Dagblaðsins mætir f dóminn.
Skúli Pálsson hrl. til vinstri. Ljósm. Mbl. Krlstján.
stjórnarformaður Reykjaprents hf,
Seljugerði 9 Reykjavík, fæddur 23.
marz 1938 í Reykjavík. Með honum
mætti lögfræðingur Reykjaprents
hf, Sveinn Snorrason hrl.
Dómsformaður lagði tvær spurn-
ingar fyrir Hörð, sem fallið höfðu
niður er hann kom fyrir dóminn
fyrra sinni, þ.e. hve mikil lausasala
Vísis væri og hve margir áskrifend-
ur væru að blaðinu. Hörður svaraði
því til að erfitt væri að segja
ákveðið til um lausasölu. Hins
vegar kvað hann hann meðalupplag
blaðsins vera 23 þúsund eintök á
virkum dögum en suma daga færi
upplagið um og yfir 30 þúsund
eintök. Áskrifendur væru milli 10
og 11 þúsund á öllu landinu og hann
kvað forráðamenn Vísis óánægða ef
lausasalan færi niður fyrir 10
þúsund eintök á dag að meðaltali
en endanlegar tölur fyrir október-
mánuð myndu ekki liggja fyrir fyrr
en seint í næsta mánuði. Hörður
sagði eins og Sveinn Reynir
Eyjólfsson að götusalan í Reykja-
vík væri með minnsta móti um
þessar mundir, líklega 1000—1500
eintök á dag.
Hörður vék úr dóminum klukkan
13,52.
Ingimundur Bergmann
var sampykkur
Klukkan 13,58 kom fyrir dóminn
Ingimundur Bergmann Sigfússon
forstjóri (Hekla hf), Grenimel 45,
Reykjavík fæddur 13. janúar 1938 í
Reykjavík.
Ingimundur staðfesti að hann
væri í stjórn Reykjaprents hf og
hefði verið undanfarin 10 ár eða
svo. Aðspurður um afskipti sín að
verðákvörðuninni sagði Ingimund-
ur, að Hörður Einarsson stjórnar-
formaður félagsins hefði haft
samband við sig og skýrt sér frá
þeim hækkunum, sem orðið hefðu á
rekstrarliðum blaðsins frá því
síöasta blaðahækkun var leyfð.
Einnig hefði honum verið sjálfum
kunnugt um þær gengislækkanir,
sem átt hefðu sér stað. Sagði
Ingimundur að Hörður hefði lagt
til að hækka áskrift og lausasölu-
verð meira en verðlagsnefnd hafði
ákveðið enda hefði ekki verið hjá
því komizt vegna mikilla hækkana
á rekstri blaðsins. Kvaðst Ingi-
mundur hafa verið sammála Herði.
Að svo búnu vék hann úr dómi og
var klukkan þá 14,07.
- SS.
Klukkan 11,35 mætti fyrir dóm-
inn Sveinn Reynir Eyjólfsson
framkvæmdastjóri Dagblaðsins hf,
Skaftahlíð 3, Reykjavík, fæddur 4.
maí 1938 í Reykjavík. Með Sveini
mætti lögfræðingur blaðsins, Skúli
Pálsson hrl.
Mætta var tilkynnt tilefni yfir-
heyrslunnar. Hann staðfesti að
hann væri framkvæmdastjóri Dag-
blaðsins hf og ennfremur að verð
blaðsins hefði verið hækkað svo
sem tiltekið væri í kæru verðlags-
stjóra til Verðlagsdóms. Sveinn
kvaðst hafa verið á sjúkrahúsi
þegar hækkunin var framkvæmd
en hún hefði verið borin undir hann
á sjúkrahúsinu og hann verið henni
samþykkur. Sveinn sagði að áður
en hann hefði farið á sjúkrahúsið
hefði verið rætt um viðbrögð við
viðhorfi verðlagsnefndar í málinu
og sú stefna mörkuð, sem loka-
ákvörðun var byggð á. Kvaðst
Sveinn hafa haft frumkvæðið
ásamt Jónasi Kristjánssyni rit-
stjóra en Björn Þórhallsson stjórn-
arformaður hefði tekið þátt í
viðræðum um málið á seinni
stigum. Sveinn sagði að málið hefði
ekki verið rætt á stjórnarfundi
enda ekki venjan að svona mál
væru afgreidd á slíkum fundum.
Meðalupplag
Dagblaðsins
28 púsund eintök
Sveinn var nú spurður um upplag
Dagblaðsins, hver lausasalan væri
dag hvern og hve margir áskrifend-
ur væru að blaðinu. Sveinn sagði að
meðal upplag blaðsins væru 28
þúsund eintök á virkum dögum og
33 þúsund eintök á mánudögum.
Tölvuskráðir áskrifendur væru 15
þúsund, þ.e. áskrifendur á Reykja-
víkursvæðinu og stærstu kaupstöð-
um úti á landi en áskrifendur á
minni stöðunum væru ekki á
Klukkan 13,42 kom fyrir dóminn
öðru sinni Hörður Einarsson hrl.
Hörður Einarsson stjórnarfor
maður Reykjaprents hf.
Ingimundur Sigfússon á hraðferð
inn í réttarsalinn.
Svar verðlagsstjóra
til Verðlagsdóms
tölvuskrá. Sveinn sagði að lausa-
sala á götum í Reykjavík væri með
minnsta móti um þessar mundir
vegna þess hve fá börn seldu blaðið
vegna skólanna, en á móti kæmi að
sala ykist á blaðsölustöðunum.
Kvaðst Sveinn gizka á að götusalan
væri nú um 1500 eintök og lausasal-
an í allt um 10 þúsund eintök dag
hvern að meðaltali.
Sveinn óskaði að taka fram að
lokum að það hefði ráðið afstöðu
hans að ekki hefði verið hægt að
gefa Dagblaðið út með því stórkost-
lega tapi, sem ákvörðun verðlags-
nefndar hefði valdið og einnig hefði
hann talið verðákvörðun nefndar-
innar ekki grundaða með eðlilegum
hætti.
Sveinn vék úr dóminum kl. 12.00.
Axel var erlendis
SVO SEM fram hefur komið í
Morgunblaðinu lögðu lögfræðing-
ar Reykjaprents hf og Dagblaðs-
ins hf spurningar fyrir verðlag-
stjóra um verðlagsmól dagblað-
anna. Svar vcrðlagsstjóra til
vcrðlagsdóms var lesið í dómin-
um í gær og er það svohljóðandii
Verðlagsdómur Reykjavík
c/o sakadómari Sverrir Einars-
son.
Með tilvísan til bréfs yðar
dagsett 13. október 1978, þar sem
þér óskið eftir tilgreindum upplýs-
ingum vegna kæru Verðlagsskrif-
stofunnar á hendur stjórnum og
framkvæmdastjórum Dagblaðsins
hf og Reykjaprents hf sendi ég
yður eftirfarandi svör.
Á 318. fundi verðlagsnefndar
lagði ég fyrir beiðni frá dagblöð-
unum í Reykjavík um hækkun á
gjaldskrám. Eg lagði þessa beiðni
fyrir nefndina án þess að gera
grein fyrir afkomu blaðanna eða
gera tillögu um afgreiðslu beiðn-
innar. Ástæðan fyrir því að ég
gerði ekki tillögu um afgreiðslu
erindisins var sú, að mér hefur
virzt sem verðlagsnefnd hafi oft
viljað ganga lengra til móts við
beiðnir dagblaðanna og ekki gert
niðurskurð á beiðnum þeirra á
sama hátt og oft er gert við önnur
fyrirtæki. Ég hef því að undan-
förnu látið verðlagsnefnd sjálfa
um afgreiðslu á erindum dagblað-
anna.
Ég tel mér skylt að geta þess, að
fyrir umræddan fund verðlags-
nefndar sem og fyrir aðra fundi
hennar átti formaður nefndarinn-
ar viðræður við mig um þau mál,
sem á dagskrá voru, þar á meðal
mál dagblaðanna. Ég gerði honum
grein fyrir því, að eftir því sem ég
bezt vissi hefði afkoma dagblað-
anna á árinu 1977 verið æði
misjöfn eins og oft áður en
Morgunblaðið, Dagblaðið og Vísir
hefðu haft nokkurn hagnað á
árinu. Ennfremur ræddum við þær
hækkanir, sem dagblöðin hafa
fengið á þessu ári og þróun helztu
kostnaðarliða almennt á sama
tímabili.
Klukkan 13,36 kom fyrir dómínn
Axel Kristjánsson framkvæmda-
stjóri (Rafha), Bæjarhvammi 2,
Hafnarfirði fæddur 21. september
1908 í Reykjavík.
Axel Kristjánsson.
Olympia
Intemational
KJARAIM HF
skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8, sími 24140
SMÁ EN KNÁ