Morgunblaðið - 29.10.1978, Síða 7

Morgunblaðið - 29.10.1978, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 7 Nú víkjum viö aftur aö sögunni um brúökaup konungssonarins. Um brúökaupssalinn gengur konungurinn glaöur milli gesta sinna, unz hann kemur að einum, sem er ekki klæddur brúökaups- klæöum. „Vinur, hvernig ert þú kominn hingaö inn og ekki klæddur brúö- kaupsklæðum,“ segir hann. Hann lætur meö þungum oröum vísa hon- um úr salnum og fellir yfir honum haröan dóm. presta Gyðinga segir hann, að jafnvel skækjur muni ganga á undan þeim inn í guösríkiö. Svo erfitt er aö dæma í eigin sök og meta rétt eigiö gull eöa galla. Sögulokin segja frá manni, sem vísaö var úr veizlusalnum út í „myrkriö fyrir utan“. Miskunnarlaus dómur? Vertu ekki viss um þaö. Lögmálið mikla er, að viö uþþskerum eins og sáö var til, annaö ekki. Stundin er hverful, lániö inu fyrir utan hallardyrnar. Hún sýnir okkur veglyndi konungs, sem býöur öllum til fagnaöarins í brúökaupssalnum. Hún sýnir okkur tregöu þeirra, sem fyrstir eru boönir en meta önnur gæöi meir. Hún sýnir okkur gleði hinna auömjúku, sem óvænt eru boðnir til veizl- unnar. Og loks sýnir hún okkur manninn, sem var ekki þannig búinn aö hann væri hæfur til veizlunnar: Brúðkaupsklœðin En hvernig átti maður- inn aö vera veizlubúinn? Þjónar konungs fundu hann úti á þjóðveginum og beint þaðan fór hann til veizlunnar. Munu allir ves- alingarnir, sem þarna voru, hafa veriö í hátíðar- búningi? Þessi orð Jesú voru ekki skráö fyrr en áratugum eftir aö hann mælti þau og hér hlýtur eitthvaö aö vera málum blandaö, e.t.v. tveim sög- um steypt saman. Þá gátu ræöur enginn lengur. En hvers vegna þarf aö varpa skugga á svo bjarta, fagra mynd? Hví lýkur sögunni ekki í veizlusaln- um, þar sem olnboga- börnin dvelja viö stundar- gleöi og glaum og veg- lyndur konungur gengur glaöur um sal? Athugum söguna nánar. Inn í guðsríkið, veizlusal- inn, ganga einnig hinir óvæntu. Þessum orðum er upphaflega beint til Gyö- inga. Þeir töldu sig Drottins útvalda lýö og sjálfsagöa hirö í höll himnakóngsins. En þessi orö eru líka sögð viö mig og þig: Inn í guðsríkið ganga ekki einir þeir, sem teljast og telja sig trúuðu, góöu guðs- börnin. Þangað komu menn „frá austri og vestri", eins og Jesús segir í ööru guðsgjalli, einnig þeir, sem enga von áttu slíkrar vegsemdar, menn sem aldrei hafði til hugar komiö, að þeim yrði boðið til slíks fagnaöar. Sælir þeir, sem aö end- uðu æviskeiöi hljóta óvænt slíka umbun. Svo fast kveöur Jesús að oröi í ööru guösþjalli, aö við sjálfumglaöa öldunga: Þingmenn og æöstu valt og lífiö veikt. Meö daglegri athöfn, oröi og hugsun erum viö aö vefa sálinni þau klæöi, sem ýmist gera hana verðuga eöa óverðuga þess aö ganga inn í gleöisalinn þegar dyr jaröneska húss- ins falla að stöfum í hinsta sinn. Hver eru braúðkaups- klæðin? Þessi orö, eins og mörg önnur, sem eftir Kristi eru í guðspjöllunum höfö, gera mér ókleift aö samrýma boöskap þeirra hinni lútersku náöarkenn- ingu kirkju minnar, aö maöurinn sé ófær þess með öllu aö verðskulda himnaríkiö, en að eigin vild og af óveröskuldaöri náö gefi Guö sumum mönnum himnaríkisvist en öörum ekki. Ummæli Krists eru svo eindregin um þaö, aö meö breytni sinni vefi maðurinn sér efniö í brúðkaupsklæðin, eöa ekki. Guömundur Böðvars- son kaupm., sem mörgum Reykvíkingum var að góöu kunnur, var mikill vinur gáfumannsins Guö- mundar Björnssonar land- læknis. Hann sagöi mér, að þegar hann kvaddi vin sinn á dánarbeði hans hafi hann kvatt sig meö þess- um orðum: „Þaö er enginn vandi að deyja, en þaö er mikill vandi að lifa“. Læknirinn vissi aö dauð- inn var á næstu grösum og þá var honum þetta ríkast í huga: Þaö er mikill vandi aö lifa. Er þaö ekki einmitt þetta, sem Jesús vill aö lokaorðin í sögunni af brúökaupi konungssonar- ins brýni fyrir okkur? Sagan gerist bæöi í Ijós- uöum veizlusal og í myrkr- „Þaö er mikill vandi aö lifa“. Auömjúkir menn, já, auðmýktin er fögur dyggð, svo kenndi lávarðurinn, sem í jötu var lagður. En hvaö er auðmýkt? Viö sáum og heyröum í sjónvarpi fyrir nokkrum dSgum listaverkiö um þá gömlu og góöu konu í Hamravík. Vera má aö einhverjum hafi þótt hana skorta nokkuö á auðmýkt- ina eins og hún „hefur uppi seglin sín“ þegar hún talar við himnafööurinn og kveöst ekki vita til þess, aö hann eigi neitt hjá sér. Meö þrotlausri trú- mennsku hafði hún lifaö langan ævidag viö erfiöi og haröa glímu viö óblíöa náttúru í hrjóstugri sveit, sem hún elskaöi og var bundin eins og stráin moldinni. Hún haföi selt af hendi öll börn sín önnur en einn son, sem hún vonaði að yröi maður, mann- dómsmaður, sem bundinn yröi æru og trú moldinni, bjarginu, bárunni, sem bundiö höföu örlög feðr- um hans mann fram af manni, Haföi ekki þessi kona ofið sér efni í brúö- kaupsklæðin? Mun himnaföðurnum hafa verið leitt aö hlusta á hana, þótt hún heföi sitt hvaö viö hann aö segja, sem var ekki mælt af skaplausri undirgefni? Mun hann ekki hafa litiö híru fööur- 1 auga þetta barn sitt á brimi sorfinni strönd norö- ur viö Dumbshaf? Viö erum börn, gleymin og gálaus um margt. En ótal vegarvillum sneyöir sá hjá, sem samfylgd meö konungssyninum á. ^^^■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■^ Kaupmenn innkaupastjórar Jólakortin vinsælu eru komin á markaöinn og tilbúin til afgreiöslu. Mjög fjölbreytt úrval. Sendiö pantanir sem fyrst. Litmyndir — Hafnarfiröi Sími 54500 Bragðteffundir: — Súkkulaði, karamellu, jarðarberia og sítrónu. vanillu. Eyðublaðatækni Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði í eyðublaðatækni dagana 6. 11. — 10. 11. n.k. Námskeiðið stendur yfir frá kl. 9 til 12 árdegis og er samtals 15 klst. Þessir þættir veröa teknir fyrir: Efni Letur Setning Pappírsstaðlar. Teikning og gerð eyðublaða. Á námskeiðinu verður kynnt hvernig ná megi meiri árangri með minni tilkostnaði með samræmingu og réttri notkun eyðublaða. Námskeiðið er því tilvalið fyrir þá sem eru að taka í notkun nýja gerð eyðublaða eða hafa í huga að endurskoða þau. Eins fyrir þá sem vinna að gerð eyðublaða hjá prentsmiðjum. Leiðbeinandi verður Sverrir Júlíusson rekstrarhagfræðingur. Skráning þátttakenda í síma 82930. Hringið og biðjið um að fá sendan ókeypis upplýsingabækling um námskeið Stjórnunarfélags íslands. Stjórnunarfélag Islands A Stjórnunarfélag íslands .Jk Endurtekið vegna mikillar eftirspurnar. Dagana 6., 7., 8. og 9. nóv. n.k. gengst Stjórnunarfélag íslands fyrir námskeiði í Bókfærslu I, sem samtals stendur yfir í 22 klst. Leið- beinandi er Kristján Aðal- steinsson viðskiptafraéðingur. Námskeiðið er sniðið fyrir einstaklinga sem: — hafa litla eða enga bók- haldsmenntun — vilja geta annast bókhald fyrir smærri fyrirtæki. — hyggja á eða hafa með höndum eigin atvinnu- rekstur og vilja geta annast bókhaldið sjálfir. Námskeiðið er einnig mjög hagnýtt fyrir einstaklinga sem vilja aðstoða maka sína við rekstur, svo og konur sem eru að halda út á vinnumarkaðinn eftir að hafa sinnt heimilis- störfum um lengri eða skemmri tíma. Allar nánari upplýsingar og skráning pátttakenda fer fram á skrifstofu Stjórnunarfélagsins að Skipholti 37, sími 82930. Hringið og biðjið um að fá sendan ókeypis upplýsingabækling um námskeið Stjórnunarfélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.