Morgunblaðið - 29.10.1978, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978
Enn einu sinni hefur goðsögn tœknialdarinn-
ar — um hina fíjúgandi furðuhluti utan úr
geimnum verid vakin upp. Fréttir frá
Bandaríkjunum og Astraliu um dularfull
fyrirbrigöi af þessu tagi og undarlegur
Ijósagangur hér á Fróni ásamt sýningum á
víðfrœgri kvikmynd um þetta efni hafa orðið til
að vekja á nýjan leik spurninguna um það hvað
þarna sé áferð.
Mæö vaxan'di þekkingu á himin-
ííeimnum, eðlislögmálum hans og
óravíddum eru flestir vísindamenn
á sviði stjörnu- og stjarneðlisfræði
hættir að útiloka þann möguleika
að víðar í alheimi en hér á jörðu
hafi skapazt skilyrði til lífs þeirrar
náttúru sem við þekkjum. Engu að
síður ríkir almenn vantrú í röðum
þessara sömu vísindamanna á því
að þau fyrirbæri, sem borið hefur
fyrir augu fjölmargra jarðarbúa á
liðnum áratugum, eigi rætur sínar
að rekja til íbúa annarra hnatta,
sem séu komnir hingað til að
rannsaka líf okkar hér á jörðu en
það er alþýðúskýringin á fyrirbær-
um þessum.
Ástæðan fyrir efasemdum vís-
indamanna er auðvitað sú að
ferðalög vitsmunavera milli
hnatta og jafnvel stjörnukerfa
stangast á við öll þekkt eðlisfræði-
lögmál. Fjarlægðir himingeimsins
eru mældar í ljósárum, en hraði
ljóssins er mesti hraði sem eðlis-
fræðin þekkir og ekkert efni þolir
slíkan hraða. Og þó svo mannlegu
hugviti tækist að yfirstíga hindrun
þá sem hraðinn er, þá er hins að
gæta að ein bæjarleið í himin-
geimnum, ef svo má að orði
komast tekur hundruð ljósára og
það er erfitt að sjá hvernig
mannlegar verur eiga að endast
slík ferðalög.
Það hefur líka komið á daginn,
að þorri hinna fljúgandi fyrirbæra
hefur átt sér náttúrulegar og
eðlilegar skýringar eða milli
80—90% þeirra tilfella sem skráð
hafa verið. En hin 10 til 20%.
fyrirbæranna eru eftir sem áður
óskýrð og það eru þau sem gera
goðsögnina um fljúgandi furðu-
hluti svo heillandi, því að í
mörgum tilfellum eru þau studd
vitnisburði traustra og óbrengl-
aðra manna.
• Fyrirbærin
koma í bylgjum
Það var einhvern tíma síðari
hluta 19. aldar að menn fóru að
greina fyrirbæri á himninum og
fljúgandi furðuhluti með þeim
hsétti, sem nú er gert, því að allt
fram á nítjándu öld höfðu hvers
kyns teikn í lofti verið rakin beint
til almættisins. Ýmsar lýsingar
má finna í bókmenntum liðinna
alda, allt frá Biblíunni til trúar-
bragðarita síðari alda, sem þeir
sem gerst hafa kannað sagnir um
fljúgandi furðuhluti, telja koma
vel heim og saman við síðari tíma
lýsingar á slíkum fyrirbærum.
Eitt einkenni fljúgandi fyrir-
bæra er að þau koma eins og í
bylgjum. Það var í Bretlandi árið
1909, að i fyrsta sinn er skráð í
Evrópu að slík bylgja gengi yfir en
þá sáu margir Bretar undarleg
loftför, búin sterkum leitarljósum,
sem var greinilega stýrt og það
bárust fregnir um lendingar þess-
ara loftfara og að sést hefði til
stjórnenda þeirra. Þessum lýsing-
um bar saman við hliðstæð fyrir-
bæri í Bandaríkjunum 1896—’97.
Næsta alda gekk yfir snemma á
fjórða áratugnum, þegar Svíar
urðu varir við „draugaflugvélar"
Teikning listamanns af geimverum samkvæmt lýsingum
sjónarvotta
betto eru myndir úr hinni opinberu Bláu bók bandaríska flughersins af vettvangi þar sem
vegaSðgreglumaðurinn Zamora sá furðuhlut og verur að bjástra við hann hjá Soccoro í Nýju
lMtdfcá en innan hringanna eru förin eftir lendingarfætur furðuhlutarins.
norðarlega í landinu, sem þar
sveimuðu yfir einum bænum í
brjáluðu veðri en reyndu þó ekki
að lenda heldur gerðu ýmsar
kúnstir, sem þóttu ganga fífl-
dirfsku næst. Engin skýring fékkst
á því hverjir þarna væru á ferð
þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan.
I heimsstyrjöldinni síðari komu
upp ýmis kynleg fyrirbæri á
vettvangi stríðsins bæði á Atlants-
hafi og Kyrrahafi. Undarlegir
hlutir á lofti hrelldu margan
flugmann bandamannaj en þessir
hlutir áttu það til að koma
flugmönnunum í opna skjöldu, elta
þá um tíma en hverfa síðan út í
bláinn. Af hálfu bandamanna var
haldið, að þetta væri einhvers
konar leynivopn andstæðinganna
og ætlað til að draga kjarkinn úr
flugmönnum bandamanna, en í
stríðslo'k komust hins vegar
bandamenn að því að flugmenn
bæði Þjóðverja og Japana höfðu
orðið- fyrir hliðstæðri reynslu og
að í þeim herbúðum var haldið að
þarna færi leynivopn banda-
manna.
Árið 1946 voru fljúgandi furðu-
hlutir enn á kreiki í Svíþjóð, og þá
urðu þúsundir manna vitni að því
hvar eldflaugalaga hlutir þeyttust
um himininn, og Svíar — sjálfum
sér líkir — kölluðu þetta „drauga-
flaugarnar". Bandaríkjaihenn
sendu meira að segja Doolitle
hershöfðingja til Svíþjóðar til að
líta á málíð, því að grunur lék á að
Fólk sér
ýmsa
furðulega
hluti
.J’JG hef heyrt ýmsur söyvr o</
mér hafu borizt frásaynir um
ýmsa furduleya hluti, sem fólk
hefur séö. É</ hef j>ó enn ekki
feriyiö þær upplýsinyar að éy sé
sannfærdur um aö eitthvaö
yfirnáttúruleyt eöa eitthvaö
utan úr yeimnum hafi veriö þar
á ferö,“ sayöi dr. Þorsteinn
Sœmundsson stjörnufrœðinyur,
er Mbl. spuröi hann hvort í
þerirri vitneskju sem hann
hefur undir höndum væri eitt-
hvaö yfirnáttúruleyt eöa eitt-
hvfiö sem benti til tilvista
fljúyandi furðuhluta.
,fíy fæ ööru hvoru ýmsar
fróöleyar lýsinyar, “ sayöi dr.
Þorsteinn. ,J>að er Ijóst aö fólk
sér ýmsa furöuleya hluti, sem
oft verða ekki skýrðir í einu
vetfanyi, sérstakleya þeyar
aöeins um einn sjónarvott er aö
rœöa. En aö hlaupa þá til oy
seyja aö allt slíkt séu fljúyandi
fvrðuhlutir utan úr yeimnum,
finnst mér ábyryöarleysi. “