Morgunblaðið - 29.10.1978, Side 30

Morgunblaðið - 29.10.1978, Side 30
AUGLYSINGASTOFA KRISHNAB 5.21 30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 Slys í heimahúsum HINN 13—15. september 1978 var haldin ráðstefana í Arósum í Danmörku til þess að athuga á hvaða hátt væri hægt að koma í veg fyrir slys í heimahúsum og í tómstundum. Árið 1977 var fram- kvæmd rannsókn í öllum fimm Norðurlöndunum og tók hún frá 3—9 mánuðum. Unnið var að rannsókn þessari í ýmsum smúkrahúsum Norðurlandanna. Af þeim 31.296 slysum sem voru skrásett voru 11.496 í Danmörku, 13.076 í Finnlandi, 1.394 í Noregi, 4.716 í Svíþjóð og í úrtaki frá Islandi voru 614 slys. Alls tóku þátt í rannsókninni 18 sjúkrahús og 3 læknamiðstöðvar. í ráðstefnunni í Árósum tóku þátt læknar, sérfræðingar í neytenda- málum og embættismenn frá öllum Norðurlöndum. (Fyrir hönd íslands sátu ráðstefnuna Eiríka A. Friðriksdóttir, hagfræðingur og Ingólfur Hjaltalín, læknir). Athugaðir voru aðalslysvaldar og fyigja hér á eftir nokkrar niður- stöður. I öllum löndunum voru flest slysin í tröppum og stigum. Glerhurðir sýndu sig að vera hættulegar. Sérfræðingar ákváðu að áríðandi væri að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til að fyrirbyggja slys. I Danmörku urðu margir neyt- endur fyrir slysum við að skera frosið kjöt eða skiija að frosna hamborgara. Var bent á þetta í fjölmiðlum og forráðamenn í kjötiðnaði beðnir að pakka frosnar vörur á viðunandi hátt. Þar kom og í ljós að menn skáru sig á glerhurðum, sem brotnuðu og mun Forbrugerraadet krefjast þess að byggingarsamþykkt Danmerkur V Geriðybfcur dagamun á Askj: 3-iáb.-*jggS. g|§- ■ I i sa m lA m i IIU , 9 n ' m Itó m verði breytt og hurðir gerðar tryggari. Til sjúkrahúsa í Árósum komu 60 manns, sem dottið höfðu af hestbaki og slasast þrátt fyrir að þeir voru með reiðhjálm. Konsumentverket (ne.vtendastofn- un) í Svíþjóð vinnur að því að fá framleidda og selda betri hjálma. Rannsóknin á Islandi sýndi fjölda eitrunarslysa barna, sem höfðu drukkið eða borðað hrein- lætisefni og lyf. I samtölum við fjölskyldur barnanna kom fram að engir læsanlegir skápar eru til í nýtízkulegum íbúðum. (Teiknistof- an Ármúla 6 h.f. hefur hannað læsanlega skúffu í svefnherbergis- skáp og læsanlegan skáp í eldhús- um). Verða þessir geymslustaðir í Verkamannabústöðum í Reykjavík sem eru nú í byggingu. Sérfræðingarnir á ráðstefnunni í Árósum komust að þeirri niður- stöðu, að nauðsynlegt væri að sjúkrahúsin aðstoðuðu við fyrir- byggjandi vinnu. Sjúkrahúsin geta safnað upplýs- ingum um slys og slysavalda. Samvinna allra aðila — sjúkra- húsa, neytendastofnana o.fl. er nauðsynleg. Nils Ringsted, skrifstofustjóri í Konsumentverket, sem stjórnaði samnorrænu rannsókninni, skýrði frá því að upplýsingar þyrftu að vera nothæfar hvar sem er jafnt innanlands sem utan og notast sem verkfæri til að fækka slvsun- um. f.h. Norræna samvinnuhópsins um neytendaöryggi. Rie Brögger. (Texti styttur og setningum í svigum bætt við). Upplýsingar gefur á íslandi Eiríka A. Friðriksdóttir, Ljósheimum 22, íb. 4D. (Fréttatilkynning). Við höfum sérhæft okkur í meðferð lamba og grísakjöts. Við bjóðum kjötið marinerað á mismunandi máta. Oriental meðferð okkar á kjöti gefur sérlega Ijúffengt bragð og meyrar og safaríkar steikur. Rússar aðvara fatlaða Moskvu, 25. októbcr. Reuter. STOFNENDUR nefndar til verndunar réttindum fatlaðra í Sovétríkjunum. Yury Kiselyov og Valery Fefelov, sögðu í dag að þeir heðu fengið stuðning fólks úr ölium Sovétríkjunum við hugmyndir um stofnun landssamtaka fatlaðra. En þeir sögðu að lögreglan og tryggingamáiaráðuneytið hefðu varað þá við afleiðingunum ef þeir hættu ckki baráttu sinni. Fefelov sagði að aðstaða fatl- aðra í Sovétríkjunum færi versn- andi vegna þess að framfærslu- kostnaður færi hækkandi. Bridge-V íkingar fara af stað hraöafgreiðsla Asks og heimsendingarþjónusta. Síminn hjá heimsendingarþjónustu Asks er 81344 og 38550. ÆSKUR IIIN ÁRLEGU hridgekvöld á vegum Knattspyrnufélagsins Víkings eru að hefjast og verða þau eins og áður á mánudags- kvöldum. í ár hefst vetrarstarfið á mánudaginn klukkan 19.30 í Víkingsheimilinu við Hæðargarð með tvimenningskeppni. Allir eru velkomnir mcðan húsrúm leyfir. r MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERÐ ADALSTRETI • SlMAR: 17152-17355

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.