Morgunblaðið - 05.11.1978, Síða 27

Morgunblaðið - 05.11.1978, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 27 k Frunnir tili/itf hnfnp vfirih nm inoflr pm pincrnncm n litcptnincni pn Fremur hljótt hefur verið um Megas að undanförnu, en í dag. sunnudag, verður gerð nukkur bragarbót þar á. bá heldur hetjan tvenna hljómleika í Menntaskólan- við Hamrahltð og leikur ein- valalið popptónlistarmanna undir hjá honum. Á hljómleikunum verð- ur frumflutt vcrk eftir Megas. sem nefnist „Drög að sjálfsmorði“ og verða báðir hljómleikarnir hljóðrit- ingar eru eingöngu á útsetningu, en ekki á lögunum sjálfum." Ástæðan fyrir því að ákveðið var að halda hljómleikana í Menntaskól- anum við Hamrahlíð, er að sögn Páls Baldvinssonar tónleikahaldara sú, að upphaflega var falast eftir Þjóðleikhúsinu. Svar barzt frá því í september og var beiðninni synjað. Þá var hafin leit að öðru húsnæði og varð Menntaskólinn við Hamrahlíð Drög Megasar að sjálfsmorði ÍM.H. aðir, með það í huga að síðar verði hægt að gcfa út hljómleikabreið- skt'fu. Undanfarnar vikur hafa Megas og aðstoðarmenn hans æft verkið í Hljoðrita í Hafnarfirði og þar náði Slagbrandur tali af Megasi. Að sögn hans er verk þetta búið að vera alllengi í smíðum, en fyrstu lög þess samdi hann í kringum 1971. „Það var síðan ekki fyrr en 1973 eða ‘74 að ég ákvað að safna þessum lögum saman í eitt verk,“ segir Megas. „Verkið er 17 lög og sum þeirra hef ég leikið á tónleikum, en megnið af þeim hefur ekki áður heyrzt opinberlega. Verkið er ekki ópera á borð við Tommy og í raun á nafnið ópera alls ekki við um það. Það væri miklu nær að kalla þetta bara „prógram". Það er visst tema í verkinu, en enginn raunveru- legur efnisþráður. Þetta „prógram" hefur síðan verið að stækka eftir því sem árin hafa liðið og ég hefði alveg _ getað leikið sum þessara laga inn á plötu, þau hefðu alveg passað inn í annað, sem ég hef samið, en ég ákvað að bíða með það. Það var síðan í vor, sem sú hugmynd skaut upp kollinum að hljóðrita verkið á hljómleikum, en æfingar hófust þó ekki fyrr en í september, en þá fyrst var ljóst hverjir myndu leika með mér.“ Megas mun sjálfur sjá um allan söng á hljómleikunum, en aðstoðarmenn hans eru: Guðmundur Ingólfsson og Lárus Grímsson, hljómborð, Björg- vin Gíslason, gítar, Pálmi Gunnars- son, bassi og Sigurður Karlsson, trommur. „Þegar ég samdi lögin í þessu „prógrami“ þá samdi ég þau á gítar, en síðar voru þau útsett fyrir rokkhljómsveit. Auðvitað hefur verkið tekið einhverjum breytingum síðan æfingar hófust, en þær breyt- fyrir valinu, en flestir aðrir staðir, sem til greina komu, eru mjög umsetnir. Salurinn í menntaskólan- um hentar að mörgu leyti vel til hljómleikahalds, en hann rúmar 600 manns. Hljómleikarnir í dag hefjast klukkan 16.00, þeir fyrri og klukkan 21.30 þeir síðari. Miðaverð er 3500 krónur. Hvað hljóðritun viðkemur, þá var keypt hingað til lands sérstakt hljóðblöndunartæki, en upptökutæki öll eru úr Hljóðrita. Hljóðnemar voru leigðir frá fyrir- tæki í Bandaríkjunum, en um hljómflutning og annað í þeim dúr sér verzlunin Tónkvísl. Sem fyrr segir verða báðir hljómleikarnir hljóðritaðir, en síðar verður efnið á væntanlega breiðskífu valið og hljóðblandað. Má geta þess að Iðunn hefur keypt útgáfuréttinn á þeirri breiðskífu-. in n % ÞESSA dagana er verið að hefja sýningar á fimmtu og síðustu kvikmynd Bítlanna, „Let It Be“. Þessi kvikmynd var það næst síðasta sem þeir tóku upp í sameiningu, áðúr en þeir hættu. Sagt er að Bítlarnir hafi ákveðið að gera .heimildamynd um sjálfa sig þar sem það lá í loftinu að þeir væru að hætta. Hugmyndin var góð og Michael Lindsey-Hogg kvikmyndastjórnandi var fenginn til þess að stjórna kvikmyndatök- unni. í kjallara Apple var útbúið Myndin var svo að mestu tekin upp í kjallaranum, auk þess sem „Get Back“ var tekið upp uppi á þaki Apple-hússins. Myndin sýnir hljómsveitina saman, þeirra innbyrðis samband og samband þeirra við aðra. Myndin sýnir líka nokkuð hvernig vinna í stúdíói gengur fyrir sig. En þótt myndin sýni að tónlistin hafi verið enn jafn góð, sýnir hún líka að samband þeirra var að bresta, það sorglegasta var að samband þeirra John Lennon og Paul _ _ .. j Loksins sýnd hér tæpum áratug eftir frumsýningu erlendis í myndinni sjást orðasennur, leiðindi þeirra og þunglyndi. Einnig sést í myndinni hversu einkalíf þeirra er orðið samtvinn- að vinnu þeirra og til trafala. Þó að sagt sé að margir gallar séu á myndinni sjálfri sem slíkri er hún afar merkileg sem heimild- armynd um lokatímabil þeirra, þó útkoman sé ekki að fullu raun- veruleg. Hér er um að ræða mynd sem enginn popptónlistarunnandi má láta fara fram hjá sér. • • Onnur eins eyðimörk og brezki vinsældalistinn þessa vikuna hefur ekki sézt f langan tíma. John Travolta og Olivia Newton-John í efsta sæti listans og John Travolta í öðru sætinu. Donna Summer í þriðja sætinu og Boney M. í sæti númer fjögur. Það er vonandi að þessu diskó-æði fari að linna. Loks í fimmta sæti rofar aðeins til en þar eru írsku rotturnar Boomtown Rats á ferð. Á brezka listanum eru tvö ný lög með þeim Frankie Miller og Jacksons. Bandaríski listinn er lítið skárri. Nick Gilder situr sem fastast í efsta sæti listans. en önnur lög hjakka mikið til í sama farinu. Sem og á brezka listanum eru tvö ný lög á þeim bandan'ska og þau flytja Ambrosia og Foreigner. Það kemur víst fæstum á óvart að Smokie eru komnir í efsta sætið á vestur-þýzka listanum. Öllu meiri athygli vekur að á þessum lista eru f jögur lög, með Clout (nýtt og ekki nýtt), Commodores, Genesis og Suzi Quatro. London 1. ( 1) Summer nights Travoltaog 2. ( 3) Andy 3. ( 7) MacArthur park 4. ( 2) Rasputin 5. ( 5) Rat trap — 6. ( 4) Lucky stars 7. (10) The public image 8. (16) Blame it on the boogie 9. ( 8) Sweet talkin’ woman 10. (19) Dalin’ Olivia Newton-John John Travolta Donna summer Boney M. Boomtown Rats Dean Friedman Public Image Ltd. Jacksons ELO Frankie Miller New York 1. ( 1) Hot child in the city 2. ( 3) MacArthur park 3. ( 2) Kiss you all over 4. ( 4) You needed me 5. ( 5) Whenever I call you „friend" 6. (13) Double vision 7. ( 7) Beast of burden 8. (12) How much I feel 9. ( 9) Who are you 10. (10) You never done it like that • Nick Gilder Donna Summer Exile Anne Murray Kenny Loggins Foreigner Rolling Stones Ambrosia Who Captain og Tennille Bonn 1. (2) Mexican girl 2. ( 1) You’re the one... 3. (11) Substitute 4. ( 3) Summer night city 5. ( 9) Dancing in the city 6. ( 4) Rasputin 7. ( -) Three times a lady 8. (18) Many, too many 9. (12) Again and again 10. ( -) The race is on Smokie Travolta og O. Newton-John Clout ABBA Marshall og Hain Boney M. Commodores Genesis Status Quo Suzi Quatro *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.