Morgunblaðið - 12.11.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 12.11.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 51 Þorskastríð og hvernig þeim er tapað: Bók Gilchrists loks komin út í Bretlandi ÚT ER komin í Bretlandi bókin Codwars and how to loose them, eftir Sir Andrew Gilchrist, fyrrver- andi sendiherra Breta á íslandi, en bókin kom At í fslenzkri þýðingu hér fyrr á árinu, undir nafninu Þorskastríð og hvernig þeim er tapað. Vegna útkomu bókarinnar j Bret- landi hafði Sigurður Bjarnason, sendiherra íslands í London, mót- töku fyrir Sir Andrew Gilchrist, útgefanda bókarinnar og nokkra þá blaðamanna sem voru Islendingum hvað vinveittastir í þorskastriðun- um. Nokkuð hefur verið skrifað um útkomu bókarinnar i brezku blöðun- um. Grimsbyblaðið Evening Tele- graph segir m.a. um bókina að hún sé sérlega skemmtileg og lýsi aðdragandanum að þorskastríðun- um og þeim sjálfum snilldarlega. Þá segir blaðið að höfundurinn hafi sagt í móttökunni í islenzka sendi- ráðinu að bókin lýsi vel hversu helv... heimskir Bretar voru í öllum þorskastríðunum. Áfram heldur Gilchrist „Að sjálfsögðu var ég ekki á bandi Breta þegar fyrsta þorskastríðið braust út 1958 en þá var ég sendiherra lands okkar í Reykjavík. Við höguðum okkur heimskulega í því stríði, en að endurtaka sama hlutinn og það frekar tvisvar en einu sinni, er hreint og beint að berja hausnum við steininn. — Við áttum auðvitað að reyna aðrar leiðir. Við vorum gjörsigraðir." Þá segir Gilchrist í bók sinni: „Það er mín sannfæring að ef við hefðum farið rétt að bæði 1972 og 1975 í samskiptum okkar við íslend- inga og haldið flotanum utan við þetta allt saman, þá væru skip okkar ennþá við veiðar á íslandsmiðum. Og kvóti okkar væri a.m.k. 40 þúsund tonn á ári sem að vísu er ekkert miðað við þann afla sem við fiskuðum í gamla daga en mun betra þó enn enginn afli eins og í dag. I Guardian er Gilchrist að því spurður hver sé hans reynsla af Islandi. Hann svarar: „Hvað með sjómennina okkar sem unnu myrkr- anna á milli í öllum þorskastríðun- um þremur, eru þeir nokkuð ánægð- ari en þeir sem tóku þátt í oliustríðinu í Mozambique á sinum tíma.* Sir Andrew Gilchrist f.v. sendiherra Breta' á lslandi og Sigurður Bjarnason sendiherra íslands f London með nýútkomna bók Gilchrists, Codwars and how to loose them, f móttöku sem sendiherrann hélt Gilchrist fyrir skömmu. Biblíules- hringur í Há- teigskirkju Biblíuieshringur verður starf- andi f Háteigskirkju næstu vikur á mánudagskvöldum og hefst hann næstkomandi mánudags- kvöld 13. nóv. kl. 20.30. Prestar safnaðarins munu veita leshringnum forstöðu, en allir, sem áhuga hafa eru velkomnir til þátttöku. Starfsemi leshringsins er fólgin í samtölum og sameigin- legri íhugun á ýmsum þáttum trúarinnar og erindi Biblíunnar við menn í samtímanum. Þátttak- endur eru beðnir að taka með sér Biblíu og ritföng. (Frá Háteigsprestakalli). Afli línubát- annatregur Akranesi 10.11. TOGARINN Krossvík var í höfn í vikunni með 95 lesta afla, þorsk og karfa. Togarinn Haraldur Böðvarsson kom inn f dag með 130 lesta afla, mestmegnis karfa og ufsa. Afli hans frá áramótum er nú um 2500 lestir. Togarinn óskar Magnússon og Krossvíkin eru með aðeins minni afla, eða um 2300 lestir hvort. Menn tala um að gefa þorskiti- um frí og leggja heldur meiri áherzlu á karfaveiðar, ufsa og grálúðu. Víkingur AK 100 er á leiðinni til Reykjavíkur með 850 lestir af loðnu sem mun að líkindum verða landað þar í kvöld. Tveir bátar stunda línuveiðar héðan frá Akranesi nú eins og er og hefur afli verið mjög tregur, það er of lítið eftir af þorski og slæmt veður hefur einnig hamlað veiðum. ENN NÝTT AJAX Þykkt Ajax, skilar þér skínandi gólfum og baðherbergjum. Notið það þynnt á gólf, flísar og hreinlætistæki og Nýtt Ajax er fljótvirkt, auðvelt í notkun, með óþynnt á föst óhreinindi. í þessu nýja Ajaxi eru ferskri hreinlætisangan. sérstök hreinsiefni, sem taka því fram, sem áður hefur þekkst. — Júlíus.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.