Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 55 Haustsónata — nýjasta kvikmynd Ingmars Bergmans þegar þér fannst þú ... vera alveg hræðileg á að líta. Jú, og sagði við hann: „Þegar aðrar leikkonur sjá þessa kvikmynd þína þá þorir engin framar að nota snyrti- stúlkuna þína.“ „Veit ég vel,“ svaraði hann með andvarpi, „veit ég vel. Hún fer á atvinnuleysisstyrk, en við tökum við Óskarnum. Kvikmyndagerð er enginn dans á rósum." Ög hann bætti við: „Mín kæra Ingrid, það er mér að kenna að þú átt eftir að missa alla þína gömlu aðdáendur, sem þú ert að dragast með síðan á Hollywood-árunum, og uppskerð í staðinn aðra yngri. Með því að herða andlitsdrættina, þá endur- nýja ég aðdáendabirgðir þínar.“ I New York að minnsta kosti yfirgefa aðdáendur ekki „La Bergman". Þeir settu upp súran svip þegar hún fór frá Hollywood 1950 til Roberts Rossilini og „Stromboli", og enn stöðva þeir hana á götu til að setja út á einhverja myndina, sem hún lék í eftir það. „Þeir halda áfram að dæma mig 'og hertaka mig. Þeir gera það, af því að þeim þykir vænt um mig. Og að lokum er ég farin að verða stolt af því. Það versta væri, ef ég hlyti bara tómlæti." • Höggviö nærri leikkonunni Ingrid Bergman spjallar um Haustsónötu og Ingmar Bergman af ljúfmennsku — klædd gráum síðbuxum og „blaser“-jakka, hárið vel greitt og andlitið ófarðar. Þegar berst í tal, að Ingmar hafi i myndinni höggvið nokkuð nærri henni sjálfri, svarar hún: — Það er satt. Hann gengur nærri konunni almennt og allan tímann sem við unnum að Haust- sónötu voru mínir persónulegu tilfinningar blandaðar þar í. Eg hefi oft ásakað sjálfa mig. Eg var ákaflega hrygg við að fá ekki að hitta elstu dóttur mína Píu í sex ár eða þegar ég tók leiklistina fram yfir daglegt líf með ítölsku börn- unum mínum. Oftar en einu sinni hefði ég tvístigið milli áhuga á starfi mínu og hlutverks míns sem móður... Huggun mín — að minnsta kosti fannst mér það — er sú, að börnin hafa orðið vinir mínir og samsærísmenn. Þar í liggja launin." Ef litið er til baka. — Já, ég held samt ekki að dóttir mín hati mig eins og Liv Ullmann hatar mig í kvikmyndinni... En ég held líka að Piu langi ekki til að sjá Haustsónötu. • Er myndin sönn eöa goösögn? Kvikmyndin Haustsónata hefur vakið blandið umtal. í Svíþjóð skrifar Meria Bergom-Larson opið bréf til Ingmars Bergmans í blað. Hún er sammála þeim sem hrósa myndinni og viðhafa stórkostleg orð um leik kvennanna þriggja (Lenu Nyman líka). En hún spyr: „Er þetta satt? Eru þetta raun- verulegar manneskjur með kjöti og blóði, sem þú sýnir okkur? Eða eru það ýkjumyndir, byggðar á undirmeðvituðum goðsögnum um konur og móðurhlutverk?" I bréf- inu til Ingmars Bergmans lýsir hún því hvernig hann gerir móðurina að algeru skrýmsli, sem að vísu hefur líka beðið tjón á sálu sinni fyrir tilverknað foreldra sinna — erfðasyndin vekur spurn- inguna hver sé eiginlega sekur.“ Og hún heldur áfram: „Uppsetn- ingin er eiginíega alveg fráleit, já í rauninni djöfulleg í sinni há- stemmdu einföldu röksemda- færslu. Nú hafa feðurnir öldum saman fórnað börnum sínum fyrir atvinnu og frama. Að svo er enn um 90% karlmanna er engin launung. Til dæmis eru það konurnar, sem gera störf sín að hlutavinnu meðan karlmennirnir vinna yfirvinnu. En aldrei hafa slíkar ómældar ásakanir dunið yfir þá. En konurnar eiga að svíkja upprunalega köllun sína, eins og það er kallað og skaða börn sín, þegar þær byrja ofur varlega að kíkja út um dyr heimilisins og taka þátt í störfum samfélagsins. Varla er hægt að ýta á áhrifameiri hnapp. Við erum einmitt þarna svo óendanlega viðkvæmar og sakbitn- ar. Hvenær ætlið þið karlar að hætta að predika yfir okkur og taka hluta af ábyrgðinni. Eg vildi óska að þú, Ingmar Bergman, létir næstu mynd þína fjalla um Föðurinn. Kannski mundi þá verða minna af goðsögnum og hugarór- um og meira af eigin reynslu í myndinni." Hjálmar R. Bárðarson end- urkjörinn formaður IMCO MORGUNBLAÐINU hefur borist fréttatilkynning frá utanríkis- ráðuneytinu. þar sem meðal annars kemur fram, að Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri hefur verið endurkjörinn for maður IMCO, Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar, til eins árs. Fer tilkynningin í heild hér á eftir. Dagana 9.—13. októþer 1978 var í aðalstöðvum Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar (IMCO) í London haldinn þriðji fundur aðildarríkja alþjóðasamningsins um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það. í upphafi þessa fundar aðildar- ríkjanna var fulltrúi íslands, Hjálmar R. Bárðarson, siglinga- málastjóri, endurkosinn formaður til eins árs, en hann hefur gegnt starfi formanns frá upphafi. Fyrsti varaformaður var kosinn F.S. Terziev frá Sovétríkjunum og annar varaformaður F. Gonzalez frá Mexico. í ávarpi sem framkvæmdastjóri IMCO hélt í upphafi fundarins skýrði hann frá aðgerðum IMCO varðandi varnir gegn mengun hafsins frá því að síðasti fundur var haldinn, og þá einkanlega í kjölfar strands olíuflutningaskips- ins „Amoco Cadiz" við Frakk- lándsstrendur í mars 1978 og lýsti afleiðingum þess. Á dagskrá fundarins voru ýmis mikilvæg mál er varða varnir gegn mengun sjávar. Tvær nefndir störfuðu að sérstökum verkefnum, laganefnd seifi fjallaði um breyt- ingu samningsins og viðauka um lausn deilumála milli aðildarríkj- anna o.fl. og vísinda- og tækni- nefnd. Settar voru reglur um kröfur varðandi eyðingu efna með brennslu um borð í skipum á hafi Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri. úti, en mjög fer í vöxt að hættulegum efnum sé eytt um borð í skipum. Þó eru ekki allir sáttir við þessa lausn mála, en viðurkennt er að ennþá hafa ekki í öllum tilvikum fundist betri lausn- ir til að gera sum hættuleg efni skaðlaus eða skaðlítil umhverfinu og bar brýna nauðsyn til að setja alþjóðlegar reglur um þessa eyðingaraðferð. Einnig var rædd tillaga Al- þjóðakjarnorkustofnunarinnar um reglur og kröfur varðandi tak- markaða losun geislavirkra efna í hafið. Mikil andstaða er gegn því, að nokkur slík efni séu losuð í hafið, jafnvel þótt vel sé frá þeim gengið. Er losun nú aðeins leyfð undir ströngu eftirliti og á öráum stöðum milli 50° norðlægrar og 50° suðlægrar breiddar, þar sem dýpi sjávar er mest, og alls ekki á minna dýpi en 4000 metrum. Þá var á dagskrá fundarins skýrslugerð um losun efna í hafið, tæknileg aðstoð varðandi varnir gegn mengun hafsins, samvinna og samstarf við ýmsar sérstofnanir og verkefni þau, sem framundan eru hjá aðildarríkjum alþjóðasam- nings þessa. Næsti fundur aðildarríkjanna verður haldinn í október 1979, en tvær undirnefndir munu hafa fundi í byrjun næsta árs til að vinna að undirbúningi verkefna. Halla Haralds- dóttir sýnir í Eyjum HALLA Haraldsdóttir sýnir um þessar mundir í Akoges-húsinu í Vestmannaeyjum um 30 mósaík- og sementsmyndir. Hefur sýningin staðið yfir síðan á fimmtudag og lýkur henni í dag, sunnudag. í dag verður opið frá kl. 14—22. Nýþjónusta AnadaMarga Systrasamtök Ananda Marga hafa hafið nýja þjónustustarfscmi sem felst í því að allir sem eiga við vandamál að stríða geti hringt í síma 23588 og rætt 'við starfsfólk samtakanna. Verður þessi þjón- usta veitt föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 22—2 eftir miðnætti. Dansskóii í Peking Hong Kong, 11. nóvcmber. — Reuter DANSSKÓLI, sem sérhæfir sig í nútímadönsum. var formlega opnaður í Peking í dag að sögn fréttastofunnar Nýja Kína. Hins vegar er ekki ljóst hvort nemendurnir fái jafnt tilsögn í nýjustu diskódönsum frá Vestur- löndum sem eldri og virðulegri dönsum. Á dögum menningarbyltingar- innar voru jafnvel dansar eins og foxtrot og vals taldir „úrkynjuð borgaraleg skemmtun". Kársnes- prestakall KÁRNESPRESTAKALL í Kópa- vogi — Barnasamkoman í dag er í skólanum kl. 11 árd. og guðsþjónustan í Kópavogskirkju kl. 2 síðd. Árni Pálsson. Lítid Hl beggja hlíða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.