Morgunblaðið - 12.11.1978, Page 12

Morgunblaðið - 12.11.1978, Page 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÖVEMBER 1978 Hamilton Sterkt sambandsveldi mun um- fram nokkuö annaö stuðla að frelsi ofí friöi nieðaí ríkjanna þar sem það verður þröskuldur í vefji flokkadrátta of; uppreisna innan- lands. Það er ómöfjulefft að lesa söfju smálýðvelda Grikklands ofj Ítalíu án þess að fyllast hryllinfji ojj viðbjóði vejjna vitfirrinfjarinn- ar sem stöðufjt fjreip þau ofj vegna byltinfjanna sem ollu þvi að þau sveifluðust stöðufjt milli öffja harðstjórnar Of; stjórnleysis. Ef þar ríkti stundum logn var það aðeins skammvinnt hlé á undan ofsafenfjnu ofviðri sem hlaut að fylfíja á eftir. Ef tímabil velsældar ber fyrir aufju okkar skoðum við það með nokkrum trefja þar sem við vitum að yfir þetta bjarta sögusvið muni brátt skella óveð- ursöldur uppreisna of; heiftúðufjra flokkadrátta. Ef geislar hinnar æðstu göfgi skína um stund í fjefjnum þetta myrkviðri ofj hrífa okkur í hverfulli dýrð, þá áminna þeir okkur jafnframt um að harma að lestir stjórnarfarsins skuli villuleiða ofj saurfja þá björtu hæfileika ofj háu fjáfur sem menn bera svo oft lof á þessi fjæfusömu lönd fyrir að hafa alið. Formælendur valdstjórnar hafa í rinfjulreiðinni sem óprýðir söfju þessara lýðvelda leitað raka fjefjn lýðveldislefjri stjórnarskipan en jafnframt fjefjn fjrundvallarrefjlum lýðfrelsis. Þeir hafa úthrópað alla frjálsa stjórn sem ósamrýmanlega refjlufestu í samfélafji ofj hafa í meinfýsni hæðst að vinum frelsis- ins ofj liðsmönnum þeirra. Til allrar haminfjju eru nokkur dýrlefj dæmi þess að miklir þjóðfélafjsvef- ir ofnir í uppistöðu frelsisins hafi staðið órofnir um aldir og afsann- að niðurstöður þessara drungalegu villuraka. Og ég treysti því að Ameríka muni reynast breið og traust undirstaða annarra þjóð- virkja, engu síður stórkostlegra, sem verði jafn óbrotfjjarnir minn- isvarðar um villur þeirra. En því er ekki að neita að þessar lýsingar á lýðveldisstjórn eru réttar myndir ríkjanna sem söfju- menn beina sjónum sínum að. Ef reynst hefði óklerft að finna fyrirmyndir fyrir fullkömnara þjóðskipulagi hefðu upplýstir vinir frelsisins orðið að hverfa frá málstað slíkra stjórnskipanar þar sem hann væri óverjandi. En stjórnvísindin hafa eflst mjög eins og flest önnur vísindi. Ahrifamátt- ur ýmissa löfjmála, sem áður var lítt þekktur eða óþekktur með öllu, er nú velkunnur. Reglubundin dreifing valds, aðskildar stofnanir, mótvægi einnar stofnunar við aðra og eftirlit þeirra hverrar með annarri að lögum; dómstólaskipan þar seni dómendur halda störfum sínum eins lengi og þeir rækja þau; seta lýðkjörinna fulltrúa á löggjafarþingum; allt eru þetta nýjungar — ávöxtur sem þroskast hefur til fullkomnunar á seinustu tímum. Þetta eru leiðir sem liggja að kostum lýðveldisstjórnar en sneiða hjá löstum hennar. Ég mun leitast við að bæta einu nýstárlegu atriði við þessa skrá um það sem bætt getur alþýðu- stjórn þjó' .nála. ég á hér við víðáttu þess landsvæðis sem slík stjórn nær til, hvort heldur um er að ræða stærð einstaks ríkis eða samruna fleiri smærri ríkja í eitt bandalag. Það er hið síðara sem skiptir máli í þessari umræðu. En það er jafnframt nytsamlegt að athuga áhrif þessa lögmáls sé því beitt í einu ríki og verður það gert síðar. Það er í raun ekki ný hugmynd að ríkjabandalög séu hentug til þess að kveða niður flokkadrætti og varðveita frið á heimaslóðum engu síður en til þess að auka mátt ríkjanna og öryggi gagnvart öðr- um. Menn hafa hagnýtt sér þessa hugm.vnd í ýmsum löndum og á ýmsum tímum og höfundar, sem mests lofs njóta fyrir stjórnmála- skoðanir sínar, hafa lagt blessun sína yfir hana. Andstæðingar stjórnarskrártillögunnar hafa af mikilli elju birt og boðað þá athugasemd Montesquieu að nauð- syn sé að lýðveldisstjórn taki til lítils landsvæðis. En þeir virðast ekki gera sér grein fyrir ummæl- um þessa ágæta manns í öðrum hluta verka hans, né heldur sinna afleiðingum lögmálsins sem þeir játa svo auðmjúkir. Þegar Montesquieu mælir með því að lýðveldi skuli vera lítil hefur hann í huga minni land- svæði en flest Ríki okkar. Það er ekki með nokkru móti hægt að bera -saman stærð Virginiu, Massachusetts, Penns.vlvaniu, Nevv York, Norður-Karolínu eða Georg- iu og stærð ríkjanna sem lýsing hans á við og hann hafði til fyrirmyndar í rökfærslum sínum. Því er það að ef við teljum orð hans í þessum efnum mælikvarða sannleikans þá neyðumst við annaðhvort til þess að leita þegar í stað í friðarhöfn konungsveldis eða til þess að skipta okkur í óteljanlegan fjölda örsmárra, öf- undsjúkra, stríðandi, rótlausra samfélaga, sem væru aumkunar- verðar gróðrarstíur óendanlegs ósamlyndis og aum tilefni al- mennrar vorkunnar eða fyrirlitn- ingar. Sumir þeir sem andsnúnir eru stjórnarskrártillögunni virð- ast gera sér grein fyrir þessum vandkvæðum og hafa jafnvel gerst svo djarfir að ýja að því að æskilegt væri að skipta stærri ríkjunum. Svo bergnumin stefna, svo örvæntingarfull úrræði, mundi fjölga mjög smáembættum og k.vnni því að falla vel að skoðunum þeirra manna.sem ekki hafa hæfni til að flytja mál sitt út fyrir þröngan hring persónulegra undir- mála, en þau gætu aldreí fleytt fram ágæti og gæfu amerísku þjóðarinnar. Eins og áður var nefnt verður lögmálið sjálft skoðað síðar. Hér mun nægja að nefna að samkvæmt skilningi höfundarins sem mest var vitnað til, þá mælir lögmálið aðeins svo fyrir að draga skuli úr sta-rð stærri meðlimaríkja sam- bandsveldisins, en það mælir alls ekki gegn því að þau séu öll sameinuð undir einni bandalags- stjórn. En það er einmitt þessi s[)urning sem við höfum nú tilefni til að ræða. Því fer víðs fjarri að tillögur Montesquiens mæli gegn almennu sambandsveldi ríkjanna, hann fjallar meira að segja skýrt og greinilega um bandalagslýðveldi sem leið til þess að stækka það svið sem lýðveldisstjórn getur spannað og til þess að sameina kosti konungsvelda og lýðvelda. „Það er mjög líklegt (segir hann) að mennirnir hefðu um langan aldur ævinlega neyðst til að lúta stjórn einhvers eins manns. hefðu þeir ekki mótað stjórnskipun sem hefur alla kosti lýðveldis á heimaslóðum og jafn- framt allan styrk konungsveldis gagnvart umheiminum. Ég á hér við bandalagslýðveldi." „Þessi stjórnskipan felst í því að nokkur smærri ríki gera með sér sáttmála um að gerast meðlimir í einu stóru ríki sem þau hyggjast mynda. Þetta er eins konar hópur samfélaga sem myndar nýtt sam- félag, sem getur vaxið ef nýir meðlimir bætast í hópinn þar til þau éffast svo að þau geti veitt hinu sameinaða samfélagi öryggi.“ „Þess konar lýðveldi getur varist erlendum öflum og búið að sínu án nokkurrar innlendrar hrörnunar. Þessi tegund þjóðskipanar hamlar gegn ýmiss konar óhagræði." „Reyni eitt meðlimaríkjanna að hrifsa til sín æðstu áhrif, er ekki hægt að vænta þess að það hafi jöfn áhrif og völd í öllum ríkjum bandalagsins. Hefði það of mikil áhrif í einu ríkjanna vekti það ugg í hinum. Legði það hluta ríkjanna undir sig mundu ríkin sem enn væru frjáls, stefna gegn þeim herjum sem óháðir voru ríkjunum sem undirokuð voru og vinna bug á því áður en það væri tryggt í sessi.“ „Verði almenn uppreisn í einu bandalagsríkjanna, geta hin unnið bug á henni. Spillist stjórnarfar í einum hluta bandalagsins geta hinir heilbrigðu hlutar leiðrétt misferlið. Ríkið tortímist að hluta en stendur ósnortiö að hluta; þótt bandalagið kunni að slitna geta meðlimaríkin haldið fullveldi sínu.“ „Þar sem þessi stjórn er gerð úr minni lýðveldum nýtur hún velferðarinnar sem einkennir þau, og vegna samneytisins nýtur hún gagnvart umheiminum allra kosta stórra konungsvelda." Ég hef talið rétt að vitna svo ítarlega til þessara athyglisverðu málsgreina, vegna þess að í þeim eru skýrt saman dregin helstu rökin til stuðnings Sambandsveld- inu, og þær hljóta jafnframt að leiðrétta rangar hugmyndir sem misnotkun annarra hluta verksins var ætlað að vekja. Jafnframt eru þær nátengdar næsta viðfangsefni þessarar greinar, en það er að sýna hvernig Sambandsveldið mun stuðla að því að setja niður innlenda flokkadrætti og uppreisnir. Gerður hefur verið greinarmun- ur sem er fremur hárfínn en raunhæfur, á bandalagi og samstcypu meðal Ríkjanna. Megineinkenni hins fyrra er sagt vera að áhrif þess ná til meðlima- ríkjanna sem heilda án þess að ná til þegna þeirra. Því er haidið fram að þjóðþingið eigi ekki að láta til sín taka nein viðfangsefni heimastjórnar Ríkjanna. Enn hef- ur verið lögð eindregin áhersla á að jafn atkvæðaþungi sé meginein- kenni bandalagsstjórnar. Þessar skoðanir eru í aðalatriðum úr lausu lofti gripnar, þær eiga sér hvorki stað í lögmálum né for- dæmum. Það hefur reyndar borið við að slík stjórnskipan hafi almennt farið eftir þeim reglum sem felast ættu í stjórnskipaninni samkvæmt greinarmuninum sem nefndur var hér að ofan; en þá hafa oftast verið víðtækar undan- Öldungadeild Bandaríkjaþings Á stjórnarskrárþingi Banda- ríkjanna sumarið 1787 varð verulegur ágreiningur um tvö meginatriði í stjórnarskrár- drögunum. Annars vegar um það hvort aðeins ætti að endur- skoða og endurbæta Bandalags- ákvæðin sem Ríkin höfðu starf- að undir frá upphafi Frelsis- stríðsins eða móta nýja stjórnarskrá frá grunni eins og að lokum var gert, en hins vegar um það hvernig kjósa bæri til þingsins og þá einkum til öldungadeildar þess. Þessi tvö ágreiningsatriði skiptu Ríkjun- um í tvo andstæða hópa eftir því hvar hagsmunir þeirra lágu. Annars vegar stóðu stærstu Ríkin með Virginiu í broddi fylkingar og lögðu áherslu á að allsherjarstjórnin yrði styrkt meir en einfaldar endurbætur á Bandalagsákvæðunum leyfðu og jafnframt á það að fulltrúafjöldi í báðum deildum þingsins yrði í sem beinustu hlutfalli við íbúa- fjölda í hverju Ríki. Hins vegar stóðu minni Ríkin sem reyndu að halda í gömlu Bandalags- ákvæðin og hamla gegn því að stærri og fjölmennari Ríkin næðu í framtíðinni algerum undirtökum vegna fólksfjöldans eins. Fulltrúanefnd New Jersey var helst í fyrirsvari fyrir málstað minni Ríkjanna. Stóru Ríkin áttu öll lönd að vestur- landamærum Ríkjanna en hin minni voru lokuð af austast í landinu. Þannig blasti við að stærri Ríkin gætu enn stækkað, en hin minni hlytu að vaxa hægar svo að líkurnar á ofur- valdi stærri Ríkjanna uxu þegar horft var til framtíðarinnar. Aðskilnaður hagsmunahópanna tveggja var því jafnframt aðskilnaður milli austurs og vesturs. Ríkin austast í landinu voru jafnframt eldri en þau sem vestar voru og vildu gjarnan halda valdaforskoti sem þau höfðu vegna aldursins. Á þing- inu örlaði varla á aðgreiningu milli Norðurríkja og Suðurríkja sem varð svo örlagaríkur áttatíu árum síðar. Þrælahalds var að vísu getið á þinginu en um það varð enginn ágreiningur. Ákveðið var að fulltrúafjöldi hvers Ríkis í neðri deild þingsins skyldi vera í sem réttustu hlutfalli við „fjölda hvítra og frjálsra íbúa Ríkisins og þrjá fimmtu af fjölda þeirra íbúa sem ekki yrði þannig lýst“. Það lá nærri að slitnaði upp úr þinginu vegna þessa ágreinings, en þó tókst með miklum erfiðismunum að miðla málum. Lykilatriði í þessari málamiðlum var það að hvert Ríki skyldi kjósa tvo fulltrúa í efri deild þingsins án tillits til íbúafjölda Ríkisins. Stjórnarskrárþingið virðist frá upphafi hafa verið sammála um að þjóðþingið skyldi starfa í tveimur deildum. Thomas Jefferson sem var sendiherra Bandaríkjanna í París meðan á Stjórnarskrárþinginu stóð var ekki á sama máli. Þegar Jeffer- son kom aftur heim kváðu þeir George Washington, þá orðinn forseti, eitt sinn hafa deilt um þetta yfir morgunverðarborði. Washington kvað hafa spurt: „Hvers vegna hellirðu úr kaffi- bollanum á undirskálina áður en þú drekkur kaffið?" Jefferson kvað hafa svarað því að kaffið væri of heitt, hann yrði að kæla það. Þá sagði Washington:, „Einmitt þess vegna verður þingið að starfa í tveimur deildum." Athugasemdi Lycia var bandalag margra smáborga í Litlu-Asíu suðvestanverðri. Bandalagsins mun fyrst getið um 1500 f. Kr. en Claudíus keisari leggur það undir Róma- veldi skömmu eftir Kristsburð. í bandalaginu munu hafa verið mismunandi mörg borgríki á mismunandi tímum. Flest munu borgríkin í bandalaginu hafa verið nær áttatíu en fæst um þrjátíu. Heimildir Hamiltons um Lyciu eru í Anda iaganna eftir Montesquieu. Halldór Guðjónsson. tekningar frá reglunum, en slík dæmi nægja til að sanna að ekki er um algild lögmál að ræða í þessu efni. Og það mun verða sýnt síðar í þessari rannsókn að þar sem þessi lögmál hafa ráðið ríkjum hafa þau valdið ólæknanlegri ringulreið og flónsku í stjórnun. Skilgreining bandalagslýðvcldis virðist einfaldjega vera „hópur samfélaga eða félag tveggja eða fleiri ríkja í einu ríki“. Umfangi, nánari skipan og viðfangsefnum bandalagsstjórnarinnar má haga með ýmsum hætti. Á meðan sjálfstæð skipan meðlimaríkjanna er ekki lögð niður, á meðan hún stendur og nýtur verndar stjórnar- skrárinnar til að stýra innanríkis- málum væri engu að síður bæði að reynd og að rökum um að ræða félag ríkja eða bandalag og það jafvel þótt skipan einstakra ríkja lyti í einu og öllu valdi Sambandsveldis- ins. Því fer fjarri að í tillagðri stjórnarskrá felist að stjórnir Ríkjanna verði lagðar niður, þvert á móti er þar gert ráð fyrir að þær hafi fulltrúa í Öldungadcildinni og eigi þannig þátt í fullveldi þjóöar- innar, auk þess er þeim ætlað að fara óskorað með ýmsa mjög mikilvæga þætti í fullvalda stjórn iartdsins. Þetta samræmist fullkomlega hugmyndinni um bandalagsstjórn í sérhverri skyn- samlegri merkingu þeirrar nafn- giftar. í Lyciska bandalaginu voru tuttugu og þrjár borgir eða lýðveldi, í sameiginlegu ráði þess höfðu hinar stærstu þrjú atkvæði, 'hinar miðlungsstóru tvö en hinar minnstu eitt. Hið sameiginlega ráð skipaði dómara og sýslunarmenn hinna einstöku borga. Þetta voru vissulega hin viðkvæmustu af- skipti af heimastjórn borganna, því ef eitthvað virðist eðlilega óskoraður réttur einstakra ríkja þá er það að þau skipi eigin embættismenn. Þrátt fyrir þetta segir Montesquieu um þetta sam- band: „Ætti ég að benda á fyrirmynd góðra bandalagslýð- velda, þá væri það bandalag L.vciu". Þannig sjáum við að greinarmunurinn sem haldið var fram var ekki í huga þessa upplýsta manns og við hljótum að álykta að hann sé ný fínsmíð rangra kenninga. Puhlius. Greinar Bandalagsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.