Morgunblaðið - 12.11.1978, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.11.1978, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 69 Konuleit og klippingar Frá Norðurlandamótinu í vor. Talið fra vinstri« Karl Sigurhjartarson, Einar Pyk, Guðmundur Pétursson og Tommy Gullberg. Guðmundur og Karl voru í 15. sæti af yfir 100 pörum þar sem rætt er um árangur einstakra para á Ólympíumótinu í bandaríska ritinu Bridge World nýlega. Án vafa eru drottningarnar crfiðustu spiiin í stokknum. Allir hafa tapað samningum þar sem aðeins er hægt að svína á einn veg og drottningin er á eftir gosanum. En sigurmögu- leikinn tvöfaldast þegar hægt er að svína á báða vegu og getur jafnvel aukist mun meir þegar hægt er að finna út skiptinguna á höndum and- stæðinganna. Líkindareikning- urinn segir, að drottningin eigi að vera staðsett hjá þeim andstæðinganna, sem á fleiri spil í litnum. Og þessi stað- reynd, ásamt fleiri atriðum, á sjálfsagt sinn þátt í, að varla nokkur sérfræðingur játar að hafa nokkru sinni gefið slag á drottningu með því að svína vitlaust. Þegar drottninguna vantar í tromplitinn verður hún gjarna úrslitaspilið. Þeir eru ekki svo fáir samningarnir, sem tapast hafa vegna rangrar staðsetning- ar þessa spils. Einn af okkar bestu spilurum bar sigurorð af öðrum, í býsna sterkum hópi, þegar allt valt á trompdrottn- ingunni. Allir á hættu, gjafari norður. Norður S. 54 H. K92 T. Á652 L. ÁD73 Austur S. Á1087 H. 743 T. K107 L. 1082 Suður S. KD2 H. ÁG1065 T. G8 L. G65 Suður var sagnhafi í fjórum hjörtum eftir fremur einfaldar sagnir en austur og vestur höfðu alltaf sagt pass. Utspil tígul- þristur. Utlitið var ekki sem best og strax í upphafi var ekki ósenni- legt, að staðsetning tromp- drottningarinnar, og að ekki yrði gefinn slagur á hana, réði vinningi. í sæti suðurs var Karl Sigur- hjartarson, margfaldur meistari og landsliðsmaður. Hann gaf fyrsta slaginn og austur spilaði aftur tígli, sem Karl tók í borðinu. Næsta slag fékk hann á spaðakóng og svínaði laufi. Aftur spaði en þá tók austur á ásinn og spilaði tígli, sem Karl trompaði. í spaðakónginn fór lauf úr borðinu og þá voru þessi spil eftir á hendi. Norður S. - H. K92 T. 6 Vestur L. Á7 Austur S. G S. 10 H. D8 H. 743 T. D T. - L. K9 Suður S. - H. Ágl06 T. - L. G6 L. 108 Hefði laufkóngurinn komið frá vestri þegar Karl spilaði lágu á ásinn mátti gefa á hjartadrottninguna. En kóngur- inn kom ekki og þá var að duga eða drepast. Millileikur var til, sem Karl reyndi þegar hann spilaði tíglinum frá borðinu. Og þegar austur var ekki með var spilið skyndilega orðið öruggt. Trompsexið var þá orðið örugg- ur slagur og vestur fékk næsta á laufkóng. Eftir það var ekki hægt að gefa slag á drottn- inguna. Fallega unnið spil. -o- Nokkuð þykir mér umliðið síðan Islendingar hafa náð góðum árangri í keppni á alþjóðamótum. En segja má, að árið 1976 hafi verið betra en önnur ár í þessu tilliti. Landslið okkar í opna flokknum náði 20. sæti í keppni 45 þjóða á Brldge eftir PÁL BERGSSON Olympíumótinu í Monte Carlo. Og í yngri flokknum fengu Islendingarnir margar viður- kenningar á Evrópumóti í Lundi. Þessi staðreynd var farin að sveipast þoku í huga mínum þegar mér var bent á grein í bandaríska ritinu Bridge World fyrir stuttu. Kom þar fram, að olympíumótið hafði verið um- reiknað þannig, að fram kom árangur einstakra para í sveit- um þjóðanna. Og viti menn. ísland átti þar menn ofarlega á lista. Guð- mundur Pétursson og Karl Sigurhjartarson voru í 15. sæti en í opna flokknum var fjöldi para nokkuð á annað hundrað. Spilað var á sömu spil í öllum leikjum hverrar umferðar en það gerði útreikning þennan mögulegan. Aðferðin var sú, að reiknað var meðaltal úr hverju spili, mismun meðaltals þessa og árangurs tiltekins pars breytt í Ebl-stig og síðan fundið meðaltal unninna og tapaðra Ebl-stiga í hverjum leik. Miðað við árangur íslensku sveitarinnar í móti þessu verður að gera ráð fyrir, að hin íslensku pörin hafi ekki hafnað neðar- lega í samanburði þessum. En þau voru: Ásmundur Pálsson — Hjalti Elíasson og Símon Símonarson — Stefán J. Guðjohnsen. Þetta er sjálfsagt að taka fram, þar sem persónu- lega er mér mjög illa við beinan samanburð á árangri para innan sveitar, sem á að virka sem ein heild. Á listanum í Bridge World yfir 25 efstu pörin í samanburði þessum er mikið af þekktum nöfnum. Assumpaco — Chagas Brasilía meðaltal 19,3 stig Boulenger — Svarc Frakkland meðaltal 14.9 stig Priday — Rodrique England meðaltal 13.5 stig Belladonna — Vivaldi Ítalía meðaltal 13.3 stig Franco — Garozzo Ítalía meðaltal 13.1 stig Eisenberg — Hamilton Bandaríkin meðaltal 7.7 stig Guðmundur — Karl ísland meðaltal 7.7 stig Gullberg — Pyk Svíþjóð meðaltal 7.4 stig Flodquist — Sundeiin Svíþjóð meðaltal 7.1 stig Þetta er aðeins útdráttur en fram kemur, að Guðmundur og Karl ná hæsta meðaltali af pörum norðurlandaþjóðanna. Nokkur af þessum nöfnum eru Islendingum að góðu kunn. Priday hinn breski heimsótti Bridgefélag Reykjavíkur á árun- um og Einar Pyk og Tommy Gullberg kepptu hér á norður- landamótinu í vor. - O - Lesendur þurfa varla að geta tvisvar hver spilaði seinna spilið að þessu sinni. En því ber að skjóta hér inn, að af hógværð segja þeir Guðmundur og Karl sig ekki hafa spilað nokkurt spil sérstaklega vel í mörg ár og öll afreksspil gleymd. Þó tókst mér að grafa upp þessi sýnishorn. Mönnum er í fersku minni herbragð landhelgisgæslunnar, að klippa á togvíra erlendra veiðiþjófa og svipta þá þannig veiðarfærum sínum. Á íslands- móti fyrir nokkrum árum síðan skar Guðmundur „línuna" hjá andstæðingum sínum en lék um leið að nokkru hlutverk veiði- þjófsins. Vestur gaf, allir á hættu. Norður S. 103 H. K865 T. Á1094 Vestur L K52 Austur S. ÁG974 S. K862 H. ÁG2 H. 4 T. KG83 T. D752 L 4 Suður L. 10976 S. D5 H. D10973 T. 6 L. ÁDG83 Guðmundur sat í suður og varð sagnhafi í fjórum hjörtum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Surtur 1S pass 2 S 2 G pass 4 T pass 4 H dobl allir pass. Fyrri sögn Guðmundar bauð upp á tvo liti aðra en spaða og vestur var þá fremur rólegur að segja pass. Stökksögn norðurs bauð óbeint upp á stuðning við hjarta og var valið Guðmundi ekki erfitt. Vestur tók fyrsta slag á spaðaás en skipti síðan í lauf og Guðmundur tók slaginn í borð- inu. Hann sá hvað vestur hafði í huga. Hugmyndin var greinilega að trompa seinna lauf. En mótleikur var hugsanleg- ur. í þriðja slag tók Guðmundur á tígulás og spilaði síðan tíunni. Austur sá ekki hættuna, lét lágt en þá fór seinni spaðinn af hendi og vestur fékk . slaginn. En samband hans við félaga sinn hafði með þessu verið rofið og um leið var allur máttur úr vörninni, Guðmundur réð ferð- inni, svínaði seinna fyrir hjarta- gosa og vann sitt spil. Vestur S. G963 H. D8 T. D943 L. K94 Prestskosning fer fram í Reynivallaprestakalli sunnudaginn 26. nóv. og verður kosið í sóknarkirkjunum. Einn umsækjandi er um brauöið sr. Gunnar Kristjánsson. Kjörskrá liggur frammi í Reynivalla-, Saurbæjar- og Brautar- holtskirkjum til 17. nóv. Kærufrestur er til 24. nóv. Sóknarnefndirnar. Verslunarinnréttingar til sölu. Innréttingarnar eru sjálfstæðar einingar, afgreiösluborö, hillur o.fl. tilheyrandi. Upplýsingar í síma 41544.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.