Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 71 fclk í fréttum + LIÐIN tíð eru tízkuáhrif Mao heitins austur í Kína. Menningarbyltingin er líka um garð gengin. Nú er komin til sögunnar í hinu víðlenda kommúnistarfki Peking-tízka. — Þegar varaforsætisráðherra Kina, Teng, fór hina sögufrægu för sína til Tókýó á dögunum, til viðræðna við þarlenda stjórnmálamenn, notaði kona Tengs tímann til þess t.d. að kynna í Tókýó Peking-tízkuna. Það er forsætisráðherrafrúin Cho Lin sem er á þessum myndum og sýnir tízkuna í heimalandi sínu. Léttari og liflegri litir hafa leyst Menningarbyltingarlitinn gráa af hólmi. + GUÐ VAR ÞAÐ. Þessi maður er á meðal þeirra manna, sem mannkynssag- an mun teija meðal afreks- manna á síðari helmingi 20. aldarinnar, James Irw- in, Bandarikjamaðurinn, sem fór til tunglsins árið 1971. Nú fyrir nokkru birtist í Vesturlandablöð- um viðtal við Irwin um þessa ferð og ýmislegt í kringum hana. Hann komst þannig að orði um tunglið, að það væri helgur staður. Hann sagði að Guð hefði verið með þeim tungl- förunum er þeir voru á tunglinu. Ýmislegt hafi gerzt í þeirri för, sem hefði sannfært sig um það. Vefstólar, vefgrindur, útskurðar- járn, handverkfæri, hefilbekkir, föndurvörur. Sendum í póstkröfu. HANDÍD Tómstundavörur ffyrir heimili og skóla. Laugavegi 168, sími 29595. /A Eigum nú fyrirliggjandi 25 og 30 hestafla Yamaha - snjósleðana + MINNING flugkappans mikla Charles Lindberg er haldin í heiðri í Bandaríkjunum. Félagsskapur sá er á sínum tíma var stofnaður til þess efnir t.d. árlega til mannfagnaðar. Nýlega var slíkur fagnaður haldinn í New York. Var þessi mynd tekin við það tæfifæri. Á henni eru nokkrir gestannat Frú Grace prinsessa frá Mónakó og bandarísku ofurhugarnir þrír sem fóru í loftbelg yfir Atlantshafið í sumari Ben Abruzzo (lengst til v.) Maxie Anderson við hlið prinsessunnar og lengst til hægri Larry Newman. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Sími 38900 AUGLYSINGASTOFA SAMBANDSíNS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.