Morgunblaðið - 12.11.1978, Side 29

Morgunblaðið - 12.11.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 77 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—11 } FRÁ MÁNUDEGI (/jjanioi."ua'u if þannig endurskoðunar og endur- skipulagningar að eitthvað gerist kaupmættinum til eflingar. Það eru allir löngu leiðir á því að sjá kaupið hækka og hækka, sem síðan er tekið jafnharðan í ein- hverjum verðhækkunum. Þess vegna hlýtur að koma að því að kaupmáttur verði efldur á ein- hvern þann veg, sem menn finna fyrir og það í eitthvað lengri tíma en nokkrar vikur. Borgari.“ • Ljóslausir hjólreiðamenn „Oftlega hafa orðið slys í umferðinni á hjólreiðafólki og nú þegar dimmt er að verða mestan- part dagsins finnst mér að leggja eigi mikla áherzlu á að þeir séu jafnan með ljós á hjólum sínum. Of oft hefur sézt illa til þeirra, þannig að við slysi hefur legið þegar þeir eru á ferð í mikilli umferð ljóslausir. Endurskins- merkin duga ekki nógu vel í þessu tilviki, enda er hjólreiðamönnum skylt að hafa ljós á hjólunum til þess að greina megi þá betur. Ég veit ekki hvort lögreglan lítur reglulega eftir þessum þætti umferðarinnar, en mig minnir þó að hjólaskoðun fari fram af hennar hálfu, en að það sé að vorlagi. Væri ekki ráð að hafa hana líka á haustin, frekar en að vori, þegar meira ríður á að öll öryggistæki séu fyrir hendi á hverju hjóli. Að vísu þykist ég vita að lögreglan sé lítt hrifin af því að hjólreiðamenn séu mikið á ferð- inni á veturna, en varla er hægt að koma alveg í veg fyrir það og því er spurningin hvort ekki þurfi að efla eftirlit með reiðhjólunum. Annars er ég ekki að halda því fram að lögreglan sinni ekki sínum störfum, því það gerir hún vissu- lega vel og það væri sjálfsagt nær að fara fram á það að sam- borgararnir litu eftir því með lögreglunni að hjólreiðamenn hefðu búnað sinn í lagi. Það má ekki koma fyrir að slys verði á hjólreiðamönnum eingöngu vegna þess að ljósin vanti. Vegfarandi.“ Til sölu Húseignin Munaðarhóll 16, (miöhús) Hellissandi, Snæfellsnesi er til sölu. Tilboö óskast send í pósthólf 5501, Laugaveg 120, Reykjavík, fyrir 20. nóvember n.k. Áskilinn er réttur til aö taka eöa hafna hvaöa tilboði sem er. Reyfarakaup Þessir hringdu . . • Góður morgunpóstur Útvarpshlustandii — Nokkuð hafa menn verið að agnúast út í morgunpóst útvarpsins, en ég vildi fá að koma annarri skoðun á framfæri. Þetta er skemmtileg tilbreyting í morgunútvarpinu og þó svo að ekki sé verið að hallmæla Jóni Múia eða Pétri Péturssyni finnst mér allt í lagi að þeir fái öðru hverju smá hvíld og aðrir spreyti sig í staðinn. En þáttur eins og morgunpósturinn verður hins vegar að vera eins líflegur og notalegur og rabb morgunþulanna, því að annars heimta menn þá eingöngu. Þess vegna vil ég fagna þessum þætti og vona jafnframt að hann verði í dagskránni fram- eftir vetri og að umsjónarmönnum hans takist sem oftast að gera hann áheyrilegan, sem hlýtur að vera þó nokkuð erfitt svona í morgunsárið og það hlýtur einnig að vera erfitt að afla viðmælenda svo snemma dagsins. Hafi þeir því þökk fyrir þáttinn. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Kiev í Sovétríkjunum í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Palatniks, Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Adamskis. Póllandi. 17. Bxf7+! - Hxf7 18. Rxe5 - IIxfl+, 19. Hxfl - Rc6, 20. Rf6+, - Dxf6, (Eftir 20. ... Bxf6, 21. Df7+ — Kh8, 22. Rg6+ er svartur mát) 21. Hxf6 — Rxe5, 22. dxe5 — Bd7, 23. Df7+ og svartur gafst upp. Sovézki stórmeistarinn Beijavsky sigraði á mótinu, hann hlaut 11 v. af 15 mögulegum. Næstir komu landar hans Savon, Kuzmin og Palatnik með 9 v. Verð frá kr 72.155,- NYJU PRAKTICA- vélamar loksins komnar. Greiðsluskilmálar. íJm aat LJÓSMYNDAVÖRUVERSLUN LAUGAVEGI 178 105 REYKJAVÍK SlMI 85811 HÖGNI HREKKVISI * ú í t bAÐ Eg^TT!...5y\l^l 06 OPPP^orm- VÍLINNI.1" SIG6A V/öGA £ ‘í/LVEkÁk UTILJOS ; H H ...I..!L....... H«í 45 cm. V*rð 16.330.- frá Sendum póstkröfu. IONSTi SMIDE untiai S4ö^eimon Lf Suöurlandsbraut 16 Sími 91-35200. Öm/t'bl OLfifö!'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.