Morgunblaðið - 18.11.1978, Side 2

Morgunblaðið - 18.11.1978, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 Vamarliðsþyrl- an sótti slasaðan pilt til Klausturs ÞYRLA varnarliðsins sótti við hinar erfiðustu aðstæður slasað- an pilt, sem hafði lent í bflveltu á þjóðveffinum rétt hjá Ilolti á Síðu og læknir óttaðist að hefði skaddast á hrygg. Þrír unjfir piltar um tvítugt voru á Landrover frá Vegagerð- „Duflið” reyndist vera kaf- bátsloftnet ATHUGANIR Landhelgis- gæzlunnar benda til þess að hluturinn, sem Gullberg fann nýlega á floti við Vestmanna- eyjar sé loftnet af kafbáti. Á duflinuu stendur að það sé framleitt í Bandaríkjunum. Svona búnaður fannst einnig hér við land árið 1974. Líkur benda til þess að hlutur þessi hafi verið skamman tíma í sjó. inni, þegar jeppinn valt í hálk- unni án þess þó að fara út af veginum. Tveir piltanna hentust út úr bflnum við það að hann valt. Pilturinn sem slasaðist var úr Mýrdalnum en það var læknirinn á Kirkjubæjarklaustri sem kom á vettvang ásamt lögreglu þar en hins vegar var fenginn sjúkrabíll frá Vík sem flutti piltinn til Kirkjubæjarklausturs. Héraðs- læknirinn taldi meiðsl piltsins á hrygg svo alvarleg að hann fór fram á að pilturinn yrði fluttur í sjúkrahús í Reykjavík og hafði Slysavarnafélag íslands þá milli- göngu um að fá varnarliðið á Keflavíkurflugvelli til að senda þyrlu eftir piltinum. Lenti þyrlan á Klaustri um kl. 16 eða 5 tímum eftir að slysið varð við töluvert erfiðar aðstæður, því að dimmviðri var en allt gekk þó vel, að sögn lögreglu á Kirkju- bæjarklaustri, og í Reykjavík lenti þyrlan með piltinn um kl. 17 í gær. Hann var síðan fluttur í sjúkrahús þegar í stað þar sem meiðsl hans voru tekin til rannsóknar. „Hugleiða þarf aukið markaðssvigrúm í Evrópu og hugsanlegan samdrátt á Bandaríkjamarkaði” — segir sjávarútvegsráðherra „ÞAU VIÐIIORF. sem við þurfum þannig sérstaklega að hugleiða eru horfur á auknu markaðssvig- rúmi í Vestur-Evrópu annars vegar og líkleg aukning innlendr- ar framleiðslu á Ameríkumark- aði. sem kann að þrengja mark- aðsaðstæður þar.“ Þetta mælti Kjartan Jóhanns- son sjávarútvegsráðherra í ræðu á aðalfundi LÍÚ í gær. I þessu sambandi sagði Kjartan að viðskiptafríðindi okkar fyrir sjávarafurðir á Evrópumarkaðinn í formi tollaívilnana yrðu æ þýðingarmeiri á þeim árum, sem í hönd færu. Vegna breytinga á fiskveiðilögsögu við Atlantshaf mundu þær þjóðir V-Evrópu, svo sem Bretar, Vestur-Þjóðverjar, Spánverjar og Portúgalir, sem stundað hafi veiðar á fjarlægum miðum, ekki geta annað eftirspurn eftir fiski nema með innflutningi. Sjávarútvegsráðherra sagði ennfremur að ný 200 mílna fisk- veiðilögsaga við Bandaríkin og Kanada myndi leiða til aflataps erlendra ríkja þar og leiða til samsvarandi aukningar fiskveiða vestanhafs. Rangt væri að álykta að markaður okkar í Bandaríkjun- um væri í hættu, en náið þyrfti að hugleiða hvaða breytingar þessi þróun vestanhafs hefði í för með sér fyrir okkur íslendinga. N-Atlantshafsflugleiðin: Troels Bendtsen hefur opnað ljósmyndasýningu í kjallara Norræna hússins, og sýnir hann þarna ýmsar myndir frá kvikmyndun Brekkukotsannáls hér á sínum tíma og svo fáeinar fjörumyndir. Troels var aðstoðarmaður við töku Brekkukotsannáls og tók þá þessar myndir. Sýningin verður opin alla næstu viku eða til 28. nóvember og um hclgar frá kl. 14 — 22 en á virkum dögum frá kl. 16—22. Myndirnar eru til sölu. Ljósm. Mbl. Kristján. Tjónið vegna flugslyssins Hlutur Tryggingar sjálfrar er aðeins brotabrot —meginhlulinn endurtrgggður erlendis „Meginparturinn af þessum tryggingum er endurtryggður erlendis þannig að hlutur félagsins sjálfs er aðeins brotabrot af öllu saman og nær því alls ekki að vera 1 prósent,“ sagði Hannes 0. Johnson framkvæmdastjóri Tryggingar hf. er Mbl. spurði hann í gær, hver hlutur Tryggingar væri í tjóninu vegna slyssins á Sri Lanka, en flugvél, áhöfn og farþegar voru tryggð hjá Tryggingu. „Meginparturinn er endur- tryggður í Bretlandi, hjá Lloyds," sagði Hannes. „En Lloyds eru samtök tryggingaraðila og þau dreifa svo meginpartinum aftur út frá sér.“ Eins og fram hefur komið í Mbl. var flugvélin tryggð fyrir 13 milljónir dollara, sem eru jafnvirði 4,1 milljarða króna. Hannes 0. Johnson kvaðst ekki geta gefið upplýsingar um upp- hæðir annarra trygginga, þar sem það væri viðskiptavinar- ins, Flugleiða, að gefa slíkar upplýsingar. Hörður Sigurgestsson fjár- málastjóri Flugleiða, sagði félagið ekki vilja ræða þessi mál að svo stöddu, en gat þess, að farþegatryggingar hefðu verið samkvæmt alþjóðlegum reglum og venj- um og tryggingar starfsfólks Flugleiða í samræmi við kjarasamninga. Hörður Einarsson hrl. ráðinn ritstjóri Vísis Lyfturnar í Bláfjöllum SKÍÐALYFTURNAR í Blá- fjöllum verða opnar um helgina svo fremur að færð og færi þangað verði í lagi. Skíða- áhugafólki skal þó bent á að upplýsingasími um skíðaiyft- urnar og færið í Bláfjöllum er breyttur frá því sem var — síminn núna er 25582. Hörður Einarsson hæsta- réttarlögmaður hefur nú verið ráðinn ritstjóri að Vísi með ólafi Ragnarssyni í stað Þorst- eins Pálssonar að því er Vísir skýrir frá í gær. Hörður hefur undanfarin misseri verið. stjórnarformaður Reykjaprents, útgáfufélags Vís- is, en hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1966. Hann starfaði um tíma á Morgunblaðinu sem blaðamaður en rak síðan um árabil eigin lögmannsskrifstofu í Reykjavík. Eiginkona Harðar er Steinunn Ingvadóttir og eiga þau fimm börn. Aukning f arþega fyrri hluta ársins er ekki nema 12% Mikil tilf ærsla á flutningum farþega úr leiguflugi yfir í áætlunarflugið STARFSEMI Alþjóðasambands flugfélaga var á fundi sambands- ins í' Genf á dögunum skipt nánast í tvo hluta, þar sem annar hluti samhandsins er sá sem annast mun öll önnur hagsmuna- mál félaganna er snerta far- gjaldasamningana en hinn hluti sambandsins er svo sá sem hcfur eingöngu með fargjöldin að gcra. og er hverju flugfélagi frjálst að eiga þar aðild að og lúta far gjaldaskipan IATA cða standa þar fyrir utan en þá vcrður viðkomandi flugfélag að ganga sjálft frá loftferðasamningum og fargjöldum við stjórnvöld þeirra landa. sem þau vilja fljúga til. Birgir Þorgilsson, farsölustjóri og sölustjóri fyrir Evrópu hjá Flugleiðum, sem sat þennan fund af hálfu Flugleiða, sagði þegar hann var spurður um álit sér- fræðinga á þróun fargjalda að það væri almennt hald manna að fargjöldin myndu fara hækkandi, en þó einkanlega á þeim leiðum, þar sem fargjöld hafa lækkað mest að undanförnu, eins og á Norður-Atlantshafs-flugleiðinni. Birgir kvað aukninguna á N-Atlantshafsleiðinni þar sem átökin í fargjaldamálum hafa orðið mest, alls ekki hafa orðið svo gífurlega þrátt fyrir hin lágu fargjöld, þannig að t.d. fyrstu 6 mánuði þessa árs hefði aukningin ekki orðið nema 12% hjá öllum flugvélunum á þessari leið, hvort sem væri í leigu eða áætlun en hins vegar hefði orðið mikil tilfærsla í flutningi farþega úr leigufluginu yfir í áætlunarflugið, þar sem aukningin væri mun meiri en þetta, en 12% aukning í fluginu í heild væri ekki meiri en oft hefði verið áður. Hörður Einarsson Hörður mun taka við störfum á ritstjórn Vísis 1. janúar en þá tekur Þorsteinn Pálsson við hinu nýja starfi sínu hjá Vinnuveit- endasambandinu. © INNLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.