Morgunblaðið - 18.11.1978, Síða 16

Morgunblaðið - 18.11.1978, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 — Björn Emilsson skrifar um Kvartmíluíþróttina. Svipmyndir frá æfingaspyrnu Kvartmfluklúbbsins. Ljósmyndir Jóhann Kristjánsson. Chevy Monsa Gylfa Pústmanns. Einn sneggsti bíll í bænum um þessar mundir. Teikning greinarhöf. / MARGAR vikur hafa kvartmílingar horft bænaraugum til himins. Ekki svo að skilja að fieir séu haldnir ólæknandi hálsríg. Ástæóan ar einfaldlega sú, að ekki hefur viðrað til kvartmíluaksturs, brautin hefur verið of blaut til spyrnukeppna. Til að hægt aé að ná árangri í kvartmílukeppnum, verður svæðið að vera algjörlega fiurrt. Sunnudaginn 5. nóvember héldu kvart- mílingar ekki vatni lengur og fjölmenntu út í Kapelluhraun. „Á leið til fyrir- heitna landsinsá „Takk fyrir matinn. Síðasta máltíðin fyrir fyrstu kvart- mílukeppnina. Ég hendist út í freðmýrarfarartæki föður míns. Á leið til fyrirheitna landsins? Það getur ekki verið. Uppblásnu vindsængursætin í Lödunni angra mig ekki í þetta skiptið. Hugurinn er annars staðar. Þetta er eins og í gamla daga: ... Bjallan hringir, það er hánótt. Siggi Jakobs er kominn. Strákarnir verða uppi á gömlu mílu á eftir. Ég er bókstaflega á nærbuxunum þegar ég sest upp í Challangerinn, slíkur er spenningurinn. Ég ranka við mér. Það hvín í Lödunni, sem nú líður í átt að Straumsvík á 80 km hraða. Skiltið hægra megin við veg- inn siglir framhjá. Á því stendur 70 km. Ég dreg úr ferðinni, sveigi til vinstri. Fyrirheitna landið! Kvart- mílubrautin blasir við. Hér er múgur og margmenni. Á svæðinu bregður fyrir harð- snúnum kvartmílingum, eins og Gauja GTX, Gylfa púst, Palla V áttunda, Bigga bjöllu, að ógleymdum konungi Ford- anna, Barða Ágústssyni. Ég get ekki beðið eftir að komast út að brautinni. Það er eitt- hvað um að vera við jólatréð. Stjórnarmeðlimir þinga. Áður en varir er ég meðal þeirra. En þá dynur reiðarslagið. Brautin er blaut. Hér verður ekki keppt í dag. Þvílík vonbrigði. Þetta var þá ekki síðasta máltíðin. Enn er þingað. Að lokum komast stjórnarmeð- limir að niðurstöðu. Möguleiki er að halda æfingu. Strákarnir hafa gott af að fá innsýn í raðtendrun jólatrésins. Ekki væri heldur forsvaranlegt að senda áhorfendur heim án þess að hafa orðið vitni að einni eða tveimur spyrnum. Ákveðið er að láta einn bíl fara í einu og ekki lengra en 200 metra. Farartækjum af ýmsum gerðum er raðað upp, allt frá 8 strokka Chevy Monzum niður í mótorhjól. Snævi þakinn fjallahringurinn speglast í blautri brautinni. Jólatréð tendrast. Fyrsti bílinn hendist af stað. Um 15 bílstjórar beita hestum sínum við tréð. Dagurinn líður með mismunandi árangri bílstjór- anna. Það er farið að rökkva. Frostkristallar speglast í brautinni. Kvartmílubrautin í Kapelluhrauni hefur fengið „olíuþefinn“ af því sem koma skal í framtíðinni. Ég sezt upp í freðmýrar- farartækið og ek áleiðis heim. Ladan er nú ekki sem verst. Sjálfsagt einhver bezti bíll í V-v nn m ■ . « A n A V T 1 /l X T A T* A „Brautin er blaut"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.