Morgunblaðið - 18.11.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
19
Skattheimta
á háu
OFT ER rætt um að útsöluverð
tækja hér á landi sé allhátt og
er engin furða, allra sízt þegar
eftirfarandi dæmi um toll-
heimtu er athugað.
Ef innkaupsverð t.d. rakvéla
er 100 kr. þá er útsöluverðið um
412.25 kr. en af því renna 209.21
kr. (51%) til ríkissjóðs. Innifalið
er þá t.d. söluskattur upp á 20%
alls 68.71 þar af rúmlega 28 kr.
vegna álagningar á tolla og
vörugjald. Þetta er aðeins önnur
hliðin á málinu. Hin er sú að á
sama tíma kostaði slík vél í
Fríhöfninni 189.10 eða um 10%
lægra en skattheimta ríkissjóðs
nam hér að ofan. Hefur þó verið
tekið tillit til 111 kr. innkaups-
verðs ella yrði munurinn um
63%. Þetta er ekki sagt hér til
að sýna fram á of lágt verð í
stigi
Fríhöfninni heldur hitt að
skattheimta ríkisins er allt of
mikil á algengum hlutum eins
og rakvélum. Svo tekið sé svipað
dæmi til samanburðar þar sem
aukning tollheimtunnar kemur
vel í ljós má nefna samanburð á
þróun innkaupsverðs og tolla á
tímabilinu 1968 til 1978 og er þá
miðað við þvottavélar og kæli-
skápa. Innkaupsverðið hækkaði
í ísl. kr. um 733% á þessu
tímabili en tollheimtan um
hvorki meira né minna en um
964%. Þess má geta að hækkun
dollarans á sama tímabili nam
441%.
Þetta með skattheimtuna er
atriði sem vert er að gefa gaum
að þegar verð í verzlunum
hérlendis og erlendis er borið
saman.
Vönisýningar
NOKKUÐ er nú um liðið sfðan síðast var birt yfirlit hér á síðunni um
væntanlegar vörusýningar og er því meiningin að bæta nokkuð úr því
með eftirfarandi lista.
Nóvember
Vörussýning á eldhús og baðvörum London 19.—26. nóv.
Sjávarútvegssýning Osló 20.—26. nóv.
Raf tækj avörusýning London 20.—23. nóv.
Iðnaðarvörusýning Bella Center 28.-1/12
Húsgagnasýning Basel 30.-4/12
Desember
Alþjóðleg umbúðavörusýning Bella Center 5.-9. des.
Landbúnaðarsýning London 4.-8. des.
Alþjóðleg flutningatækjasýning París 5.-13.
Af sýningum sem verða haldnar í janúar má nefna bátasýningu
(London), húsgagnasýningu (Birmingham) og sýninguu á framleiðslu-
vörum pappírsvöruiðnaðarins. Rétt er að benda mönnum á að það getur
borgað sig að athuga vel sýningarskrár hjá ferðaskrifstofunum þar sem
sumar sýningarnar virðast fara á milli borga á meginlandinu, þannig að
lækka má ferðakostnaðinn til muna.
Vörunýjung
NÝLEGA hóf Fíat-umboðið
Ðavíð Sigurðsson h.f. kynn-
ingu á nýrri tegund Fíat
bíla, sem nefnast Fiorino.
Bíllinn er mjög svipaður og
127 módelið en sérstaklega
smíðaður sem sendiferðabíll
og er áætlað verð tæplega
2.4 millj. kr. Allar nánari
upplýsingar veitir Fiat-um-
boðið í síma 85855.
Fyrsta
síldin
til Stykk-
ishólms
Stykkishólmi 12. nóv.
M.B. ÞÓRSNES S.H. 109, skip-
stjóri Jónas Sigurðsson, kom með
fyrstu síldina til Stykkishólms
fyrir fáum dögum og var henni
landað í fiskiðjuveri Þórsness h.f.,
en aflinn sem hann kom með var
um 60 lestir og fór bæði í frystingu
og salt. Var síldin góð og saltaðar
voru allt um 290 tunnur. Þórsnes
hélt strax aftur til veiða.
Lionsklúbbur Stykkishólms reri
til skelveiða um helgina seinustu
og var farið á m.b. Ársæl og öfluðu
félagsmenn 6 tonn af skel, og
verður andvirðir látið renna til
menningar- og liknarmála í kaup-
túninu.
Þá bauð Rotaryklúbbur Stykkis-
hólms gömlu fólki í bænum til
skemmtunar fyrir nokkru í félags-
heimilinu og var þar margt manna
saman komið við söng og dans og
veitingar. Þótti þessi fagnaður
takast hið besta og öllum til
ánægju.
Fréttaritari.
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS: Kaupgengi Yfirgengi
pr. kr. 100- tniðað við innlausnar- verð Seðla- bankans.
1968 1. flokkur 2759.61 51.8%
1968 2. flokkur 2595.65 50.9%
1969 1. flokkur 1932.41 50.8%
1970 1. flokkur 1773.71 17.5%
1970 2. flokkur 1290.12 50.2%
1971 1. flokkur 1211.90 17.4%
1972 1. flokkur 1056.65 49.9%
1972 2. flokkur 904.03 17.4%
1973 1. flokkur A 688.52 17.4%
1973 2. flokkur 636.25
1974 1. flokkur 441.92
1975 1. flokkur 361.34
1975 2. flokkur 275.76
1976 1. flokkur 261.62
VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100-
1 ár Nafnvextir: 26% 77—79
2 ár Nafnvextir: 26% 68—70
3 ár Nafnvextir: 26% 62—64
*) Miðað er við auðseljanlega fasteign.
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RIKISSJOÐS: Sölugengi pr. kr. 100.-
1976 2. flokkur 208.28
1977 1. flokkur 193.45
1977 2. flokkur 162.02
1978 1. flokkur 132.06
1978 2. flokkur 100.00 + dagvextir
HAPPDRÆTTISSKULDABREF: Sö,u^ pr. kr. 100-
|JI. IV i. IUU.
1973 — B 571.47 (10% afföll)
INÍRPtnHKmpéM ÍfUffif HP.
VERÐBRÉFAMARKADUR
LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu).
Sími 2 05 80.
Opið alla virka daga frá kl. 13—16.
Hefur þú heyrt um
fyrirtækið sem
tapaði 13.000.000 kr.
árið 1977?
Stjórnendurnir vissu það reyndar ekki fyrr en í apríl
1978. Hvers vegna ekki fyrr? Ástæðan er
einfaldlega upplýsingaskortur, þar sem fyrstu
og einu tölur um rekstrarárangur komu í Ijós
í ársuppgjöri í apríl 1978. Sannast sagna
áttu þeir alls ekki von á slíkri útkomu. Þeir bjuggust við
að rekstur fyrirtækisins stæði í járnum.
í apríl 1978 var heldur seint að þreyta um
stefnu.
Er fyrirtæki þitt eins á vegi statt? Veist þú fyrr
en í apríl 1979 hvernig reksturinn gengur nú?
HAGTALA H.F. býöur aðgengilega og hagkvæma
lausn á þessum vanda: Tölvubókhald, sem sniöið er
að þörfum stjórnenda og endurskoðenda,
rekstrar- og efnahagsyfirlit á mánaðar eða
ársfjórðungs fresti, ásamt lykiltölum, sem gefa til kynna
hvar skórinn kreppir að í rekstrinum.
HAGTALA HF götunarþjónusta
Grensásvegi 13,
Reykjavík, sími 8 17 06