Morgunblaðið - 18.11.1978, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
Friðunaraðgerðir
hafa ótvírætt þeg-
ar skilað árangri
VERÐI írekari sóknartakmark-
anir taldar nauðsynlegar á næstu
árum telur aðalfundur LÍÚ að
slíkar takmarkanir verði byKgð-
ar á óbeinum samdráttaraðgerð-
um. í ályktun LÍÚ um fiskvernd
segir að við stefnumörkunina
verði tekið tillit til tillagna
Hafrannsóknarstofnunarinnar
og hámarksveiði þorsks á næsta
ári. Ályktunin er svohljóðandii
„Aðalfundur LÍÚ 1978 telur, að
verði frekari sóknartakmarkanir
taldar nauðsynlegar á næstu
árum, þá verði slíkar takmarkanir
byggðar á óbeinum samdráttarað-
gerðum, eins og verið hefur,
einkum með lengingu á þeim
tímabilum, sem þorskveiðar yrðu
bannaðar. Með því móti verði hægt
að draga úr sókninni, þannig að
það valdi sem minnst truflandi
áhrifum á atvinnulíf þeirra, sem
byggja afkomu sína á sjósókn og
fiskvinnslu.
Telur fundurinn, að þær sam-
dráttaraðgerðir, sem beitt hefur
verið að undanförnu, með þorsk-
veiðibanni á ákveðnum tímabilum,
skyndilokunum veiðisvæða og
stækkun möskva í botn- og flot-
vörpum, og ekki sízt útfærsla
landhelginnar, hafi ótvírætt skilað
jákvæðum árangri. Þá telur fund-
urinn, að nauðsynlegt verði að
banna skuttogurum að koma með
lausan fisk (þorsk) á millidekki til
löndunar.
Fundurinn beinir því til stjórn-
valda, að um n.k, áramót liggi
fyrir ákveðin stefna um leyfilega
sókn í þorskstofninn á árinu 1979.
Við stefnumörkunina verði tekið
tillit til tillagna Hafrannsóknar-
stofnunarinnar um þorskaflahá-
mark á árinu 1979.“
„Rekstrarskilyrði
útgerðarinnar eiga
enn eftir að versna”
Pípuorgel vígt í
Hveragerðiskirkju
Hveragerði, 15. nóvember.
PÍPUORGEL var vígt í
Hveragerðiskirkju á
sunnudaginn.
Guðsþjónusta hófst
klukkan 14 og önnuðust
messugjörð biskup íslands,
herra Sigurbjörn Einars-
son, og séra Tómas Guð-
mundsson sóknarprestur.
Ólafur Sigurjónsson lék á
orgelið og kirkjukórinn
söng.
Eftir messu var boðið til
kaffidrykkju í Hótel
Hveragerði og klukkan 21
var hátíðinni haldið áfram
með orgelleik og söng.
Meðfylgjandi myndir eru
frá hátíðarmessunni.
Georg.
óeining innan ríkisstjórnarinnar um samningsbundnar tollalækkanir
HJÓRLEIFUR Guttormsson
iðnaðarráðherra gat þess á
almennum félagsfundi Fé-
lags íslenzkra iðnrekenda 1
gær að ágreiningur væri
innan ríkisstjórnarinnar
vegna hugsanlegrar frestun-
ar samningsbundinnar tolla-
lækkunar á vörum frá
EFTA- og EBE-ríkjum, en í
samstarfssamningi ríkis-
stjórnarinnar er svo kveðið
á að frestað skuli tollalækk-
unum um áramót vegna
eindreginna tilmæla
iðnrekenda.
Iðnaðarráðherra sagði að þegar
málið hefði verið til afgreiðslu í
gær á ríkisstjórnarfundi og ljóst
verið að ekki var meirihluti fyrir
því að fresta tollalækkunum,
hefðu ráðherrar Alþýðubandalags-
ins lagt fram svohljóðandi bókun:
Við teljum að eðlilegra hefði verið
að fresta tollalækkun gagnvart
EFTA og EBE frá 1. janúar 1979,
eins og gert var ráð fyrir í
samstarfsyfirlýsingu stjórnar-
flokkanna. Þar sem ljóst er, að
frestun tollalækkunar einhliða
nýtur ekki nægilegs stuðnings
innan ríkisstjórnarinnar, teljum
við nauðsynlegt að grípa til
annarra aðgerða, sem koma að
sömu notum, til stuðnings íslenzk-
um iðnaði. Jafnframt verði þess
freistað að ná samningum um
lengri aðlögunartíma gagnvart
EFTA og EBE.“
Iðnaðarráðherra sagði að í
bókun þessari fælist sú afstaða
ráðherra Alþýðubandalagsins að
úr því að ekki næðist samstaða um
frestun tollalækkana, yrðu að
koma til myndarlegar stuðnings-
aðgerðir til að bæta samkeppnis-
aðstöðu innlends iðnaðar, og vænti
hann að öll ríkisstjórnin legðist
þar á eina sveif. Málið er nú í
athugun og munu tillögur starfs-
hóps ráðuneyta verða skoðaðar í
því ljósi, svo og aðrar hugmyndir,
er fram koma.
Ráðherra sagði ennfremur að á
fundi ríkisstjórnarinnar í gær
hefði jafnframt verið fallist á þá
tillögu sína, að þess yrði freistað
að ná samningum um lengri
aðlögunartima gagnvart EFTA og
EBE, áður en síðasta þrep tolla-
lækkana kæmi til framkvæmda.
Pétur Sveinbjarnarson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenzkra
iðnrekenda, gerði athugasemd við
þessa afgreiðslu í ríkisstjórninni
og sagði að hvergi í neinu vest-
rænu lýðræðisríki hefði viðkom-
andi ráðherra iátið bjóða sér slíka
meðferð heldur sagt af sér með
það sama.
» -----
Basar Hreyf-
ils-kvenna
Kvenfélag Hreyfils heldur sinn
árlega basar í Hreyfilshúsinu
sunnudaginn 19. nóv. og hefst
hann kl. 2 e.h.
Á basarnum er m.a. mikið af
handunnum munum og kökum.
Ágóði rennur í styrktarsjóð félags-
ins.
REKSTRARSKILYRÐI útgerð-
arinnar eiga cnn eftir að versna
að því er segir í ályktun aðalfund-
ar LÍÚ. Brndir fundurinn á að nú
liggji fyrir heiðni frá olíufélögun-
um um 18% hækkun á verði
gasoliu til fiskiskipa. Komi þessi
hækkun til framkvæmda kostar
hún útgerðina 1.800 milljónir
króna á ári. Ályktun samhands-
ins um rekstrarskilyrði útgerðar-
innar fer hér á eftir:
„Aðalfundur L.Í.Ú. 1978, vekur
athygli á því að miðað við
núverandi rekstrarskilyrði er
hallarekstur þorskfiskveiðiflotans
4.200 milljónir króna.
Bátar án loðnuveiða eru reknir
með 3.400 milijóna króna halla á
ári eða 11.3% af tekjum, minni
skuttogarar með 180 milljón króna
halla eða 1% af tekjum og stærri
skuttogarar eru reknir með 679
milljón króna halla eða 8,4% af
tekjum. Þessi hallarekstur er
staðreynd, þrátt fyrir það að
verðlag á útflutningsframleiðslu
sjávarútvegsins er nú almennt
með hæsta móti, og hækkanir ekki
fyrirsjáanlegar.
Fundurinn bendir á hinn mikla
vanda bátaflotans í landinu, sér-
staklega bátaflotans á svæðinu
Vestmannaeyjar til Stykkishólms,
en á því svæði hefur afli dregist
saman um fjórðung á s.l. tveimur
árum.
Þá vill fundurinn vekja athygli á
því, að rekstrarskilyrði útgerðar-
innar í heild eiga enn eftir að
versna frá því sem nú er, og til
dæmis liggur nú fyrir beiðni frá
olíufélögunum um ríflega 18%
hækkun á -verði gasolíu til fiski-
skipa. Þessi hækkun, komi hún til
framkvæmda, mun kosta 1.800
milljónir króna á ári, og vegna
áhrifa aflahluta þurfa tekjur
útgerðarinnar að hækka um 3.000
mílljónir króna til að jafna þann
útgjaldaauka.
Þá er einnig ljóst, að enn frekari
hækkun á olíuverði er yfirvofandi.
í þessu sambandi vill aðalfundur
L.I.Ú. beina því til yfirvalda, að
skattheimta og dreifingakostnað-
ur á olíu til fiskiskipa verði tekinn
til endurskoðunar, en samtals
nema útgjöld vegna þessara kostn-
aðarliða 2.500 milljónum króna á
ári.“
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra á fundi FII:
„Gripið verði til sérstakra
aðgerða í stað tollalækkana”
Jólakort
Dómkirkjunnar
KIRKJUNEFND kvenna Dóm-
kirkjunnar hefur gefið út jólakort
til ágóða fyrir starfið í þágu
Dómkirkjunnar. — Er það lit-
prentuð mynd af altaristöflu
Dómkirkjunnar. Kortið er til sölu í
Bókaverzl. Sigfúsar Eymundsson-
ar, í Bókabúð Æskunnar, V.B.K. á
Vesturgötu og hjá kirkjuverði.