Morgunblaðið - 18.11.1978, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1978
HESTAMENN komu saman til
árlegs þinjjs Landssambands
hestamannafélaga í Kópavogi
um síðustu helgi. Aðalmál þessa
þings var að fjalla um álit
þriggja nefnda, sem starfað
höfðu frá síðasta ársþingi og
lögðu nú fram tillögur sínar.
Var þarna um að ræða tillögur
um breytingar á lögum LH,
tillögur um breytingar á gæð-
ingadómum og álit milliþinga-
nefndar um breytingar á kyn-
hótadómum. Afgreiddi þingið
tillögur um þessa málaflokka
auk samþykkta um ýmis önnur
atriði. Þótti þingið takast í alla
staði hið besta og vera eitt
afkastamesta þing LH. sem
komið hefur saman, allavega nú
síðustu árin.
LH flytur skrifstofu
sína til Fáks
Sú nýbreytni var að þessu sinni
viðhöfð við þinghald LH, að
þingstörf hófust árdegis á föstu-
degi og var lokið síðdegis á
laugardegi en venja hefur verið
að þingið stæði yfir laugardag og
sunnudag. Gafst þessi nýbreytni
vel og ekki síður að þingskjöl og
álit nefnda voru lögð fram
fjölrituð. Arsþingið var að þessu
sinni haldið í boði Hestamanna-
félagsins Gusts og var það haldið
Ársþing Landssambands hestamannafélaga var að þessu sinni haldið í Félagsheimili Kópavogs í boði
Hestamannafélagsins Gusts og sést hér hluti þingfulltrúa. Næsta ársþing verður að ári að Flúðum í
Hrunamannahreppi í boði Smára. Ljósm. Mbl. Kristján.
STARFSAMT
ÞING L.H.:
Nýjar regl-
ur um gæðingadóma
Tillögur að breytingum dóma kynbótahrossa og
í Félagsheimili Kópavogs en
þingforseti var Stefán Pálsson,
Gusti. Akveðið hefur verið að
næsta ársþing LH, sem jafnframt
er það 30., verði haldið á Flúðum í
Hrunamannahreppi í boði Hesta-
mannafélagsins Smára.
Albert Jóhannsson, formaður
LH, flutti á þinginu skýrslu
stjórnar sambandsins og vék þar
að þeim málum, sem stjórnin
hafði afskipti af á síðasta starfs-
ári. Greindi Albert svo frá, að á
sl. sumri hefðu Landssambandið
og tímaritið Hesturinn okkar
flutt skrifstofu sína i Félags-
heimili Fáks í Reykjavík og hefðu
verið gerðar nokkrar breytingar
á Félagsheimilinu vegna þessa. I
Félagsheimilinu hefur LH til
einkaafnota skrifstofu og salar-
kynni Félagsheimilisins til fund-
arhalda og námskeiða. Þá hefur
LH einnig sameiginleg afnot af
skrifstofu Fáks en skrifstofu-
stúlka á skrifstofu Fáks sinnir
einnig starfi fyrir LH og Hestinn
okkar.
20. árgangur
Hestsins okkar —
Kennslubók vænt-
anleg — Handbókin
kemur fyrir jól
Varðandi útgáfumál minnti
Albert á, að á næsta ári kæmi út
20. árgangur tímarits LH, Hests-
ins okkar, og skoraði hann á
hestamannafélögin að vinna ötul-
lega að aukningu áskrifenda og
söfnun efnis fyrir blaðið. Fram
kom hjá Albert, að kennslubók í
hestamennsku, sem milliþinga-
nefnd á vegum LH hefur tekið
saman, er nú í prentun og verður
væntanlega komin á markað áður
en reiðskólar næsta árs taka til
starfa og verður bókin 80—90
blaðsíður. Þá er gert ráð fyrir að
Handbók hestamanna komi út
fyrir jólin í ár.
I ræðu sinni vék Albert að
fjölmörgum öðrum málum, sem
ekki er kostur að geta um að sinni
en nefna má að stjórn LH
staðfesti á sl. ári nokkur Islands-
met og viðurkenndi á afrekaskrá
í vissum tilvikum. Fram kom að
meðal annars hefði stjórn LH
borist umsókn um staðfestingu á
afreki Fannars í skeiði, sem sett
var á Lagarfljótsbrú en stjórnin
taldi ástæðu til að kanna mála-
vexti nánar áður en umsóknin
yrði endanlega afgreidd. Þess má
geta að í umræðum á ársþinginu
lögðust þeir ræðumanna, sem að
þessu afreki Fannars viku, allir
gegn því að það yrði staðfest sem
Islandsmet.
Félagar 42 aðildar-
félaga LH nú 5200
Haraidur Sveinsson, gjaldkeri
LH, gerði grein fyrir reikningum
LH og Hestsins okkar og reynd-
ust tekjur LH á árinu 1977 vera
rúmar 2,8 milljónir króna og þar
af er mestur hlutinn ársgjöld
sambandsfélaganna, 1,9 milljón-
ir. Kostnaður við starfsemi sam-
bandsins varð á árinu 1977 um 1,5
milljónir og tekjuafgangur var
því 1,3 milljónir. Niðurstöðutölur
reikninga Hestsins okkar voru
nær 5,4 milljónir.
Fram kom á þinginu að aðild-
arfélög Landssambands hesta-
mannafélaga eru nú 41 og félagar
þeirra 5200. Þess má geta að árið
1968 voru aðildarfélög LH 32 og
félagar þeirra 2841. Fjölmenn-
asta hestamannafélagið nú er
Fákur í Reykjavík með 772
félaga, næst kemur Gustur í
Kópavogi með 292 félaga, þá
Geysir í Rangárvallasýslu með
267 félaga og Sleipnir á Selfossi
og í nærsveitum með 263 félaga.
Nýjar reglur um
gæðingadóma
Hér á eftir verður stuttlega
getið um nokkrar samþykktir
þingsins og þá einkum þær
tillögur, sem samþykktar voru í
framhaldi af álitum milliþinga-
nefndanna. Vonandi gefst tæki-
færi til að fjalla nánar um
samþykktir þingsins og ýmislegt,
sem þar bar á góma, á þessum
vettvangi á næstunni.
Sem fyrr sagði voru lagðar
fyrir þingið tillögur að breyting-
um á reglum um gæðingakeppni
og lagði milliþinganefndin til að
á þeirri keppni yrðu gerðar
nokkrar breytingar frá núgild-
andi reglum og voru tillögur
nefndarinnar samþykktar með
smávægilegum breytingum.
Samþykkt var að breyta tilhög-
un sjálfrar gæðingakeppninnar
nokkuð og er nú gert ráð fyrir að
hver gangtegund sé dæmd sér og
fái sérstaka einkunn. Ekki er gert
ráð fyrir að dómari gefi einkunn
eftir hvert atriði heldur gera
hinar nýju reglur ráð fyrir að
með hverjum dómara starfi
ritari, sem skrái niður einkunnir
dómarans og reikni út meðaleink-
unn strax og dómari hefur lokið
einkunnagjöf en dómarinn réttir
aðeins upp spjöld með þessari
meðaleinkunn. I greinargerð með
tillögum sínum sagði nefndin að
Hestar
eftir TRYGGYA
GUNNARSSON
þetta fyrirkomulag ætti að flýta
fyrir keppninni og einnig gæfi
þetta sýnanda möguleika á því að
ráða í hvaða röð hann sýndi þau
atriði, sem dæma skal.
Nýju reglurnar gera ráð fyrir
að einkunn fyrir vilja og mýkt
verði gefin af sérstökum dómara,
er fari á bak viðkomandi hesti. Sú
nefnd þingsins, sem hafði hinar
nýju reglur til meðferðar, lagði
til að þetta atriði yrði fellt úr
reglunum en sú tillaga var felld
með 42 atkvæðum gegn 19.
Reglurnar gera einnig ráð fyrir
að fyrrgreind prófun fari fram
minnst deginum áður en hestur
er sýndur í dómhring.
Þá segir í greinargerð milli-
þinganefndarinnar: „Menn hafa
löngun deilt um hvort réttara
mat fáist á vilja hestsins með því
að fara á bak eða sjá hestinum
riðið. Nefndin varð sammála um
að leggja til, að fram fari á
vegum LH, svo fljótt sem auðið
er, ítarleg rannsókn, þar sem vilji
hestsins yrði dæmdur með hvorri
tveggja aðferðinni og reynt að
lagabreytingar
finna út með hvorri aðferðinni
réttvísinni sé betur fullnægt."
Sérstök úrslita-
keppni hjá gæðingunum
Sú nýjung er í nýju reglunum
að á landsmótum og fjórðungs-
mótum er sú skylda að fram fari
sérstök úrslitakeppni en varðandi
önnur hestamannamót er þarna
um heimildarákvæði að ræða. í
úrslitakeppni taka þátt jafn-
margir hestar og verðlaun eiga að
hljóta, á landsmóti 10, á fjórð-
ungsmóti 8 og á öðrum mótum 3
eða 5. Dómarar gefa hestunum
ekki einkunnir, heldur sýna á
spjaldi í hvaða sæti þeir raða
hverjum hesti fyrir viðkomandi
atriði.
Tillögur milliþinganefndar um
dómstiga kynbótahrossa og regl-
ur um framkvæmd dóma þeirra
voru samþykktar að mestu
óbreyttar en samþykktum sínum
um þetta efni beindi þingið til
Sýningarnefndar Búnaðarfélags
Islands en í henni eiga sæti tveir
ráðunautar og tveir fulltrúar frá
LH auk hrossaræktarráðunauts
Búnaðarfélagsins.
Samþykkt var að leggja til að
dómnefndir kynbótahrossa við
fjórðungs- og landsmót verði
skipaðar fimm mönnum, hrossa-
ræktarráðunaut, sem sé formað-
ur nefndarinnar, tveimur skipuð-
um af búnaðarsamböndum eða
B.í. og tveimur skipuðum af
framkvæmdanefnd fjórðungs-
móts, en LH þegar um landsmót
er að ræða. Skal hluti dómnefnd-
ar starfa við forskoðun og aldrei
færri en þrír dómarar og er
óheimilt að kveðja til aðra menn
til dómarastarfa við forskoðun en
þá sem í dómnefnd eru, eftir því
sem lagt er til í samþykkt
þingsins.
Sérstök ættar-
einkenni hjá
kynbótahrossunum
Lagt er til að forskoðun vérði
ítarlegri en áður og einn
dómnefndarmaður eða trúnaðar-
maður dómnefndar fari á bak
hrossunum. Þá er lagt til að
niðurstöður forskoðunar verði
afhentar umráðamönnum hrossa
að skoðun lokinni. Þingið sam-
þykkti að leggja til að gerðar
yrðu nokkrar breytingar á bygg-
ingareinkunn kynbótahrossa og
er lagt til að byggingareinkunn
verði einkunn, sem fylgi hrossi án
breytinga, eftir að hesturinn
hefur náð 6 vetra aldri. Hæfi-
leikaeinkunn kynbótahrossa
verði endurskoðuð með tilliti til
þess að meta vilja og mýkt meira
í heildareinkunn. Þá er lagt til að
tekin verði upp sérstök ættar-
einkunn hjá kynbótahrossum. í
samþykkt þingsins um þetta
atriði er vikið að ýmsum fleiri
breytingum en nánar verður gerð
grein fyrir þeim síðar.
50 félagar í stað
40 að baki hverjum
fulltrúa á þingi LH
Varðandi breytingar á lögum
LH var meðal annars samþykkt
hvað viðkemur fulltrúum aðildar-
félaganna á ársþingi, að nú
kemur einn fulltrúi fyrir fyrstu
50 félagana í stað 40 áður, annar
fulltrúi fyrir 51 til 100 félaga í
stað 41 til 80 og þriðji fulltrúinn
kemur fyrir 101 til 150 félaga í
stað 81—100. Eftir þrjá fulltrúa
fjölgar fulltrúunum við hverja
fimmtíu félaga. Þá var samþykkt
að lágmarksfjöldi félaga í hesta-
mannafélagi til að það geti orðið
aðili að LH þurfi að vera 30 í stað
15 áður. Nokkrar aðrar breyting-
ar voru gerðar á lögum L.H. s.s.
um að hægt sé að veita félögum,
sem stofnuð eru um sérhæfð
verkefni er samrýmast lögum
LH, aukaaðilj og hafa fulltrúar
þeirra málfrelsi og tillögurétt.
Lágmarksþyngd knapa
í hlaupum felld niður
Þingið samþykkti ályktun um
að skylda alla nemendur í reið-
skólum hestamannafélaganna til
að nota reiðhjálma til verndar og
einnig var samþykkt að knapar í
öllum hlaupagreinum kappreiða
verði að hafa öryggishjálma á
höfði í keppni og skal þessi
samþykkt taka gildi 1. janúar
1980. Eftir þann tíma verður
enginn knapi samþykktur til
keppni án öryggishjálms. Þingið
samþykkti að fella niður þá grein
kappreiðareglugerðarinnar, sem
kveður á um lágmarksþyngd
knapa en hún var áður 64 kg.
Eftirleiðis gildir því sú regla, að
knapi verður að hafa náð 16 ára
aldri nema foreldrar viðkomandi
hafi samþykkt þátttöku hans og
taki á sig fulla ábyrgð sé knapinn
yngri en 16 ára. Þá var samþykkt
að kannaðar yrðu tryggingar
knapa á kappreiðum.
Samþykkt var að hækka árs-
gjald aðildarfélaganna fyrir
hvern félaga úr 600 krónum í
1000 krónur og ítrekaðar fyrri
samþykktir um að ráðinn yrði
framkvæmdastjóri til starfa hjá
LH.
Á þinginu fóru fram kosningar
og var að þessu sinni kosið um
formann, einn meðstjórnanda,
varaformann og varameðstjórn-
anda.
Albert Jóhannsson, Skógum,
var endurkjörinn formaður LH.
Hjalti Pálsson, Reykjavík, var
endurkosinn meðstjórnandi með
38 atkvæðum en við þá kosningu
fengu Gísli B. Björnsson, Reykja-
vík, 31 atkvæði og Stefán Páls-
son, Kópavogi, 28 atkvæði en
aðrir fengu færri atkvæði. Vara-
formaður var kjörinn Stefán
Pálsson, Kópavogi, með 75 at-
kvæðum í stað Steinþórs Gests-
sonar, Hæli, sem baðst undan
endurkosningu. Varameðstjórn-
andi var kjörinn Leifur Kr.
Jóhannesson, Stykkishólmi, með
65 atkvæðum.
Hér verður að sinni látið staðar
numið við að greina frá 29.
ársþingi LH en væntanlega verð-
ur haldið áfram að viku liðinni og
kannski fljóta með einhverjar
fleiri fréttir af hestum og hesta-
mönnum.
- t.g.