Morgunblaðið - 18.11.1978, Síða 31

Morgunblaðið - 18.11.1978, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 31 heimtu, til að draga úr umræddum víxlhækkunum. Er nú samstaða um þetta í ríkisstjórninni? Lúðvík mótmælti því harðlega hér áðan að dregið yrði úr niðurgreiðslum í fjárl.frv. 1979, frá því sem verða mun í desembermánuði n.k. Sighvatur sagði hins vegar að Alþýðuflokkur- inn myndi greiða atkvæði gegn áframhaldandi niðurgreiðslum í þeim mæli, sem frv. gerði ráð fyrir. 2. Fjármálaráðherra vill draga úr fjárfestingu, stuðla að magnminnk- un framkvæmda, að því er hann segir, með frumvarpi stjórnarinnar. Talsmaður Alþýðubandalags lýsir því hins vegar yfir, að hann telji þessa stefnu fráleita. Alþýðufl. staðhæfir síðan að hvergi nærri sé gengið nógu langt í samdrætti. Um þetta virðist ekkert samkomulag. 3. Ríkisfjármálin eiga að verka sem hemill á verðþenslu, segir ráðherra. En hvernig kemur það síðan heim og saman við það að hækka væntanleg fjárlög (frumvarp- ið) meir en sem nemur verðbólgu- vexti? Eða saman við það að öll rekstrargjöld hækka sjálfkrafa vegna launa- og verðlagshækkana? Frv. hækkar vegna launa og launa- tengdra gjalda um 10.000 milljónir króna. Af því sem að framan er sagt er ljóst, að enginn stuðningur virðist vera í stjórnarliðinu við þær megin- forsendur frumvarpsins, sem ráð- herrann gefur sér. Alþýðuflokkurinn hnýtti „sið- gæðisstefnu" sína tveimur megin- atriðum: að afnema tekjuskattinn og stórlækka niðurgreiðslur búvöru. Samkvæmt framlögðu stjórnarfrum- varpi eiga beinir skattar (tekjuskatt- ar) ríkissjóðs að hækka úr 18% af heildarsköttun í 22% og niður- greiðslur í nærri 20 milljarða. Skyldu slíkar efndir háleitra kosningaloforða kallast siðlegar? Nú reyna þingmenn Alþýðuflokksins að smokra sér fram hjá ábyrgð á fjárlagafrumvarpinu — í orði. En tekið verður eftir því, hverja afstöðu og ábyrgð þeir axla með atkvæða- greiðslu við endanlega afgreiðslu fjárlagafrv. Hér má skera, hér má spara Vilmundur Gylfason (A) staðhæfði, að Alþýðuflokkurinn hefði sömu stefnu eftir og fyrir kosningar. Stefnan í búvörumálum og skattamálum væri óbreytt. Vera mætti að stefna stjórnarflokkanna kæmi ekki heim og saman í megin- atriðum í þessari bók (fjárlagafrum- varpinu) en Alþýðuflokkurinn hefði sett fram skýra stefnumörkun í ríkisfjármálum, fjárfestingarmál- Sameinað þing. bólgu, sem væri að grafa undan stoðum þjóðfélagsins, bæði efna- hagslegum og siðferðilegum. Byggðastefna Fram- sóknar framlág borvaldur Garðar Kristjánsson (S) sagði gagnrýni VG á sjávarútveg og landbúnað sýna, hve grunnhyggn- um augum hann liti á hinn raun- verulega vanda. Aðalatriðið væri, varðandi fjárlagafrumvarpið, að hyggja að hinum stóru liðum, sem þyngst vega á útgjaldahliðinni. Nefndi hann þar til heilbrigðis- og tryggingamál og menntamál, sem spönnuðu helming útgjaldasumm- unnar. Ekki væri meining sín að draga ætti úr þjónustu á þessum vettvangi, en skipulag svo fjárfrekra þátta þyrfti að vera í sífelldri endurskoðun og hagræðingu til að komast hjá oft óþörfum kostnaði. bGK sagði vanda á höndum, bæði í ríkisfjármálum og öðrum þáttum efnahagslífsins, þar sem verðbólga væri komin upp fyrir öll vitræn mörk. Þörf hefði verið samræmdra aðgerða, bæði í bráð og lengd, til að þoka efnahagsmálum okkar i héil- brigða átt, en hvorki bólaði á slíku í bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinn- ar né í fjárlagafrumvarpi; vanavið- fangsefnum væri ýmist slegið á frést eða við þau bætt. Ekki væri sá ræðumaður enn fram kominn í þessum umræðum, sem lýst hefði sig ánægðan með fjárlagafrumvarpið og flestir fyndu því margt til foráttu, bæði stjórnarsinnar og stjórnarand- stæðingar. Þannig hefði gagnrýni talsmanna Alþýðuflokksins verið Nýr fjárlagaliður — til mannræktar Steinþór Gestsson (S) vitnaði til stefnuræðu forsætisráðherra, fyrir- heita þess efnis, að „dregið verði markvisst úr verðbólgu", lækkað verðlag og tilkostnaður, dregið úr víxlhækkunum kaups og verðlags og heildarumsvifum i þjóðarbúskapn- um haldið innan hæfilegra marka. Fjárlagafrumvarpið hefði átt að vera nánari útfærsla á þessari stefnumörkun í efnahagsmálum, enda eru fjárlög það vopnið, sem bezt getur gagnað stjórnvöldum í baráttu við verðbólgu. En það frumvarp, sem við höfum nú í höndum, er hins vegar flausturslega saman sett af sundurlausum kröft- um og kæruleysislega tekið á ríkis- fjármálum. Eg hef hlustað á þessar umræður með athygli, sagði StG, m.a. á menn, sem ég hélt vera stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, og ég verð að segja, að ég hef „fyllst nokkrum kvíða um það, að það sem hér er að gerast í efnahagsmálum, komi alls ekki heim og saman við þær frómu fyrirætlanir, sem hæstv. forsætis- ráðherra gaf lýsingu á í stefnuræðu sinni. Eg undrast ekki aðeins þær ræður, sem stjórnarliðar hafa hér flutt, heldur hafa vinnubrögð þessa þings að minni hyggju verið afar einkennileg." Sighvatur Björgvinsson mælti hér í löngu máli gegn vaxandi útgjöldum og framkvæmdum ríkissjóðs. Mér er spurn, hvort frumvarp annars þing- flokksins flytja hér á þingi frumvarp um að ríkið reki að hluta til dagvistunarheimili fyrir börn, sem nú eru rekstrarlega alfarið á vegum sveitarfélaga? Er það flutt til að draga saman og spara í ríkisrekstri, eins og Lúðvík segist vilja, eða er það bara flutt út í bláinn? Á hverju ári hefur lánasjóður íslenzkra námsmanna verið alvar- legt ádeiluefni núverandi stjórnar- flokka tveggja á þáverandi stjórn- völd, að ekki væri mætt 100% umframfjárþörf íslenzkra náms- manna. Nú eru aðrir herrar á valdasessi. Og hvern veg standa fyrrum ádeiluþingmenn að þessu máli? 1977 var ætlað til þessara hluta 1069 m. kr., 1978 1408 m. kr. og með sama hætti eru áætlaðar nú 2234 m. kr. að lántökuheimild meðtalinni. Þessi upphæð er byggð á því sem næst 85% umframþörf, ekki 100%. Þannig efna fyrrum ádeilu- og kröfugerðarmenn eigin orð — þegar þeir hafa aðstöðuna og valdið til aö breyta samkvæmt þeim. Og hvern veg er farið með Byggðasjóð? Ég sé ekki betur en fjármálaráðherra, annar fram- kvæmdastjóra Byggðasjóðs, þurfi nú að standa að því að skjóta stjórn- völdum undan því að sjóðurinn fái lögákveðnar upphæðir. Þar skakkar rúmum milljarði króna. Ég minnist þess að þegar verið var að leggja síðustu hönd á fjárlagafrumvarp 1978, þá kom núv. fjármálaráðherra að máli við mig sem talsmaður Byggðasjóðs, til að rökstyðja rétt byggðasjóðsins um lögákveðin fram- lög. Þannig stangast á orð og gerðir. Vilmundur Gylfason mælti hér Mér virðist málflutningur þing- manna Alþýðuflokksins ganga þvert á þessa boðuðu landbúnaðarstefnu, sem ég nú las, og ég get tekið undir. En ég er andvígur því að vegið sé að einni stett í landinu frekar en annarri. Og mér flaug í hug, þegar Vilmundur Gylfason hafði orð á því að sóað væri fjármunum til land- búnaðar, t.d. til búfjárræktar (laun til manna er starfa við þessa atvinnugrein) að e.t.v. væri þörf á því að taka upp nýjan fjárlagalið, fjárveitingu, sem mætti heita „til mannræktar“. Svör f jármálaráðherra Það er erfitt verk að semja fjárlagafrumvarp í landi, sem býr við 50% verðbólgu, sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra í stuttri svarræðu í lok fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið. Ég taldi nauðáynlegt að leggja fram frv. sem fæli í sér ákveðna stefnumörkun og það gerir þetta frv. Sú stefnumörkun kemur í fyrsta lagi fram í 8 milljarða tekjuafgangi, 4 milljarða greiðsluaf- gangi og verulegri niðurgreiðslu skulda umfram nýjar lántökur. Ég vona að þessi stefna fái samþykki hér á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði þetta þing að því leyti frábrugðið fyrra þingi, að nú viðruðu stjórnarflokkar ágreiningsmál sín á þingfundum, en áður hefði slíkt gerst í þingflokkum og ríkisstjórn, þar sem sjónarmið hefðu verið samræmd og sameigin- leg stefna mörkuð. Við framsóknarmenn viljum gjarnan hafa eitt og annað öðruvísi en það er í frumvarpinu. Það ber svip viðleitni til málamiðlunar. Við teljum það okkar hlutverk að halda ríkisstjórninni saman. Vék ráðherra að ýmsum byggðamálum, sem hann sagði Framsóknarfl. gjarnan vilja gera betur við, en þetta fjárlaga- frumvarp við erfiðar efnahagsað- stæður sýndi. Vitnaði hann og til fyrirvara í frumvarpinu um endur- skoðun styrkja og útflutningsbóta- kerfis landbúnaðar. Ráðherra sagði Framsóknarfl. ekki boðbera hárra skatta. En það „er okkar hlutverk" að sjá til þess að tekjuöflun ríkisins sé nægilega mikil og örugg. Og það er ekkert launungarmál, að seilst er fremur til beinna skatta vegna þess að þeir eru ekki inni í vísitölu. Það undirstrikar með fleiru nauðsyn þess að breyta vísitölugrundvellinum. Skyldusparnaður er ekki skattur, sagði ráðherra. Hann er lántaka, í tilefni af orðum L. Jó. varðandi það mál. Ráðherra sagði að 70% af útgjöld- um fjárlaga væru lögbundin. Stór Lúðvíki Við leysum ágreinings- efnin. Sighvatur< Andvígir skatta- og búvöru- þætti. Lárusi Eigið kaup greitt niður úr eigin vasa. Pálmii Mest eyðslu- hækkun hjá ráðuneytum Ellerti Falla at- kvæði krata að orðum þeirra? Vilmunduri Viðnám gegn verð- bólgu haf i forgang Þorvaldur Garðari Allir gagnrýna frumvarpið Steinþóri Flausturs- lega saman sett frumvarp Tómasi Skuldanið- urgreiðsla, tekju- og greiðslu- afgangur um, skattamálum, vísitölumáli og málefnum landbúnaðar. Við þessa stefnumörkun yrði staðið í megin- atriðum þótt samstarfsstjórnir þyrftu að sameinast um málamiðlun. VG sagði að Sighvatur Björgvinsson (A) hefði túlkað stefnu þingflokks Alþýðuflokksins til fjárlagafrum- varpsins. Þá fletti VG gegnum fjárlaga- frumvarpið, nefndi ýmsa útgjalda- liði, þ.á m. utanríkisþjónustuna, Búnaðarfélagið, Landnám ríkisins (sem hann sagði að lokið hefði fyrir 1000 árum), jarðræktarframlög í offramleiðslu búvara, búfjárrækt, Fiskveiðisjóð, framleiðslueftirlit sjávarafurða (o.fl. útgjaldaþætti í landbúnaði og sjávarútvegi) og sagði jafnan: Hér má spara, eða hér má skera niður. — VG sagði fjárlagafrumvarpið of bólgið. Þar gætti ekki nægilega þess sparnaðar og aðhalds, sem nauðsyn- legt væri við ríkjandi aðstæður og í óhjákvæmilegu viðnámi gegn verð- hörð og gengið þvert á ýmsa meginþætti frumvarpsins, ekki sízt skattastefnu þess. Orð væru góð — en eftir væri að sýna heilindi þeirra í verki — við afgreiðslu frumvarpsins. Þá kæmi raunstefna Alþýðuflokks- ins fram í veruleikann. Þá vék ÞGK að orkumálum og benti á að smáupphæð í fjárlagafrv. til að styrkja dreifikerfi rafmagns í sveitum væri sýndarmennskan ein og óraunhæf. Hér væri þó brýnt verkefni, sem hinar strjálli byggðir hefðu átt von á að hefði forgang. Svipað mætti segja um sýndarfram- lög til sveitarafvæðingar, jarðhita- leitar og hitaveituframkvæmda. en jarðvarmanýting hefði þjóðhagslegt gildi og sparaði rándýran orkuinn- flutning. Aðhald væri gott — en handahóf ætti ekki við í þessum efnum. „Byggðastefna" Framsóknar væri og framlág. Þá taldi ÞGK ekki þann veg gengið frá málum að Orkubú Vestfjarða fengi lögskilinn hluta af verðjöfnunargjaldi raforku. manns Alþýðuflokksins — um virðingarvert mál — framkvæmda- sjóð öryrkja, þar sem gert er ráð fyrir að hafa tiltækar 1000 milljónir á ári til að byggja stofnanir fyrir þroskahömluð börn, er nánari útlist- un á framkvæmdasamdrætti Al- þýðuflokksins eða storkun við fjár- málaráðherra? Skólar fyrir þroska- hömluð börn fengu tæpar 16 milljón- ir 1977. Þessi upphæð var hækkuð í 60 milljónir 1978. I frumvarpi fjármálaráðherra og ríkisstjórnar- innar er þessari upphæð 60 m. kr., haldið óbreyttri. En til samanburðar ieggur síðan einn þingmaður Alþ.fl,- til 1000 m. kr. framlag í sérstakri tillögu. Lúðvík Jósepsson var á öðru máh en Sighvatur Björgvinsson. Hann vill ekki draga úr ríkisframkvæmd- um, heldur hafa þær sem mestar. En hann viil hins vegar, i oröi, draga úr rekstrarkostnaði ríkisins. En mér er einnig spurn: er það til að undir- strika þetta sem þingmenn Alþýðu- áðan gegn ýmsum fjárlagafjár- veitingum til landbúnaðar. Það er e.t.v. sú stefna sem Alþýðuflokkur- inn boðar í höfuðborginni. En hvern veg hljóðar stefna Alþýðuflokksins í landbúnaðarmálum í kosningaplaggi sem a.m.k. var sent Suðurlandskjör- dæmi í vor. Þar segir orðrétt m.a.: „Alþýðuflokkurinn vill efla land- búnað á Islandi og nýta þannig þá auðlind. sem gróður landsins er. Landbúnaðinn og markaðskerfi hans ber að endurskipuleggja þannig. að framtak bænda og hagsýni nýtist þjóðarbúinu. Mcð skipulagðri nýtingu og markvissri uppgræðslu ber að auka að nýju gróðurlendi Islands.“ — Og enn- fremuri „Landhúnaðurinn er grundvöllur byggðar í mörgum héruðum landsins og verður því að skipuleggja hann í samræmi við byggðastefnu. Þörf cr á sérstökum stuðningi við bændur í rýrari sveitum, sem þarf að halda í byggð vegna byggðasjónarmiða.“ hluti þeirra hafi því legið fyrir á blaði í fjármálaráðuneytinu, þegar hann kom þar. Að hluta til væru menn því að fjalla um „Matthíasar- guðspjall" í þessari umræðu. Það liggur í augum uppi að fjárlagafrum- varpið verður að fylgja verðlagi og kaupsamningum. Mergurinn málsins er, að sem viðnám gegn verðbólgu þarf frumvarpið að skila greiðsluaf- gangi. Frá því meginsjónarmiði verði ekki horfið. Ráðherra sagði Byggðasjóð hafa heimild til lántöku og með henni og fjárveitingu væri staðið við 2 % ákvæðið um ráðstöfunarfé Þá kvaðst ráðherra vona að „það takist samkomuiag fyrir 1. desem- ber, sem verði með þeim hætti, að forðað verði þeim boðaföllum verð- bólgu, sem nú blasi við“. Hann sagöi og, að fjárlagaliðir varðandi Orkubú Vestfjarða væru fleiri en einn og að farið væri að lögum varðandi þessa hluti í verð- jöfnunargjaldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.