Morgunblaðið - 18.11.1978, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978
33
GamlahöUin
Innst inni í horni á
geymsluloftinu, lá hrúga
af gömlum leikföngum.
Flest þeirra voru brotin
og skemmd, og langt var
síðan nokkur hafði notað
þau. Dag einn fór Róbert
litli með mömmu sinni
upp á loft til að taka til.
Allt, sem var ónothæft,
var látið í kassa og átti að
fleygja því, og gamla
leikfangahöllin lenti í
kassanum líka.
Þegar Róbert sá, að
sorphreinsunarmaðurinn
kom og ók kassanum burt
í grindinni sinni varð
hann mjög hryggur. En til
allrar hamingju datt
gamla höllin úr grindinni
og lá eftir úti á götu.
Róbert hljóp á fullri ferð
niður stigann og út á götu,
tók upp gömlu höllina og
faldi hana í garðinum.
Tveimur dögum seinna,
þegar mamma fór út í búð
að verzla, fór Róbert út í
garðinn til þess að leika
sér með höllina. Og hvað
heldur þú að hann hafi
séð? Lítill fugl hafði
byggt sér hreiður inni í
höllinni og lá nú á eggj-
unum sínum þar.
Bíbí — halló, Róbert,
sagði fuglinn. Eg vona, að
þér sé ekki á móti skapi,
þótt ég hafi flutt hérna
inn? Eg skal koma og
syngja fyrir þig á hverju
kvöldi.
Á hverju kvöldi kom
fuglinn upp í gluggann til
Róberts og söng fyrir
hann þangað til hann
sofnaði. Seinna, þegar
eggin voru útunguð, og
ungarnir gátu sungið líka,
kom öll fjölskyldan upp að
herbergi Róberts. Og á
hverju kvöldi sungu fugla-
mamma og fuglapabbi og
ungarnir þeirra fjórir fyr-
ir Róbert þangað til hann
sofnaði.
A ROKSTOLUM
________HANNES_________
HÓLMSTEINN GISSURARSON:
Við gröf Marx í Lundúnum.
KARL Marx deildi í bókinni
Eymd heimspekinnar 1847
mjög á fræðilega eymd rót-
tæklinganna, skoðanabræðra
sinna í Norðurálfu á nítjándu
öldinni. Og honum varð að orði í
ellinni, þegar lærisveinarnir
höfðu misnotað kenningu hans;
„Um sjálfan mig er það að segja,
að ég er ekki marxsinni!" Mér
varð hugsað til bókar Marx og
orða hans, þegar ég las tvær
greinar lærisveina hans á ís-
mér að það sé rétt athugað hjá
Marx að vinna skapi verðmæti."
Kristján þekkir kenningu Marx
eins illa og Poppers. Að mati
Marx voru hugtök eins og réttur
„borgaraleg" og „hugmynda-
fræðileg" og því óvísindaleg.
Hann taldi, að verkamennirnir
ættu ekki rétt til neins, heldur
væri óhjákvæmilegt, að þeir
fengju að lokum völdin vegna
þeirra mótsagna, sem væru af
því, að þeir hefðu þau ekki (og
vísindaleg rök að því, að bylting
væri óhjákvæmileg. Popper
gagnpýndi þessi rök, og reynslan
hefur rennt stoðum undir gagn-
rýnina.
Bragi Guðbrandsson reynir í
grein sinni að verja áróðursrit
Gísla Pálssonar,
Samfélagsfræði, sem er notað
til kennslu í framhaldsskólum
og kenningu Marx fyrir rökum
mínum. Bragi skrifar: „Hannes
nefnir ekki hvar í bók sinni Gísli
noti „vinnuverðgildiskenningu
Marx“, enda engin furða, því
hvergi er um neina vinnuverð-
gildiskenningu fjallað." Þessi
staðhæfing Braga er reyndar
ósönn, því að Gísli skrifar á bls.
83 í Samfélagsfræði sinni:
„Raunar er vinnuaflið eina
varan sem hefur í för með sér
síaukna verðmætasköpun."
Bragi skrfar enn: „Tilraun
Hannesar til að sýna fram á
þetta er því hjákátlegt skrök.
En hún er einnig hjáfræðileg
vegna þess, að Hannes talar um
„vinnuverðgildiskenningu
Marx“, sem hvergi er til nema í
heilabúinu á Hannesi. A.m.k.
hefur Marx aldrei sett fram
neina kenningu þess efnis að
„verðgildi“ vöru færi eftir „því
vinnuafli, sem notað væri til að
framleiða hana“.“ Þessi
staðhæfing Braga er ósönn, en
líka dæmalaus, því að vinnu-
verðgildiskenningin er ein
undirstaðan í allri kenningu
Marx! Allir vita það, sem vita
eitthvað um kennínguna. Marx
skrifaði til dæmis í greininni
EYMD YINSTRI
HYGGJUNNAR
landi á þessu ári. Önnur greinin
var Popperismi og marxismi
eftir Kristján Arnason
málfræðing, sem birtist í 2. hefti
Tímariti Máls og menningar
1978, hin var Hjáfræði og
ljúgfræði eftir Braga
Guðbrandsson „félagsfræðing",
sem birtist í Mbl. 28. september
1978. Báðir lærisveinarnir koma
upp um eymd vinstrihyggjunnar
á Islandi, vanþekkingu sína og
misskilning.
Kristján Árnason reynir í
grein sinni að verja kenningu
Marx fyrir rökum Karls R.
Poppers, en hann þekkir þessi
rök illa, og því mistekst vörnin.
Popper færði meginrök sín gegn
kenningu Marx í bókinni Opnu
skipulagi og óvinum þess (The
Open Society and Its Enemies),
en ekki í bókinni RSkfræðl
vísindalegrar rannsóknar
(Logik der Ferschung, Logic of
Scientific Discovery), en
Kristján vitnar til ófullkomins
ágrips hennar í tímaritsgrein
eítir Þorstein Gylfason og hefur
líklega ekki lesið annað um rök
Poppers. Kristján skrifar:
„Marx benti á að vinnan skapaði
auð og þeir sem sköpuðu auðinn,
verkamennirnir, ættu jafn-
mikinn, og í raun meiri rétt til
að hirða ágóðann sem skapaðist
í einhverjum atvinnurekstri en
þeir sem hafa peningana undir
höndum. Af þessu leiðir svo, að
mati Marx, að verkamenn eiga
rétt til þess að ráða yfir
atvinnutækjunum .. . Sýnist
kenning sín væri vísindaleg
lýsing og skýring þessara mót-
sagna). Marx skrifaði til dæmis
í Sameignarávarpinu 1848 á
bls. 40 í Urvalsritum I. „Réttur
yðar er ekkert annað en stéttar-
vilji yðar, er þér hafið tekið í
lög.“ Og hin vísindalega kenning
Marx hefur verið hrakin. Dr.
Gylfi Þ. Gíslason, sem er
samhyggjumaður (sósíalisti),
skrifar í bókinni
Jafnaðarstefnunnii „Flestir
hagfræðingar eru nú sammála
um, að efnahagskenningar hans
séu úreltar, svo sem hin hag-
fræðilega skýring hans á verð-
mæti hluta, sem eigi einvörð-
ungu rót sína að rekja til þeirrar
vinnu, sem varið hafi verið til
þeirra, og skýring hans á eðli
arðránsjns var byggð á.“
Kristján skrifar enn: „Það er
því megnasta firra að halda því
fram, að þær pólitísku hug-
myndir sem Marx og Engels
settu fram' hafi verið afsannað-
ar, því þær eru ekki til þess
fallnar. Pólitískar hugsjónir
lúta ekki lögmálum hreinnar
rökfræði og eru alls engin
vísindi.“ Marx var á annarri
skoðun. Hann hafnaði með öllu
þeim greinarmuni, sem Kristján
gerir í grein sinni á því,
„hvernig hlutirnir eru,“ og hinu,
„hvernig þeir eiga að vera.“
Ilann taldi, að hann hefði
„hreinsað“ samhyggjuna af
öllum hugsjónum, breytt henni
úr draumórasamhyggju í
vísindalega samhyggju, leitt
Launavinnu og auðmagni 1849
á bls. 139 í Úrvalsritum L
„Þetta sýnir oss, að verð hverrar
vöru ákveðst af
framleiðslukostnaðinum ... En
ráði framleiðslukostnaðurinn
verðinu, þá miðast það einmitt
við þann vinnutíma, sem fram-
leiðsla viðkomandi vöru út-
heimtir." (Vinnuafl er vinna,
mæld í tíma.)
Vörn lærisveinanna tveggja
er aumleg. Annar heldur í
vinnuverðgildiskenninguna, sem
er röng, en telur kenningu Marx
ekki vísindalega í öðru, heidur
„pólitíska", þvert á það, sem
Marx kenndi. Hinn segir, að
vinnuverðgildiskenningin sé
ekki til! Þeir verja kenninguna
varla með því að hlaupast frá
henni. En eymd þeirra er þó
ekki undantekningin, heldur
reglan með íslenxkum
marxsinnum. Tímarit rót-
tæklinganna, Tímarit Máls og
menningar og Réttur, eru dauð
úr öllum æðum, þar birtast fáar
sem engar frumsamdar greinar
um heimspeki stjórnmálanna.
Og það segir sitt, að rót-
tæklingarnir hafa enn ekki
brugðizt við hinni skarplegu
gagnrýni Ólafs Björnssonar
prófessors í bókinni
Frjálshyggju og alræðis-
hyggju. Geta þeir það ekki?
Eymd vinstrihyggjunnar á Is-
landi er fullkomin. Iiærisveinar
Marx gefa honum tilefni til þess
að stynja upp úr gröf sinni í
Lundúnum.