Morgunblaðið - 18.11.1978, Page 46

Morgunblaðið - 18.11.1978, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 Tekst þeim leikreyndu að sigra landsliðið? í DAG fer fram f Laugardalshöll- inni ieikur milli íslenska Iands- liðsins f handknattleik og liðs sem fyrrverandi landsliðsþjálf- ari, Hilmar Björnsson, hefur valið. Hefst leikurinn kl. 15.30. Leikur þessi er liður í undir- búningi landsliðsins fyrir Frakk- landsferðina sem hefst eftir helgina. Leikurinn í dag er mjög áhuga- verður fyrir handknattleiksunn- endur þar sem í liði Hilmars Björnssonar eru þrautreyndir leik- menn, sem enn eru í fullu fjöri. Geir Hallsteinsson og Viðar Símonarson, sem leikur nú sinn fyrsta opinbera leik hér heima eftir að hann dvaldi í Svíþjóð, hafa báðir leikið yfir 100 landsleiki, þá hafa þeir Jón Karlsson og Sigur- bergur Sigsteinsson vel yfir 80 landsleiki að baki. Stefán Jónsson, Haukum, hefur leikið 44 landsleiki og fáir línumenn búa yfir meiri krafti en hann. Lið Hilmars Björnssonar er skipað eftirtöldum lfeikmönnum: Brynjar Kvaran Val Kristján Sigmundsson Víkingi Þorbjörn Jensson Val Jón Pétur Jónsson Val Jón H. Karlsson Val Geir Hallsteinsson FH Viðar Símonarson FH Guðmundur Magnússon FH Sigurbergur Sigsteinsson Fram Gústaf Björnsson Fram Stefán Jónsson Haukum Ingimar Haraldsson Haukum Sigurður Gunnarsson Víkingi. Landsliðsþjálfarinn hefur valið eftirtalda leikmenn í lið sitt: Jens Einarsson ÍR Ólaf Benediktsson Val Þorbjörn Guðmundsson Val Stefán Gunnarsson Val Bjarna Guðmundsson Val Steindór Gunnarsson Val Pál Björgvinsson Víkingi Árna Indriðason Víkingi Ólaf Jónsson Víkingi Hörð Harðarson Haukum Andrés Kristjánsson Haukum Hannes Leifsson Þór, Vestmannaeyjum. Viggó Sigurðsson er meiddur og getur ekki leikið með. - ÞR. ÍR, án Stewarts, mætir Njarðvík! Helgin verður fremur róleg hjá körfuboltamönnunum, aðeins 2 leikir í úrvalsdeildinni og aðrir tveir f 1. deild. En til að bæta upp hve fáir leikirnir eru, er hér um hörkuleiki að ræða. Hér er um að ræða fyrstu leikina í 2. umferð íslandsmótsins, en alls eru leikn- ar 4 umferðir. Að öðrum leikjum ólöstuðum, verður viðureign helgarinnar leik- ur ÍR-inga og Njarðvíkur, sem hefst í Hagaskólanum klukkan 14.00. Leikurinn er merkilegur fyrir þær sakir, að Paul Stewart verður ekki með IR-ingum, hann byrjar að taka út leikbann sitt. Leikbannið var á hann lagt eins og kunnugt er, eftir að Stefáni Bjarkarsyni og honum hafði lent saman suður á Keflavíkurflugvelli með þeim afleiðingum, að Stefán hlaut áverka. Aganefnd KKÍ dæmdi Stewart í 3ja vikna bann og olli dómurinn sá miklum úlfaþyt meðal ÍR-inga og fleirum, vegna þess að dæmt var einungis eftir lögregluskýrslum Stefáns og Inga Gunnarssonar liðsstjóra Njarðvík- ur. Bann þetta kemur á versta tíma fyrir IR-inga, því að Stewart missir úr tvo leiki . . . gegn Njarðvík og gegn KR. Það verður því ekki viðureign elsku vina í Hagaskólanum að þessu sinni. Njarðvíkingarnir eru sigurstrang- legri vegna Stewartleysis ÍR-inga, en áfallið gæti hæglega stappað stálinu enn frekar í IR-inga, þannið að úr verði hin æsilegasta viðureign. Þórsarar fá Valsmenn í heim- sókn norður og hefst leikur liðanna í Skemmunni klukkan 14.00. Valsmenn eru eitt af sterk- ari liðum deildarinnar, en heima- menn unnu síðasta leik sinn og fengu þá sín fyrstu stig í mótinu. Allt getur gerst. Þá fara fram 2 leikir í 1. deildinni, þeir áttu að vera 3, en öllum heimaleikjum Snæfells fram til jóla hefur verið frestað. Mun keppnissalur félagsins ekki vera tilbúinn til notkunar. Framarar sækja Eyjamenn heim í dag og hefst leikur liðanna klukkan 13.30. Á morjjun leika síðan Tindastóll og Armann í Glerárskóla og hefst leikurinn klukkan 15.00. • Ragnar • Björgvin Ragnar og Björgvin fara til Hawaii BJÖRGVIN Þorsteinsson og Ragnar ólafsson, golfmenn, halda á þriðjudaginn áleiðis til Hawaii-eyja, þar sem þeir taka þátt í heimsmeistaramótinu í golfi dagana 30. nóvember til 3. desember. Þetta er árleg keppni og fór síðast fram á Filipseyjum. Björgvin sagði í stuttu viðtali við Mbl. í gær, að 50 þjóðir sendu 2 keppendur hver í keppnina, sem væri sveitakeppni. Keppt væri í höggleik og samanlagt skor yfir alla keppnisdagana skæri úr um niðurröðun liðanna. Alþjóðagolfsambandið og ýmis stórfyrirtæki greiða allan kostnað fyrir keppendurna, ferðir, gistingu og uppihald. Þetta er í annað skiptið sem íslendingar taka þátt í HM í golfi. í fyrra fór keppnin fram á Manila á Filipseyjum og voru þeir Björg- vin og Ragnar einnig þá fulltrúar Islands. Þeir urðu þá í 7. sæti neðan frá, en meðal þeirra, sem á eftir komu, voru þjóðir eins og Júgóslavía, ísrael o.fl. Aðspurður um hvar hann reiknaði með að þeir félagar yrðu í röðinni að þessu sinni, svaraði Björgvin: — Við stefnum að því að vera a.m.k. ekki neðar nú en þá. — gg • Samvinna þeirra Axels og Björgvins í landsleikjum hefur verið rómuð. Þær eru ófáar línusendingarnar frá Axel sem Björgvin hefur skorað úr eins og honum er einum lagið. Á myndinni sjást þeir félagar í landsleik og Axel hefur ógnað, lyft sér og lætur boltann síðan detta á Björgvin sem er við öllu búinn. Axel og Björg- vin verða ekki með landsliðinu Nú er ljóst að hvorki Björgvin Björgvinsson né Axel Áxelson gefa kost á sér í íslenska landsliðið í handknattleik í vetur. Og óvíst er hvort ólafur Jónsson verður með en það mun ekki skýrast fyrr en á mánudag. Er þetta að vissu leyti bagalegt þar sem fsland þarf á öllum sínum bestu leikmönnum að halda þegar haldið verður til B keppninnar í handknattleik sem hefst á Spáni f febrúarlok. Jóhann Ingi hafði fullan hug á að fá þessa þrjá leikmenn til liðs við sig og fór gagngert út til Þýskalands til að sjá þá leika og ræða við þá, eins og skýrt hefur verið frá. En vissir annmarkar voru á hlutunum og nú er ljóst að leikmennirnir að Ólafi undan- skildum verða ekki með. Samt er enn smá von um að Ólafur gefi kost á sér í æfingar og keppnina sjálfa. Allir þessir leikmenn eru í góðri æfingu og hafa fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í leikjum að undanförnu. - ÞR. Ársþing Glímusambandsins FIMMTÁNDA ársþing Glímu- sambands íslands var haldið á Hótel Loftlciðum í Reykjavík 29. nóvember s.l. Þingforsetar voru kjörnir Ilermann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Í.S.Í. og Páll Aðal- steinsson formaður U.M.S.K. Gestir þingsins voru Gísli Ilalldórsson forseti Í.S.Í. og Hafsteinn Þorvaldsson formaður U.M.F.I. og fluttu þcir báðir ávarp. I skýrslu stjórnar kom m.a. fram að fimm landsmót í glímu voru haldin á árinu. Unnið er að ritun glímusögu íslands sem ráðgert er að komi út í tveim bindum og er fyrra bindið. sem ritað er af Þorsteini Einars- syni, að verða fullbúið til prentunar. Miklar umræður urðu um málefni glímunnar, m.a. um hvaða keppnistilbrigði hentuðu glímunni best og var samþykkt að Glímu- sambandið heföi forgöngu um að reyna ný tilbrigði. Tækninefnd Glímusambandsins hefur undirbúið námskeið fyrir leiðbeinendur í glímu, sem haldið verður í lok nóvember. I stjórn fyrir næsta starfsár voru kosnir: Formaður Ólafur Guölaugsson. Meðstjórnendur, Sigtryggur Sigurðsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Sigurður Jónsson og Steinþór Þráinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.