Morgunblaðið - 18.11.1978, Síða 48

Morgunblaðið - 18.11.1978, Síða 48
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1978 Iðulaus stórhríð fyrir Norðurlandi Víða á landinu var komin ófærð eða færð ótrygg Iðjulau.s stórhríð var í allan Ka rdaK á Norðurlandi og allt upp í 11 vindstijí með snjókomu á miðunum þar úti fyrir og vart >?ert ráð fyrir að drægi úr veðrinu fyrr en líður á daginn í dag. að söiín veðurfræðinK-s. en hins veKar var komið skikkanlegt veður á sunnanverðu landinu í ga'rkvöld enda þótt þar væri élja- og slydduveður framan af gær- deginum. Meiri snjór er nú víða á Suðurlandi en i'húar þar hafa átt að venjast á þessum árstíma nú síðustu árin. Umferö gekk stirðlega víða í nágrenni höfuðborgarinnar en að sögn vegaeftirlitsmanns stafaði það fremur af vanbúnaði ökutækja heldur en að snjórinn væri svo erfiður yfirferðar. Var í gær greiðfært austur fyrir fjall, þótt hálka væri mikil og krapavaðall en síðan var ágæt færð allt austur í Mýrdal. Undir kvöld var hins vegar færð að þyngjast á Suð- austurlandi, einkum þó Aimanna- skarðið og á Austurlandi voru allir fjallvegir færir nema Fagridalur, en vel fært á Héraði og fyrir stórar bifreiðar suður með fjörð- Enn eitt gangbraut- arslysið ENN eitt gangbrautarslysið varð í gær, þegar 7 ára drengur varð fyrir fólksbíl á Kirkju- braut á móts við sjúkrahúsið. Litli drengurinn lærbrotnaði og liggur nú í sjúkrahúsinu þar í bænum. Slæmt skyggni var þegar slysið átti sér stað, og ber ökumaður fólksbílsins að drengurinn hafi hlaupið fyrir- varalaust út á gangbrautina fvrir bílinn. Önnur vitni hafa ekki fundizt að þessu slysi en lögreglan á Akranesi biður þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið að gefa sig fram. Fátt var vitað um umferð í Þingeyjarsýslunum vegna þess að þar var víðast hvar stórhríð og í grennd við Akureyri var ófært til Ólafsfjarðar og reyndist ekki unnt að opna Öxnadalsheiði. Þá var í gærmorgun stórhríð í Skagafirði en seinnipartinn var þar sæmileg færð í héraði en ófært til Siglu- fjarðar. Um Húnavatnssýslur og yfir Holtavörðuheiði var sæmilega greiðfært fyrir velbúnar bifreiðar og fyrir jeppa og stórar bifreiðar ailt til Hólmavíkur. A Vestfjörðum voru allir fjall- vegir ófærir en fært frá Reykjavík í Reykhólasveit um Heydal en þó aðeins stórum bílum vcstan Búðardals..Brattabrekka var ófær en tvísýnt um færð á Snæfellsnesi vegna skafrennings. .rflfl-S:.r Snjórinn opnar ungviðinu nýja möguleika til að komast leiðar sinnar meðan hann lokar leiðum ýmissa fyrirhyggjulausra hifreiðastjóra. Sabena stef nir inn á markað Loftleióa Belgíska félagið áformar að hef ja flug til Chicaco og Baltimore í skjóli nýs loftferðasamnings við Bandaríkin FORSVARSMENN Flugleiða búa sig nú undir að mæta enn harðnandi samkeppni á flugleið- inni yfir N-Atlantshafið milli meginlands Evrópu og Banda- ríkjanna. þar sem belgíska flug- félagið Sabena mun hafa áform uppi um að taka upp áætlunar- ferðir til tveggja nýrra borga vestan hafs á grundvelli nýs loftferðasamnings milli belgískra og bandarískra stjórnvalda og hefur þá aðallega augastað á Chicago og Baltimore. Flugleiðir halda uppi flugi til beggja þessara staða með góðum árangri. svo að ætla má að Sabena hafi hug á að ná til einhverra þeirra farþega, sem Loftleiðir hafa flogið með á milli þessara borga Bandarikjanna og Luxemborgar. Talsmaður Flug- leiða lýsti áhyggjum sínum yfir þessari þróun í samtali við Mbl. í gær. Það var á síðasta þingi alþjóða-' samtaka flugfélaganna IATA í Genf að kynntir voru nýir loft- ferðasamningar sem bandarísk stjórnvöld hafa gert við þrjú ríki — ísrael, Pólland og Belgíu, en þessir samningar fela allir í sér aukningu á viðkomustöðum flug- félaga landanna vestan hafs ásamt ákvæðum um að stjórnvöld land- anna blandi sé ekki inn í far- gjaldamál þeirra nema ríkis- stjórnir beggja landanna verði ásáttar um slíkt. Birgir Þorgilsson, fulltrúi Flug- leiða á þessu IATA-þingi, sagði að þessir samningar og þó sérstak- lega hinn belgíski gætu vegna nálægðarinnar við Luxemborg, haft hinar margvíslegustu afleið- ingar. Strax og búið er að stað- festa þennan loftferðasamning mun belgíska flugfélagið fá tvo nýja viðkomustaði í Bandaríkjun- um og síðan sex mánuðum síðar þriðja staðinn, en Birgir kvað talið næsta víst að forsvarsmenn Sabena hefðu í hyggju að taka Chicago og Baltimore sem fyrstu viðkomustaðina. Birgir sagði, að því væri ekki að neita að þeir Flugleiðamenn hefðu töluverðar áhyggjur af þessari þróun mála, því að loftferðasamn- ingar þessir hefðu í för með sér að flugfélögin gætu raunverulega ákveðið hvert fyrir sig fargjöldin hverju sinni og væri búist við að þetta myndi hafa í för með sér að fargjöld flugfélaga þessara landa færu lækkandi. Flugleiðir skipa sér- staka rannsóknanefnd Islendingarnir fhitt- ir í einkasjúkrahús —Eru þar til frekari rannsóknar ÍSLENZKI læknirinn. sem Flugleiðir sendu til Sri Lanka. sendi félaginu upplýsingar í gær um líðan íslendinganna, sem komust af í slysinu. Sam- kvæmt upplýsingum Flugleiða ítrekaði læknirinn. Katrín Fjeldsted. að enginn íslending- anna væri í lífshættu. í gær voru íslendingarnir allir fluttir af Negomba-sjúkra- húsinu í fyrsta flokks sjúkra- hús. þar sem brezkir læknar stunda þá. Samkvæmt upplýs- ingum Helgu Ingólfsdóttur hjá Flugleiðum eru íslendingarnir nú í mjög góðum höndum. Kristin Kristleifsdóttir flug- freyja fékk í gær að fara af sjúkrahúsinu og var komin í hótel í Colombo, en Jónína Sigmarsdóttir og. Þuríður Vil- hjálmsdóttir voru enn í sjúkra- húsinu, en þó ferðafærar. Oddný Björgólfsdóttir flugfreyja er eins og áður er getið mjaðma- grindarbrotin og nokkuð marin, en hún verður að halda kyrru fyrir og liggja. Harald Snæhólm flugstjóri, sem meiddist á hrygg. yar í rannsókn í gær, er Morgunblaðið hafði síðast spurnir af líðan íslendinganna. Samkvæmt fréttaskeyti frá Associated Press fréttastofunni, sem Morgunblaðinu barst í gærkveldi, segir, að sjúkrahúsið, sem Islendingarnir voru fluttir á, sé bezti einkaspítalinn á Sri Lanka. I skeytinu segir jafn- framt að þótt Kristín Kristleifs- dóttir hafi flutzt í hótel, þá eigi hún að fara enn til rannsóknar í sjúkrahúsið í dag, laugardag. Hún hafði fengið hc-ilahristing. Skeytið er að öðru Ieyti sam- hljóða upplýsingum um líðan íslendinganna, sem Flugleiðir gáfu í gær. Læknirinn, sem annast hin slösuðu, dr. Thevar Buell, kvað illa hafa farið um íslendingana á ríkissjúkrahúsinu, þar sem þeir voru innan um fjölda annarra slasaðra. Sjúkrahúsið, sem þeir voru síðan fluttir á, var upphaflega byggt í stjórnartíð Breta á eynni og þá reist eingöngu fyrir útlendinga. Þá segir í skeyti AP, að upphafleg áætlun hafi verið sú, að íslendingarnir héldu áleiðis til Evrópu á laugardag með flugfélaginu Garuda, en vegna þess hve margir farþegar hefðu verið bókaðir í flugvélina hefði ekki verið unnt að koma líkkist- um hinna látnu íslendinga með. Var vonazt til þess að íslend- ingarnir kæmust af stað frá Sri Lanka á sunnudag. í SAMRÆMI við öryggisreglur Flugleiða hefur félagið skipað slysarannsóknarnefnd vegna flugslyssins er var við Katunyake-flugvöll í Colombo á Sri Lanka sl. miðvikudagskvöld og fer hér á eftir frétt Flugleiða þar sem greint er frá þvú Formaður nefndarinnar er Leif- ur Magnússon framkvæmdastjóri flugrekstrar- og tæknisviðs, aðrir nefndarmenn eru þessir: Grétar Br. Kristjánsson, for- stöðumaður flugstöðvardeildar, Halldór Guðmundsson, forstöðu- maður tæknideildar, Jóhannes Óskarsson, deildarstjóri í flug- deild, Jón Óttarr Ólafsson, fulltrúi í fíugdeild, Guðlaugur Helgason, flugstjóri og eftirlitsflugmaður á DC-8 þotum félagsins og Ólafur Agnar Jónasson, yfirflugvélstjóri á DC-8 þotum félagsins. Þrír hinir síðastnefndu fara utan í fyrramálið (laugardag, 18. nóv.) áleiðis til Sri Lanka. Þar munu þeir vera til aðstoðar fyrir félagsins hönd við ra annsókn slyssins og veita jafnframt hinni opinberu rannsóknarnefnd á staðnum , allar þær upplýsingar, sem með þarf varðandi flugrekstur félagsins. Fyrirliði þremenning- anna er Jón Óttarr Ólafsson. Búist er við að þeir verði ytra a.m.k. viku. Nefndarmönnum til ráðgjafar verða þrír fulltrúar frá viðhalds- deildum bandaríska flugfélagsins Seaboard World Airlines í New York og Cargolux í Luxemborg, sem annast viðhald DC-8 véla Flugleiða. Verða þeir komnir til Sri Lanka um svipað leyti og Islendingarnir. Skv. reglum alþjóðaflugmála- þjónustunnar (ICAO) hafa stjórn- völd í Sri Lanka með höndum rannsókn flygslysa er verða þar í landi. Þau geta þó leitað aðstoðar utanaðkomandi aðila, ef nauðsyn- legt er talið. Vitað er að þegar hefur verið leitað til eftirfarandi aðila um slíka aðstoð: Loftferðacftirlits íslensku flug- málastjórnarinnar. Þaðan fer Skúli J. Sigurðsson, deildarstjóri, og verður hann samferða nefndar- mönnunum þremur frá Flugleið- um. Slysarannsóknaráðs Banda- ríkjanna. Þaðan fara a.m.k. tveir fulltrúar, Russell og H.W.R. Banks, en ef að líkum lætur verða þeir fleiri. McDonnel Ilouglas flugvéla- verksmiðjanna í Kaliforníu í Bandarfkjunum. Þaðan fer einn fulltrúi, Steve Lund, og er gert ráð fyrir að hann verði kominn til Colombo á morgun (laugardag) og þá fer einnig fulltrúi frá trygging- arfélögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.