Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 Snj ómokstur inn kostar dag hvern á aðra milljón kr. IIINN mikli snjór á sötum höfuðborKarinnar um þessar mundir hefur valdið starfsmönn- um horKarinnar töluvcrðum erfiðleikum. enda er það óvcnju- Ie>ft að svo lanjfur snjóakafli komi í' Reykjavik á þessum árstfma. * Ingi U. Magnússon, gatnamála- stjóri Reykjavíkurborgar, sagði að af hálfu borgarinnar hefði þurft undanfarið að grípa til allra tiltækra véla til að annast snjó- mokstur af götum borgarinnar, og stundum hefðu verið á ferli allt upp i 15 tæki, allt frá iitlum dráttarvélum til að hreinsa af gangstéttunum upp í veghefla, ýtur og bifreiðar með ýtutennur. Hann kvað alls milli 20—25 manns hafa unnið að snjómokstrinum og iðulega hafi þeir þurft að vera að fram til kl. 22 á kvöldin en síðan komnir upp og byrjaðir að nýju um 5 leytið morguninn eftir. Gatnamálastjóri sagði að gróft reiknað mætti áætla að kostnaður við snjómoksturinn væri milli 1 og 2 milljónir króna á dag, en þær tölur yrðu fljótar að rjúka upp, þegar fara þyrfti að aka burtu á bílum snjóhraukum af götum og bílastæðum, en ekki mætti bætast við meiri snjór á götur borgarinn- ar til að það yrði nauðsynlegt. Sjálfstæðisflokkurinn: -------------------------- Birgir Isl. Gunnarsson for- maður framkvæmdastjórnar stjórn, en þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkri framkvæmdastjórn í skipulagsreglum flokksins í dag, þá samþykkti flokksráðið að það yrði gert til bráðabirgða fram að landsfundi," sagði Birgir Isleifur þegar Mbl. spurði hann um tilkomu þessarar nýju stofnunar flokksins og verkahring hennar. Birgir kvað framkvæmdastjórn- ina starfa í umboði miðstjórnar flokksins og lúta hennar fyrirmæl- um í einu og öllu. „Verkefnin eru fyrst og fremst að starfa að ýmsum innri málum flokksins, og gert er ráð fyrir að fimm menn sitji í framkvæmdastjórninni, og hún eigi að hafa með höndum ýmsa starfsemi, sem sé til eflingar flokksstarfinu." Á miðstjórnarfundi Sjálfstæðis- flokksins í fyrradag var eingöngu gengið frá kjöri formanns fram- kvæmdastjórnarinnar en hins veg- ar gert ráð fyrir að gengið yrði frá kjöri hinna stjórnarmanna nk. þriðjudag. BIKGIK ísleifur Gunnarsson hefur á miðstjórnarfundi Sjálf- stæðisflokksins verið kjörinn for maður framkvæmdastjórnar flokksins, en það er ný stofnun innan flokksstarfsins. „í nefndaráliti því sem fram kom á flokksráðsfundinum fyrir um hálfum mánuði síðan var lagt til að stofna sérstaka framkvæmda- í ófærðinni undantarið hafa ýmair bifreiðaeigendur séð pann kostinn vænstan að hreyfa ekki bifreiðar sínar, og pær hafa pá fariö á kaf í snjó, enda hefur meira snjóað í Reykjavík í nóvember en dæmi eru til síðustu 54 árin. Gengid f rá sölu áNausti NÚ HEFUR formlega verið gengið frá eigendaskiptum á veitingahúsinu Nausti, en eins og Mbl. hefur skýrt frá hafa undanfarið staðið yfir viðræður milli þeirra Geirs Zöega yngri, núverandi fram- kvæmdastjóra hússins, Ib Wessmanns, matreiðslumeist- ara Naustsins, og Guðna Jónssonar, skrifstofustjóra þess, annars vegar og eldri hluthafa þess um að þremenn- ingarnir festi kaup á veit- ingahúsinu. Var kaupsamningur milli þessara aðila síðan formlega undirritaður sl. fimmtudag, en ekki hefur verið látið uppi hvert kaupverðið var. Engar verulegar breytingar verða á rekstri hússins við eigenda- skiptin, og það verður til húsa á sama stað og þ^ð hefur verið frá upphafi. Ingi R. fyrir Svavar á ráðherrafundi EFTA: Leitað eftir samkomulagi við hin EFTA- ríkin um frestun síðustu tollalækkunar INGI R. HELGASON hæstaréttarlögmaður var fulltrúi Svavars Gestssonar viðskiptaráðherra á ráðhcrrafundi EFTA-ríkja í Genf, en hann var haldinn í gær og í fyrradag. Auk Inga sátu fundinn þeir Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. og Haraldur Kröyer, sendiherra í Genf. Þórhallur Ásgeirsson flutti á fundi þessum ræðu fyrir hönd viðskiptaráðherra sem ekki sá sér fært að sækja fundinn vegna aðstæðna hér hcima fyrir. samþykki allra ríkisstjórna aðild- arríkjanna heldur og staðfestingu allra þjóðþinganna. I símtali við Morguhblaðið í gær sagði Haraldur Kröyer að í ræð- unni hafi Þórhallur skýrt frá þeim vanda sem Islendingar ættu nú við að etja í Ijósi þess að aðlögunar- tímabil okkar samkvæmt aðildinni að EFTA og samningum við EBE væri komið svo langt að farið væri að sverfa nokkuð að ýmsum grein- um íslenzks iðnaðar og skýrði frá því að íslenzk stjórnvöld myndu framkvæma þær tollalækkanir sem til stæðu 1. janúar n.k. Hins vegar kom fram í ræðunni, að Islendingar vildu leita eftir samkomulagi við EFTA-ríkin og við EBE um mögu- leika á því að fá að fresta síðustu tollalækkuninni. Það var skýrt frá því á þann hátt að íslenzk stjórn- völd vildu leita eftir samkomulagi í þessa veru. Það þýddi að breyta þyrfti sjálfum Stokkhólmssamn- ingnum um fríverzlunina sem hefði í för með sér að ekki þyrfti aðeins Lánað verði 90 af hundr- aði byggingakostnaðar í TENGSLUM við kjarasamning- ana í júní 1977, gaf þáverandi ríkisstjórn út yfirlýsingu, um skipan sérstakrar nefndar, er átti að endurskoða þau ákvæði laga, er fjalla um byggingu ibúða á félagslcgum grundvelli. Sérstök áhersla var á það lögð. af fyrrverandi ríkisstjórn, að nefndin fjallaði um eflingu byggingar verkamannabústaða, og tryggingu nægjanlegs fjár- magns til þeirra. Þá átti nefndin að kanna leiðir til létta greiðslu- byrði lána til kaupenda vcrka- mannabústaða fyrstu 3 til 5 árin, og einnig átti nefndin að gera tillögur um aukin ftök launþega í stjórnun verkamannabústað- anna. Morgunblaðinu er kunnugt um. að nefndin hefur nýiega afhent félagsmálaráðherra til- lögur sínar. Af því tilefni sneri blaðið sér tíl Magnúsar L. Sveinssonar, sem var cinn nefnd- armanna, og bað hann að gera grein fyrir tillögum nefndarinn- ar. „Það er rétt, að félagsmálaráð- herra hefur verið afhent álit meiri hluta þessarar nefndar," sagði Magnús, „og er mér kunnugt um að hann hefur tekið vel undir meginefni þeirra. Það er því von mín að hann flytji sem fyrst á Alþingi frumvarp til laga, er byggi á vinnu nefndarinnar. Þar með yrði staðið við þau fyrirheit er ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar gaf við undirritun kjara- samninganna vorið 1977. I fyrstu grein tillagna nefndar- innar er kveðið á um hlutverk Byggingarsjóðs verkamanna, og er þar sagt, að hlutverk hans skuli vera að bæta úr húsnæðisþörf láglaunafólks, með lánveitingum til hentugra og ódýrra íbúða. Árlega skal sjóðurinn veita lán til byggingar íbúða, er nemi þriðj- ungi árlegrar íbúðaþarfar lands- manna, eins og hún er áætluð hverju sinni. Stjórnir verkamannabústaða skulu vera í hverju sveitarfélagi, og skulu viðkomandi bæjar- og sveitarstjórnir kjósa 3 menn til setu í stjórn verkamannabústað- anna, og skipa 4 til viðbótar, 2 frá samtökum launafólks í sveitarfé- laginu og 2 samkvæmt tilnefningu húsnæðismálastjórnar. — Sam- kvæmt núverandi lögum eiga samtök launafólks aðeins einn fulltrúa í stjórnunum. Þá er gert ráð fyrir því, að þegar í upphafi hvers kjörtíma- bils skuli stjórnin gangast fyrir könnun á þörf fyrir nýjar íbúðir fyrir láglaunafólk. — Áður var það þannig að það var undir hælinn lagt hvort slíkar kannanir voru gerðar. Lán úr Byggingarsjóði verka- manna til íbúða, sem byggðar verða samkvæmt lögum þessum, skulu nema 90% byggingarkostn- aðar hverrar íbúðar. Þá þarf kaupandi því aðeins að leggja fram 10% af kaupverði, verði lög í þessa átt samþykkt, en eldra fyrirkomulag gerir ráð fyrir að kaupandi leggi fram 20%. Lán þessi skulu véra afborgunarlaus fyrsta árið, en endurgreiðast á 32 árum. Ársvextir skulu nema 2,5%c, en fjárhæð afborgana, vaxta og vísitölu skal ekki vera hærri en 20% af ársmeðaltali dagvinnu- tekna, samkvæmt almennum taxta verkamanna, iðnverkafólks, verzlunar- og skrifstofufólks, eins og þau eru 1. janúar það ár sem greiðsla skal fara fram,“ sagði Magnús. Nefndina skipuðu, auk Magn- úsar, Gunnar Helgason, formað- ur, og þeir Gunnar Björnsson, Þráinn Valdimarsson, Björn Ólafsson og Óskar Hallgrímsson. Meiriþluti nefndarinnar varð sammála um þau meginatriði er Magnús greindi frá hér að fram- an. Magnús sagði að lokum, að hér væri um að ræða fyrirheit er gefin hefðu verið af fyrrverandi ríkisstjórn, og því kæmi ekki til greina að meta þessi atriði til frádráttar launum nú þegar rætt væri um félagslegar umbætur í stað krónutöluhækkunar launa. Um þessi atriði hefði verið samið á sínum tíma, og kæmi ekki til greina að launþegar semdu aftur um það er þeir hefðu þegar fengið. Rætt við Magnús L. Sveinsson um tillögur nefndar er fyrrverandi ríkis- stjórn skipaði til að gera tillögur um byggingu íbúða fyrir láglaunafólk Ráðherrar sem tóku til máls um þetta atriði létu allir í ljós skilning á vandamálinu en mæltust allir til þess að ríkisstjórnin endurskoðaði afstöðu sína og kannaði hvort ekki væri unnt að leysa þennan vanda með öðrum ráðstöfunum, sem væru heimilar samkvæmt sérstökum undanþáguákvæðum í Stokkhólms- sáttmálanum. Svissneski ráðherr- ann spurði einnig í því sambandi hvort vandi íslenzks iðnaðar gæti verið þess eðlis að þessi síðasta tollalækkun gæti skipt þar sköpum. m n ir im w setjd MÚMM^ÚLKlf ywnh w $9 v«- Vlúi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.