Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 33 Minning: Jóhann Jensson Teigi, Fljótshlíð Fæddur 10 fcbrúar 1895. Dáinn 14. nóvember 1978. I dag verður kvaddur hinstu kveðju frá Breiðabólstaðarkirkju Jóhann Jensson, bóndi, sem um langt og farsælt skeið sat höfuð- bólið Teig í Fljótshlíð. Með Jóhanni er genginn merkur maður, sannur bústólpi og sómi sinnar stéttar, sem gott er að minnast. Foreldrar Jóhanns voru Jens Guðnason og kona hans Sigrún Sigurðardóttir, er lengi bjuggu í Árnagerði í Fljótshlíð. Þar ólst Jóhann upp í fjölmennum og glaðværum systkinahópi. Ungur byrjaði hann að taka þátt í daglegum störfum á heimili for- eldra sinna, svo sem venja var. Einnig lá leið hans sem margra ungra manna í Rangárþingi út í Vestmannaeyjar á vertíð. Þar ytra bauðst honum meðal annars að læra húsasmíði, en hann hafnaði góðu boði, með því að hugur hans stóð allur til búskapar og ræktun- ar. Hinn 5. júlí 1925 kvæntist Jóhann og var eiginkona hans Margrét Albertsdóttir, einkadóttir hjónanna í Teigi, Salvarar Tómas- dóttur og Alberts Ágústs Eyvinds- sonar. Hófu ungu hjónin búskap sama ár á hluta af Teigsjörðinni. Teigur í Fljótshlíð var um aldir kirkjustaður og höfuðból að fornu og nýju, þar sem löngum hafa setið stórbændur og héraðshöfðingjar. Albert Ágúst hafði keypt jörðina árið 1918 og setið hana af miklum myndarskap. En hann féll frá 1930, mjög um aldur fram. Eftir það bjó Jóhann um skeið í sambýli við mág sinn, Eyvind Albertsson. Því lauk þó fyrr en varði og með sviplegum hætti, því að Eyvindur drukknaði í Þverá aðfararnótt þriðja í páskum 1936, ungur að aldri og sérstakur efnismaður, sem öllum var hinn mesti harmdauði. Upp frá þessu bjó Jóhanrt einn á jörðinni, þar til synir hans komust upp og stofnuðu þar til eigin búskapar móti honum. Jóhann sat Teig með miklum sóma. Hann var góður og gildur bóndi og bætti svo jörð sína að húsakosti, ræktun og öðrum framkvæmdum að hiklaust má telja hana í röð fremstu bújarða landsins. I búskap sínum var Jóhann í Teigi einstakt snyrtimenni. Lét hann sér alltaf sérstaklega annt um búfé sitt. Var hann þannig ekki síðri í kvikfjárrækt en í jarðyrkju, enda leyndi árangurinn sér ekki, því að jafnan átti hann úrvals- gripi. Einkum og sér í lagi var hann snjall hestamaður og átti um dagana marga afburða hesta og gæðinga. Kom það sér líka vel framan af búskaparárum hans, meðan samgöngur voru allt aðrar og erfiðari en síðar varð. Bithagar í Teigi liggja líka að verulegu leyti SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg r illa settur. Mér finnst, að öllum sé í nöp við mig, og ég er sífellt að skrökva. Mér finnst ekkert vera raunverulegt. Það er augljóst, að þér lifið í heimi ímyndunar, ef marka má þessi orð yðar, að yður finnst ekkert vera raunverulegt og að öllum sé í nöp við yður. Sálfræðingur mundi kannski fræða yður á því, að orsök þssa væri sektarkennd, og ég væri honum sammála. Hvernig vitið þér, að öllum er í nöp við yður? Og hvers vegna eruð þér sífellt að segja ósatt? Svo virðist sem þér finnið yður sekan og óverðugan vegna ósanninda yðar, og þér hafið ímyndað yður, að öllum sé illa vð yður. Sé það rétt, að „öllum sé í nöp við yður“, kann ástæðan að vera sú, að þér eruð ósáttur við sjálfan yður. Biblían segir: „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.“ Lygi vekur sektarkennd í brjósti venjulegs manns og veldur oft sjálfsfyrirlitningu. Hver er lækningin? Kristur fyrirgaf fólki, sem hafði drýgt alls konar syndir, þar á meðal þá synd að skrökva. Þér þurfið að vita, að Guð elskar yður þrátt fyrir ósannindi yðar. Opnið hjarta yðar fyrir elsku hans og fyrirgefningu. Þá öðlizt þér frið og nýtt sjálfsmat. Það sýnir, hvers virði við erum í augum Guðs, að Kristur dó fyrir syndir okkar og að Guð elskaði okkur svo heitt, að hann gaf son sinn, til þess að við gætum hlotið fyrirgefningu. Og telji Guð okkur verð þess, að við frelsumst, ættum við að hata syndir okkar, sem skilja okkur frá Guði. En ekkert gott hlýzt af sjálfsfyrirlitningu nema hún knýi okkur til Guðs og við öðlumst þann frið, sem hann einn getur veitt. Jesús sagði: „Komið til mín ... og ég mun veita yður hvíld“ (Matt. 11,28). Á leið í skóla §^| gœtið að sunnan Þverár, sem á fyrri árum var foraðsvatnsfall. Gátu því ferðir suður yfir ána verið hinar verstu. Kom það sér þá vel að bæði var Jóhann glöggur og traustur vatnamaður og vel ríðandi, svo að af bar. Þessar aðstæður eru nú gjörbreyttar, svo sem kunnugt er, með því að Þverá var veitt í Markarfljót fyrir atbeina Vatna- félags Rangæinga. Jóhann Jensson var maður hlédrægur og hæverskur í hví- vetna. Ekki sóttist hann eftir opinberum störfum og þess háttar vegtyllum. En allt slíkt sem hann var kvaddur til rækti hann af alúð og skyldurækni, svo sem framast mátti verða. Naut hann og jafnan fyllsta trausts og virðingar sam- ferðámanna sinna. Að eðlisfari var Jóhann félagslyndur og glaðvær. Hafði hann líka mikið yndi af söng og ljóðum. Ungur gerðist hann fylgismaður samvinnustefnunnar og var einlægur liðsmaður hennar alla tíð. Þá var hann mjög vakandi gagnvart öllum framförum og tækninýjungum og fljótur að tileinka sér allt slíkt sem til heilla horfði fyrir búskap og bújörð, enda stóð bú hans jafnan með sérstökum blóma. Hjónin í Teigi, Margrét og Jóhann, eignuðust sex börn, sem nú eru öll fulltíða og hið mesta myndar- og atgervisfólk. Þau systkin eru sem hér segir: Guðni, f. 1926, tryggingarfull- trúi hjá Kf. Rangæinga, Hvols- velli, kvæntur Svanlaugu Sigur- jónsdóttur frá Seljalandi og eiga þau 2 börn. Albert, f. 1926, kennari við Héraðsskólann í Skógum, kvæntur Erlu Þorbergsdóttur frá Hraunbæ í Álftaveri og eiga þau 5 börn. Ágúst, f. 1927, verslunar- maður hjá Kf. Árnesinga, Selfossi, áður bóndi í Teigi, kvæntur Sigrúnu Runólfsdóttur frá Bræðratungu í Vestmannaeyjum og eiga þau 4 börn. Sigrún, f. 1930, húsfreyja á Hvolsvelli, gift Nikulási Guðmundssyni frá Múla- koti, bifreiðastjóra hjá Kf. Rangæ- inga, Hvolsvelli, og eiga þau 3 börn. Árni, f. 1932, bóndi í Teigi, kvæntur Jónínu B. Guðmundsdótt- ur frá Fljóti í Fljótshlíð og eiga þau 2 börn. Jens, f. 1942, bóndi í Teigi, heitbundinn Auði Ágústs- dóttur frá Brúnastöðum í Hraun- gerðishreppi. Fráfalli Jóhanns Jenssonar í Teigi fylgir sorg og söknuður. En þegar vinnudagurinn er orðinn langur og heilsa mjög þrotin, þá má ef til vill segja að hvíldin sé kær. Og fyrir okkur sem eftir stöndum hérna megin móðunnar miklu, er það huggun harmi og fylgir okkur fram um veg. Eg og fjölskylda mín sendum eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og öðrum ást- vinum einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóhanns Jenssonar. Jón R. Hjálmarsson. Kynning á enskum gólfteppum Sýnum í dag í teppadeild ensk gólfteppi frá Giltedge og CMC. Ný munstur og litir. Opiö frá kl. 9—4. Veriö velkomin. Bazar Bazar og kökusala veröa haldin aö Hallveigar- stööum í dag, laugardaginn 25. nóvember kl. 2. Kvenfélagið Heimaey. Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig meö gjöfum, skeytum og heimsóknum á afmælisdag- inn. Guö blessi ykkur öll. Halldóra Halldórsdóttir Mýrum, Villingaholtshrepp. PnygjitiMaMiþ óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: □ Laugavegur1—33, VESTURBÆR: □ Miöbær □ Lambastaöahverfi □ Ægisíöa □ Kvisthagi ÚTHVERFI □ Sogavegur UPPL. I SIMA 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.