Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 5 Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitarinnar gefur út hljómplötu ætlaða yngri kynslóðinni Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar ís* lands hefur gefið út hljóm- plötu með tveimur sígildum tónverkum, „Tobbi túba“ eftir bandaríska tónskáldið George Kleisinger og „Pét- ur og úlfurinn" eftir rúss- neska tónskáldið Sergei Prokofieff. Plötuupptakan fór fram í Iláskólabíói á þessu hausti. Auk Sinfóníu- hljómsveitarinnar koma fram þau Guðrún Þ. Stephensen sem er sögu- maður í Tobba túbu og Þórhallur Sigurðsson sem er sögumaður í „Pétri og úlfinum". Bjarni Guðmundsson túbuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar leikur titilhlutverkið í Tobba túbu á hljóðfærið sitt. Tæknimenn við upptök- una voru þeir Máni Sigur- jónsson og Sigþór Magnús- son. Hljómsveitarstjóri er Páll P. Pálsson. Hljómplatan var pressuð hjá fyrirtækinu Cofasa s/a á Spáni sem er dótturfyrirtæki Philips. Samningarnir við Cofasa voru gerðir fyrir milligöngu Sigríðar Ellu Magnúsdóttur og útgáfu- fyrirtækis hennar. Plötuumslagið hannaði Guðrún Gröndal en hún teiknaði einnig myndir við textana af báðum verkunum en plötunni fylgir fjögurra síðna myndabók þar sem sögurnar eru raktar í máli og myndum. Prentsmiðian Oddi annaðist prentun á plötu- umslaginu og Korpus h.f. sá um filmusetningu og plölugerð en umslagið er ofsetprentað í fjór- um litum. Iðunn h.f. annast dreifingu plötunnar. Sinfóníuhljómsveit íslands hefur áður gefið út á hljómplötu söguna um Pétur og úlfinn. Fyrri útgáfan kom f.vrir meira en 20 árum. í þeirri útgáfu stjórnaði Václav Smetácek hljómsveitinni en sögumaður var Helga Valtýsdóttir. Upplag þessarar útgáfu er nú þrotið. Vegna útkomu plötunnar hélt starfsmannafélag Sinfóníu- hljómsveitarinnar blaðamanna- fund. Á þeim fundi kom það fram að á síðasta ári hófust samningar um hugsanlega sam- vinnu um upptöku á „Pétri og úlfinum“ við hljómplötufyrir- tæki í Reykjavík. Síðan var hætt við þessa samninga fyrirvara- laust og var það til þess að félagið ákvað að standa eitt að þessari plötu og neitaði að ganga til samninga í ár er hijómplötufyrirtækið óskaði þess aftur.i Forsvarsmenn Starfsmannafélagsins sögðu á Guðrún Þ.Stephensen leikari, Bjarni Guðmunds- son túbúleikari Sinfóníu- hljómsveitarinnar, Guðrún Gröndal, Páll P. Pálsson. hljómsveitarstjóri. Helga Hauksdóttir formaður Starfsmannafélagsins og Þórhallur Sigurðsson leikari kynna nýútkomna plötu Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitarinnar. Ljósm. Emilía. fundinum að þeir vildu gjarnan leiðrétta þann misskilning að annarlega hafi verið staðið að þessum samningum af hálfu Sinfóníuhljómsveitarinnar eins og fram hefði komið í fjölmiðl- um. Tónverkið „Tobbi túba“ hefur aldrei áður verið hljóðritað á íslensku en Sinfóníuhljómsveit- in hefur spilað verkið á barna- tónleikum bæði í Reykjavík, úti á landi og í Færeyjum. Þýðing- una á „Tobba túbu“ gerði Guðrún Þ. Stephensen seni jafn framt er sögumaður. Allur ágóði af sölu plötunnar rennur í Menningarsjóð Sinfóníuhljómsveitarinnar en starfssvið sjóðsins er að styrkja meðlimi hljómsveitarinnar til náms. Allir starfsmenn hljóm- sveitarinnar gáfu vinnu sína við upptöku plötunnar. Starfsmannafélagið hefur í huga að halda áfram að gefa út á hljómplötum verk sem höfða til yngri kynslóðarinnar og einnig er á döfinni að hafa opið hús í Reykjavík einhverja helg- ina og spila þá þessi tvö tónverk „Pétur og úlfurinn“ og „Tobbi túba“. Kjördæmisráð Framsóknarflokks- ins í Reykjanesi: Framsóknarmenn hætti í ríkisstjórn náist ekki sam- staða um aðgerðir KJÖRDÆMISÞING Framsókn- armanna í Reykjaneskjördæmi hefur ályktað að framsóknar- miinnum beri að hætta í núver- andi ríkisstjórn náist ekki sam- staða á næstunni um „gerhreytta efnahagsstefnu og samkomulag um að ríkisbúskapurinn verði rekinn með greiðsluafgangi" en þetta kemur fram í frétt Tímans í gær frá fundinum. Kynningarfundur á vegum AA-sam- taka í samkomu- húsinu í Garði Á sunnudaginn kemur verður haldinn opinn almennur út- breiðslufundur á vegum AA-sam- takanna á Suðurnesjum í sam- komuhúsinu í Garði og hefst hann klukkan 14. Fundurinn er öllum opinn og er þarna gott tækifæri að kynnast starfi AA-samtakanna á íslandi. Þá segir m.a. í ályktun kjor- dæmisþingsins um verðbólgumál: „Stöðvun verðbólgunnar er brýn- asta verkefni ríkisstjórnarinnar og takist það ekki verða aðrar útbætur til lítils gagns. Stöðvun verðbólgunnar verður að byggjast á samræmdum aðgerðum á sviði ríkisrekst.urs, fjárfestingarmála, peningamála og kjaramála. Eitt hinna öflugustu vopna eru fjárlög ríkisins sé þeim beitt rétt. Fjárlög með verulegum rekstrar- og greiðsluafgangi og miklum tíma- bundnum samdrætti opinberra framkvæmda er nauðsynlegur liður í þessum aðgeröum.“ Nýjasta mynd Zanussi í Háskólabíói í dag NÝJASTA kvikmynd pólska leik- stjórans Krzysztof Zanussi Gornr urinn (Spiral) verður sýnd í Iláskólabíói í dag, laugardag kl. 2 að tilhlutan pólska sendiráðsins og íslenzk-pólska menningarfé- lagsins. Zanussi er einn af fremstu leikstjórum Pólverja um þessar mundir, ein mynda hans Fjöl- skyldulíf var sýnd á kvikmynda- hátíð Listahátíðar í Reykjavík á síðasta ári og sjálfur kom Zanussi hingað til lands í stutta heimsókn litlu síðar. Öllum er heimill aðgangur á kvikmyndasýninguna í dag svo lengi sem húsrúm leyfir. ADVENTU KRANSAR V Opiö alla daga kl. 9—21. Sýnikennsla í dag kl. 2—5. Sýni- kennsla Fyrsti sunnudagur í aðventu er eftir viku 3. desember, verið tímanlega, heimsækið Græna torgið um helgina og lærið réttu handtökin viö gerö aöventukransa. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.